Morgunblaðið - 26.10.1982, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.10.1982, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1982 47 * „A leið til annarra manna“, bók um fjöl- fatlaða stúlku IÐIINN hefur gefid út bókina Á leið til annarra manna, undirtitill: Hvernig fjölfötluð stúlka rauf tjáningarfjötra sína. Höfundur er Trausti Ólafsson, kennari. Hann starfar við Þjálfunarskóla ríkisins við Kópavogshæli. Þar kynntist hann Sigríði Ósk Jónsdóttur, ungri stúlku sem var afar mikið fötluð, var nánast ófær um að tjá sig og hafði af þeim sökum verið talin vangefin. Hún hafði verið á hælinu í sjö ár þegar Trausti kom til skjalanna og vildi ekki fallast á að stúlkan væri vangefin. Bókin lýsir síðan tilraunum hans til að rjúfa einangrun stúlkunnar, kom- ast í samband við þær sálargáfur Sandgerðingar kaupa rækju af Rússum Niðursuðuverksmiðja Arasonar og co. hf. og rækjuverksmiðja Óskars Árnasonar í Sandgerði festu nýlega kaup á 80 lestum af rækju frá Rússlandi og munu inn- an tíðar kaupa allt að 250 lestum til viðbótar. Veitir þessi rækja um 25 manns nokkuð stöðuga atvinnu á báðum stöðum. Að sögn Jóhannesar Arasonar hjá Arason og co. hf. er greitt sambærilegt verð fyrir þessa rækju og íslenzka úthafsrækju, en verðsamanburður væri þó varla raunhæfur vegna ýmissa þátta. Sagði hann, að þessi rækja væri keypt flokkuð og nýttist betur í vinnslu. Þessi kaup væru heldur ekki hugsuð sem þáttur í samkeppni við íslenzka rækju- sjómenn heldur til þess að geta staðið við gerða sölusamninga við Vestur-Þýzkaland og fleiri lönd. Þetta væri að vísu keypt fyrir gjaldeyri, en með niðursuð- unni væri verðmætið í gjaldeyri aukið verulega eða um 4A hluta. Þá sagði Jóhannes að þessi kaup tryggðu um 25 manns jafna atvinnu í báðum fyrirtækjunum og væri þar að nokkru leyti um nýtt vinnuafl að ræða. Háskólatónleikar: Arnaldur Arnar- son leikur verk eftir Albéniz og Granados ARNALDUR Arnarson, gítarleikari, leikur verk eftir Isaac Albéniz og Enrique Granados á Háskólatónleik- um í Norræna húsinu í hádeginu á morgun, miðvikudag. Arnaldur hefur m.a. stundað nám við Royal Northern College of Music í Manchester á Englandi. Auk þess hefur Arnaldur m.a. not- ið tilsagnar John Williams. Háskólatónleikarnir á morgun hefjast að vanda kl. 12.30 og standa í 30—40 mínútur. Arnaldur Arnarson, gftarleikari. Viðræður um Keldnalandið: Bjartsýnn á að sam- komulag takist — segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson „ÞETTA var góður fundur, og ég er bjartsýnn á að samkomulag náist,“ sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaöur skipulagsnefndar Reykja- víkur, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær. Vilhjálmur var þá nýkominn af fundi viðræðu- nefndar borgarstjóra og Ingvars Gíslasonar, menntamálaráðherra, um skipulagsmál á Grafarvogssvæð- inu. Fundur um frjáls- an útvarpsrekstur AÐALFUNDUR Samtaka um frjáls- an útvarpsrekstur verður haldinn fimmtudaginn 28. október næstkom- andi á Hótel Sögu. Ýmsar blikur eru nú á lofti í útvarpsmálum eftir að Útvarps- laganefnd kynnti hugmyndir um breytt útvarpslög. Má því búast við líflegum umræðum um málið á aðalfundi SFU. Fyrir utan almennar umræður fara fram venjuleg aðalfundar- störf. Aðalstjórn SFU vinnur nú að álitsgerð um tillögur Útvarpslaganefndar, og verður hún kynnt á aðalfundinum. Vilhjálmur sagði, að kynnt hefðu verið fyrir menntamála- ráðherra þau drög að skipulagi svæðisins sem þegar lægju fyrir, og ráðherra hefði lýst því yfir, að hann myndi sem fyrst skipa við- ræðunefnd af hálfu ríkisins vegna þessa máls. Guðmundur Magnús- son, háskólarektor, Guðmundur Pétursson, forstöðumaður á Keld- um, og Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Rannsóknar- ráðs ríkisins, hafa tekið saman skýrslu um landrýmisþörf rann- sóknarstofnananna á Keldum og Keldnaholti, og munu viðræður væntanlega ganga út frá henni og skipulagsdrögum borgarinnar. „En ég ítreka það, að ég er bjart- sýnn á að samkomulag takist í þessu máli," sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, „enda er í skipu- lagsdrögunum tekið tillit til þess að umræddar rannsóknarstofnan- ir þurfi svigrúm og landrými til starfsemi sinnar." í viðræðunefnd borgarstjóra um þetta mál eiga sæti auk Vilhjálms þeir Markús Örn Antonsson, borg- arfulltrúi, og Þórður Þ. Þorbjarn- arson, borgarverkfræðingur. sem hann taldi sig finna að hún byggi yfir, eins og kom svo í ljós. Bókin skiptist í nokkra kafla: Fálmkennd skref og stutt; Losnar um hömlur; Ritlistin; Skáldskap- ur; Enn nýjar námsaðferðir. í bók- inni eru nokkrar myndir. — í inn- gangi kemst höfundur svo að orði m.a.: „Hér verða ekki skráðar vís- indalegar niðurstöður af kerfis- bundnum rannsóknum á manns- huganum og starfi hans. Þetta er aðeins sagan af því hvernig tókst að ná tengslum við virkan hug og þroskaða sál i viðjum ákaflega fatlaðs líkama. An nokkurra áreiðanlegra kennileita tókst mér alls óverðugum að rata til móts við frjóa hugsun og mikla hæfi- leika fatlaðrar ómálga stúlku á sautjánda ári. Oft varð villugjarnt á þeirri leið og fáir til að visa mér veg. En búist ekki við undrum og stórmerkjum. Að baki frásagnar- innar er þrotlaus vinna ...“ Á leið til annarra manna er 68 blaðsíður. Oddi prentaði. Notaðir lyftarar í miklu úrvali 2. t. raf/m. snuningi 2.5 t raf 1.51 pakkhúslyftarar 2.5 t dísil 3.21 disil 4.3 t dísil 5.0 t dísil m/húsi 6.01 dfsil m/húsi M K. JÓNSSON & CO. HF. J| Vitastíg 3 £ Sími 91-26455 Heba heldur vióheilsunni Nýtt námskeið að heíjast Dag- og kvöldtímar tvisvar eða Ijórum sinnum í viku. Megrunarkúrar - Nuddkúrar Leikfimi - Sauna - Ljós - Megrun Sól-bekkir- Nudd - Hvíld - Kaííi - o.fl. Innritun í síma 42360 - 40935 Heilsurœktin Heba Auðbrekku 53. Kópavogi. -A GÆÐA ÞVOTTAVÉLAR FRÁ USA Helstu kostir: □ Mikid þvottamagn, allt að 8,5 kg. □ Sparnaðarkarfa, fyrir allan handþvott □ Tekur inn heitt og kalt vatn, orkusparnaður □ Fljótvirk, hámarks þvottatími 35 mín. □ Topphlaðin, þvotturinn settur í að ofan Enginn efast um gædin frá GENERAL ELECTRIC RAFTÆKJADEILD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.