Morgunblaðið - 26.10.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.10.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1982 35 Marteinn Marteins- son — Minningarorð Fæddur 3. apríl 1948 Dáinn 16. október 1982 Þegar morgunkuiið mi. nist við stráin norður við ysta haf gengur ungur og hress maður til starfa. Bjartsýnn og glaður hlakkar hann til að takast á við verkefnin sem bíða, enda búinn að vinna að því, að búa í haginn með vélakaupum, til að sjá sér og sínum farborða. Mennirnir þenkja, en Guð ræð- ur er stundum sagt. Að kvöldi er hann allur. Helfregn er sár. Það er erfitt að skilja hvers vegna svo ungur mað- ur er kallaður burt, aðeins 34 ára, frá þrem börnum og elskulegri eiginkonu, en það er eitt af ráðgát- um lífsins, sem engin svör fást við. I dag eru þung spor stigin er við fylgjum ástkærum bróður síðasta spölinn, en þyngst eru þau þó hjá eiginkonu, börnum og móður. Okkar elskulega Matta bróðir, sem alltaf var svo hress og kátur, viljum við með þessum fátæklegu kveðjuorðum þakka af hjarta bróðurlega hlýju og samfylgd og biðjum þann sem öllu ræður að láta sína skammdegissól skína gegnum sortann og veita yl og styrk þeim sem mest hafa misst. Og nú er hugurinn bundinn hjá þér elsku Bubba mín og börnum ykkar. Orð geta ei túlkað tilfinn- ingar á slíkum stundum, hvað þá hægt sé að tjá hugsanir, svo mikið hafið þið misst. Eitt er aðeins mögulegt, að snúa huga til Guðs og biðja hann um að blessa ykkur og vernda, eins og við biðjum hann um að blessa ástkæran bróður. Því er þakklæti okkar tjáð í fyrirbæninni þá góður bróðir Guði falinn. Blessuð sé minning hans. Systkini Að kvöldi 16. október barst mér sú harmfregn, að æskuvinur minn Matti væri dáinn. Hann var flutt- ur með sjúkraflugvél frá Siglufirði fyrr um daginn, þar sem hann veiktist snögglega. Hann var flutt- ur í hendur sérfræðinga sem eftir rannsókn gáfu góðar vonir. Eig- inkona hans sem flaug með honum suður var send heim af því útlitið var mjög gott og hún hringdi norður og tilkynnti þær fréttir að þetta liti allt mjög vel út. Hún var varla búin að sleppa símanum, þegar læknir á Borgarspítalanum hringdi í hana og sagði að hann væri dáinn. Það var eins og hendi hefði verið veifað, svo snökkt bar þetta að, og læknar fengu ekkert við ráðið. Það er erfitt að sætta sig við og trúa því að Matti sé horfinn okkur, ungur lífsglaður maður sem framtíðin blasti við kallaður á brott frá eiginkonu og ungum börnum. Eins og svo oft er sagt eru vegir Guðs órannsakanlegir, en við sem eftir lifum trúum því að honum sé ætlað æðra starf þar sem við munum öll hittast að lok- um. Þegar ég nú sest niður með penna í hönd hlaðast upp minn- ingarnar um góðan dreng. Mart- einn Marteinsson var fæddur í Hafnarfirði 4. apríl 1948, sonur hjónanna Marteins Marteinssonar og Katrínar Gísladóttur. Matti eins og Marteinn var ávallt kallað- ur, var næstelstur af fjórum börn- um þeirra hjóna, einnig átti Matti eldri. Matti missti föður sinn mjög snögglega aðeins átta ára gamall, og var það mikið áfall fyrir svo ungan dreng. Og mikil þolraun var fyrir móður hans að standa ein eftir með fjögur börn, öll á unga- aldri. Börnin voru henni mikill styrkur á erfiðum tímum, og verða henni þungbær spor í dag, þegar hún fylgir nú syni sínum til hinstu hvíldar. Ég bið góðan Guð að gefa henni styrk. Það voru ekki ófáar stundirnar sem ég eyddi á heimili þeirra að Selvogsgötu 12, en það var á Sel- vogsgötu sem kynni okkar Mart- eins hófust þegar við vorum litlir drengir, og hafa þau kynni haldist ævinlega síðan. Það er svo margs að minnast frá bernskudögum, sérstaklega eru mér minnisstæðir göngutúrarnir sem við fórum til að heimsækja ömmu hans, Krist- ínu á Reykjavíkurveginum, þar sem við mættum ávallt ást og um- hyggju. Matti var sannkallaður augasteinn ömmur sinnar og þótti Matta sérlega vænt um hana, og verður hann nú lagður til hinstu hvíldar við hlið hennar og föður síns. Matti og Sigurgeir bróðir hans voru mjög samhentir og eru ótaldar stundirnar sem við eydd- um saman sem unglingar í Hafnarfirði. Sér Sigurgeir nú eftir góðum vini sem bróður. Matti kvæntist Guðbjörgu Sig- þórsdóttur frá Siglufirði árið 1970, fyrsta heimilið stofnuðu þau í Hafnarfirði, en fluttu síðan til Siglufjarðar. Þau eignuðust þrjú mannvænleg börn, Kristínu Jó- hönnu, fædda 22. október 1969, Sigþór, fæddan 18. febrúar 1974, og Elvu Dögg, fædda 6. apríl 1975. Guðbjörg er heilsteypt og dugmik- il kona og hafði búið eiginmanni sínum og börnum ástúðlegt heim- ili sem ávallt var opið vinum og kunningjum, og eru ekki ófá skipti sem ég dváldi á heimili þeirra hjóna og mætti mér þar ávallt hlýja. Það er stundum svo óskilj- anlega stutt á milli gleði og sorg- ar, lífs og dauða að menn standa orðvana frammi fyrir þessari tor- ráðnu lífsgátu. Ekki hefði mig órað fyrir því að ég sæi Matta ekki aftur, þegar ég kvaddi hann hress- an og kátan eftir stutta dvöl á heimili mínu fyrir um það bil t Bróöir minn, KRISTJÓN MÁR JÓNSSON, lést á Borgarspítalanum þann 23. þ.m. Magnús Jónmaon. t Ástkær móöir okkar, ÓSK JENNÝ JÓHANNESDÓTTIR, Háteigsvegí 6, Reykjavík, lést af slysförum föstudaginn 22. október. Jaröarförin, sem fer fram frá Hvammstangakirkju. verönr auglýst siöar. Fyrir hönd ættingja. Guömundur Snævar Ólafsson, Ingibjörg Hólm Vigfúsdóttir. mánuði, þegar hann og Guðbjörg voru að koma úr þriggja vikna fríi frá Benidorm — geislaði frá þeim hamingjan og lífsgleðin og til- hlökkun að komast norður til barnanna sem biðu spennt eftir þeim heima. Þetta var í fyrsta skiptið sem þau hjón fóru í frí saman án barna sinna. Og Matta biðu verkefni á ýtunni sinni, sem hann festi kaup á fyrr á árinu, og var hann búin að vinna ýmis störf á henni á Siglufirði, og nú síðast fékk hann verkefni hjá vegagerð- inni og leit hann björtum augum á áframhaldandi verkefni í fram- tíðinni. Áður en Matti festi kaup á jarðýtunni, var hann lengst af á sjónum, síðast á Stálvíkinni frá Siglufirði. Eins og áður kemur fram var Matti mjög ungur þegar hann missti föður sinn mjög snögglega, og nú eru börnin hans orðin föðurlaus á unga aldri. Manni finnast örlögin stundum vera grimm. Missir barnanna og eiginkonu er mikill, ekki síst vegna þess hve góður heimilisfaðir Matti var og hændur að börnum sínum og þau að honum. Hann var heimakær og hjálpsamur eigin- maður og ævinlega ríkti jöfnuður með þeim hjónum. Fallegar minn- ingar um góðan eiginmann og föð- ur hjálpa þeim yfir erfiðasta hjallann. Ég vil nú að leiðarlokum þakka Matta vináttu hans og tryggð, ég þakka allar gleðistundirnar í æsku, sem og ævinlega. Ég bið góðan Guð að blessa hann og varð- veita um alla tíð. Við sem eftir sitjum eigum fallegar minningar um góðan dreng. Eiginkonu, börn- um, móður, tengdaforeldrum og systkinum votta ég mína dýpstu samúð og bið góðan Guð að styrkja þau og halda hönd sinni yfir þeim í þessari miklu sorg. „Far þú í friði friður guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt.“ ísleifur Valtýsson TÖLVUSKÓLINN __Skipholli 1, »imi 2S4Q(M*i———— Tölvunámskeið fyrir börn 9—16 ára Kennd eru grundvallaratriöin í meöferö og forritun tölva. Aö loknu námskeiöi geta nemendur skrifaö einföld forrit. Kynnt er einnig bygging og eiginleikar tölva meö aðstoö litskyggna. Nemendur hafa frjálsan aögang aö tölv- unum mestan hluta dagsins utan venju- legs kennslutíma til æfinga. Leiktímar eru aö kvöldinu. Viö kennsluna eru notaöar vandaöar einkatölvur frá ATARI meö lit og hljóöi. Framsýnir foreldrar láta börn sín læra á tölvur. Tölvunámskeiö eru bæöi þrosk- andi og skemmtileg og opna börnunum nýja möguleika í lífinu. Innritun í síma 25400 LUMILUX COMBI Laglegir lampar sem lítið fer fyrir. Breidd 25 mm, hæð 45 mm. Einfaldir í uppsetningu hvar sem er á heimilinu. Orkusparnaður, aukin birta. OSRAM jafnt utan sem innan dyra. OSRAM alls staðar. OSRAM HEILDSALA: JÓH. ÓLAFSSON & CO. H/F 43 SUNDABORG 13—104 REYKJAVÍK — SÍMI 82644

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.