Morgunblaðið - 26.10.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.10.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1982 13 A æfingu hjá Leikfélagi Hornafjarðar á leikritinu Skáld-Rósa eftir Birgi Sigurðs.son. Helgi Tjörvi Einarsson í hlutverki Natans Ketilssonar og Auður Axelsdóttir í hlutverki Málfríðar. i.jósm. Sleinar (iarAarsson Leikfélagið á Höfn sýnir Skáld-Rósu llöfn, 25.^oklóber. LEIKFÉLAG Hornafjarðar er 20 ára á þessu leikári, þess vegna þótti tilhlýðilegt að setja upp eitthvað íslenskt stórverk. Éftir miklar vangaveltur varð Skáld-Rósa eftir Birgi Sigurðsson fyrir valinu. Skáld-Rósa er sögulegt leikrit sem gerist á fyrri hluta 19. aldar og spannar sautján ár af æfi Skáld-Rósu (Vatnsenda-Rósu). í leikritinu koma fram margar aðrar frægar persónur t.d. Páll Melsteð, sýslumaður á Ketilsstöð- um, síðar amtmaður, Björn Blön- dal og Natan Ketilsson. Inn í leik- ritið fléttast m,a. síðasta aftaka á Islandi, þegar Friðrik og Agnes voru höggvin. Helstu persónur og leikendur eru: Skáld-Rósa: Ingunn Jensdóttir, Ólafur Ásmundsson (fyrri maður Rósu): Haukur Þor- valdsson, Natan Ketilsson: Hall- dór Tjörvi Einarsson. Leikstjóri er Jón Sigurbjörnsson, og er þetta í annað sinn sem hann leikstýrir þessu leikriti, fyrra skiptið hjá Leikf. Reykjavíkur. Leikendur eru 19 og hófust æfingar um miðjan september og hafa gengið vel, sem sést á því að svona stórt leikrit skuli vera æft upp á svona skömmum tíma. — Einar. JS'Lli.imallcadutinn BMW 518 1981 Blásanz, ekinn 24 þús., útvarp, segulband, litað gler. Verð 210 þús. (Skipti ath. á ódýrari). PONTIAC GRAND PRIX LJ 1978 Silfurgrár, ekinn 30 þús., vél 8 cyl. 301, sjálfskiptur, aflstýri, út- varp, segulband, snjó- og sumardekk, rafmagn í rúöum og sætum, plussæti. Verö 15 þús. VOLVO 244 DL 1978 Orange, ekinn 52 þús., útvarp, segulband, snjó- og sumar- dekk. Verö 125 þús. MAZDA 1982 Hvítur, ekinn 5 þús., aflstýri, út- varp, segulband. Verð 178 þús. CHEROKEE 1979 Brúnn, ekinn 60 þús., 6 cyl. sjálfskiptur, aflstýri, útvarp, segulband. Verö 200 þús. Skipti. SUBARU 4X4 1982 Rauöur, ekinn 17 þús., útvarp, segulband. Verö 195 þús. MAZDA 323 1300 1981 Blár, ekinn 30 þús. Verö 125 þús. M. BENZ 307, 1982 Gulur, ekinn 13 þús., sjálfskipt- ur, aflstýri. Verö 410 þús. AUDI 100 LS 1977 Blár, ekinn 64 þús., útvarp, seg- ulband. Verð 90 þús. Gullfalleg- ur bíll. Styrkið og fegrið líkamann Dömur og herrar Ný 4ra vikna námskeíö hefjast 1. nóvember. Leikfimi fyrir konur á öllum aldri. Hinir vinsælu herratímar í hádeginu. Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt megrandi æfingum. Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eöa meira. Sértímar fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar í baki eða þjást af vöðvabólgu. Vigtun — mæling — sturtur — gufuböð — kaffi og hinir vinsælu sólaríumlampar. Innritun og upplýsingar alla virka daga frá kl. 13—22 í síma 83295. Júdódeild Armanns Ármúla 32. NEW YORK u viiuiir fyrir 9.770.- kr. Flugleiöir efna til þriggja stórferða til stórborgarinnar New York á sérstöku kynningarverði. Brottfarir verða 6. nóv., 20. nóv. og 4. des. Dvalist verður á hinu ágæta Summit hóteli á Manhatt- an. Þar hafa fjölmargir íslendingar notið frábærrar þjónustu á undanförnum árum, og ekki spillir fyrir að hótelið er í hjarta New York borgar. Nú er tími hljómleika, leiksýninga, listsýninga og jóla- sýninga að hefjast í New York. Á Broadway er m.a. verið að sýna Cats, Rock—The first 5000 years, Annie og Evita. Þekktustu tónlistarmenn Ameríku streyma þangað til hljómleikahalds. Á næstunni verður m.a. að sjá í Radio City Anne Murray, Chicago og Lindu Ronstadt. Veit- ingastaðir, verslanir og skemmtistaðir eru á hverju strái og mannlífið á sér ennþá engan sinn líka. New York er söm við sig — þar er hver sólarhringur heilt ævintýri. Þar er líka Anna Aradóttir fararstjóri. Hún tekur á móti hópnum á Kennedy flugvelli og sér til þess að allir fái New York beint í æð. Verðið er 9.770 kr., innifalið er flugfar, gisting í 7 næt- ur, morgunverður, ferðir til og frá flugvelli í New York, skoðunarferð og íslensk fararstjórn. FLUGLEIÐIR Gott fólk hjá traustu félagi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.