Morgunblaðið - 20.07.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.07.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1982 41 fólk í fréttum Af Julian Lennon Julian Lennon, sonur John Lennons og fyrri konu hans, langar til að verða tónlistarmað- ur eins og faðir sinn. Hann leik- ur á trommur og píanó og hefur í hyggju að gefa út plötu bráð- lega. Hann er nú 18 ára og nú fyrst hefur hann sagt frá sam- bandi sínu og föður síns sem virðist hafa verið fjarri því að vera náið. Julian segist hafa þráð mjög heitt ást og viðurkenningu föður síns en aldrei fengið hana. Eftir að foreldrar hans skildu sá hann föður sinn aðeins um helgar. Síð- an flutti faðir hans til Banda- ríkjanna með Yoko Ono og þá liðu fimm ár það til að Julian hevrði aftur í föður sínum. Þeg- ar hann var 12 ára fór hann í heimsókn til föður síns í New York og þá bauð John Lennon syni sínum upp á hass. „Hann vildi sjá hver viðbrögð mín yrðu eða kannski hélt hann að ef mér væri ekki bannað að neyta eit- urlyfja þá myndi mér ekki finn- ast þau eins spennadi," segir Julian um þetta atvik. „Þegar að hann dó fann ég til einskis, ég varð altekinn tilfinn- ingalegum dofa. Ég trúði því ekki að hann væri dáinn. Það leið langur tími þangað til að ég gat grátið. Það sem mig langar meira til enn nokkurs annars er að fá einhverja sönnun fyrir því að faðir minn hafi elskað mig.“ Julian Lennon aé fara í samkvæmi Með bleyju og snuð á sjóskíðum Tamaryn Fry er 18 mánaða gamalt ungabarn í Suður-Afríku. Hún er líka yngsta manneskja sem nokkurn tíma hefir lært á sjó- skíði. Wally Fry, faðir hennar, segir: „Tamaryn hefur verið í sundtímum síðan hún var fimm mánaða gömul og henni er eins eðlilegt að vera á sjóskíðum eins og öðrum börnum að ganga." Tamaryn kunni á sjóskíði áður enn hún tók fyrstu sporin. Faðir hennar smíðaði handa henni fyrstu sjóskíðin og það er sjón að sjá hana bruna áfram á sjóskíðum í glampandi sól með snuðið sitt í munninum og með plastbleyju. Tuuryn Fry Tamaryn með pabba sínum á sjóskiðum COSPER Keisara- sonurmn r af Iran Elsti sonur Farah Dibu og keisarans af íran, Shah Reza II, er nú orðinn 21 árs gamall og hann er ennþá óráðinn hvað framtíðina snertir. Hann dvelur nú í Marrokkó í sumar- leyfi og eyðir tíma sínum mik- ið á ströndinni. Hann þráir að snúa aftur til íran og endur- reisa keisaraveldið þó í nýrri og betri mynd. „Ég mun fórna lífi mínu til síðasta blóðdropa fyrir þetta takmark," segir hann. Khomeini stjórnin í Iran lítur á unga manninn sem glæpamann eins og föður hans og hefur heitið verðlaun- um hverjum þeim sem kemur honum úr tölu lifenda. Keisarasonurinn hleypur dag- lega. Lokað vegna sumarleyfa 26. júlí til 9. ágúst. Ágúst Ármann hf. Sími 86677. AÐ ENDURHEIMTA LÍKAMANN Námskeið í sálfræði Wilhelm Reich Breski sállæknirinn David Boa- della heldur: A. Tvö námskeið í líkamssálfræði Wilhelm Reich 23.—25. júlí og 30. — 1. ágúst. Hámarks þátttökufjöldi á sitt hvort námskeiðið er 15 manns. Á námskeiðunum verða kenndar aðferðir sem losa um vöðva- spennu, leiðrétta röskun á öndun- inni og auka tjáningarhæfni og lík- amlega velliðan. B. Fyrirlestur um kynlífskenningu Wilhelm Reich í Norræna húsinu, miðvikudaginn 28. júlí kl. 20.30. Upplýsingar og skráning á námskeiðin í síma 86917 milli kl. 20—23. MD3LLBILL MAGUR Á FÓÐRUM. SVÉUDEIID Ármúla3S.38900 SPYRNA OG SPARNEYTNI í SAMA BÍL. $ VÉLADEILD Ármúla3 S.38900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.