Morgunblaðið - 26.10.1982, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1982
27
Nr. 6. Gherorge Gruia (fæddur
1941) lók fyrir Steaua Bukarest í
Rúmeníu. Hann lók alls 170 lands-
leiki og varö heimsmeistari meö
Rúmenum 1970. I dag býr hann í
Mexíkó og starfar þar sem þjálfari.
í áraraöir var hann stjarna í hand-
knattleiknum, gífurlega sterkur
persónuleiki. Hann bjó ekki yfir
mikilli tækni, heldur var stökk-
kraftur hans gífurlegur og skot-
harka hans mikil. Hann hóf íþrótta-
feril sinn sem blakspilari og þar
læröi hann hversu miklu máli
skiptir aö nota úlnliðinn vel.
NR. 11
Nr. 11. Wledimir Krawsow
(árgangur 1949) lók meö Mai
Moskvu og lék 170 landsleiki meö
sovéska landsliðinu. Hann getur
státaö af Olympíumeistaratitli frá
Montreal 1976, silfri frá HM 1978,
silfri frá OL 1980 í Moskvu og loks
gulli frá HM í Dortmund 1982.
Hann er aöeins 1,74 metrar á hæð
og 85 kílógrömm aö þyngd, en
samt sem áöur frábær handknatt-
leiksmaður. Hraöi hans var meö
ólíkindum og fékk hann viöurnefn-
iö „rakettan".
Nr. 7. Hans Moser (fæddur
1937) lék meö Dinamo Bukarest (
Rúmeníu og lék alls 87 landsleiki
og varö heimsmeistari bæöi 1960
og 1964. í dag býr Moser í Guns-
berg og starfar þar sem íþrótta-
kennari. i Þýskalandi var hann
þjálfari hjá Milbertshofen, en var
þrisvar látinn taka pokann sinn.
Moser var ekki neitt sérlega hár í
loftinu, en haföi yfir mikilli tækni aö
ráöa. Hann er talinn vera upphafs-
maöur þess aö stökkva upp og
hanga í loftinu áöur en skotiö er.
Þjalfari hans vissi ekki hver ástæö-
an fyrir þessari skottækni hans var
(þ.e. aö hanga fyrst í loftinu) og
spuröi kappann út úr um þaö, en
þá svaraði hann aö bragöi: „Þaö
veit ég ekki heldur."
NR. 12
Nr. 12. Juri Kidjajew (fæddur
1955). Hann leikur meö Zska
Moskvu og hefur spilaö samtals
160 landsleiki fyrir Sovétríkin.
Hann varö OL-meistari 1976 í
Montreal, vann silfurverölaun 1978
á HM, silfur 1980 á OL í Moskvu og
varö svo heimsmeistari á þessu
ári. Kidjajew er enn í byrjunarliöi
Sovétríkjanna og er talinn einn
besti hornamaöur heimsins enda
veriö valinn í heimsliöiö. Hann er
heldur ekki hár í loftinu, aöeins
1,72 m, en hraöinn er hans aöall.
Kidjajew er einn af þeim leik-
mönnum sem áhorfendur hafa allt-
af gaman af aö sjá á leikvelli.
• Hún er tekin á réttu augnabliki þeeai mynd. Tennisboltinn er svo
gott sem á leiðinni beint upp í munn tennisleikarans.
Nr. 8. Erhard Wunderlich
(fæddur 1957) leikur meö
Gummersbach. Hann hefur skoraö
yfir 200 mörk í 75 landsleikjum og
varö hann heimsmeistari meö
Vestur-Þjóðverjum 1978. Stenzel
telur hann hafa veriö sinn mikil-
vægasta mann á bekknum þá, og í
ár var hann stjórnandi leiks Vest-
ur-Þjóðverja í heimsmeistara-
keppninni. 18 ára gamall lék hann
með FC Augsburg og geröi sór lítiö
fyrir og skoraöi 9 mörk gegn
Gummersbach í æfingaleik, og
strax aö þeim leik loknum var
hann látinn ganga frá samningi viö
Gummersbach. Taliö er aö hann
skjóti meö yfir 100 km hraöa á
klukkustund.
Nr. 9. Wieland Schmidt (fæddur
1953) leikur meö Magdeburg í
Austur-Þýskalandi og var maöur-
inn á bak viö Olympíumeistaratitil
landa sinna í Moskvu 1980. Tilþrif
hans í úrslitaleiknum gegn Sovét-
mönnum voru slík aö þau veröa
lengi í minnum höfö. A lokasek-
úndu í framlengdum úrslltaleik
varöi hann hraöaupphlaup meö
tánni efst uppi í vinkli marksins og
geröi þar meö Olympíudraum Sov-
étmanna aö engu á þeirra heima-
velli.
Nr. 10. Voitek Mares (árgangur
1937) lék meö Dukla Prag og varö
heimsmeistari meö tékkneska
landsliöinu í Svíþjóö 1967. 1963
varö hann Evrópumeistari meö fé-
lagi sínu Dukla. Hann var ekki hár i
loftinu, en var baráttuglaöur meö
eindæmun. Þar sem hann fékk
snemma skalla vakti hann athygli
alls staöar. Hann var einn af þeim
sem breytast ekki; eru alltaf eins
þó þeir eldist. Hann gat rakiö bolta
betur en nokkur annar og þaö voru
hraöaupphlaup hans sem ööru
fremur tryggöu tékkum heims-
meistaratitilinn 1967. Hann leyndi
á sér þar sem hann var frekar
þybbinn, en hraöi hans var ótrú-
legur.
skíðavetui—
Nú er rétti
timinn til aö
LððK
UM
□
ALLA
býður ókeypis
stillingu
á skíðabindingum
í október
Viö stiilum eftir þyngd (og getu). Þiö komiö
meö skíöin, báöa skóna og upplýsingar um
notanda og viö stillum, ykkur aö kostnaðar- ^
lausu næsta hálfan mánuö.
0RYGGI
FYRIR
únÚF
Glæsibæ, sími 82922.