Morgunblaðið - 30.09.1982, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 30.09.1982, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1982 45 „Ó. gerir ennfremur að umtalsefni „augljósa slysah«ttu“ í þessum keppnum. Verð ég að segja það að hinn ágæti Ó. hefur augsýnilega aldrei gert tilraun til að kynna sér öryggisreglur þær sem gilda í svona keppnum, því ef hann hefði gert það myndi hann aldrei segja svona vit- leysu. Sem dæmi um öryggisbúnað í bifreiðum þeim sem eru notaðar í keppnum sem þessum vil ég nefna veltigrindur og fjögurra punkta ör- yggisbelti, sem eru aðeins lítill hluti öryggisbúnaðar þess sem krafist er.“ sex að kaupa í matinn til helgar- innar, það gerir öryggisbúnaður bifreiðanna. Ennfremur má benda á það að rallbifreiðir mega ekki vera með eldri skoðun en viku gamla þegar til keppni kemur. Að lokum vil ég benda Ó. á, að það er ekki alltaf hollt að stinga nefi sínu í annarra einkamál, en ég tel það að hvort einhver tekur þátt í akstursíþróttum eða ekki, skoðist sem einkamál þess sem í hlut á. Með vinsemd og virðingu." Tölvunámskeið Byrjendanámskeið Námskeiðin standa yfir í 2 vikur. Kennt er 2 stundir á dag virka daga, kl. 17.30—19.30 eöa 20.00—22.00. Við kennsluna eru notaðar míkrótölvur af algengustu gerö. Námsefniö er allt á íslensku og ætlað byrjend- um sem ekki hafa komið nálægt tölvum áður. Á námskeiðunum er kennt m.a.: Grundvallaratriði forritunarmálsins BASIC. Fjallað er um uppbyggingu, notkunarsvið og eiginleika hinna ýmsu gerða tölva. Kynning á tölvukerfum, hugbúnaði og vélbúnaði, sem notuö eru viö rekstur fyrirtækja. TOLVUSKÚLINN Skiphotti 1. Simi 25400 Eiga síst skilið að vínvinir séu með niðrandi athugasemdir „Velvakandi. Það er undarleg árátta nokkurra þeirra sem stjórna þáttum í fjöl- miðlum að láta í það skína að þeir aðilar sem vilja halda uppi áfeng- islausum skemmtunum séu að vinna slæmt verk. Að sjálfsögðu er það ekki sagt berum orðum, en það er þrástagast á því hvers vegna drukknum unglingum sé vísað frá eða á dyr. Eiga þeir þá bara að vera á „hallærisplaninu"? er spurt. Fólk sem reynir að andæfa í vínflóðinu getur ekki svarað svona vitlausum spurningum. Það er ömurlegt að stjórnendur opinberra þátta skuli haldnir þessu viðhorfi. Maður getur ekki annað en haldið að þetta fjölmiðlafólk sé að gera lítið úr vínlausum stöðum í eyru hlustenda. Það er aldrei talað við brennivínssalana og spurt hvort þeim hafi aldrei dottið í hug að efna til áfengislausra skemmtana? Nei, það er jafnan tekinn upp hanskinn fyrir þá óæskilegu í skemmtanalíf- inu. Það var réttilega átt viðtal við Óla Þórðarson og hvatt til herferð- ar gegn umferðarslysum. Þetta er ágætt. Umferðarslysin eru hörmu- leg. Alltof margir ökumenn eru grimmir undir stýri og gangandi vegfarendur eru ótrúlega sinnu- lausir. Hvernig væri að sömu aðilar í fjölmiðlunum hvettu til herferðar gegn áfengisneyslu, ekki bara ungl- inga, heldur allra? Áfengisneysla er nefnilega svo oft meðverkandi þátt- ur í slysum. Ekki er aðeins um að ræða ölvaða ökumenn heldur rangl- ar drukkið fólk iðulega í veg fyrir farartæki. Það er árvökulum öku- mönnum að þakka að slys á drukknu fólki eru ekki fleiri en raun ber vitni. Þar munar oft mjóu. Að lokum vil ég skora á fjölmiðla að hætta að álasa þeim sem eru að reyna að koma upp áfengislausum skemmtistöðum. Þeir sem fyrir slíku standa eiga vissulega allt gott skilið. Allra síst eiga þeir skilið að vínvinir í fjölmiðlum séu með spill- andi athugasemdir." íslenska hljómsveitin. Ovenjulegt á tímum vaxandi ríkisafskipta „Kæri Velvakandi! Það var mikið ánægjuefni að lesa um stofnun íslensku hljóm- sveitarinnar í síðustu viku. Það er stórkostlegt að vita til þess, að enn er til dugur og framtak hjá ungu fólki hérlendis. Það sem vakti einna mesta athygli var, að að- standendur íslensku hljómsveitar- innar ætla sér ekki að seilast í pyngju okkar skattgreiðenda, heldur leita beint eftir stuðningi frá almenningi og fyrirtækjum. Þetta er óvenjulegt á tímum vax- andi ríkisafskipta og mættu fleiri hafa þetta að leiðarljósi því þá mætti eflaust stórminnka skatta- álögur á okkur launþega. Ég vil eindegið hvetja fólk til þess að styðja við bakið á þessu unga fólki, og þá duga ekki orðin tóm, því ég er ekki í vafa um, að ís- lenska hljómsveitin á eftir að ylja mörgum um hjartarætur í skammdeginu. Með þökk fyrir birtinguna." Sportbílar Viötöl viö nokkra sportbílaeigendur — O — Viltu losna viö nokkur kíló? 7 daga matseöill frá Finni Karlssyni — O — Karlmannafatatískan Sígildur fatnaöur vinsæll Föstudagsblaðid ergott forskot á helgina SIGCA V/gga fi srm nn oÝfom íowsógw 4 StiMsW fm 06 ÍCt 5ACSH * \ IN t& Mfrfl 5AMT AO * JifcOW/ b\W A?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.