Morgunblaðið - 26.10.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.10.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1982 39 Á síðasta árinu sem hún lifði þurfti hún nokkrum sinnum að dvelja á sjúkrahúsi. Henni þótti orðið svo vænt um hjúkrunarfólk- ið og mat svo mikils það sem fyrir hana var gert. Hjá Guðrúnu Þorvaldsdóttur bjó amma síðustu árin. Naut hún þar sérstakrar umhyggju og hjálpar sem seint verður fullþökk- uð. Einnig naut hún hjálpar skyldmenna og vina sem styttu henni stundirnar. Þegar kveðjustundin er komin þá kemur svo ótal margt upp í hugann frá liðinni tíð. Það er svo dýrmætt að eiga allar ógleyman- legu minningarnar um okkar elskulegu afasystur sem var okkur svo ástrík amma. Ég vil fyrir hönd foreldra minna, systkina og fjölskyldna okkar þakka ömmu fyrir alla hjálpina, umhyggjuna og ánægju- legu stundirnar sem við áttum saman. Guðrún Halldóra Þorvaldsdóttir Nú, þegar Kristín á Stóra- Vatnsskarði er ekki lengur meðal okkar, vil ég með örfáum orðum þakka vináttu hennar og tryggð við mig og fjölskyldu mína. Það var sannkölluð gleði á heimilinu, er hún á stundum kom í heimsókn til okkar að Hólum í Hjaltadal. Dóttir mín, sem aldrei gekk heil til skógar, hændist svo að henni að sérstakt var. Hún fann þá hlýju, sem geislaði frá Kristínu í brosi hennar og viðmóti. Litla stúlkan ljómaði í hvert sinn, er hún vissi að Kristín á Vatnsskarði var að koma í heimsókn. Þannig var Kristín. En nú skilja leiðir og hvað er þá eftir? Jú, minningin um konu, sem á sinn hljóðláta hátt kallaði á virðingu samferðafólks síns. Hún bar það í fari sínu, festu, góðvild og trygglyndi, sem gerði hana svo ógleymanlega. Ung kom ég til Skagafjarðar. Það var gæfa mín að fá að kynnast mörgu góðu fólki í þessu fagra héraði. Kristín á Vatnsskarði var ein af þeim. Okkar fundum bar fyrst saman, þegar ég bjó í Varmahlíð. Á Hólum var hún hjá mér í þrjú ár. Hún var mín stoð og stytta þann tíma. Síðar lágu leiðir okkar saman hér í Reykjavík. Mér er í minni, þegar hún heimsótti mig í síðasta sinn. Þá var ekki hægt að sjá að hún ætti við svo mikla vanheilsu að stríða og raun- in var. Hygg ég að það hafi verið henni fjarri skapi að bera áhyggj- ur sínar og sorgir á torg. Það lýsir líka lífsgöngu Kristínar vel, að systkinabörn hennar og börn þeirra vildu gera henni allt til þægðar, sem í þeirra valdi stóð þessi síðustu ár ævinnar, þegar tekið var að halla undan fæti. Slík var gæfa hennar. Nú er komið haust, en það vorar á ný og ég veit að vorið veitir þeim gleði og ljós, sem réttir fram hjálpandi hönd til að hlúa að öllu, sem á vegi verður. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Helga Helgadóttir Meira en 3500 CRTronic setningar- tölvur eru nú í notkun í prent- stofum og á dagblöðum ... alltfrá Hong Kong til Reykjavíkur. Og það er stað- reynd að CRTronic tölvurnar eru mest seldu setningartölvurnar í heiminum í dag, enda langt á undan sinni samtíð. í þessum pistli yrði of langt mál að telja upp alla þá möguleika sem CRTronic setningar- tölvurnar bjóða setjaranum upp á að nýta sér til sparnaðar á fé og fyrirhöfn. En vertu ekki feimin að hringja í ACO og fá upplýsingar um CRTronic tölvurnar. r,ui \siv\lluisniiiDi\ivniiMi vmsniiiiliiviviM wiísiuk i\\ w iiunwiiwlu.vrivvi \ ii iv ÍIIIUI rVODIUl'IIIMIOIVIi u i’ti \i\miisiu-s-iooIs vwr i \i vis v\ r* v\i ntonol \\o \k l\i. tlU'lU.II\|llU|W\| \1\\ v\ ssui\o \i>i\ \ti ioiiii i \ v\i \'\ii\iwri\viii n\ iimii is 0\I\ .Wll.WS-skllll llll \ \\ \i» aCOhf LAUCAVEC 168, REYKJAVÍK, SÍMI: 27333 CRTronic x£!£xiti:k »;w.v;.vs5^tt SSaSS MpErb TEGVND 2310 PRJÓNA VÉL Hefur alla þá kosti, sem prýtt getur prjóna- vél til heimilisnota. • Prjónar fínt og gróft garn, einnig lopa. Hefur munsturhanka, sem stjórnar fjölbreyttu munsturprjóni, svo sem fylgir vélinni. Hefur tvö nálaborð, tvo bandleiðara og 360 nálar alls. Fáanleg með rafmótor. Atta tíma kennsla og íslenskur leiðarvísir litaprjóni, tvöföldu mynsturprjóni, útprjóni eftir frjálsri teikningu, vefnaði og gata og garðaprjóni. Prjónar sokka, heila í hæl og tá, hring- prjón og klukkuprjón. Leitið nánari upplýsinga um hagstœtt verð og góð greiðslukjör. RAFBÚÐ SAMBANDSINS Ármúla 3 • Simi 38900 SÝNIKENNSLA ÞRIÐJUDAGA OG FIMMTUDAGA KL2-5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.