Morgunblaðið - 30.09.1982, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1982
33
Islenzkir ritarar þátttakend-
ur í Evrópusambandi ritara
NÝLEGA var 8. rádsteCna og aðalfundur EAPS (European Association of
Professional Secretaries) haldin í Lillehammer í Noregi, samkvæmt upplýs-
ingum Jóhönnu Sveinsdóttur, ritara hjá Eimskip, sem sat fundinn. — 100
yfirmenn sáu á eftir riturum sínum þar sem þær þinguðu í Noregi. Pátttak-
endur á ráðstefnunni voru frá 12 löndum Evrópu, allt frá íslandi til Grikk-
lands.
Á ráðstefnunni, sem bar yfir-
skriftina „Looking to the Future",
fjallaði forstjóri norska fyrirtæk-
isins „Institute of Long Range
Planning" um skrifstofu framtíð-
arinnar, ríkjandi efnahagsvanda-
mál í heiminum og velgengni jap-
anskra stjórnunaraðferða, á at-
hyglisverðan hátt.
Þátttakendur frá EAPS í Bret-
landi kynntu helstu leiðir til þjálf-
unar í ræðumennsku og bentu á
nauðsyn þess að hafa vald á ræðu-
tækni í starfi stjórnunarritara. Þá
kynntu meðlimir EAPS í Bret-
landi einnig niðurstöður úr könn-
un sem þær hafa gert um rit-
vinnslu (The Reality of Word
Processing). Könnunin byggir á
þeirri reynslu sem þegar er fyrir
hendi, og fjallar einnig um þær
breytingar sem mögulegar eru
með frekari þróun ritvinnslu.
Kynningu þessari var fylgt eftir
með erindi frú Astrid E. Haugan,
vinnuverndarsérfræðings. Hún
hefur starfað sem ráðgjafi við
skrifstofur um langt skeið og
ræddi um ýmis vandamál samfara
síaukinni notkun ritvinnslutækja
innan fyrirtækja, ásamt leiðum til
úrbóta.
Þátttakendur héldu hver til síns
heima að loknum löngum fundar-
setum í kjölfar ráðstefnunnar,
fullir af nýjum hugmyndum og
fróðari um þær öru breytingar
sem þarf að aðlagast í náinni
framtíð.
EAPS eru samtök stjórnunar-
ritara (executive secretaries) sem
stofnuð voru í París 24. október
1975. Samtökin hafa m.a. að
markmiði sínu að verða viður-
kennd rödd ritarastéttarinnar í
Evrópu og hvetja til þess að
stjórnunarritarar megi verða við-
urkenndir sem nauðsynlegur þátt-
ur á stjórnunarsviði fyrirtækja í
Evrópu. Síðast en ekki síst vinna
samtökin að því að auka skilning
og samvinnu meðal Evrópuþjóða
með persónulegum samskiptum og
skoðanaskiptum um málefni
stjórnunarritara og menningu
hinna ýmsu Evrópuþjóða.
Klúbbur ritara í Reykjavík
gerðist meðlimur EAPS í ársbyrj-
un 1982. 5 ritarar frá íslandi sóttu
ráðstefnuna í Lillehammer og
teljum við okkur heppnar að hafa
fengið tækifæri til að kynnast af
eigin raun því mikla starfi og
árangri sem EAPS hefur þegar
náð á vettvangi sínum. Er það von
klúbbsins að með aðild sinni að
samtökunum megi klúbbnum
auðnast að auka skilning og viður-
kenningu manna á meðal á þeim
fjölmörgu ábyrgðarstörfum sem
margir ritarar á Islandi leysa af
hendi, sagði Jóhanna Sveinsdóttir.
Tvö leiguskip
til Eimskips
I lestum skipanna eru sérstak-
ar brautir, sem varna því, að
gámar geti hreyfzt til í flutning-
um. Skipin geta flutt 50 frysti-
gáma hvort. Skipin verða bæði í
Ameríkusiglingum og leysa af
hólmi „Mare Garant" og Junior
Lotte", sem félagið hefur verið
með á leigu. Þess má geta að ís-
lenzk áhöfn verður á „City of
Oxford".
Samkvæmt upplýsingum Eim-
skipafélagsins voru skipin leigð í
framhaldi af riftun Eimskips á
samningi við spánska fyrirtækið
„Naviera Euromar" um leigu á
tveimur skipum. Spánska fyrir-
tækið lenti í málaferlum við
skipasmíðastöðina, og hafa skip-
in enn ekki verið afhent eigend-
um. Forráðamenn Eimskips
hófu samningaviðræður við „Ell-
erman City Liners-4 í ágúst, en
þá þótti ekki unnt að bíða
spönsku skipanna lengur.
Um 10,7 milljóna króna tap
hjá Sementsverksmiðjunni
Þátttakendur i áttunda aðalfundi Evrópusambands ritara.
NÝLEGA kom til landsins annað
tveggja systurskipa, sem Eimskip
hefur tekið á leigu með kaupleigu-
heimild af brezka fyrirtækinu „Ell-
erman City Liners“. Skipin „City
of Hartlepool“ og „City of Oxford“
voru smiðuð árin 1979 og 1981, og
eru 1.599 bníttórúmlestir að stærð
og hafa 4.184 tonna burðargetu.
Ganghraði skipanna er 14,5
sjómílur og brenna þau svartolíu
af gerðinni IFO 3.500, sem er
ódýrasta og þykkasta svartolían,
sem fæst á markaðnum. Skipin
eru smíðuð samkvæmt reglum
flokkunarfélagsins Lloyds.
Hægt að auka afköst ofnsins um allt að 20—25%
TAP Sementsverksmiðju ríkisins á
síðasta ári var liðlega 10,7 milljónir
króna, samkvæmt niðurstöðum
rekstrarreiknings, sem birtist í ný-
útkominni ársskýrslu fyrirtækisins.
Tap af verksmiðjurekstri var um
10,44 milljónir króna, en tap af
rekstri Freyfaxa var tæplega 265,5
þúsundir króna.
Sala fyrirtækisins á síðasta ári
var að upphæð liðlega 107,6 millj-
ónir króna. Frá þeirri upphæð má
fyrst draga 24,6 milljónir króna í
formi flutningsjöfnunargjalds,
sölulauna, söluskatts, afsláttar,
landsútsvars og framleiðslugjalds.
Þá standa eftir tæpar 90 milljónir
króna. Til viðbótar þeim bætast
síðan „aðrar tekjur" upp á liðlega
247,3 þúsundir króna.
Frá liðlega 83,2 milljónum
króna má síðan draga tæplega 66,7
milljónir króna í formi fram-
leiðslukostnaðar, aðkeypts sem-
entsgjalls og aðkeypts sements.
Birgðabreytingar eru síðan upp á
liðlega 3,4 milljónir króna. Eftir
standa þá tæplega 16,54 milljónir
króna.
Frá tæplega 16,54 milljónum
króna dragast síðan tæplega 17
milljónir króna i formi flutnings-
og sölukostnaðar, stjórnunar-
kostnaðar og rekstrar fasteigna,
þannig að tap er orðið liðlega 422,9
þúsundir króna. Þá kemur fjár-
magnskostnaður upp á liðlega 10
milljónir króna, þannig að tap af
verksmiðjurekstri er eins og áður
sagði um 10,44 milljónir króna, en
við það bætist svo tap af rekstri
Freyfaxa upp á tæplega 265,5 þús-
undir króna.
Gjallframleiðsla verksmiðjunn-
ar var mikil á liðnu ári, eða 98.500
tonn. Ofninn var stöðvaður einu
sinni í liðlega 20 daga, þannig að
rekstrardagar urðu liðlega 340.
Gjallframleiðslan dugði ekki til
þess að anna allri sementsfram-
leiðslu ársins. Því voru flutt inn
4.800 tonn af dönsku gjalli. Var
framleitt sérstaklega sement úr
þessu gjalli og það selt sem sekkj-
að portlandssement.
Framleiðsla sements varð
115.270 tonn, en inn voru flutt 52
tonn af hvítu sementi.
í ársskýrslunni segir, að á síð-
ustu árum hafi tekizt víða að auka
afkastagetu eldri votofna. Sem-
entsverksmiðjan fór þess því á leit
sl. sumar við fyrirtækið F.L.
Smidth í Kaupmannahöfn, að
þetta yrði athugað hér. Sýndu
fyrstu tilraunir, að þetta er hægt
og hefur ofninn skilað suma mán-
uði ársins 5—7% meiri gjall-
framleiðslu en áður. Telur F.L.
Smidth að með frekari aðgerðum
megi auka afköstin um 20—25%.
Eru áætlaðar breytingar á ofnin-
um með uppsetningu nýrrar
rafsíu, sem byggð verður á árinu
1983.
Eru ráðstefnur
gagnlegar?
VII) rákumst á þessa skcmmti-
legu klausu i nýjasta fréttabréfi
Eimskips: „í Bandaríkjunum
gerðist það fyrir skömmu, að mað-
ur ákvað að halda ráðstefnu. Til-
gangurinn var sá að sanna, að
flestir sæktu ráöstefnur í von um
að skemmta sér á kostnað fyrir-
tækis og lærðu lítið sem ekkert af
því.
Nokkrir ræðumenn voru
fengnir, sem dreifðu ræðum
sínum á ráðstefnunni, en þær
voru samsettar af alls kyns
flóknum tækniorðum, sem yfir-
leitt voru óskiljanleg. Orðin
virtust þó mynda heillegar
setningar, sem í raun voru tóm
vitleysa.
Maðurinn þóttist hafa sannað
sitt mál. Ráðstefnan var mjög
vel sótt, þrátt fyrir hátt ráð-
stefnugjald. Að henni lokinni,
var haldin skoðanakönnun, og
kom í ljós, að 80% ráðstefnu-
gesta fannst ráðstefnan hafa
verið mjög gagnleg. Aðeins 20%
voru ekki eins ánægðir."