Morgunblaðið - 20.07.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.07.1982, Blaðsíða 36
Síminná OQflQQ afgreiöslunni er OOUOO JltorgtmÞlatob ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1982 Mikið af hval I kringum landið: 54 lang- reyðar merktar „l>AÐ EK mikid af hval á haf- svæAinu kringum ísland,“ sagði Jóhann Sigurjónsson líffræðing- ur í viðtali við Morgunblaðið í gær, cn hann var þá staddur um borð í rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni á leið til Keykjavík- ur úr mánaðar hvalarannsóknum við landið. „Við vissum frá því í fyrra að það væri mikið af hval í kringum landið, til dæmis er mjög mikið af langreyði. I>á urð- um við varir við mikið af hnúfu- bak og steypireyði. I>essir stofnar virðast hafa náð sér vel á strik, en þeir hafa verið friðaðir um langt skeið. I>egar hnúfubakur- inn var friðaður á sínum tíma var talið að mjög fá dýr væru eftir, en honum virðist nú hafa fjölgað mikið undanfarin ár,“ sagði Jó- hann ennfremur. „Fyrstu tvær vikurnar vorum við við rannsóknir og merkingar á hvölum á hvalasvæðinu vestur af landinu, Þar merktum við 52 lang- reyðar og 1 sandreyður, en sand- reyðurinn er almennt ekki gengin á miðin enn. Þegar merkingum og rannsókn- um var lokið vestur af landinu var haldið norður fyrir land og ætlun- in var að merkja og rannsaka hrefnustofninn, en okkur tókst ekki að merkja nema 6 hrefnur sökum veðurs. Þann tíma, sem við vorum úti fyrir Norður- og Aust- urlandi var yfirleitt alltaf þoka eða bræla, en við urðum víða varir við mikið af hrefnu til dæmis á Húnaflóasvæðinu. Við ætluðum ennfremur að kanna hinar fornu hvalaslóðir norður og austur af landinu, en það gekk ekki heldur sökum þoku. Þó gátum við merkt tvær langreyðar á Jan Mayen- hryggnum, en þar birti til smá stund,“ sagði Jóhann Sigurjóns- son. Sjá bls. 3: Bann við hval- veiðum samþykkt i tækni- nefnd Alþjóðahvalveiði- ráðsins. HEYSKAPUR — Víóast hvar á landinu er heyskapur hafínn en spretta er misjöfn eftir landshlutum. Þessi mynd var tekin um helgina á Egilsstaðabúinu. MorfnmbiaAiA/Krutjáa. Geysiharður árekstur á Vesturlandsvegi: 20 ára maður beið bana og 17 manns slösuðust TVÍTUGUK maður beið bana og sautján slösuðust, þar af tvennt alvarlega, þegar steypubifreið og rúta skullu saman á Vesturlands- vegi við Hulduhóla laust fyrir klukkan átta í gærmorgun. Öku- maður steypubifreiðarinnar, Þórir Baldvin Þorkelsson, fæddur 2. ágúst 1961, beið bana. Tuttugu og fimm ára kona slasaðist mjög alvarlega og liggur nú á gjör- gæzludeild. Ökumaður rútunnar hlaut beinbrot á höndum og fót- um. Hann var fluttur í slysadeild og síðar í augnaðgerð í Landa- kotsspítala. Ökumaður steypubifreiðarinnar var á leið til vinnu í Reykjavík og rútan var á leið í Mosfellssveit með fólk til vinnu að Reykjalundi og Álafossi. Sjónarvottar bera, að steypubifreiðinni hafi skyndilega Hitaveita Reykjavíkur: Vandinn ekki verið jafn- mikill síðan árið 1968 Afborganir af lánum nema á árinu um 35 milljónum króna verið sveigt yfir á öfugan vegar- helming og í veg fyrir rútuna með þeim afleiðingum, að bifreiðirnar skullu saman af miklu afli. Við áreksturinn tókst rútan á loft, sncrist og kastaðist út fyrir veg og kom niður á vinstri hlið. Steypubifreiðin snerist á veginum og mun ökumaður hennar hafa látist samstundis. Nærstatt fólk aðstoðaði hina slösuðu út úr rútunni. Ekki er ljóst, hve margir voru í rútunni þegar slysið átti sér stað. Flestir hinna slösuðu skárust og nokkrir hlutu taugaáfall. Þrjár konur voru fluttar að Reykjalundi, þar sem gert var að meiðslum þeirra en fjórtán manns voru flutt í sjúkra- bifreiðum í slysadeild Borgar- spítalans. Eftir að gert hafði verið að sárum fólksins, fengu allir að fara, utan ökumaður rútunnar og konan, sem liggur lífshættulega slösuð. Sjá „Mín fyrsta hugsun var að ná fólkinu út“ i miðopnu. Þórir Baldvin Þorkelsson. Verðbólguhrað- inn er nú 55,55% STJÓRN veitustofnana Reykjavíkur kom saman til fundar í gær og ræddi vanda Hitaveitu Reykjavíkur. Var þar samþykkt bókun, þar sem þess var óskað, að ef borgarráð teldi nauðsynlegt að skera niður fram- kvæmdir á vegum hitaveitunnar, yrði það gert samkvæmt tillögum stjórnar veitustofnana. Að öðru leyti fékkst ekki uppgefið í hverju tillögur stjórnarinnar væru fólgnar. Að sögn hitaveitustjóra Jóhann- esar Zoega, hefur vandi hitaveit- unnar ekki verið jafnmikill síðan 1968. Nú lítur út fyrir að greiðslur og afborganir af lánum hitaveit- unnar á þessu ári nemi um 35 milljónum króna, verði ekki um frekari gengisfellingar að ræða. Þá mun vanta 35 til 45 milljónir upp á að hægt verði að standa við framkvæmdaáætlun. Sagði Jó- hannes, að útlit væri fyrir að hætta yrði við allar framkvæmdir á vegum hitaveitunnar, sem ekki hefði verið samið um og staðfest- ar. Meðal þess, sem þá gæti setið á hakanum, væru boranir tveggja hola á Nesjavöllum og annarra tveggja í Reykjavík. „Það hefur verið farið fram á um 45% gjaldskrárhækkun frá og með 1. ágúst og síðan fylgi hækk- anir verðbólgu. Annaðhvort verða stjórnvöld að líta raunhæfum aug- um á þjónustu- og hækkanaþörf hitaveitunnar eða að hætta að vasast í hvers manns koppi og fara að snúa sér að því að stjórna landinu," sagði Jóhannes. Borgarráð mun ræða vanda Hitaveitu Reykjavíkur á fundi sín- um í dag. SEÐLABANKI íslands hefur reikn- að lánskjaravísitölu fyrir ágústmán- uð og reyndist hún vera 387 stig og hafði þá hækkað frá því í júlímánuði um 3,75% á einum mánuði. Samkvæmt þessu er verðbólgu- hraðinn nú á 12 mánaða tímabili 55,55%. Á síðastliðnum 12 mánuð- um hefur lánskjaravísitala hins vegar hækkað um 49,42%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.