Morgunblaðið - 20.07.1982, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 20.07.1982, Qupperneq 41
 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ1982 23 • Rússneska stúlkan, Irina Podyalovskaya, sem keppti sem gestur á mótinú, kemur hér fyrst í mark í 800 m hlaupinu á tímanum 2:04,99. Randi L. Björn frá Noregi kemur önnur i mark og varð hún sigurvegari á 2:05,56, og Hrönn Guðmundsdóttir er þriðja á 2:06,27. Er sá tími rétt við íslandsmetið og verður að teljast frábær árangur við hinar erfiðu aðstæður. • Finnbjörn Þorvaldsson, frjáls- íþróttakappinn kunni hér á árum áð- ur, var ræsir á mótinu, en margir gamlir frjálsíþróttamenn störfuðu einmitt við mótið. Leysti Finnbjörn starf sitt mjög vel af hendi og náði enginn keppendanna að þjófstarta hjá honum. Oddný Árnadóttir: „Kuldinn setur strik í mótið“ — ÉG ER nokkuð ánægð með árangur minn á leikunum. Eg hafði stílað uppá að vera í góðri æfingu um þessar mundir og er nokkuð sterk núna. Maður verður að hafa það hugfast að stúlkurnar á Norðurlönd- unum eru mjög sterkar, og þar er mikil breidd. Kuldinn hefur sett strik i reikninginn á mótinu og það er erfitt að hlaupa í svona veðri. En það eru framundan góð mót. Kalott- keppnin í Svíþjóð og mót í Dan- mörku. Þar nær maður vonandi að bæta árangur sinn. Ég hef æft mjög vel að undanförnu sagði hlaupa- drottningin Oddný Árnadóttir, sem náði góðum árangri í Norðurlanda- bikarkeppni kvcnna um síðustu helgi. - ÞR. pÁtti ekki von á Islandsmeti í svona veðráttu" — sagöi Sigurborg Guömundsdóttir — ÉG ÁTTI alls ekki von á því að setja met í svona veðráttu, og er því mnn >iÍpfc|S ■; Wm mjög ánægð með árangur minn í 400 m grind. Ég veit að ég get gert betur við betri aðstæður. Ég er í góðri æf- ingu og bæti vonandi metið aftur síðar í sumar. Keppnin hér hefur verið skemmtileg, þrátt fyrir að veðr- áttan hafi ekki verið eins og best hefði verið á kosið. Hér eru allar fremstu frjálsíþróttakonur Norður- landa og það er gaman að keppa við þær. Ég held að við getum verið nokkuð ánægðar með okkar hlut í keppninni þegar á heildina er litið, sagði Sigurborg Guðmundsdóttir, sem setti glæsilegt íslandsmet í 400 metra grindahlaupi við slæmar að- stæður. Hljóp á 60,86 sek. — ÞR. 3000 metra hindrunarhlaup er geysilega erfið grein. Sigfús Jónsson, hlaup- stjóri mótsins, tók að sér á síðustu stundu að hlaupa fyrir ísland, þar sem keppendur vantaði. Hér má sjá Sigfús að niðurlotum kominn í vatnsgryfj- unni, og standa gusurnar í allar áttir. Örn Eiösson: „Þaö sem er ánægjulegast er keppnisgleði frjáls- íþróttafólksins á mótinu“ „Þetta er mjög ánægjulegt frjáls- íþróttamót. Að visu heföum við mátt vera heppnari með veöur. En í heild- ina kom þetta afskaplega vel út. Og það sem mér finnst ánægjulegast í sambandi við mótið er keppnisgleði frjálsíþróttafólksins," sagði Örn Eiðsson formaður FRÍ, er Mbl. spjallaði við hann um Reykjavíkur- leikana. — Sérílagi finnst mér að ís- lenska kvenfólkið hafi staðið sig vel í Norðurlandabikarkeppninni. Þær eru í mikilli framför og er það ánægjulegt. Stórgott afrek hjá Sigurborgu í 400 m grind, Oddný er mjög sterk svo og kom Hrönn á óvart í 800 m. Það afrek sem ber nú einna hæst hjá ís- lenska frjálsíþróttafólkinu í heild er kúluvarpið hjá Óskari. — Hvernig skýrir þú það áhuga- leysi almcnnings sem virðist vera á þessu móti. Áhorfendur eru sárafáir þrátt fyrir margar stórar stjörnur? „Ég kann enga skýringu á þessu áhugaleysi. Það er sorglegt að fleiri áhorfendur skuli ekki mæta hér til að sjá þessa bráðskemmti- legu keppni. Veðrið spilar sjálf- sagt eitthvað inn í þetta, svo og að það er helgi og margir eru út úr bænum," sagði formaður FRÍ, Örn Eiðsson. — ÞR. • Hermann Gúnnarsson, íþróttafréttamaður útvarps, ræðir hér við Sigur- borgu Guðmundsdóttur eftir íslandsmet hennar í 400 m grindahlaupi. Hljóp hún á 60,86 sem er frábær árangur þar sem hlaupió var við erfiðar aðstæður, rok og rigningu. Reykjavíkurleikarnir: Aðeins 629 áhorfendur mættu báða dagana ÞAÐ VAR sorglegt til þess að vita hversu fáir lögðu leið sína um helg- ina inn á Laugardalsvöll til þess að fylgjast með stærsta frjálsíþrótta- móti sumarsins, Reykjavikurleikun- um. Sem að þessu sinni voru jafn- framt landskeppni á milli íslands og Wales. Þá fór fram Norðurlandabik- arkeppni í frjálsum íþróttum með þátttöku allra fremstu frjálsíþrótta- kvenna á Norðurlöndum. Fyrri keppnisdaginn voru áhorfendur 342, en síðari daginn 287, eða samtals 629. Oft hefur því verið haldið fram að framkvæmd frjálsíþróttamóta fæli áhorfendur frá, þar sem alit gangi svo hægt fyrir sig. Svo var alls ekki í þessu tilviki. Mótið gekk mjög vel fyrir sig og tímaseðlinum var svo til al- veg fylgt. I heildina var framkvæmd mótsins FRI til sóma. Á mótinu voru unnin mörg ágæt afrek, og á meðal keppenda var afreksfólk sem stendur framarlega í heimin- um í sínum greinum. Það var því leitt til þess að vita að ekki skildu fleiri mæta sjálfum sér til ánægju, íþróttafólkinu til hvatningar og um leið að styrkja starfsemi FRI hér á landi. — ÞR Einn spáði nákvæmlega rétt um lokastöðu úr- slitaleiks HM á Spáni VESTIJR-ÞÝSKUR „galdrakarl** spáði nákvæmlega rétt um það, hvernig HM-keppnin myndi enda. Hann sagði, að Italía ynni V-Þýska- land í úrslitum með þremur mörkum gegn einu og að I’aul Breitner gerði mark þýskra. Spádómum átti að skila fyrir keppnina til þýsks tímarits og síð- an voru þeir skoðaðir að henni lokinni. Kom þá í ljós, að einn spá- dómurinn var réttur. „Galdrakarl" þessi, Júrgen Wolfgramm, segir þetta ekki í fyrsta skipti sem hann sé svo getspakur, því hann hafi einnig spáð fyrir úrslitum lokaleiks HM 1966, er England sigraði V-Þýska- land, 4—2.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.