Morgunblaðið - 26.10.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.10.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1982 Fyrir ameríska og japanska pallbíla eigum viö þessi álhús til á lager. Hæöin er 30“ eða 75 sm. Hleri opnanlegur aö aftan, framgluggi, hliöar- gluggar opnanlegir. Verö 10.800.- Gísli Jónsson og Co hf., Sundaborg 41. Sími 86644. LANDSSAMBAND IÐNAÐARMANNA SAMTÖK ATVINNUREKENOA I.LÖGCILTUM IÐNGREINUM Veljum íslenskt Málþing um iðnþróun og íslenska innkaupastefnu Landssamband iönaöarmanna gengst fyrir mál- þingi í Ráöstefnusal Hótels Loftleiöa (Auditorium) um iönþróun og íslenska innkaupastefnu föstu- daginn 29. október 1982 kl. 13.15—17.15. Mál- þingið er liöur í afmælisdagskrá Landssambands iönaöarmanna í tilefni þess, aö á þessu ári eru 50 ár frá stofnun þess. Stjórnandi málþingsins er Ágúst Hafberg, formaður Sambands málm- og skipasmiðja. 1. Setning. Skilgreining íslenskrar innkaupastefnu. Siguröur Kristinsson, forsetí Landssambands iönaö- armanna. 2. Markaðshlutdeild ýmissa innlendra iöngreina. Gunnar Björnsson, formaöur Meistarasambands byggingarmanna. 3. Viðhorf kaupenda vöru og þjónustu Innkaup almennings: Jón Magnússon, formaöur Neytendasamtakanna. Innkaup almenns atvinnurekstrar: Höröur Slgur- gestsson, forstjóri Eimskipafélags islands hf. Innkaup sveitarfélaga: Björn Friöfinnsson, formaöur Sambands ísl. sveitarfélaga. Innkaup ríkisins: Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Innkaupastofnunar ríkisins. 4. Samkeppnishaafni, grundvöllur íslenskrar innkaupastefnu. Lagasetning og atvinnuvegírnir: Sigmar Ármanns- son, lögfræöingur landssambands iönaöarmanna. Gengisskráning og iðnaöur — sambýli iönaöarins og annarra atvínnuvega: Guölaugur Stefánsson, hagfrasöingur Landssambands iönaöarmanna. lönaðurinn og fríverslun: Þórleifur Jónsson, framkvæmdastjóri Landssambands Iönaöarmanna. Aögangur atvinnuvega aö lénsfé. Hiutverk sjóða og lénastofnana í iðnþróun: Bragi Hannesson, bankastjóri iönaöarbanka islands hf. Innkaup opinberra aðila sem líöur (iðnþróun: Jafet S. Ólafsson, formaöur samstarfsnefndar um opinber innkaup. 5. Skýrt Irá samkeppni um hðnnun merkie tíl að auðkenna íslenskar vörur. Karl Maack húsgagnasmíöameístari. 6. Kafflhlé 7. Panelumræður um iðnþróun og íslenska innkaupastefnu. Stjórnandi: Ingvi Hrafn Jónsson fróttamaöur. Þátttakendur: Hjörleifur Guttormsson iönaöarráö- herra, Guömundur G. Þórarinsson alþingismaður, Friörik Sophusson alþingismaöur, Jón Baldvin Hanni- balsson, alþingismaöur, Jóhannes Nordal seðla- bankastjóri, Jón Sigurösson, forstjóri Islenska járn- blendifélagsins, og Siguröur Kristinsson, forseti Landssambands iönaöarmanna. 8 Málþingsslit. Lokaorð. Stjórnandi málþingsins, Ágúst Hafberg, form. SMS. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ÁGÚST ÁSGEIRSSON Öfgamenn unnu óvænta sigra í kosningum til norður-írska þingsins í síðustu viku, og talið er að mannvígum og sprengjutilræðum þar í landi fækki ekki eftir kosningar. Bilið milli kaþólskra og mót- mælenda á N-írlandi hefur ekki minnkað eftir kosningar ÚRSLIT kosninganna til norður-írska þingsins í síðustu viku eru túlkuð sem áfall fyrir brezku stjórnina, fyrir James Prior írlandsmálaráðherra og fyrir þá, sem haldið hafa í vonina um að stilla megi til friðar í héraðinu með þvi að fá íbúunum í hendur takmarkaða stjórn eigin mála. Brezkir embættismenn sögðu um helgina, að þrátt fyrir mótlætið yrði haldið áfram tilraunum til að koma á stöðugleika í N-írlandi og binda enda á þær hióðsúthellingar, sem fylgt hafa deilum kaþólskra manna og mót- mælenda þar. Aað hefur verið regla, að sérhver nýr írlandsmála- ráðherra í Bretlandi hrindi af stað nýjum tilraunum til að koma á jafnvægi á Norður-Irlandi og stilla þar til friðar. Sumir halda því fram, að þær hafi yfirleitt ekki haft annaö í för með sér en auka ýfingar þar, og ferill flestra írlandsmálaráðherranna hefur endað með afsögn eða brottvikn- ingu, og um helgina áttu frétta- skýrendur jafnvel von á því að Prior yrði látinn víkja. Ljóst er þó, að stjórn Margaret Thatcher studdi hugmyndir Priors um norður-írska þingið, og ólíklegt er talið að Thatcher gefi gagnrýni á Prior gaum. Því er jafnvel haldið fram, að brottvikn- ing Priors mundi aðeins hafa í för með sér „nýtt frumkvæði" í ír- landsmálum og frekari vonbrigði. Og flestir eru sammála um að ekki hafi hindrunum á leiðinni til jafnvægis í Norður-írlandi fækk- að eftir kosningarnar, né hafi bil- ið milli mótmælenda og kaþólskra minnkað. Tilgangurinn með þing- inu var að færa lýðræðislega kosnum fulltrúum íbúanna hlut- deild í stjórn héraðsins, stofnun er síðar færi að einhverju leyti með stjórn félags- og efnahags- mála. Kosningarnar þykja nú hins vegar engu hafa áorkað í þá veru að koma á viðunandi sam- skiptum kaþólskra manna og mótmælenda, ekki frekar en sex fyrri tilraunir af því tagi frá ár- inu 1973. Prior hafði vonazt til að hóf- samari öflin á Norður-írlandi litu á þingkosningarnar sem tækifæri til að láta til sín taka, en reyndin varð hins vegar sú að harðlínu- menn á báða bóga unnu óvænta pólitíska sigra. Prior hefur lýst vonbrigðum sínum og sagt úrslit- in hnekki. Helztu flokkar mótmælenda hlutu 47 sæti á þinginu af 78, Sambandsflokkurinn 26 og Lýð- ræðislegi sambandsflokkurinn, sem er flokkur Ian Paisleys, 21. Sinn Fein, sem er hinn pólitíski armur írska lýðveldishersins, IRA, hlaut fimm menn kjörna og minnstu munaði að þeir yrðu sjö, og er árangur þessara afla talinn mikill hnekkir fyrir Breta. Jafn- aðar- og verkamannaflokkurinn, sem hingað til hefur verið brjóstvörn kaþólskra kjósenda, hlaut 14 sæti þrátt fyrir sam- keppni Sinn Fein. Þá hlaut Sam- einingarflokkurinn, sem á fylgi jafnt úr röðum kaþólskra sem mótmælenda, 10 sæti. Er það í raun eini flokkurinn, sem kemur til með að sitja í þinginu, sem get- ur fellt sig við valdskiptingu. Auk þessa hlutu tveir litlir flokkar sambandssinna eitt sæti hvor. Þetta var í fyrsta sinn, sem Sinn Fein tekur þátt í kosningum í N-írlandi undir eigin merki frá því lýðveldisherinn var stofnaður 1969. Hlaut Sinn Fein 30% at- kvæða kaþólskra, eða um 10% heildaratkvæða, og er fylgi öfga- aflanna því meira en búizt hafði verið við hjá ráðamönnum í Lond- on. Og reyndar er það eina sam- eiginlega niðurstaða fréttaskýr- enda, að kosningaúrslitin hafi leitt í ljós meira fylgi við „stjórn- mál götunnar" en talið var. „Það hefur ekkert áunnizt. Við stöndum enn í sömu sporum, og mannvígin og sprengjutilræðin munu halda áfram," sagði blaðið Irish Times í Dyflinni, eitt virt- asta blað á Irlandi, og er skoðun blaðsins dæmigerð. Blaðið sagði, að það virtist ekki aðeins útilokað að stjórna N-írlandi, heldur væri nú kynslóð, sem alin væri upp við stjórnmál götunnar, farin að láta til sín taka í kjörklefanum með því að leggja ofbeldisöflum lið. Gerry Adams varaforseti Sinn Fein er einn fimmmenninganna, sem náðu kjöri. Hann er sagður fyrrum hermdarverkamaður, og hefur tvisvar setið í fangelsi. Hann lýsti úrslitunum sem sigri fyrir þau öfl, sem vildu að Bretar drægju öryggissveitir sínar til baka frá N-írlandi, og lagði þunga áherzlu á að samtök sín myndu áfram berjast fyrir því að Bretar afsöluðu sér yfirráðum þar. Lýð- veldisherinn vill sameina N-ír- land írska lýðveldinu, binda enda á 60 ára aðskilnað og koma á þjóð- skipulagi með sósialískum for- merkjum. Tíminn leiðir í ljós hver framtíð þingsins verður. Embættismenn búast við að það verði kallað sam- an snemma í nóvember, og að fyrsta verk þess verði að taka af- stöðu til nýrrar löggjafar um sveitastjórnir á N-írlandi, sem liggur fyrir þinginu í Westminst- er. Fróðir menn telja að þingið geti í mesta iagi orðið valdalaus eftirlitsstofnun, og um síðir muni það leysast upp. Prior hefur kvatt leiðtoga allra norður-írsku flokk- anna nema Sinn Fein til fundar í vikunni til að ræða framtíð þings- ins. John Hume leiðtogi Jafnaðar- og verkamannaflokksins hefur sagt að SDLP taki ekki sæti á þinginu, og eru þau ummæli túlk- uð á þann veg að hann muni ekki fara til fundar við Prior. „Kosn- ingabarátta okkar snerist um fjarveru, og við getum ekki með neinu móti tekið þar sæti, þar sem við viðurkennum ekki tilveru þess,“ sagði Hume. Og taki fuiitrúar kaþólskra ekki sæti á þinginu, og krefjist mót- mælendur að endurreist verði meirihlutaregla, sem numin var úr gildi 1972, virðist sem fátt geti sameinað hinar stríðandi fylk- ingar á N-írlandi. Og þá verður N-Irlandi áfram stjórnað frá London hvort sem íbúunum líkar það betur eða verr. Brezkir ráða- menn hafa margsinnis ítrekað að þeir muni ekki endurvekja völd mótmælenda, meirihlutafyrir- komulagið, því það verði einungis til að einangra kaþólikka og fylkja þeim frekar um öfgaöflin, IRA. Brezka lögreglan hefur jafn- framt varað við áformum hryðju- verkahópa, sem hyggja á aukinn hernað á næstu vikum. Áreiðan- legar heimildir úr röðum kaþ- ólskra herma að öfgamenn innan IRA hafi að undanförnu hvatt til sprengjuherferðar í stað stjórn- málabaráttu, og að hernum hafi nýlega borizt birgðir af smygluð- um sovézkum eldflaugum. (Hrimildir m.a. skejti AP-rréttaatofunn- ar, (áuardian og Sunday Telegraph.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.