Morgunblaðið - 20.07.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.07.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ1982 15 stjóri. Engin greinargerð fyrir þessu vali fylgdi tillögunni. Full- trúar minnihlutans, Sjálfstæðis- flokks, Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags, fluttu þá breytingar- tillögu þar sem lagt var til að Þor- steinn Máni Arnason yrði ráðinn. Rökstuðningur fyrir vali okkar fylgdi tillögunni. Niðurstaðan varð svo auðvitað sú, að Stefán Jón Bjarnason var ráðinn bæjar- stjóri með 4 atkv. Aðrir sátu hjá. Ekki þætti mér nú ólíklegt, að Dalvíkingum fyndist fróðlegt að sjá, hvað þessir tveir menn hafa til síns ágætis: Stefán Jón Bjarnason er fæddur árið 1948 á Húsavík. Að loknu miðskóla- og gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum á Húsavík fór hann í Samvinnuskólann á Bifröst. Að loknu prófi þaðan gerðist hann starfsmaður lífeyris- sjóðs og verkalýðsfélags árin 1971-1974. Árin 1974-1977 var hann deildarstjóri hjá Kaupfélagi Þingeyinga og skrifstofumaður hjá sama fyrirtæki frá 1977. Þorsteinn Máni Árnason er fæddur á Dalvík 1949. Hann lauk prófi frá Samvinnuskólanum á Bifröst og fór síðan í eins árs framhaldsnám á vegum Sjávaraf- urðadeildar SIS og Samvinnuskól- ans. 1971—1972 stundaði hann nám við London School of Foreign Trade. 1972 réðst hann til starfa hjá skipamiðlun í Kaupmanna- höfn og starfaði við hana næstu 4 ár. Jafnframt stundaði hann nám við Köbenhavns Handels Hojskole og lauk þaðan HD-prófi (sam- kvæmt upplýsingum danska sendiráðsins er þetta 4—5 ára nám að loknu stúdentsprófi og því hliðstætt viðskiptafræðiprófi frá Háskóla íslands). Síðustu ár hefur hann starfrækt ferðaskrifstofu í Kaupmannahöfn og hafa margir Islendingar notið fyrirgreiðslu hans. Þá hefur hann tekið mikinn þátt í starfsemi námsmannafélaga og íslendingafélaganna í London og Kaupmannahöfn. Þetta eru þær staðreyndir, sem bæjarfulltrúar hafa til að grunda val sitt. Síðan bætist auðvitað við persónuleg kynni, umsagnir ann- arra og auk þess slúður og sleggju- dómar héðan og þaðan. Svona í lokin má svo bæta því við, að ég var rétt kominn heim að fundi loknum, þegar ég heyrði sagt frá því í fréttum útvarpsins, að á bæjarstjórnarfundi á Dalvík hefði verið „tilkynnt" hver yrði ráðinn bæjarstjóri. Rétt á eftir gaukaði nágranni minn að mér nýjasta Degi, sem kom út um morguninn þennan sama dag. Þar var á forsíðu sagt frá hver væri ráðinn bæjarstjóri og auk þess nafngreindur nýráðinn bæjarrit- ari, en sú ráðning hefur ekki enn verið á dagskrá bæjarstjórnar. Það hvarflaði svona rétt að mér hvað væri eiginlega verið að gera með bæjarstjórn á Dalvík fyrst ákvarðanir væru teknar úti í bæ og síðan tilkynntar fyrirfram í Degi á Akureyri og lái mér hver sem vill. Helgi Þorsteinsson, bæjarfulltrúi á Dalvík. HRAUN utanhússmálning meiraen 15ára ending eru bestu meðmælin málninghlf Davíð Oddsson ræði sem allra flestra mála. Trúin á það að frumkvæði einstakl- inganna til orðs og æðis leiði til hagfelldastrar niðurstöðu og skili mestu til þjóðfélagsins þegar til lengdar lætur er megininntakið." Davíð segir um þau vandræði, sem sjálfstæðismenn hafa ratað í og rætt var um í upphafi þessa rit- dóms: „Nú bendir allt til þess að óróleikinn í flokknum verði brátt úr sögunni og mun því ekki verða neitt framtíðarmein í Sjálfstæðis- flokknum og ég þykist vita að þessi þrekraun eigi eftir að verða Sjálfstæðisflokknum til góðs, fyrst hann hefur staðist hana.“ Árni Sigfússon ritstýrði þessu hefti Stefnis, sem er mjög mynd- arlegt eins og nokkur síðustu hefti tímaritsins. Tvær athyglisverðar greinar eru í því eftir útlendinga. Ónnur er eftir Jeane Kirckpatrick, sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar. Hún gerir greinarmun á einræði (dictator- ship) og alræði (totalitarianism) og bendir á, að miklu meiri líkur eru á lýðræðisþróun í einræðis- ríkjum en alræðisríkjum. (Portú- gal, Spánn og Grikkland eru góð dæmi um einræðisríki, sem hafa orðið lýðræðisríki, en Ráðstjórn- arríkin og Kína um alræðisríki.) Kirckpatrick telur því, að Bandarikjamenn eigi fremur að styðja einræðisstjórnir en alræð- Árni Sigfússon ishreyfingar, þegar ekki séu fleiri kostir tiltækir, eins og í ýmsum löndum Vesturheims, þar sem ein- ræðisstjórnir berjast við skæru- liðahreyfingar marxsinna. Ég get ekki sagt annað en að ég sé sam- mála henni. Hin greinin er eftir rússneska andófsmanninn Vladimír Bú- kofskí, sem varar við hinni svonefndu friðarhreyfingu á Vest- urlöndum. Grein hans birtist í The Times í Lundúnum og vakti mikla athygli, enda er litið svo á í Bret- landi, að „friðarhreyfingin" sé ekkert annað en nýtt nafn á hinni gömlu róttæklingahreyfingu, sem lifir og nærist á Bandaríkjahatri. Við grein Búkofskís getur og að líta annál „friðarhreyfinga" þeirra, sem Kremlverjar hafa hleypt af stað reglulega, en Steinn Steinarr sagði háðslega, eins og frægt er orðið, að Rússar væru ekki amalegir — þeir hefðu fundið upp friðinn! Margt fleira er í þessu hefti Stefnis, yfirlit yfir framboð Sjálfstæðisflokksins í byggða- kosningunum, kafli úr væntan- legri bók Milton Friedmans, Nó- belsverðlaunahafa í hagfræði, og fréttir af starfsemi ungra sjálf- stæðismanna, sem er mjög blóm- leg. Heftið er eins og tvö næstu hefti á undan því til marks um það mikla líf, sem færst hefur í unga sjálfstæðismenn. VILTU losna við HALDIÐ Marley FLOWLINE þakrennur eru úr frostþolnu, sterku, gegnlituðu plasti sem ekki þarfnast viðhalds. Marley Extrusions hafa hlotið meðmæli rannsóknarstofnana í Englandi, - enda með yfir 20 ára reynslu í UPVC þakrennukerfum Fjárfesting í Marley þakrennum gefur arð ævilangt. PAKRENNUE SEM ERU EINFALDAR í UFPSETNINGU heildverslun Marinó Pétursson Sundaborg 7. 124 Reykjavik simi: 81044

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.