Morgunblaðið - 26.10.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.10.1982, Blaðsíða 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1982 + Hjartkær fóstursystir mírt og frænka, HRAFNKATLA EINARSDÓTTIR, bankafulltrúi Tómasarhaga 24, lést í Landspítalanum laugardaginn 23. október 1982. Fyrir hönd annarra vandamanna. Matthildur Jensdóttir. t Eiginmaöur minn og kjörfaðir, ÁGÚST ÓLAFSSON, rafvirki, Bergstaöastraati 80, lést aöfaranótt 24. október. Bjarnfriöur Sigurjónsdóttir, Þóröur S. Gunnarsson. + Móðir okkar, SIGURBJORG SIGUROARDÓTTIR, fyrrum húsfreyja á Litla Ármóti, til heimilis aó Ásbraut 7, Kópavogi, andaöist á Landakotsspítala þann 24. október. Börnin. + Eiginmaöur minn og faöir, HÖRÐUR ÁSGEIRSSON, verslunarmaöur fró Flateyri, andaöist 23. október. Guómunda Guömundsdóttir, Áshildur Haröardóttir. + Maðurinn minn, KRISTÓFER B. KRISTJÁNSSON, Fífuhvammsvegí 35, Kópavogi, lést í Landspitalanum, sunnudaginn 24. október. Stefanía Guómundsdóttir. + Eiginkona mín, móöir, tengdamóöir og amma, HELGA SIGURDARDÓTTIR, Barmahlíö 6, lést í Landakotsspitala, laugardaginn 23. október. Minning: Kristín Pétursdóttir frá Stóra-Vatnsskarði Fædd 12. október 1895 Dáin 11. september 1982 Kristín Pétursdóttir frá Stóra- Vatnsskarði var fædd að Löngu- mýri í Skagafirði, dóttir hjónanna Guðrúnar Þorvaldsdóttur og Pét- urs Gunnarssonar. Guðrún móðir Kristínar var gift áður Árna Jónssyni smið og áttu þau saman þrjú börn, Ingibjörgu, sem lengst var búsett á Vatnsskarði, Jón, fyrrum bankastjóra, og Árna, bónda á Vatnsskarði. Með Pétri átti Guðrún einnig þrjú börn, Þorvald, bónda á Vatnsskarði, Benedikt, bónda á Vatnsskarði, og svo Kristínu. Kristín ólst upp með foreldrum sínum og árið 1899 fluttust þau að Stóra-Vatnsskarði. Eftir að for- eldrar hennar og bróðir létust bjó hún áfram með systkinum sínum á Vatnsskarði. Til Reykjavíkur fluttist Kristín með Ingibjörgu systur sinni og Guðrúnu fósturdóttur hennar. Árið 1942 missti Benedikt bróð- ir Kristínar konu sína, Margréti Benediktsdóttur, frá tveimur kornungum sonum þeirra. Fluttist Kristín þá norður og tók við hús- móðurhlutverkinu og ól upp með bróður sínum eldri soninn, Bene- dikt, nú bónda á Vatnsskarði, en yngri sonurinn, Grétar, ólst upp hjá foreldrum móður sinnar á Fjalli. Árið 1958 fluttist móðir mín, Ingibjörg Halldórsdóttir, að Vatnsskarði og kvæntist síðar föð- ur mínum, Þorvaldi Árnasyni. Var þá búið í gamla bænum en hann brann 1963, var það mikið áfall og missti fólkið allar sínar eigur. Þá var fljótlega hafist handa að byggja nýtt íbúðarhús. Bjuggu + Jaröarför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, MAGNÍNU JÓNU SVEINSDÓTTUR, Bauganesi 3, fer fram frá Aöventkirkjunni, miövikudaginn 27. október kl. 13.30. Sveinn Magnússon, Guörún Sigurjónsdóttir, Hermann Magnússon, Gyöa Arnórsdóttir, Magnús H. Magnússon, Marta Björnsdóttir, María Magnúsdóttir Ammendrup, Tage Ammendrup, Magnína Sveinsdóttir, Siguröur Sigurösson, barnabörn og barnabarnabörn. + Fósturmóöir mín, tengdamóöir og amma, GYÐA GUÐMUNDSDÓTTIR, Hjaröarhaga 28, verður jarösungin miövikudaginn 27. október kl. 15.00 frá Foss- vogskirkju. Arnór Valgeirsson, Elísabet Hauksdóttir. Valur Arnórsson. + Útför mannsins míns, THEODÓRS B. THEODÓRSSONAR, Kaplaskjólsvegi 56, fer fram frá Neskirkju miövikudaginn 27. október kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna. Guöjón Guömundsson, Erla Guöjónsdóttir, Egill Egilsson, Auður Guöjónsdóttir, Rúnar Guöjónsson, Hrafnkell Guójónsson, Guólaug Jónsdóttír, Helga Guöjónsdóttir, Tómas Kaaber, Guórún Sóley Guöjónsdóttir, Þorsteínn Hilmarsson og barnabörn. + Mágur minn, RICHARD C. NICHOLAS, lést á heimili sinu í Washington D.C., Bandaríkjunum, sunnudaginn 24. október. Fyrir hönd Ragnheiöar Árnadóttur Nicholas og annarra vanda- manna. Jón Múli Árnason. + Móðir okkar, tengdamóöir og amma, GÍSLÍNA GUDNÝ SIGURDARDÓTTIR, Hraunbæ 188, áóur Tungu, Gaulverjabæjarhreppi, andaöist í Landspitalanum 25. október. Jaröarförin auglýst síöar. Börn, tengdabörn og barnabörn. + SESSELJA SVEINSDÓTTIR, Eskihlíö D, Reykjavík, lést 23. október í Landakotsspítala. Fyrir hönd vandamanna. Bjarki Magnússon. Aóalheiöur Una Sigurbjörnsdóttir. + Faöir okkar, tengdafaöir og afi, ÞORLÁKUR GUÐLAUGSSON frá Fellskoti, Efstalundi 8, Garöabæ, veröur jarösunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfiröi, fimmtudaginn 28. október kl. 2.00. Sigríöur Þorláksdóttir, Kjartan Steinólfsson Eyþór Þorláksson, Katrín Þorláksdóttir, og barnabörn. + Útför eiginkonu minnar og móöur okkar, FANNEYJAR ANNASDÓTTUR, Hafnarstræti 13, Flateyri, fer fram frá Flateyrarkirkju, miövikudaginn 27. október kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Rauöa kross fslands eöa aörar líknarstofnanir. Sölvi Ásgeirsson og börn. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hluttekningu viö fráfall og jaröarför, GUOMUNDAR JÓHANNESAR GUÐMUNDSSONAR, Bólstað, Garöabæ. Sérstakar þakkir færum viö hjúkrunarliöi á deild A6 í Borgarspítal- anum. Helga Guömundsdóttir, Ólafur Vilhjálmsson, Bragi Guómundsson, Katrín H. Karlsdóttir, Árnheiöur G. Guömundsdóttir, Ágúst Hafberg. Barnabörn og barnabarnabörn. Benedikt og fjölskylda ásamt Benedikt Péturssyni á efri hæð- inni, en á neðri hæðinni foreldrar mínir og fjölskylda ásamt Árna afa og Kristínu. Þar sem við þekktum aldrei föðurömmu okkar, kom Kristín í hennar stað og kölluðum við systkinin hana aldrei annað en ömmur á Vatnsskarði, gerðu það einnig frændsystkini okkar sem voru henni óskyld og þótti henni mjög vænt um það. Það er með því fyrsta sem ég man vel eftir í samskiptum okkar ömmu, þegar hún var að kenna okkur systrunum að lesa. Þar sem hún hafði svo einstakt lag á a gera alla hluti skemmtilega var oft vaknað snemma til að verða fyrst- ur inn til ömmu að lesa. Oft varð amma að gæta allra krakkanna á bænum ef fullorðna fólkið var ekki heima. Það var aldrei vandamál að eyða tímanum því æði oft sat amma og spilaði við okkur eða las fyrir okkur. Hún sagði okkur líka oft sögur af ýmsu sem skeði í gamla daga, til dæmis þegar farið var til kirkju, var hún þá ætíð á sínum reiðhesti sem var svo viljugur að það réði helst eng- inn við hann nema hún. Alltaf reið hún í söðli og haggaðist ekki þó allt færi í loftköstum. Eftir að við fluttumst frá Vatnsskarði 1969 til Varmahlíðar bjó amma áfram á neðri hæðinni. Þó að lengdist bilið á milli okkar höfðum við alltaf mikið samband. Það var ætíð mikil tilhlökkun ef amma ætlaði að koma og gista en þeir dagar voru alltof fljótir að líða. Eftir að Ingibjörg systir ömmu var orðin lasburða fór amma að vera meira fyrir sunnan hjá Guð- rúnu Þorvaldsdóttur og Ingi- björgu. Hún kom lengi vel heim í Vatnsskarð um jólin en í fyrsta skipti sem hún kom ekki fannst mér mikið vanta þegar amma kom ekki með fjölskyldunni á Vatns- skarði í jólaboð hjá foreldrum mínum. Amma hélt mikilli tryggð við þá unglinga sem höfðu verið í sveit á Vatnsskarði og margir þeirra komu að heimsækja hana og mat hún það mikils. Eftir að Ingibjörg lést var amma að miklu leyti fyrir sunnan hjá Guðrúnu Þorvaldsdóttur. Þær komu norður á sumrin og bjuggu þá á neðri hæðinni á Vatnsskarði. Ömmu þótti ákaflega vænt um allt sitt skyldfólk og miklu fleiri sem hún hafði kynnst og fest trygRÖ við, þá ekki síst nöfnur sín- ar, sem eru Kristín systir mín og Kristín Ebba, dóttir Mörtu Björnsdóttur og Stefáns Jó- hannssonar, Marta er dóttir Björns bróðursonar ömmu. Þó að amma kynni mjög vel við sig fyrir sunnan og væri ánægð þar eins og alls staðar, þá var hug- urinn oft norðan heiða og hafði hún mjög gaman af að fá fréttir af frændfólkinu í Skagafirðinum. Henni þótti ákaflega vænt um sína sveit og sveitunga. Hún talaði aldrei illa um neinn og vildi ætíð láta alla lifa í sátt og samlyndi. Amma hafði mjög gaman af að gefa öðrum og margan hlutinn lét hún af hendi sem hún hafði unnið sjálf. Eftir að heilsan fór að bila minnkaði getan til hannyrða, en hún var ætíð þakklát fyrir hverja þá stund er gafst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.