Morgunblaðið - 20.07.1982, Page 26

Morgunblaðið - 20.07.1982, Page 26
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1982 Helga Kristjáns- dóttir - In Memoriam Fædd 19. mars 1903 Dáin 22. júní 1982 Þegar ég frétti lát Helgu Krist- jánsdóttur varð mér á að hugsa: Nú hefði faðir minn skrifað grein ef hann hefði verið enn á meðal okkar — grein um einn af eftir- lætisnemenduin sínum frá Flat- eyrarárunum og vin meðan bæði lifðu. Helga sýndi gamla kennaranum sínum alveg óvenju mikla rækt- arsemi og tryggð og væntumþykj- an, sem geislaði frá því sambandi, skein að nokkru á mig óverðskuld- að. Frá því ég fyrst man eftir Helgu Kristjánsdóttur 'fagnaði hún mér eins og gömlum og góðum vini og þó þekktumst við í raun réttri ekki mjög náið. Fjölskyldur okkar þekktust vel á Flateyri, en Helga var orðin gjafvaxta fyrir minni mitt og farin burt úr þorp- inu meðan ég var enn smátelpa. Rn á mínum yngri árum hitti ég hana stundum heima hjá vinum okkar beggja, þeim Áslaugu Sveinsdóttur, einnig frá Flateyri og Sigurði Þórðarsyni tónskáldi, en þar var ég heimagangur, er ég var gestkomandi í borginni. Mikil vinátta tengdi þessar fjölskyldur, eins og raunar fleiri Flateyringa, sem fluttir voru til höfuðborgar- innar, en auk þess eru þær vensl- aðar þar sem Magnús bróðir Helgu er kvæntur Svövu, systur Áslaugar. Boðin hjá Áslaugu og Sigurði verða með öllu ógleyman- leg og þar var Helga kátust meðal kátra. Elínborgu, systur Helgu, kynntist ég betur og síðustu tvo áratugina eða svo hittumst við oft á tónleikum, en Ella og Edwin Árnason eiginmaður hennar voru tíðir gestir í tónleikasölum. Ella var yndisleg kona og ég saknaði brosins hennar, þegar hún var horfin úr þessum reglubundna mætingarstað. Öll eru systkin Helgu myndarlegt ágætisfólk enda eiga þau til merkra ætta að telja vestan af fjörðum. Faðir minn talaði oft um „fallega barna- hópinn úr faktorshúsinu" en for- eldrar Helgu voru Kristján Ás- geirsson verslunarstjóri Ásgeirs- verslunar á Flateyri og Þorbjörg Guðmundsdóttir, en um hana seg- ir faðir minn í minningum sínum, að hún hafi verið glæsileg kona, greind og hjartahlý. Þar stendur einnig: „Hún var hin mikla hús- móðir, hin milda og trausta móðir, hinn sívakandi og siglaði aflvaki heimilisanda og heimilisbrags, sem er dýrmætur gróðrarreitur uppvaxandi æsku.“ Helga Kristjánsdóttir bar með sér að hún hafði hlotið gott upp- eldi og mikla ástúð og mér er nær að halda, að það sem hér er vitnað í um móður hennar, hafi orðið hennar arfur og hamingja. Eitt er víst að frá heimili Helgu og eig- inmanns hennar Guðmundar Sig- urðssonar (dáinn 1974) kom hópur fallegra og greindra barna, sem voru augasteinar foreldranna. Helga elskaði þennan gjörvilega hóp sinn skilyrðislaust, fylgdist með þroska og námi af einstökum áhuga og gladdist hjartanlega þegar lífsförunautar og barnabörn bættust í hópinn. Börnin voru um- ræðuefnið, þegar fundum bar saman og marga myndina sendi hún foreldrum mínum í annan landsfjórðung til þess að lofa þeim að fylgjast með. Það varð öllum sem til þekktu mikið sorgarefni, að Helga skyldi ekki fá að njóta fleiri ára með af- komendum sínum, en hún missti heilsuna fyrir allmörgum árum. En allt hefir sinn tíma og engu verður breytt. Helga skilaði þjóð sinni löngum starfsdegi og mörg- um dugandi afkomendum og öllum sem hún kynntist verður hún minnisstæð fyrir mikla gleði og óvenjulega vinfesti og tryggð. Hún giaddi aldraðan föður minn oft og mörgum sinnum og fyrir það er þakkað. Börnum hennar og ástvinum þeirra sendi ég hiýjar kveðjur. Blessunaróskir fylgja Helgu Kristjánsdóttur yfir landamærin miklu. Anna Snorradóttir Sigurður Ingvar Gunnarsson - Minning Fæddur 18. september 1918 Dáinn 13. júlí 1982 í dag, þriðjudaginn 20. júlí verð- ur jarðsettur frá Akraneskirkju Sigurður I. Gunnarsson, Kirkju- braut 60, þar í bæ. Sigurður var sonur hjónanna Laufeyjar Gunn- laugsdóttur og Gunnars Sigurðs- sonar sem ávalt voru kennd við Hraungerði. Var hann næstelstur 6 systkina. Hann fæddist 18. september 1918 að Baldurshaga á Ákranesi og var því hreinræktaður Skaga- maður, ólst þar upp og bjó allan sinn aldur. Ég átti því láni að fagna að tengjast þessum hugljúfa manni, er ég kvæntist systur hans, Vilhelmínu, fyrir 40 árum og alla tíð síðan hafa verið naín tengsl milli okkar, þó kona mín sé látin fyrir 20 árum. Sigurður var óhemju duglegur og kappsamur maður. Sama hvað hann tók að sér, bæði til sjós og lands, enda alltaf í topp skipsrúm- um meðan hann var til sjós. Árið 1955 setti hann upp fiskbúð á Akranesi ásamt Gunnari bróður sínum og má segja að þeir hafi verið brautryðjendur á því sviði. Árið 1964 réðst hann í byggingu fiskverkunarhúss og keypti og verkaði fisk um árabil með Hauki Ármannssyni sem kvæntur er Sig- rúnu systurdóttur hans. Sigurður kvæntist 1944 Krist- jönu Jónsdóttur, Gíslasonar frá Stórufellsöxl og Guðríðar Stef- ánsdóttur konu hans, yndislegri konu sem alltaf stóð við hlið hans, þó oft syrti í álinn, því hann átti í mörg ár vð vanheiisu að stríða. Eignuðust þau 4 börn sem öll eru bæjarfélagi sínu til sóma. Þau eru Jón, kvæntur Emilíu Ólafsdóttur, Laufey, gift Þorvaldi Ólafssyni, Þóra, gift Hjalta Kristóferssyni og Hlín, gift Guðna Tryggvasyni. Sigurður var einn af þeim mönnum, sem ekki lét mikið á sér bera, þó var hann manna glaðast- ur í vina hópi. Prúðmennska og beiðarleiki voru hans aðalsmerki. Drottinn gat og Drottinn tók, en minningin lifir um elskulegan eig- inmann, föður, tengdaföður og afa og hjartfólginn vin. Kristjönu, börnum og öðrum vandamönnum sendi ég og fjöl- skylda mín okkar dýpstu samúð- arkveðjur og bið ég þann sem öllu ræður að styrkja þau um alla framtíð. Hafi Sigurður þökk fyrir allt. Ingimundur Leifsson t ANNA MARÍA ANDRÉSDÓTTIR, Framnesvegi 46, Reykjavík, éður aö Vallargötu 5, Keflavík, lést í Landakotsspítala 7. þ.m. Jaröarförin hefur fariö fram. Fyrir hönd vandamanna, Marís H. Gíslason. t Móöir okkar og tengdamóðir. ELÍN BJARNADÓTTIR, andaöist í Landspitalanum þ. 18. júlí. Kristín Jóhannsdóttir, Rafn Hafnfjörö, Pétur Jóhannsson, Kristín Guömundsdóttir, Oddbjörg Jóhannsdóttir, Jón Norömann, Elín Jóhannsdóttir, Kristinn Ragnarsson. t Hjartkær móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, KATRÍN HELGADÓTTIR, Víðimel 19, lést föstudaginn 16. júlí. Dætur, tengdasynir, barnabörn og barnabarnabörn. t Bróöir okkar, BJARTMAR MAGNUSSON, lést þann 10. þ.m. Útförin hefur fariö fram. Systkini hins létna. t Faöir okkar, tengdafaöir og afi, JON JÓNSSON, listmélari, Njélsgötu 8B, sem lést í Landspítalanum þann 14. þ.m., veröur jarösunglnn frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 22. júlí kl. 13.30. Jón Friörik Jónsson, Þórey Eiríksdóttir, Guölaugur Jónsson, Katrín Siguröardóttir og barnabörn. Magnús Guðmunds- son - Minningarorð Fæddur 22. mars 1964 Dáinn 11. júlí 1982 í dag verður til moldar borinn Magnús Guðmundsson, er fórst í hörmulegu slysi við lundaveiðar í Vestmannaeyjum 11. júlí sl. Magnús var fæddur í Vest- mannaeyjum 22. mars 1964. For- eldrar hans voru Ásta Magnús- dóttir (Magnússonar frá Vestur- húsum í Vestmannaeyjum) og Guðmundur Loftsson (Guð- mundssonar rithöfundar). Magnús lauk námi á iðnbraut frá framhaldsskólanum í Vest- mannaeyjum á liðnu vori og stundaði síðan verklegt nám í húsasmíði hjá Helga Magnússyni frænda sínum. Fyrir réttum mánuði var haldið veglegt ættarmót hér í Vest- mannaeyjum, voru þar saman komin um 150 manns, afkomendur Guðmundar Þórarinssonar frá Vesturhúsum. Það hefur sjálfsagt engan órað fyrir því þá, að sá næsti sem félli í valinn af þeim hópi, fjórum vikum síðar, yrði einn af yngri afkomendum Guð- mundar aðeins 18 ára ungmenni. Það sannast enn „að gott er að vita ekki ævi sína fyrr en öll er“. Þegar ég fletti fjölskyldumynda- albúminu sjé ég Magnús hér og t Hjartans þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og jaröarför ÞÓRU HARALDSDÓTTUR, Hagamel 44. Guómundur Jónsson, Ástríöur Einarsdóttir, Ástríöur Guömundsdóttir, Halldóra Guömundsdóttir, Helgi Mér Pálsson, Þorvarður Jón Guðmundsson, Áslaug Guömundsdóttir, Pétur Axel Jónsson, Rósa Olafsdóttir, Kristín Haraldsdóttir, Eyjólfur Haraldsson, Edda Eggertsdóttir og barnabörn hinnar létnu. þar, fyrst í vöggu og er mér það minnisstætt, að hann var fremur erfitt ungbarn, sem grét mikið, en drengur óx, við sjáum myndir af honum eldri og þá ekki ósjaldan í fanginu á Magnúsi afa sínum, en hjá honum var hann augasteinn bæði vegna nafnsins og einnig var hann elsta barnabarnið, sem gamli maðurinn naut lengst. Nýj- ustu myndirnar sýna okkur föngu- legan, ungan mann, en Magnús var orðinn með hærri mönnum. Hann lagði mikla stund á íþróttir og líkamsrækt, aðallega sjálfum sér til þroska og ánægju, frekar en með keppni í huga. Það fór yfirleitt ekki mikið fyrir Magnúsi dags daglega. Hann var þó skapmaður, ef honum þótti á rétt sinn gengið og brá þá fljótt skapi, en jafnan rann Magnúsi reiðin skjótt aftur og maður fann glöggt, að undir sló gott hjarta og þar var góður drengur á ferð. Það hvarflar að manni, þegar svo ungur samferðamaður hverfur af sjónarsviðinu, að ekki hafi gef- ist tími sem skyldi til að kynnast honum nógu vel. Þessi tilfinning kemur sjálfsagt vegna þess, að Magnús var frekar fámáll maður og eins hitt að við erum aldrei viðbúin, þegar dauðinn er annars vegar. Magnús er mikill harm- dauði fjölskyldu sinni, ætt- mennum og vinum öllum. Það er líka sárt okkar fámennu þjóð að sjá á eftir efnilegum ungmennum í hverju voðaslysinu á fætur öðru. Það er einlæg ósk mín og von að Ása og Guðmundur, systkini og allir vandamenn sigrist á hinum sára harmi, en björt minning um Magnús mun geymast í hugum okkar. Guð blessi ykkur öll. Unnur Tómasdóttir Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í siðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.