Morgunblaðið - 20.07.1982, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.07.1982, Blaðsíða 38
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1982 • Austurríski kappakstursmaðurinn Niki Lauda er sagður aka betur en nokkru sinni lyrr i „Formula l“-kappakstrinum. Á litlu innfelldu myndinni má sjá andlitslýti þau er hann hlaut er hann varð fyrir miklu slysi í kapp- akstri fyrir nokkrum árum. Lauda sigraði í breska Grand Prix- kappakstrinum NIKI Lauda frá Austurríki sigraði um helgina i breska Grand Prix- kappakstrinum, og varð hann rúm- lega 25 sek. á undan Frakkanum Didier Peroni, sem varð annar. Lauda ók vegalengdina á 1 klst. 35 mín. og 33,812 sek. Meðalhraði hans var 200,68 kílómetrar á klst. Lauda ekur á MrLaren-bíl. Pironi er á Ferrari Turbo, og þriðji maður einn- ig, Patrirk Tambay, Frakklandi. Næstu menn voru Elio de Ang- elis, Italíu, Irinn Derek Daly, Frakkinn Alan Prost, Bruno Giac- omelli, Italiu, Brian Henton, Bretlandi, Mauro Baldi, Italíu og Þjóðverjinn Jochen Mass. Eftir 10 kappakstra í keppninni um heims- meistaratitilinn er staða efstu manna þessi: 1. Didier Pironi, Frakkl. 35 stig. 2. John Watson, Bretland 30 stig. 3. Niki Lauda, Austurríki 24 stig. 4. Keke Rosberg, Finnl. 21 stig. 5. Riccardo Patresse.ít. 19 stig. 6. Alan Prost, Frakkland 19 stig. 7. Nelson Piquet, Brasilia 17 stig. 8. Elio de Angelis, Ítalía 13 stig. 9. Michele Alboreto, ítalialO stig. 10. Eddie Cheever, Bandar. 10 stig. Pór tapaði í Njarðvík Njarðvíkingar sigruðu Þór frá Ak- ureyri í 2. deildinni á heimavelli sín- um um heigina. Skoruðu þeir eina mark leiksins í scinni hálfleik. Leik- urinn fór fram í miklu roki og voru gæði knattspyrnunnar heldur af skornum skammti. Þórsarar sóttu mun meira framan af og áttu mjög gott færi á 18. mín. er Sævar markvörður Njarð- víkinga varði vel. Var leikurinn þófkenndur og lítið um færi og var ekkert skorað fyrir hlé. Heimamenn sóttu öllu meira í síðari hálfleiknum og skoruðu þá eina mark leiksins. Var Jón Hall- dórsson þar að verki. Guðmundur Sighvatsson gaf boltann á Jon sem braust í gegnum vörnina og skoraði. — Vigdís. Þróttur R missti stig í BARÁTTDGLEÐI Skallagríms virt- ist koma leikmönnum Þróttar, Reykjavík, í opna skjöldu þegar liðin mættust um helgina á Borgarnes- velli, í 2. deild íslandsmótsins í knatLspyrnu. Liðin skildu jöfn, hvor- ugu liðinu tókst að skora mark. Eftir hrakfarir Nkallagríms, sem er neðst í deildinni, að undanfornu þótti lík- legt að Þróttur, sem leiðir deildina, færi létt með Skallagrím en svo var alls ekki, Einar Friðþjófsson, þjálf- ari Skallagrims, gerði nokkrar breyt- ingar á liði sínu, fór meðal annars inná sjálfur, og virtust þessar breyt- ingar gerbreyta liðinu og var allt annað að sjá leik þess i þessum leik en að undanförnu. Þróttur sótti undan golu í fyrri hálfleik en leikmönnum Þróttar tókst ekki að skapa sér opin marktækifæri, þess í stað reyndu þeir langskot, en Halldór í Skallagrímsmarkinu var í essinu sínu og varði allt sem að marki kom. Skallagrímsmenn áttu tvö umtalsverð marktækifæri í hálf- leiknum. I byrjun leiksins komst Ómar Sigurðsson í gott færi en skaut yfir og undir lok hálfleiks- ins átti Bergþór Magnússon skot á markið sem fyrst fór í varnar- mann, síðan í markstöngina og þaðan í fangið á markmanninum. í seinni hálfleiknum léku Skallagrímsmenn undan golunni, og sóttu oft á tíðum stíft að marki Þróttar. Þróttarar urðu fyrir því óhappi í byrjun halfleiksins að Bjarna Harðarsyni var vísað af leikvelli fyrir gróft brot og síðan munnsöfnuð við dómarann, og léku þeir því einum leikmanni færri í hálfleiknum. Þrátt fyrir að oft skapaðist hætta við mark Þróttar stóðst vörnin öll áföll og reyndu Þróttarar alltaf að byggja upp sóknir en þær strönduðu á baráttuglöðum heimamönnum. Þegar Asgeir Elíasson kom inná hjá Þrótti 15 mín. fyrir leikslok, færðist aftur líf í liðið en það var samt Gunnar Jónsson i liði Skalla- gríms sem rétt fyrir leikslok komst einn innfyrir vörn Þróttar og vippaði boltanum yfir mark- vörðinn en yfir markið fór boltinn einnig. 0—0 urðu því úrslit leiks- ins. I liði Skallagríms voru Hall- dór markvörður, Jón Ragnarsson og Gunnar Jónsson einna bestir, en baráttugleði einkenndi leik alls liðsins. Hjá Þrótti var vörnin besti hluti ÍBV fylgir Víkingum fast á eftir í topp- baráttu 1. deijdar Sigurlás skoraöi öll mörk ÍBV VESTMANNAEYINGAR fylgja Víkingum fast eftir í toppbarátt- unni í 1. deild eftir góöan sigur ÍBV á ÍBÍ í Eyjum á laugardag- inn. ÍBV sigraði í leiknum 3—1 og það var Sigurlás Þorleifsson sem var hetja Eyjaliösins, skoraði öll þrjú mörk liðs síns. Einstök óheppni við markaskorun hefur elt og þjakað þennan mikla markaskorara í allt sumar og fyrir þennan leik hafði Sigurlás aöeins skorað eitt mark í 9 leikjum ÍBV-liösins, en nú small allt vel og lukkulega saman hjá Lása. ísfiröingar urðu hér að láta í minni pokann fyrir betra liði og liöiö aö vestan er nú að færast í ólgandi yöu fallbaráttunnar eftir Ijómandi góða byrjun í mótinu. En liöiö á e.t.v. stig til góða frá Valsmönnum og þau gætu orðið liðinu veruleg búbót ef enn harðnar á dalnum hjá liöinu. ísfirðingar fengu á laugardag- inn sannkallaöa óskabyrjun, því þeir skoruðu mark strax á 3. mín- útu, mark sem Páll markvörður IBV mun ekki gleyma á næstunni. Gunnar Pétursson framkvæmdi þá hornspyrnu sem hafnaði í ör- uggum höndum Páls, en gallinn fyrir Eyjaliðið var sá, að Páll stóð vel fyrir innan línu með boltann í fanginu og vel staðsettur dómari leiksins, Gísli Guðmundsson, dæmdi réttilega mark. Þetta var að sjálfsögðu mikið áfall fyrir Eyjamenn en þeir létu ekki mót- læti þetta brjóta sig niður og sóttu þeir af miklum krafti að marki Isfirðinga mest allan hálfleikinn. Sókn ÍBV var þung og beitt og Sig- urlás mikill ógnvaldur við mark ÍBÍ. Á 6. mínútu skallar Sigurlás rétt yfir úr góðu færi og á 9. mín- útu Ieikur Sigurlás á fjölda varn- armanna en gott skot hans hafn- aði rétt utan stangar. Aðeins mín- útu síðar ver Hreiðar markvörður vel skot frá Sigurlási eftir góða fyrirgjöf Þórðar Hallgrímssonar. Og enn á 29. mínútu er Sigurlás á ferðinni, kominn einn í gegnum vörnina í dauðafæri, sendir bolt- ann laglega framhjá úthlaupandi markverði en boltinn smellur framan á stöngina og aftur út í teiginn þar sem ísfirðingar ná að bjarga málunum. Sem sagt stór- í Knattspyrna) Borgarnesi liðsins, sókninni tókst ekki að skapa sér nein umtalsverð tæki- færi og voru þeir Ottó Hreinsson og Ásgeir Elíasson einna bestir. HBj. sóknir ÍBV og Sigurlás á endanum í þeim öllum. Þó svo sókn Eyja- manna hafi verið þung var hún ekki stöðug. ísfirðingar börðust mjög vel og þeir skutust oft eldfljótir í skyndisóknir en þeim gekk bölvanlega að skapa sér færi við mark ÍBV. Og svo á 38. mínútu jafna Eyja- menn metin. Hornspyrna og Ómar Jóhannsson gefur vel fyrir mark- ið, Sigurlás skallar að marki en Hreiðar nær að slá boltann frá. Sigurlás er þegar kominn aftur í boltann og hann skorar eftir mik- inn barning við varnarmenn IBI. Rétt mínútu síðar átti Sigurlás heljarinnar mikið þrumuskot á markið en Hreiðar varði glæsi- lega. En á 44. mínútu kom Hreiðar ekki neinum vörnum við í viður- eign sinni við hinn atkvæðamikla sóknarmann IBV. Góð fyrirgjöf kom fyrir mark ÍBÍ frá Ómari Jóhannssyni, Sigur- lás stökk upp og skallaði glæsilega í markið. 2—1 fyrir ÍBV í hálfleik. Síðari hálfleikur var tilþrifa- minni og ekki eins mikið um að vera. Eyjamenn drógu sig heldur til baka, vildu greinilega ekki taka neina áhættu. ísfirðingar komu því meira inní leikinn og áfram var mjög góð barátta í báðum lið- um en heldur lítið var um laglegan samleik. Og nú var komið að Is- firðingum að koma sér í færi. Strax á 46. mínútu var allt í hers- höndum í vítateig IBV og Jón Oddsson komst í gott færi en varnarmenn IBV náðu að bjarga á síðustu stundu. Á 9. mínútu varði Hreiðar vel fast skot frá Sveini Sveinssyni og á 11. mínútu var Haraldur Leifsson í algjöru dauðafæri við mark ÍBV en skot hans hafnaði j stönginni. ÍBV gaf enn eftir og ísfirðingar gáfu nú allt í sóknina, Páll varði vel góðan skalla frá Jóni Oddssyni á 31. mín- útu. En þegar hér var komið sögu skiptu Eyjamenn um gir. Eftir að hafa iengst af í síðari hálfleiknum gefið eftir á miðjunni og tekið vel á móti ísfirðingum fyrir framan vítateig sinn, settu nú Eyjamenn aftur á fulla ferð og hvað eftir annað á síðasta stund- arfjórðungnum splundruðu þeir vörn ÍBÍ sem hafði hætt sér of framarlega í ákafa liðsins til þess að jafna metin. Á 39. mínútu varð Hreiðar markvörður að taka á honum stóra sínum til að verja hörkuskot Ómars eftir að hann hafði fengið boltann á tærnar eft- ir stórgóða sendingu Hlyns Stef- ánssonar. Hlynur hafði komið inná um miðjan hálfleikinn fyrir Svein Sveinsson sem meiddist. Og það var stórkostleg sending frá Hlyni sem færði ÍBV þriðja arkið á 40. mínútu. Góð stungusending Hlyns rann fram með fótum Sig- urlásar sem renndi sér inn í víta- teiginn framhjá tveimur aðvífandi varnarmönnum og gott skot Sig- urlásar small í netamöskvunum að baki Hreiðars Sigtryggssonar. Þannig fór um sjóferð þá. Ör- uggur sigur IBV, 3—1, og liðið er enn með í baráttunni á toppnum. IBV lék þennan leik mun betur en tapleikina gegn Fram, góð barátta og mikil keyrsla allan tímann. Spilið var ekki eins og liðið hefur best sýnt áður en leikaðferð þeirra bar árangur. Sigurlás átti stórleik og náði nú að brjóta ísinn svo um munaði. Ómar Jóhannsson átti mjög góðan leik og líka Valþór Sigþórsson og Jóhann Georgsson. Mikil og góð barátta var í liði ísfirðinga og leikgleðin var mikil. Sóknarleikur liðsins var lítt markviss, mest um langar og háar sendingar fram völlinn. Baráttan og viljafestan getur fært liðinu dýrmæt stig. Hreiðar Sigtryggs- son varði vel í leiknum og ásamt honum voru þeir Gústaf Bald- vinsson og Jóhann Torfason bestu menn liðsins. í stuttu máli: 1. deild, Hásteinsvöllur, 17. júlí. ÍBV — ÍBÍ 3-1 (2-1) Mörk ÍBV: Sigurlás Þorleifsson (3). Mark ÍBÍ: Gunnar Pétursson. Áminning: Gunnar Guðmundsson ÍBÍ, gult spjald. Dómari: Gísli Guðmundsson. — hkj. Þróttur R enn efstur 10 umferðir eru búnar í 2. dei.’d og þessir leikir eru þeir síðustu sem leiknir voru í 2. deild. Skallagrímur — Þrótcur R. 0—0 Völsungur — Reynir S 0—1 Þróttur N — Einherji 1—0 Njarðvík — Þór A. 1—0 Fylkir — FH 1—1 Staðan í deildinni er nú þessi: Þróttur R 10 6 4 0 15—4 16 Reynir S 10 5 2 3 15-8 12 FH 10 4 4 2 13-12 12 Þór Ak. 10 3 5 2 16-11 11 Njarðvík 10 4 3 3 17-17 11 Fylkir 10 1 8 1 10-11 10 Völsungur 10 3 3 4 10-11 9 Einherji 10 3 2 5 14-17 8 Þróttur N. 10 2 3 5 5-11 7 Skallagrímur 10 1 2 7 8—21 4 Sigurlás Þorleifsson (t.h.) fann loksins leiðina í netið í leiknum við ísfirðinga i Eyjum á laugardaginn. Skoraði hann þá öll mörk ÍBV, þrjú talsins, en hafði aðeins skorað eitt í sumar fyrir leikinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.