Morgunblaðið - 20.07.1982, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.07.1982, Blaðsíða 42
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JULI1982 Landskeppnin í frjálsum íþróttum gegn Wales tapaðist með 11 stigum — góður árangur hjá íslensku stúlkunum í Noröurlandabikarkeppninni UM HELGINA fór fram stærsta frjálsíþróttamót sumarsins hér á landi. Keykjavíkurleikarnir í frjálsum íþróttum. Leikarnir voru að þessu sinni jafnframt landskeppni á milli íslands og Wales í karlaflokki og á sama tíma fór fram Norðurlandabikarkeppni kvenna í frjálsum íþróttum. Á Reykjavík- urleikunum sjálfum kepptu svo ýmsir mjög góðir afreksmenn frá Kússlandi, Bandaríkjunum, Svíþjóð og Noregi. Mörg ágæt afrek voru unnin á mótinu, sem fór fram við frekar óhagstæð veðurskilyrði. Sér i lagi var erfitt að hlaupa hringhlaup vegna kulda og töluverðs vindstrekkings báða dagana. Því varð árangur í hringhlaupunum ekki eins góður og við hefði mátt búast. Af árangri íslensku keppendanna á mótinu bar hæst stórgóður árangur Óskars Jakobssonar í kúlvarpi, 20,06 m. Óskar sigraði keppinauta sína örugglega en þeir voru sko ekki af lakara taginu. Þá var mjög athyglisvert hversu vel íslensku stúlkurnar stóðu sig í Norðurlandabikarkeppninni. Þrátt fyrir að þær hafi rekið lestina í stigakeppninni náðu þær góðum árangri í mörgum greinum. Sigurborg setti íslandsmet i 400 m grindahlaupi. Oddný stóð sig með afbrigðum vel í spretthlaupunum og Hrönn Guðmundsdóttir kom veru- lega á óvart með góðu hlaupi í 800 metrunum. íslensku karlarnir máttu sætta sig við að tapa fyrir Wales í landskeppninni með II stiga mun, 108 gegn 97. Var það mun stærri munur en gert hafði verið ráð fyrir. En eins og svo oft áður í landskeppnum í frjálsum þá fór ýmislegt úrskeiðis. Gert var ógilt i 4x100 m boðhlaupi, og í sumum greinum vantaði herslumuninn uppá að ná fyrsta sætinu. En hvað um það, á heildina iitið var árangur allgóður miðað við þær aðstæður sem keppt var við. Hörð keppni milli sænsku og norsku stúlknanna Mjög hörð keppni var á milli sænsku og norsku stúlknanna í Norðurlandabikarkeppninni. Þeg- ar upp var staðið voru liðin jöfn að stigum, höfðu hlotið 43 stig hvor þjóð. Finnsku stúlkurnar hlutu 35 stig en þær íslensku 28 og gátu þær all vel við unað. Oddný Árna- dóttir vrð þriðja í 100 metra hlaupinu á 11,72 sekúndum en meðvindur var of mikill. Sigurveg- arinn Mon Evjen Noregi hljóp á 11,52 sekúndum. Bryndís Hólm náði þriðja sæti í langstökkinu, stökk 5,94 metra. Stökk aðeins 4 sentimetrum skemur en norska stúlkan Mette Karin, sem náði öðru sæti. Þá náðu íslensku stúlk- urnar öðru sæti í 4x100 metra boðhlaupinu, hlupu vegalengdina á 47,2 sekúndum. I fyrstu keppnisgrein kvenn- anna síðari daginn setti Sigurborg Guðmundsdóttir glæsilegt ís- landsmet í 400 m grindahlaupinu, hljóp á 60,86 sekúndum. Var þetta mjög vel gert hjá Sigurborgu. Veð- ur var slæmt til keppni, kuldi og töluvert rok. Sigurborg náði öðru sæti í hlaupinu sýndi mikið keppnisskap og vilja og hljóp allan tímann mjög vel yfir grindurnar. Mikil keppni var í hlaupinu. Ann Skoglund frá Svíþjóð sigraði ör- ugglega enda ein sú besta í heim- inum í dag í þessari grein. Sigur- borg varð önnur en finnska stúlk- an Helender þriðja á 60,91 sekúnd- um. Oddny Árnadóttir stóð sig vel í 200 m hlaupinu, varð þriðja á 24,23 sekúndum. Er einsýnt að Oddný er í góðri æfingu og getur án efa gert mun betur en þetta. Og ekki er ólíklegt að hún nái að setja jafnvel íslandsmet í greininni síð- ar í sumar. Hrönn Guðmundsdótt- ir kom mjög á óvart í 800 m hlaup- inu. Hrönn sýndi af sér mikla hörku og náði öðru sætinu í hlaup- inu, skaut finnsku og sænsku stúlkunum aftur fyrir sig. Tíminn hjá Hrönn var 2:06,27 mínútur mjög góður tími við þessar slæmu aðstæður. Þess verður ekki langt að bíða að Hrönn bæti sig veru- lega í greininni. Sveit íslands í 4x400 metra boðhlaupi náði þriðja sæti og munaði þar mestu um góð- an lokasprett hjá Oddný Árna- dóttur. Mikið af góðum frjáls- íþróttakonum kepptu á mótinu. Og var til dæmis með ólíkindum að sjá rússnesku konurnar hlaupa. Belowa frá Rússlandi sigraði 400 m á 52,86 sekúndum, en hún hljóp sem gestur. Hlaupadrottningin Grete Waitz fór létt með að sigra í sínum greinum. Sér í lagi fór hún létt með 1.500 m hlaupið. Þar varð Ragnheiður Ólafsdóttir í fjórða sæti, en náði engu að síður sínum besta tíma 4:24,5 mínútum. Eitt stig skildi þjóðirnar að eftir fyrri daginn Aðeins eitt stig skildi Island og Wales að eftir fyrri daginn í landskeppni þjóðanna. Wales hafði 50 stig en Island 49. Það var nokkur óheppni með landanum fyrri dagin. Þorvaldi Þórssyni tókst ekki að ljúka 110 m grinda- hlaupinu. Keyrði of grimmt undan rokinu og felldi aðra grind og datt er hann rak fótinn í hana. Og í síðustu grein dagsins gerði sveit íslands ógilt í 4x100 m boðhlaup- inu. Á síðustu skiptingu fór Þor- valdur Þórsson allt of fljótt af stað og Sigurður Sigurðsson náði ekki til hans með keflið. Munaði sannarlega miklu um þessi stig. Þennan fyrri dag landskeppninnar fékk ísland sigurvegara í nokkrum greinum. í kúlu sigraði Óskar og Vésteinn varð annar. I kringlunni sigraði Vésteinn og Óskar varð í öðru sæti. Og Kristján Harðarson sigraði í langstökkinu, stökk 7,43 m, en mikill meðvindur var. Ein skemmtilegasta keppnisgreinin fyrri daginn var 400 m hlaup. Þar sigraði Oddur Sigurðsson glæsi- lega og Egill Eiðsson náði öðru sæti. Egill er mikili keppnismaður og var þessi tvöfaldi sigur þeirra félaga kærkominn í hlaupagrein. En það sem réði úrslitum í lands- keppninni var hversu landslið • Oskar Jakobsson vann glæsilegan sigur í kúluvarpinu. kastaöi 20,06 metra. Var á undan mörgum þekktum köppum. Mikill afreksmaöur í frjálsum íþróttum Óskar. Hér má sjá hvar hann gengur í hringinn áður en sigurkastið kom. Á svipnum má sjá að hann er ákveðinn í því að kasta langt aö þessu sinni og það tókst honum. Ljósm. kok mmmmmmammmmmmmmmmmamaaammmmmmmmmmmamammmmmmmmmmmm, • Frá skemmtilegustu keppnisgrein mótsins 4x400 m boöhlaupi karl örþreyttur inn á lokasprettinum inn í síöustu skiptinguna. Oddur er till • Skiptingin hjá Agli og Oddi tekst vel, en sá er hljóp sföasta sprettim Wales hafði betri hlaupurum á að skipa, sérstaklega í lengri vega- lengdunum. Síðari dagur ekki eins góður. Síðari keppnisdaginn náðu lands- liðsmenn Wales öruggri forystu í landskeppninni og þegar yfir lauk höfðu þeir 11 stiga forskot. Það var Þorvaldur Þórsson sem gaf tóninn í fyrstu keppnisgrein dags- ins með góðum sigri í 400 m grindahlaupi. En í næstu grein 200 m hlaupi olli það nokkrum von- brigðum að Oddur Sigurðsson varð í öðru sæti. Oddur sat illilega eftir í startinu og var einu sek- úndubroti á eftir Mark Owen sem fékk tímann 21,25 sek. Einar Vilhjálmsson sigraði ör- ugglega í spjótkastinu kastaði 73,662 m. Þrístökkið olli vonbrigð- um. Okkar menn náðu sér ekki á strik og annar maður stökk aðeins 14,22 sem hefði einhvern tímann þótt slakt. Mikill meðvindur var þegar á keppninni stóð og hefði það átt að hjálpa stökkvurunum verulega. Sigurður T. Sigurðsson sigraði • í stangarstökkinu og Kristján Gissurarson varð annar. Mjög erfitt var að stökkva í rok- inu. • Meö broa á vör kemur Oddur í ir Sveit íslands aigrar. Oddur bókstafleg ustu 100 metrana svo langt fór hann f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.