Morgunblaðið - 20.07.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.07.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1982 39 SVAR MITT eftir Billy Graham * Urskurðarvald Biblíunnar Hvert er að yðar áliti meginmál guðfreðinnar nú i dögum? Mér sýnist kristnir guðfreðingar vera ósammála í mörgu. En hvert virðist yður vera mikilvegasta atriðið í umreðum þeirra um þessar mundir? Hin mikla spurning, sem margir svokallaðir guð- fræðingar vekja máls á á okkar tímum, er um úr- skurðarvald Biblíunnar. Nú er ég ekki guðfræðingur, aðeins Biblíu-nemi. Þess vegna hef ég aldrei átt í erfiðleikum í þessu atriði. í mínum huga leikur eng- inn vafi á „úrskurðarvaldi orðs Guðs“. Ég varð að gera þetta mál upp við mig eins og aðrir, og þá komst ég að þeirri niðurstöðu í eitt skipti fyrir öll, að Biblían væri orð Guðs, ekkert meira og ekkert minna. Ég viðurkenni Biblíuna — alla bókina. Ég viður- kenni þá kafla, sem ég skil, með huganum, og hitt með hjarta mínu, í trú. Biblían er eina raunverulega úrskurðarvaldið, sem við höfum og hið eina, sem við þurfum á að halda. Allt frá því sögur hófust á þessari reikistjörnu, sem heitir jörð, hefur Satan reynt að vekja efa í hugum manna varðandi orð Guðs. Ég hef ekki átt við efasemdir að glíma, síðan ég gerði upp við sjálfan mig, að Guð mundi reynast sannorður, þó að sérhver maður (sem býður orði Guðs byrginn) reyndist lyg- ari, eins og Biblían talar um. Hann komst vel að orði, skipstjórinn, sem var að veiða á skonnortunni og sagði: „Ég hef ekki lesið margar bækur, og kannski finnst þér ég vera fáfróð- ur, en ég skil ýmislegt." Ég hef ekkert úrskurðarvald. En traust mitt er á honum, sem hefur það. Ung og efnileg Hljóm- plotur Finnbogi Marinósson Kim Wilde Select SRAK 548 Þá hefur söngkonan Kim Wilde sent frá sér nýja plötu. Þessi unga söngkona sló all- hressilega í gegn í fyrra með sinni fyrstu plötu og af henni voru t.d. lögin „Second Love“ og „Kids In America" mjög vinsæl. Tónlistin sem spiluð er undir söng hennar er ekki á neinn hátt hennar smíði heldur föður henn- ar og bróður, Marty og Ricky Wilde. Þetta kann að hljóma ein- kennilega en útkoman er hreint ekki svo slæm. Nýja platan sem heitir „Sel- ect“ hefur að geyma 10 lög eftir þá feðga. Öll eru þau á svipaðri línu og á fyrstu plötunni eða rokkuð nýrómantík. Hljóðgerf- illinn er ráðandi hljóðfæri og raftrommur notaðar til jafns á móti venjulegum trommara. Það sem gefur plötunni rokkað yfir- bragð er hvað takturinn er mun hraðari en gengur og gerist í tónlist sem þessari. Um söng Kim Wilde er ekki mikið að segja. Hún hefur frekar litla rödd sem er nýtt út í ystu æsar án þess að henni sé neinstaðar ofboðið. Á heildina litið er platan góð. Lögin eru flest mjög góð og öll vinna við þau hnökralaus. Það eina sem veikir þessa plötu er hvað sum lögin eru lík innbyrðis. Bestu lögin: Ego, Words Fell Down, Chaos at the Airport og Cambodia-Reprise. FM DAISUH-kraftur Konunð109 snerPuPn^refur da iíSssSsíS^ vtsun Geturöu ir a( ,ðeins king nda( 12 lítrum DAT=“:|„ynda«ljrhu„drac ***** CAB e '?iðanfl°rh» ' Sð? flrinnar-sú na endingf^ssur" rinntf. „ cAB «r ' ’ VvaO ***** h%t kattarl°s' finkKi ve?°a f DjóP . fiokk'- DA )bóistraö‘r J kass; DA'° « b3eg',egiætiö, STna Q^s' raB He)gason g| ingy^rinn ****** Sýn^fo sím'33 NISSAN ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? M \t (II.YSIR t'M AU.T LAND ÞEC.AR Þl Al (II.YSIR I MORGINBLAÐIM GÓÐUR - ÓDÝR - LIPUR - SÆLL - AFBRAGÐ SÝNISHORN ÚR MATSEÐLI Rjómalöguð bleikjusúpa Salat Ofnbakaður skötuselur með rækjum í brauð- deigskörfu Verð kr. 85,- ARHARIiÓLL Hvíldarstaður í hádegi höll að kveldi Velkomin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.