Morgunblaðið - 20.07.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.07.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLl 1982 11 Mreinn Hákonarson Einn sækir um Söðulsholt Á sunnudaginn er leið rann út um- sóknartrestur um Söðulsholts- prestakall. Einn umsækjandi var um prestakallið samkvæmt upplýsingum Biskupsstofu. Var það Hreinn Há- konarson guðfræðingur. Útskrifaðist Hreinn úr guðfræðideild Háskóla ís- lands vorið 1981. Var hann í náms- og starfsdvöl úti í Sigtuna í Svíþjóð hjá Nord- iska Ekumeniska Institutet (Kirknasambandi Norðurlanda) frá síðustu áramótum. Jafnframt guðfræðiprófi hefur Hreinn kenn- arapróf, og hefur fengist við kennslu á Selfossi og víðar. Hreinn Hákonarson er fæddur í Reykjavík 18. ágúst 1952, sonur hjónanna Hákons Guðmundsson- ar verkamanns og Hönnu Skag- fjörð húsfreyju. Hreinn er ókvæntur. Söðulsholtsprestakall er í Snæ- fells- og Dalaprófastsdæmi. Sókn- arkirkjur eru Fáskrúðarbakki, Kolbeinsstaðir, Syðri-Rauðamelur og Staðarhraun ásamt kapellu í Miklaholti. Sóknirnar telja á 4. hundrað sóknarbörn. Kvartanir vegna æfinga varnarliðsmanna Kl. 21.15 á laugardagskvöldið var, 17. júlí, bárust kvartanir til löggæzl- unnar á Keflavíkurflugvelli frá Njarðvík. Fólk í Njarðvík heyrði byssuhvelli og kvartaði undan hávaða. Að sögn Kjartans Finnbogason- ar, hjá lögreglustjóranum á Kefla- víkurflugvelli, fóru menn á vett- vang og stöðvuðu þetta. Sögðust varnarliðsmennirnir hafa fengið fyrirmæli um það, að æfa sig á svokölluðu „tankasvæði", en hættu þegar farið var fram á það við þá. Taldi Kjartan Finnbogason þetta stafa af ókunnugleika varnarlið9- mannanna, eða af misskilningi þeirra á einhvern hátt. Annars væri ekkert ljóst í þessu enn, þó skýrsla hefði verið gerð um málið, en óljóst væri hvað út úr þeirri rannsókn kæmi. Norræn ráðstefna málarameistara haldin hér á landi RÁÐSTEFNA sambands norrænna málarameistara verður haldin í Reykjavik, dagana 25.-29. júlí nk. að Hótel Loftleiðum. Málarameistarafélag Reykjavíkur hefur verið meðlimur sambandsins síðan 1950. Ráðstefnur eru haldnar annað hvert ár, til skiptis í hverju landi. Er þetta í fjórða sinn sem ráðstefnan er haldin hér á landi og mun hún verða sú fjölmennasta hingað til því þegar hafa um hundrað þátttakendur frá Norðurlöndunum tilkynnt komu sína. Á ráðstefnunni verða flutt erindi, kvikmyndir sýndar og umræður verða um hina margvíslegu þætti málaraiðninnar. Stjórn sambandsins er þannig skipuð: Forseti er Ólafur Jónsson og aðrir í 9tjórn eru Einar G. Gunn- arsson og Sæmundur Sigurðsson. JAPANSKUR BÍLL FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR Tveggja drifa bíii: Með óvenjulega mikla veghæð (fjarlægð frá vegi að lægsta punkti undirvagns), stöðugleika, lipurö og afl.. Kjörgripur til ferðalaga á slæmum vegum og vegleysum, pó með pægindi og hraöa í fyrir- rúmi. Við hönnun pessa bíls hefur víðtæk revnsla M.M.C. verksm. af smfðí fjölhæfra tveggja drifa bíla verið nýtt til fullnustu og hefur sérstök áhersla veriö lögð á frábæra ökuhæfni og mikla endingu. Milligirkassi er drifinn af tannhjóla- keðju, sem er mun hljóðlátari en hið hefðbundna __________________ tannhjóladrif. Þessi búnaður hefur pá kosti að færri slitfletir eru á aflrásinni, snúningsviðnám minnkar og ekkert „slag" myndast við átaksbreytingar. Afturhjól eru knúin beint frá úttaksöxli í aðalgírkassa, sem er sterkari búnaður en venju- leg útfærsla, auk þess að vera hljóölátari og orsaka minni titring. Skásettir höggdeyfar aö aftan, ásamt breiðum blaðfjöðrum með mikiö fjöðrunarsvið, pó án bess aö afturásinn vindist til, pegar spyrnt er eða hemlað eins og pekkt er á bílum með heilum afturás. Æsklleg þungadreyfing með og án hleöslu, sem stuðlar að fullu örvggi í akstri á veg- leysum. Hægt er að velja um bensín eöa dieselvél báöar meö titringsdeyfum, sem gera ganginn afburoa hljóðan og þýðann. Snerilfjöðrun að framan með tvöföldum spyrnum, strokk-höggdeyfum og jafnvægis- stöng. snekkjustýrisvél með æskilega undirstýringu í beygjum. Aflhemlar með diskum að framan. Hrevfillinn framleiðir mikiö snúningsvægi útá hjólbarðana, sem gefa afar gott grip á hvers- konar vfirborði vegar. Allt þetta leiðir af sér undirvagn í sérflokki, sem er þýður, þægilegur, auöveldur í akstri og frá- bær til snúninga í torfærum. INNIFALINN BÚNAÐUR: □ Framdrlfsvísir - □ 7,60-15 hjólbarðar □ Dráttarkrókur aö aftan □ Olíuþrýstlngsmællr - □ Hallamællr □ Snúnlngshraðamællr - □ spennumællr □ Tölvuklukka (Ouarts) - □ Framdrlfslokur □ Halogen ökuljós - □ Mlðstöð afturí □ Aflstýrl - □ varnarhorn á vatnskassahlíf □ Hlífðarplötur undlr framenda, vél, gírkassa og eldsneytisgeyml □ Hægindastólar framí meö fjaörandi undlrstöðu □ Útlspeglar á báðum hurðum □ upphltuð afturrúöa - □ Lltaö gler □ Þurrka og sprauta á afturrúöu HELSTU KOSTIR: □ Mikli veghæð □ Hátt hlutfali orku: þunga □ Mjög sparneytln 2.6 I. bensínvél, eða 2,3 l. dieselvél □ Sjálfstæö fjöðrun framhjóla □ skásettlr höggdeyfar aö aftan □ Fagurt og nýtískulegt útllt □ innréttlng, sem veltlr þæglndl og gleðuraugað HELSTU MAL PAJERO LAND ROVER FORD BRONCO SUZUKI HJÓLAHAF 23SO 2230 2337 2030 HEILDARLENCC 3920 3620 3863 3420 BREIDD 1680 1690 1755 1460 VEGHÆÐ 235 178 206 240 HÆÐ 1880 1970 1900 1700 EGIN ÞYNCD 1395 1451 1615 855 hIhekiahf J Laugavegi 170-172 Sími 21240 Athygll skal vakln á því aö þau mál af Mltsubishl pajero sem blrtst hafa í auglýslngum véladelidar sís aö undan- förnu eru röng. PRISMA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.