Morgunblaðið - 30.09.1982, Side 27

Morgunblaðið - 30.09.1982, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1982 27 MorKunblaöiö/ RAX Skemmdarvargar á ferð við Borgarspítalann EINHVERJIR skemmdarvargar lögðu leið sína á lóð Borgarspítal- ans í fyrrinótt. Þeir fengu útrás við að velta um koll og dreifa um lóðina pottum með græðlingum, sem umsjónarmaður lóðarinnar hafði verið að reyna að koma upp. Þeir brutu nokkra kassa sem á vegi þeirra urðu og skeyttu skapi sínu á fleiri hlutum sem fyrir þeim urðu. Þórður Jónsson umsjónarmaður lóðarinnar er hér á myndinni innan um hluta af því sem varð fyrir barðinu á skemmdarvörgunum. Þórður var heldur sár yfir þessum að- förum en sagðist ekki vita hverjir hefðu verið þarna á ferð. Þó hefðu þrír 12—14 ára strákar sést þarna á sveimi og taldi hann líklegt að þeir hefðu verið þarna að verki. Á nærliggjandi leikvelli var leiktækjum velt um koll og taldi Þórður að sömu pörupiltarnir hefðu verið þar að verki. Ekki er gott að koma auga á ástæður þessara óláta, þeir sem láta svona hljóta að eiga eitthvað bágt, eða hvað? Fyrirlestur um fræði Martinusar KYNNINGARFUNDUR um and- leg fræði Martinusar verður hald- inn í Norræna húsinu fimmtudag- inn 30. september kl. 20.30. Fyrir- lesari verður Finnbjörn Finn- björnsson. Haustvörurnar Jakkar kr. 1.012,- Buxur kr. 571,- €!>« OASIS YOUNG FASHION Verslunin SISI Frakkastíg 12, sími 11699 Stendur frá 1. október til 10. desember. 1. Vélarþvottur. 2. Hreinsun og feiti á geymis- sambönd. 3. Mæling á rafgeymi. 4. Mæling á rafhleðslu. 5. Hreinsun á blöndungi. 6. Hreinsun á bensíndælu. 7. Skipt um kerti. 8. Skipt um platínur. 9. Stilling á viftureim. 10. Skipt um olíu og olíusíu. 11. Mæling á frostlegi. 12. Vélarstilling. t 13. Ljósastilling. verð með söluskatti: 4 cyl: kr. 1407.20 6 cyl: kr. 1490.25 '^T'IjIiI'IIS. nnifalið í verði: Platínur.olíusía.vélarolía.ísvari.kerti.vinna. Hafið samband við næsta Volvoþjónustuverkstæði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.