Morgunblaðið - 26.10.1982, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.10.1982, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1982 Áttavitanámskeið fyrir ferðamenn EINS OG undanfarin 16 ár gengst Mjálparsveit skáta i Reykjavik fyrir námskeiði í meðferð áttavita og landabréfa fyrir ferðamenn. A nám- skciðinu verða einnig veittar upplýs- ingar um ferðafatnað og ferðabúnað almennt. Námskeiðið stendur yfir tvö kvöld, miðvikudaginn 27. október og fimmtudaginn 28. október nk. Fyrra kvöldið er meðferð áttavita og landabréfa kennd og notkunin æfð innandyra. Síðara kvöldið er veitt tilsögn í ferðabúnaði og síðan farið í stutta verklega æfingu rétt út fyrir bæinn. Þátttakendum verður ekið til og frá æfingasvæð- inu í bifreiðum HSSR. Námskeiðið verður haldið í hús- næði hjálparsveitarinnar í kjall- ara Ármúlaskóla, Ármúla 10—12, og hefst kl. 20.00 bæði kvöldin. Þátttökugjald er kr. 100. Reykhólasveit: Kvenfélagið Liljan efndi til vinnuvöku KeykhólaHveit, 25. október. í TILEFNI af ári fatlaðra efndu konur úr Kvenfélaginu Liljan til vinnuvöku í tilraunastöðinni að Reykhólum dagana 22.-24. október sl. Þar voru unnir margir smekklegir og eigulegir munir, sem eiga síðar aö fara á bazar, sem kvenfélagið mun halda í lok mánaðarins. Allur ágóð- inn á að renna til dvalarheimilis aldraðra að Reykhólum. Skal þess getið, að oft hafa Liljukonur komið saman og unnið fjöibreytta vinnu fyrir jólabazar- ana, sem haldnir hafa verið til að afla tekna til menningar og mann- úðarstarfa. Þetta er einkar vin- sælt tækifæri fyrir konur að hitt- ast og góð dægrastytting í skammdeginu. Veturinn heilsar okkur vel. Rétt aðeins mátti merkja það, að hann er genginn í garð. - Fréturiuiri. Magnea S. Hallmunds dóttir sýnir í Djúpinu Á LAUGARDAG opnaöi Magnea Soffia Hallmundsdóttir sýningu á verkum sinum í Djúpinu við Hafnar- stræti. Þar sýnir hún vatnslitamynd- ir, teikningar og skúlptúra. Magnea er fædd á Stokkseyri árið 1922. Hún nam teikningu og myndmótun í Myndlistarskóla Reykjavíkur í eitt ár og tréskurð í þrjú og hálft ár í Myndlista- og handíðaskóla íslands og víðar, en Sjúkraþjálfarar, en ekki sjúkraliðar Sú meinlega villa slæddist inn í frétt Mbl. á laugardaginn af samningum BHM og ríkisins, að sagt var, að ekki hefði verið samið við sjúkraliða sem ætluðu í frekari viðræður við ríkið. Þar átti að standa sjúkraþjálfarar. Biðst blaðið velvirðingar á þessum mis- tökum. Magnea S. Hallmundsdóttir á sýn- ingu sinni í Djúpinu. útskrifaðist úr myndmótunardeild M.H.I. síðastliðið vor. Þetta er fyrsta sýning Magneu og jafn- framt einkasýning og verður opin daglega frá kl. 16—20 virka daga, en frá kl. 14—22 um helgar. Sýn- ingunni lýkur 9. nóvember. Meistari í hjúkrunarfrædum 1945 í GREIN í sunnudagsblaði er viðtal við fyrstu meistarana í hjúkrunar- fræðum frá erlendum háskólum, sem nú eru teknir til starfa hér heima. Athygli okkar var vakin á þvi að Þorbjörg Árnadóttir hjúkrunar- kona frá Skútustöóum, sem fædd er 1892, hefði hlotið við háskóla í Se- attle BS-gráðu og síðan MN-gráðu 1945 eða meistaragráðu í hjúkrun. Þorbjörg starfaði við hjúkrun í Bandaríkjunum, í Osló og hér heima, var m.a. um skeið yfirhjúkr- unarkona á Vífilsstöðum. Síðari hluta ævinnar sneri Þorbjörg sér svo að skriftum og liggja eftir hana mörg rit og bækur. Hún býr nú í hárri elli í íbúð fyrir aldraða við Dalbraut. w | jjjjm - K ■ ■ ‘i WMHF, I 1 j II 4 Jml ^ y 1 l T. ~ T £ WL jSM M P5f l|i:j mh\: J Húsnæði Rækjuvers hf. á Bíldudal. Ljósmynd Mbl. KÖE. Bíldudalur: Vinna hafin í Rækjuveri RÆKJUVER hf. á Bíldudal hóf í gær rækjuvinnslu að nýju eftir nokkurt hlé. Hefur húsnæði fyrir- tækisins verið stækkað verulega að undanförnu og verður nú hægt að vinna bæði skel og rækju sam- timis. Að sögn framkvæmdastjór- ans, Eyjólfs Þorkelssonar, hafa 8 bátar fengið leyfi til að veiða á sjötta hundrað lestir af rækju og munu þeir ianda hjá Rækjuveri, en þeir hófu veiðar síðastliðinn föstudag. Þá mun einn bátur fara á skel í þessari viku. Sagði hann, að þetta væri í fyrsta sinn, sem hægt væri að vinna rækju og skel samhliða. Sagði hann að rækjan væri pilluð og lausfryst og skelin yrði aðallega fryst í blokk. Ekki væri gert ráð fyrir fiskvinnslu í húsinu, nema í mjög litlum mæli. Gott hljóð væri í mönnum og væru þeír bjartsýnir á að veiðarnar gengju vel, enda hefðu þær farið vel af stað. Eyjólfur sagði ennfremur, að mikil eftirspurn væri nú eftir rækju, aðallega í Vestur-Þýzka- landi, Englandi og Danmörku svo ljóst væri að vel gengi að selja hana en ekki hefði verið talað um verð enn sem komið væri. Skelin færi hins vegar öll til Bandarikjanna og þar fengist mjög gott verð fyrir hana og hefði það hækkað verulega síð- ustu mánuði. Tillaga um að Verkfræði- og raun vísindadeild verði skipt í tvennt Háskólaráð samþykkti samhljóða á fundi sínum 9. september síðastliðinn tillögu um það, að skipta Verkfræði- og raunvisindadeild í tvær aðskildar deildir. Áður hafði deildarfundur í Verkfræði- og raunvísindadeild samþykkt samróma tillögu þar að lútandi. Morgunblaðið spuröi Halldór Elíasson, forseta Verkfræði- og raunvísindadeildar um helstu röksemdirnar fyrir að skipta deildinni í tvennt. „Það hefur lengi verið í gangi umræða um það í deildinni, hvort hún væri ekki óeðlilega stór. Hún er ein stærsta deildin í háskólanum, með 55 fasta kennara og rétt um 700 nemendur og tekur jafnframt yfir ákaflega mörg fræðasvið. Kennarar í verkfræði óskuðu eftir því í vor, að þetta mál yrði tekið til umræðu og lögðu til að deildinni yrði skipt, þar sem að verkfræði- skorirnar þrjár yrðu í sérstakri deild, verkfræðideild. Það þótti ekki ástæða til að skipta deildinni frek- ar, þannig að gert var ráð fyrir að hinar skorirnar fimm, stærðfræði, eðlisfræði, efnafræði, líffræði og jarðfræði, yrðu saman í einni deild, raunvísindadeild. Ástæðurnar fyrir því, að þessar breytingar eru taldar æskilegar eru fyrst og fremst stjórnunarlegs eðl- is. Það er orðið dáiitið þungt í vöf- um, þegar margir ólíkir aðilar þurfa að koma saman á fundum til að taka ákvarðanir um málefni deildarinnar. Þar að auki hefur deildin hvort eð er ekkert starfslið til að sinna stjórnun, sem að kenn- arnir geta snúið sér til og þeir verða því að sjá um þetta meira og minna sjálfir. Við höfum hér einn fulltrúa á skrifstofu og eina skrifstofu- stúlku, það er allur starfskraftur- inn sem deildin hefur sérstaklega, þó að aðalskrifstofa háskólans að- stoði okkur eitthvað líka. Til þess að einfalda stjofnunina og forðast það að vera að ræða mál á fjöl- mennum fundum margra kennara, sem í raun og veru málið snerti lít- ið, var fallist á það í deildinni að skipta henni og var almenn sam- staða um það, þó að menn hefðu sjálfsagt eitthvað mismunandi skoðanir á því, hvað þetta væri mikilvæg ákvörðun og hjálpaði okkur mikið, það á eftir að koma í ljós. Það er ekki fyrirhuguð í bráð nein breyting á kennslufyrirkomu- laginu hjá okkur. Það er veruleg samkennsla á milli þessara tveggja sviða, sérstaklega eru raunvísinda- greinarnar með mjög mikla kennslu fyrir verkfræðina. Starfslið okkar á skrifstofu verður líklega óbreytt, ætli við fáum nokkuö meira þó að það þyrfti nú hvort sem við skiptum deildinni eða ekki, þannig að minnsta kosti í upphafi snýr þetta fyrst og fremst að einföldun á ákvarðanatöku, bæði um málefni kennslunnar og ekki síst rannsókn- anna hérna innan deildarinnar. Framgangur þessa máls verður síðan sá, eftir að háskólaráð er búið að samþykkja það, að það er í hönd- um Alþingis að gera nauðsynlegar lagabreytingar, svo þessi tillaga geti gengið í gegn og síðan að menntamálaráðherra samþykki nýja reglugerð fyrir þessar tvær deildir", sagði Halldór Elíasson að lokum. Grænaborg hverfur Þetta gamla hús á Landspítalalóð- inni, sem hér er verið að rífa, hefur lokið merku hlutverki sínu í sögu Reykjavíkur. — Þarna hafa þús- undir Reykvíkinga slitið barns- skónum, og eiga minningar tengd- ar bernskuárum sínum í þessu húsi. Þetta er fyrsta dagheimilið handa börnum, sem Barnavinafé- lagið Sumargjöf reisti hér í Reykjavík — sjálf Grænaborg. Var byrjað á smíði Grænu- borgar í maímánuði sumarið 1930. Smíði hússins gekk bæði fljótt og vel. Var húsið fullgert að kvöldi 25. júlí. Við Grænuborg var jafnframt gerður leikvöllur með skýli, sólbyrgi og leiktækj- um fyrir börnin. Var þessi leik- völlur hinn fyrsti á landinu bú- inn slíkum tækjum. Veitti bæjarsjóður til leikvallargerðar- innar kr. 1.500. Á fyrsta starfs- ári dvöldust alls 60 börn í Grænuborg. Þess má geta að þar starfaði skóli Isaks Jónssonar um árabil. Þar hófst starfsemi Æfingadeildar kennaraskólans. Á þessu ári, eftir rúmlega hálf- rar aldar þjónustu við æsku borgarinnar var gömlu Grænu- borg lokað. Og fyrir nokkru var húsið selt til niðurrifs. Munu þeir sem hið gamla góða hús keyptu, ætla sér að reisa gömlu Grænuborg aftur. Mun hún þá eiga að gegna nýju hlutverki fyrir eigendur sína. Þó húsið sé gamalt orðið mun ekki hafa ver- ið að finna hinn minnsta fúa í máttarviðum þess. Nýbyggingin sem gnæfir yfir gömlu Grænu- borg er geðdeild Landspítalans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.