Morgunblaðið - 20.07.1982, Side 16

Morgunblaðið - 20.07.1982, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1982 HöIðustöAvar bresku leyniþjónustunnar í Cheltenham. Ottast er að nýtt njósnahneyksli kunni áð koma upp á yfirborðið í kjölfar handtöku manns, sem grunaður er um alvarlegar njósnir. Orðrómur um nýtt njósnahneyksli magnast: Thatcher skýrir frá stað- reyndum í þinginu í dag l.ondon, 1». júlí. Al*. Á sama tíma og sterkur orðrómur var á kreiki þess efnis í Lundúnum að eitt mesta njósnamál Breta væri í uppsiglinu lýsti Margaret Thatoh- er þvi yfir, að hún myndi gefa út yfirlýsingu í Neðri málstofu breska þingsins á morgun, þriðjudag. Ottinn við nýtt njósnamál á rætur að rekja til handtöku manns að nafni Geoffrey Arthur í Hereford á fimmtudag. Strax við handtöku hans var því lýst yfir, að hér væri um grafalvar- legt mál að ræða. Dagblað lýsti honum sem rússneskumælandi og fyrrum starfsmanni fjar- skiptastöðvar. Þrýstingur á Thatcher hefur mjög aukist frá því fréttist að e.t.v. væri stórmál í uppsiglingu, en hún hefur nú fallist á að skýra frá staðreyndum í málinu í Neðri málstofunni. Líklegt er þó talið að hún muni gefa heild- aryfirlýsingu um málið og ekki fara út í smáatriði. Mörg njósnahneyksli hafa komið upp í Bretlandi frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar og það síðasta var þegar Roger Hollis, yfirmaður bresku leyni- þjónustunnar um 11 ára skeið, var grunaður um njósnir í þágu Sovétmanna. Staða Begins sterkari en nokkru sinni fyrr Tel Aviv. 19. júlí. Al>. ÞRÁTT fyrir innrásina i Líbanon og óróleikann innanlands, sem henni fylgdi, hefur staða Menachim Begin, forsætisráðherra, styrkst mjög und- anfarið. Kom þetta glögglega fram í skoðanakönnun, sem gerð var ný- lega. Eru vinsældir hans nú slíkar í landinu, að aðeins Golda Meir er talin hafa notið meiri stuðnings á meðal almennings á meðan hún var á hátindi stjórnmálaferils síns. Nýt- ur Begin nú stuðnings 80—90% allra í landinu. Vinsældir Begin komu vel í ljós á laugardagskvöld er efnt var til fjöldagöngu tii stuðnings stríðs- rekstrar Israelsmanna í Líbanon. Alls tóku um 200.000 manns þátt í göngunni eða 5% þjóðarinnar. Var þetta fjölmennasta ganga sem um getur í landinu, sem telur 4 millj- ónir íbúa. Hrópaði fólkið „Begin konungur ísraels" og margir báru spjöld þar sem á var letrað „Guð blessi þig Menachem Begin". Í ræðu, sem Begin hélt við þetta tækifæri minnti hann andstæð- inga sína á ummæli þeirra, er þeir sögðu hann aðeins hafa notað inn- rás í Líbanon sem kosningabrellu. „Mér var alltaf alvara í að tryggja öryggi þeirra íbúa landsins, sem búa við landamærin við Líbanon. Það öryggi varð ekki tryggt nema með róttækum aðgerðum, sem hafa borið ríkulegan ávöxt," sagði Begin. Bretland: Járnbrautarverkfalli brautirnar fram sigur. Féllust breytilegan vinntuíma, þ.e. mis- lestarstjórarnir á að vinna jafnlega langar vaktir, en Þrír háttsettir end- urráðnir af Reagan Waxhint'ton, 19. iúlí. AP. liondon, 19. júlí. AP. FERÐIR bresku járnbrautanna voru með nær eðlilegum hætti í dag, eftir að lestarstjórar hættu verkfalli sínu, sem staðið hafði í tvær vikur samfleytt. Litið er á uppgjöf lestarstjóranna sem sigur fyrir stefnu stjórnar Maragret Thatcher, forsætisráðherra, sem sýnt hefur harða afstöðu og haft á prjónunum að takmarka umsvif verkalýðsfélaga. talsmaður lestarstjóra, Ray Buckton, sagðist ekki hafa átt annarra kosta völ en aflýsa verkfalli vegna slakra undir- tekta verkalýðshreyfingarinnar brezku við aðgerðirnar. Deilan snerist um vinnutíma- fyrirkomulag og höfðu járn- GEORGE P. Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, hóf störf í emb- ætti sínu í dag. IJm leið endurréði Ronald Reagan, forseti landsins, þrjá æðstu menn ráðuneytisins, sem starf- að höfðu undir stjóra Alexander Haigs. Sterkur en óstaðfestur orðrómur var á kreiki þess efnis að uppstokk- un væri fyrirhuguð í röðum ann- arra háttsettra embættismanna innan ráðuneytisins, sem mynduðu kjarnann í ráðuneyti Haigs. Lawrence S. Eagleburger, stjórn- málalegur aðstoöarutanríkisráð- herra, var beðinn um að starfa áfram í embætti og kom nokkuð á óvart að hann skyldi verða við þeirri ósk. Sú útnefning, sem kom hins veg- ar mest á óvart, var, að Kenneth W. Dam, yfirmaður Chicago-há- skóla og samstarfsmaður Schultz um langt skeið, skyldi vera út- nefndur aðstoðarutanrikisráð- herra. Tekur Dam við af Walther J. Stössel, sem mun verða Schultz innan handar sem ráðgjafi, óski hann þess. Begin aflýst vaktafyrirkomulagið hafði verið óbreytt frá 1919. Af hálfu járnbrautanna hafði því verið hótað, að ef lestar- stjórarnir aflýstu ekki aðgerð- um sínum fyrir daginn í dag, yrði járnbrautunum lokað frá og með miðnætti á þriðjudags- kvöld og lestarstjórunum sagt upp. Járnbrautafarir hófust á Bretlandi á síðustu öld, og dag- lega ferðast milljónir Breta til vinnu með lestum. Á sama tíma og lestarverk- fallinu lauk, hófst verkfall næstum einnar milljónar hjúkr- unarkvénna og starfsfólks á sjúkrahúsum, sem krefst launa- hækkana, er því aðeins um neyðara þjónustu á sjúkrahús- um að ræða. Tukmakov efstur Las Palnas. 19. júlí. AP. SOVÉZKI stórmeistarinn Vladimir Tukmakov hefur tekið forystu eftir fimm umferðir á millisvæðamótinu, sem haldið er á Kanaríeyjum. Tukmakov hefur hlotið 3,5 vinninga og á óteflda biðskák, en með 3 vinn- inga eru Kússinn Vasily Smislov, Bent Larsen, Uanmörku, Tigran Petrosian, Sovétríkjunum, Jan Timman, Hollandi ' og Zoltan Ribli, llngverjalandi. Tukmakov vann í dag biðskák sína við Smislov og Ribli og Timman sömdu um jafntefli í sinni biðskák frá því á fimmtudag. Hins vegar knúði Bandarikjamaðurinn Walter Brown fram vinning í biðskák sinni við Michael Suba frá Rúmeníu. Alls taka 14 skákmenn þátt í mót- inu á Kanaríeyjum, sem er eitt þriggja millisvæðamóta. Efstu tveir á hverju móti tefla síðan um réttinn til að skora á Karpov heimsmeist- ara, ásamt þeim Viktor Korchnoi og Robert Hiibner, V-Þýzkalandi. Hin mótin tvö verða haldin í Mexíkó og Moskvu. Veður Akureyn Amsterdam Aþena Barcelona Berlín BrUssel Chicago Dyflinni Feneyjar Frankfurt Genl Helsínkí Hong Kong Jerúsalem 12 skýjeð 23 heiöskírt 34 heiðskfrt 23 mistur 25 skýjað 25 heiötklrt 31 rígning 21 heiðskirt vantar vantar 26 heióakfrt 14 heiðakirt 31 heiðakírt 30 heiðakfrt Kairó IV IISIUBRH1 34 heiðakirt Kaupmannahöfn 22 heiðakírt Laa Palmas 26 skýjað Lissabon 23 heiðskírt London 23 heiðskirt Los Angeles 27 heiðskirt Madrid 35 heiðskirt Malaga 27 heiðskirt Mallorca 29 súld Mexíkóborg 25 skýjað Miami 31 skýjað Moskva 26 heiðskfrt Nýja Delhi 39 skýjað New York 37 rigníng Osló 24 heiðskfrt Paris 26 ský’að Perth 17 skýjað Reykjavík 9 alakýjað Rio de Janeiro 28 rigning Rómaborg 34 haiðakirt San Francisco 17 akýjað Stokkhótmur 27 haiðakfrt Sydney 13 rignlng Fylgst með sovézku njósnaskipi Viktoriu, 19. júli. AP. KANADÍSKIJR tundurspillir fylgir sovéska njósnaskipinu Gavril Sarychev eftir, þar sem það reynir að fylgjast með ferð- um bandaríska kjarnorkukaf- bátsins USS Ohio, sem er af Tri- dent-gerð. Njósnaskipið heldur sig skammt frá Juan de Fuca- sundinu, þar sem búist er við að Ohio sigli síðar í mánuðin- um, en kafbáturinn er væntan- legur til heimahafnar í Bangor í Washington-ríki síðar í mán- uðinum og þarf að sigla Juan de Fuca-sundið á leið sinni þangað. Kanadískur aðmíráll spáði því að njósnaskipið rússneska myndi halda sig í námunda við sundið a.m.k. sex vikur ef með þyrfti. Skipið, sem er 2.600 smálestir að stærð, er hlaðið rafeindabúnaði til hluatunar og njósna. Bandaríski sjóherinn fylgd- ist með ferðum sovéska njósnaskipsins yfir Kyrrahaf- ið, en Kanadamenn tóku svo við er Gavril Sarychev nálgað- ist strendur Kanada.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.