Morgunblaðið - 26.10.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1982
37
fyrst sem loftskeytamaður á tog-
urum, en síðar varð hann magn-
aravörður við Ríkisútvarpið er það
tók til starfa og vann þar alla tíð,
lengst af sem yfirmaður tækni-
deildar, allt þar til hann lét af
störfum fyrir aldurs sakir. Dag-
finnur andaðist árið 1974.
Þeim hjónum varð þriggja
barna auðið, Jórunnar, er dó í
frumbernsku, Sveinbjörns, ráðu-
neytisstjóra, sem kvæntur er Pál-
ínu Hermannsdóttur Jónassonar,
og Önnu Þuríðar, sem verið hefur
vanheil frá fæðingu.
Mínar fyrstu minningar tengj-
ast Magneu, er ég vildi eiga heima
hjá henni, en hún fóstraði mig
þegar móðir mín ól bróður minn.
Frá því að ég var á öðru ári bjuggu
fjölskyldur okkar í sama húsi,
Eskiðhlíð D, og eftir að við flutt-
um þaðan, vorum við ávallt í nánu
nágrenni. Var samgangur svo
mikill á milli heimilanna, að enga
konu af eldri kynslóðinni, nema
móður mína, þekkti ég betur en
Magneu.
Fásinnið á elliárum og burt-
hvarf gamalla, góðra vina var
Magneu þungt í skauti, því hún
hafði alltaf verið mjög félagslynd
kona. Hún óttaðist að verða upp á
aðra komin. Til þess kom ekki,
hún hélt reisn sinni til síðasta
dags. Sveinbjörn, sonur hennar, og
fjölskylda hans gerðu allt sem þau
gátu til að létta Magneu ellina.
Öldruð að árum vann hún það
verk, sem ég vil nú þakka henni
sérstaklega. Móðir min missti
heilsuna fyrir þrettán árum og
síðustu árin gat hún ekki verið
ein. Sat þá Magnea löngum hjá
henni og gerði okkur systkinunum
kleift að stunda vinnu okkar.
Fyrir rúmu ári lést móðir mín af
völdum slyss, og fannst mér
Magnea aldrei bera sitt barr eftir
það. En nú hafa þær hist aftur,
gömlu vinkonurnar, og líður
ábyggilega betur en síðustu æviár-
in sín hér í þessum heimi.
Eg vil að lokum votta Önnu,
Sveinbirni, Pálínu og fjölskyldu
þeirra samúð mína og minna.
Hrefna Sigvaldadóttir.
Mínar fyrstu minningar um
ömmu Magneu eru frá bernsku
minni, og hennar þáttur í því
lífsskeiði mínu var stór, því það
voru ómældar stundir sem ég átti
hjá henni. Það var bara að hringja
og segja: „Amma, nú er ég að
koma til þín“, og þá var manni
tekið opnum örmum. Aldrei vissi
ég annað, en að við systkinin vær-
um aufúsugestir hvenær sem var
og svo lengi sem við máttum og
vildum vera. Ekki þarf að orð-
lengja, að hjá ömmu Magneu feng-
um við flestar okkar óskir upp-
fylltar, ef það var á hennar færi
að veita þær. Við fengum svo
sannarlega að njóta gjafmildi
hennar og greiðvikni, sem hún átti
í svo ríkum mæli, því ef hún vissi
að hún gæti gert einhverjum
manni greiða, þá lét hún ekki sitja
við orðin tóm.
Nú hin seinni ár, þegar ég var
flutt í annan landshluta og hafði
stofnað mitt heimili, sáumst við
sjaldnar. Nokkrum sinnum kom
hún og var hjá mér einhverja
daga, en aldrei lengi í senn því
alltaf fannst henni sem hún hefði
svo mikið að gera og mætti ekki
vera að því að slæpast þetta. Þó
gafst tóm til að setjast niður og
spjalla saman. Þá sagði hún mér
frá ýmsu úr lífi sínu og ég kynnt-
ist annarri hlið á ömmu Magneu,
en þeirri sem að barninu sneri.
Hennar líf var ekki alltaf dans á
rósum, og oft talaði hún um það í
seinni tíð og fannst henni stund-
um sem óþarflega margar sorgir
og erfiðleikar hefðu verið á sig
lagðar. En þegar ég hugsa til
baka, þá verða þær minningarnar
um ömmu Magneu sterkastar þar
sem hún sagði mér sögur frá lið-
inni tíð og hún hló svo mikið með
og gæddi þær slíku lífi, að atburð-
ir löngu liðinna tíma urðu ljóslif-
andi fyrir mér. Því að eðlisfari var
amma bæði lífsglöð og kát og slíka
vinnugleði og hjá henni minnist ég
ekki að hafa séð hjá öðrum. Það
var sama að hvaða verki var geng-
ið, á öllu var tekið af krafti og
röggsemi og aldrei vissi ég að hún
væri þreytt að verki loknu.
Amma Magnea átti að baki
langa ævi, og það er jú leið okkar
allra að kveðja þetta jarðlíf. Við
sem eftir sitjum kveðjum sam-
ferðamann sem um skeið hefur
verið hluti af okkar eigin lífi og
það verur staðreynd að þessi hluti
ævinnar heyrir nú minningunum
til. En við eigum minningarnar og
ég kveð nú ömmu mína rík af góð-
um minningum og þakka henni
fyrir allt sem hún var mér.
Vigdís Magnea.
+
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og
útför eiginkonu minnar, móöur okkar, dóttur og systur,
SÓLVEIGAR SIGTRYGGSDÓTTUR,
Ásgarösvegi 22, Húaavík.
Hjalti Guömundsson og dætur,
Heiöur Siguröardóttir, Sigtryggur Jónasson,
systkíni og aörir aöstandendur.
ÆflNGASTOÐIN
ENGIHJALLA 8 * ^46900
Saganrf
Eileen Reeö
„Ég hætti að reykja í apríl 1980, þá var
ég 78 kg. Þá tók við sælgætisát og á
skömmum tíma varð ég 91 kg - alveg
úrræðalaus og þreklaus.
Ég vissi af æfingastöð í nágrenninu,
þar fékk ég að sjá allskyns tæki til
líkamsræktar - þrekhjól, lyftingalóð
og margt fleira.
Eftir að mér var sagt að reglulegar æf-
ingar í stöðinni mundu á tiltölulega
stuttum tíma stórbæta vöxt og auka
þrek mitt, þá ákvað ég að hefja reglu-
bundnar æfingar. Arangurinn varð
stórkostlegur - Innan árs náði ég
þyngd minni niður í 62 kg. og ætla
mér að halda þeirri þyngd.
Líkamsrækt er nú mitt tómstunda-
gaman. Ég bæti stöðugt vöxt minn og
útlit, lífsánægju og sjálfsöryggi.“
Gerðu sögu Eileen að þinni!
Byrjaðu æfingar í Æfínga-
stöðinni Engihjalla 8
Þar höfum við bestu hugsan
legu aðstöðu í líkamsrækt.
Taktu nú af skarið, gerðu
líkamsrækt að þinni tóm-
stundaiðju. Sértímar fyrir
konur kl. 9 og 10, 14, 15 og
16 alla virka daga.
Innritun í síma 46900
i
ÆriNGASTOÐIN
ENGIHJALLA 8 • w 46900
i
EÐLILEG LEIfl TIL MEGRUNAR...
Skipulagðar æfingar í ÆFINGASTÖÐINNI. ásamt Firmaloss grenning
arkúr tryggja skjótari árangur en þig getur grunað. - 2 vikna nám
skeið hefjast í dag, þriðjudag. og næstu daga kl. 9 og 10,14,15 og 16
- Kemur í stað máltíðar/máltíða
- Útiiokar megrunarþreytu. þar eð næg
vítamín, steinefni og prótein fyrir
þarfir líkamans eru í Firmaloss
- Fullgild. seðjandi ófitandi næring
OG EINFALT ER ÞA0:
Þú býrð þér III bragðgóBan drykk mefl súkkulaðlbragði. met
þvi at hræra elnum dagskammti al Firmaloss grennlngar-
duftlnu saman við glas af mjélk/undanrennu. sem þii neytir
i stat annarrar fætu einu sinni efla tvisvar á dag -
OG AUKAKiLÚiN RENNA AF ÞÉR
Póstverslunin Heimaval
Pósthólf 39 - 202 Kópavogi
Sendifl mér pakka (20 dagskammtar) al Flrmaloss grennlngarduftl kr. 245
NAFN:
HEIMILI
STA0UR PðSTNÚMER:
pöntunarsimi 46900
5'
Reykjavík: Hjólbarðaþjónusta Hreyfilshúsinu, Fellsmúla 24
Nýbarði sf., Borgartúni 24
Garðabær: Nýbarði, Lyngási 2
Kópavogur: Hjólbarðaviðgerð Kópavogs, Skemmuvegi 6
Mosfellssveit: Holtadekksf., Bjarkarholti
Akranes: Hjólbarðaþjónustan
Stykkishólmur: Nýja Bflaver
Grundarfjörður: Hjólbarðaþjónusta Grundarfjarðar
Búðardalur: Oalverk sf.
Patreksfjörður: Bílaverkst. Guðjóns Hannessonar
Flateyri:
ísafjörður:
Hólmavík:
Hvammstangi:
Blönduós:
Sauðárkrókur:
Varmahlið,
Skagaf.:
Siglufjörður:
Akureyri:
Dalvfk:
Sigurður Sigurdórsson
Hjólbarðav. Jónasar Bjömssonar
Vélsmiðjan Vík
Vélaverkstæðið Laugarbakka
Bílaverkstæðið Vfsir
Bílaverkstæðið Áki
Hallur Jónasson, Lindarbrekku
Bílaverkstæði Birgis Björnssonar
Höldursf.
Bílaverkstæði Dalvíkur
Ólafsfjörður: Múlatindur
Húsavfk: Helgi Jökulsson (Vélsm. Múli)
Vikurbarðinn
Egilsstaðir: Hjólbarðaverkstæðið Brúarlandi
Fáskrúðsfjörður: Bíla- og búvélaverkstæðið Ljósalandi
Höfn: Verslun Sigurðar Sigfússonar
Hjólbarðav. Bjöms Jóhannssonar, Lyngási 5
Selfoss: Gúmmivinnustofa Selfoss
Hveragerði: Bifreiðaverkstæði Bjarna
Vestmannaeyjar: Hjólbarðastofan
snjóhjólbaróinn sem bítur sig fastan
Stórkostlegt grip Firestone snjóhjólbarðans eykur öryggi
þitt og þinna í vetrarumferðinni.
Hafðu samband við næsta útsölustað og fáðu þér snjó-
hjólbarða sem endast.