Morgunblaðið - 26.10.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.10.1982, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTOBER 1982 „Krabbamein er öllum ákaflega mikið reiðarslag“ — segir Jón Tynes, félagsráögjafi á Landspítalanum Jón Tynes er einn fírra félagsráft- gjafa, sem starfa á sjúkrahúsum lands- ins. Starfsvettvangur hans er l.andspít- alinn hér í Keykjavík og þar sjá hann og annar ráðgjafi um alla félagsráft- gjafarþjónustu fyrir almennar deildir l>andspítalans. Þar aft auki eru starf- andi félagsráðgjafar á kvennadeild og geftdeild spítalans. Gefur auga leift að óvinnandi vegur er að sinna öllum þeim tilfellum er upp koma meft ekki mciri mannskap. Starf félagsráðgjafa hefur lengstum verið sveipað einhvers konar hulu og fólk hefur takmarkaða þekkingu og skilning á starfi þeirra. Kg baft Jón fyrst að skýra frá þeim erfift- leikum, sem mæta félagsráðgjöfum i slarfinu og inntaki þess í stuttu máli. „Scm félagsráðfyafi sinni ég þeim félagslegu þáttum sem að sjúkling- unum snýr. Sú þjónusta er oft nefnd félagslaeknisfræðileg þjónusta (soci- al medicin). Það má í stuttu máli skipta þessari þjónustu í þrennt. í fyrsta lagi eru það þættir sem skipta máli við greiningu sjúkdóma. í öðru lagi þeir þættir, sem tengdir eru meðferð sjúkdóma og í þriðja lagi eru það aðgerðir, sem miða að því að bæta eða breyta félagslegum að- stæðum til þess að áhrif sjúkrahús- dvalarinnar verði sem áhrifaríkust. Það er svo margt, sem hefur áhrif. Kannski eru erfiðleikar heimafyrir, tekju- eða atvinnumissir, og önnur vandamál, sem tengjast þeim. Það hefur áhrif á fólk og örugglega sjúkdóminn sem slíkan, auðvitað mismunandi eftir einstaklingum og um hvaða sjúkdóm er að ræða. Við þekkjum einkenni stress, sem líta má á sem félagslegan kvilla, t.d. magasár, hjartsláttarórói, svefn- leysi, drykkjuskapur, lyfjaofnotkun og ótal fleira. Það er því óskaplega margt, sem huga verður að.“ Nú starfar þú vift geisladeild Ijind- spitalans, þar sem krabbameinssjúkl- ingar eru til meftferftar, ekki satt? „Jú, það er rétt, en það er bara ein þeirra sjö deilda, sem ég starfa við hér á sjúkrahúsinu, þannig að ég er ekkert einskorðaður við geisladeild- ina.“ Kæftir þú vift fólk fyrir efta eftir aft- gerft? „Það, að félagsráðgjafi starfar í sambandi við geisladeild er alveg nýtt þannig að þróunin er skammt á veg komin. Æskilegast er auðvitaö að félagsráðgjafinn komi inn í myndina sem allra fyrst, en reyndin hefur orðið sú, að ég hef ekki komið til sögunnar fyrr en vandamálin hafa skapast og þeim komið á fram- færi. Árangursríkast væri auðvitað að ég væri með í ráðum áður en erf- iðleikarnir skapast. Við þekkjum ýmsa áhættuþætti og vitum að möguleikar eru á mörgum afleiðing- um veikinda. Best væri að geta kom- ið í veg fyrir slíkt." llvernig bregst fólk vift því þegar fólki er sagt að þaft sé meft krabba- mein? „Ég tel að það sé öllum ákaflega mikið reiðarslag. Við skulum bara líta í eigin barm og ég held að okkur fyndist erfitt að kyngja þeim úr- skurði að við værum með krabba- mein. Annars má segja, að orðið krabbamein segi ekki alla söguna. Það er t.d. ekki sama af hvaða gerð krabbamein er, hvar það er í líkam- anum og á hvaða stigi það er þegar það er greint. Það hafa jafnframt orðið miklar framfarir á meðferð krabbameins. Að fá krabbamein í dag er ekki það sama og það var fyrir nokkrum árum. Orðið hljómar meira að segja öðru vísi nú orðið. Það kemur ekki í minn hlut að tilkynna sjúklingi, að hann sé með krabbamein. Læknirinn, sem greinir sjúkdóminn, sér um slíkt. Ég hef því ekki nema litla reynslu af fyrstu viðbrögðum. Hins vegar kemur til minna kasta seinna. Mitt hlutverk er að reyna að hjálpa til við að reyna að skapa þau skilyrði, sem sjúklingur- inn þarf til að geta hlotið meðferð og geta lifað áfram sem eðlilegustu lífi. í þessu sambandi er að mínu mati mikilvægt að huga að tengslum og samskiptum innan fjölskyldunnar og vinahópsins. Það er mikilvægt að eyða ýmsum fordómum sem koma oft greinilega fram í breyttu atferli gagnvart sjúklingnum þannig að það upphefst einhver yfirdrifin um- hyggjusemi í garð sjúklingsins. Það er verið að koma öðru vísi fram við sjúklinginn en áður. Það finnst hon- um oftast ákaflega óþægilegt." Má ekki skýra þessa fordóma meft fáfræfti almennings um krabbamein. Kr almenningur nægilega uppfræddur um þessi efni? „Ég held að þetta með uppfræðsl- una sé ákaflega viðkvæmt mál. Hvar á að finna hinn gulina meðalveg? Ég held að æskilegra sé að gefa almenn- ingi kost á að fá ráðgjöf félagsráð- gjafa og sálfræðinga. Ennfremur að fólk fengi upplýsingar um hvert það ætti að snúa sér með læknis- fræðilegar fyrirspurnir." Kr ekki algengt að fólk sé ekki nægi- lega reiftubúið að opna sig þegar það stendur frammi fyrir félagsráðgjafa, sem þaft hefur kannski aldrei rætt vift áður? „Við vitum að fólk á misjafnlega gott með að tjá sig við aðra. Kannski eru varnarhættir sjúklings þannig, að það lítur út sem hann vilji yfir- leitt ekki ræða sín mál. Þá er það okkar verkefni að meta það hverju sinni hvort og á hvern hátt skal reyna að ná frekari tengslum við sjúklinginn. Við verðum að láta menntun okkar og reynslu skera úr um slíkt. Á sama hátt mætum við stundum fólki, sem virðist mjög við- Jón Tynes, félagsráðgjafí á Landspítal- anum. MortrunblaAiA KKK. ræðuglatt og opið. Þegar skoðað er niður í kjölinn kemur bara í ljós, að þessi málgleði er aðeins hjúpur utan um eitthvað, sem sjúklingurinn vill alls ekki að við komumst að.“ Kinnst þér vera einhver munur á vifthorfum krabbameinssjúklinga i samanburði vift aðra sjúklinga, sem þú ræftir vift? „Nei, það finnst mér alls ekki. Það hefur hins vegar komið mér þægi- iega á óvart hversu létt er yfir krabbameinssjúklingum. Ég hef kynnst mjög góðu andrúmslofti á meðal þeirra og þægilegri bjartsýni. Þetta fólk virðist hugsa mikið um það að njóta þess sem það hefur." Hversu langt er siðan félagsráftgjöf var tekin upp á Landspítalanum? „Hún hefur verið starfrækt í tæp þrjú ár og ég hef unnið hérna í eitt ár. Félagsráðgjafar eru á öllum sjúkrahúsum í höfuðborginni og einnig á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Við erum tveir hérna á al- mennu deildum Landspítalans og það segir sig sjálft, að við getum Áhöfnin sem heiðruð var af flugmálafélagi íslands ásamt skylduliði. Talin frá vinstri: Sigurjón Sigurðsson, Guftrún Gunnarsdóttir, flugfreyja, Gunnar Arthursson, flugstjóri, Katrín Ásta Gunnarsdóttir, Svanhildur Kaaber, Kagnheiður Kögnvaldsdóttir og Hallgrímur Viktorsson, flugmaður. l.jósmynd Mbl. Kristján Kinarssnn. Áhöfnin heiðruð KLDGMÁLAKKLAG íslands heiftrafti í gær áhiifn Kokker-vélarinnar, sem varft fyrir því óhappi snemma i vor, að þaft kviknafti i öftrum hreyflinum eftir flugtak frá Isafirfti. Kkki var hægt aft snúa aftur til ísafjarðar og því fiogift til Keflavíkur, þar sem lending tókst í alla stafti giftusamlega. Áhöfn Kokk- er-vélarinar var Gunnar Arthursson fiugstjóri, llallgrimur Viktorsson flug maftur og Guftrún Gunnarsdóttir flugfreyja. Ásbjörn Magnússon forseti Flugmálafélagsins afhenti áhöfn- inni viðurkenningu, sem er súla úr islensku bergi og fylgir heiðurs- nafnbótin flugstuðill og heiðurs- skjal því til staðfestingar. Hann sagði meðal annars við þetta tæki- færi, að margir glæstir sigrar hefðu verið unnir í fluginu og í raun og veru væru daglega unnir sigrar við það að halda loftleiðinni opinni sem alfaraleið. Flugmalafélag Islands hefði látið hanna sérstakt heiðurs- merki, til að heiðra þá sem ynnu sérstök afrek í þágu flugsins og yrði það veitt í fyrsta skipti í dag. Fylgdi því heiðursnafnbótin flugstuðill, sem dr. Finnbogi Guðmundsson hefði búið til að þeirra beiðni, en stuðill væri fomt og gott íslenskt orð. Dr. Finnbogi segir svo meðal annars um nafngiftina flugstuðlar: „Hvert ríki á mikið undir því, að sem flestir þegnar þess séu því, hver í sinni grein, styrkir og örugg- ir stuðlar. í fluginu, ungri og vaxandi at- vinnugrein, hefur það þegar sann- ast, að íslendingar eiga þar marga styrka stuðla, flugstuðla, er svo mætti nefna, karla og konur, sem unnið hafa flugstörf sín af Oryggi og festu." Gunnar Arthursson flugstjóri þakkaði fyrir hönd áhafnar sinnar og sagði það vera mikinn heiður að taka við þessari viðurkenningu. Það væri ekki hvað síst samheldni áhafnarinnar að þakka að vel hefði til tekist og þó að hefði borið meira á honum, en hinum áhafnarmeð- limunum, þá væri það einungis vegna þess að flugstjórinn væri oddviti áhafnarinnar, það hefði ver- ið mikill styrkur að hafa þau með. Annars sagðist hann líta svo á að þau væru þarna stödd fyrir hönd félaga sinna, því það væri tilviljun að þetta hefði komið fyrir þau, og allir starfsmennirnir sérþjálfaðir til þess að bregðast skynsamlega og rétt við, þegar svona atvik kæmi upp. Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða tók að siðustu til máls og sagði að þeir hjá Flugleiðum væru mjög stoltir yfir þessum góðu starfsmönnum og þeir ættu marga að auki. Hér skipti verulega máli, hvernig staðið hefði verið að þjálf- un starfsfólksins og gætu þeir verið ánægðir með hvernig til hefði tek- ist. Bréf háskólaráðsmanna til forsætisráðherra: Fjárveitingar til Háskóla Islands verði hækkaðar HÁSKÓLAREKTOR, Guðmund ur Magnússon, gekk síðastliðinn fimmtudag á fund forsætisráð- herra, Gunnars Thoroddsen og afhenti honum eftirfarandi bréf. Bréfið var undirritað af fjölmörg- um Háskólaráðsmönnum, nem- endum, kennurum og öðrum starfsmönnum Háskóla Islands: „Háskólaráð, stúdentar og starfslið Háskóla íslands vill vekja athygli yðar á þeim erfið- leikum, sem Háskólanum eru búnir með óbreyttu fjárlaga- frumvarpi fyrir árið 1983, og hættum, sem þeim fylgja. Síðan 1979 hefur fjölgað um 1.000 manns í Háskóla Islands. Fjárveitingar hafa hins vegar lítið hækkað að raungildi. Nú er svo komið, að nær þriðji hver tvítugur íslendingur óskar eftir inngöngu í Háskólann. Þessi mikía aðsókn kallar á meira húsrými, fleiri kennarastöður; fjölbreyttari rannsóknarstörf. I fjárlagafrumvarpinu fyrir 1983 er ekki gert ráð fyrir, að Há- skólinn þurfi að sinna slíku kalli. Af því leiðir m.a. þetta: • Að óbreyttu fjárlagafrum- varpi kemur kyrkingur í eðlilegan vöxt Háskólans, ekki aðeins á næsta ári, held- ur mun afleiðinganna gæta miklu lengur. • Að óbreyttu fjárlagafrum- varpi stöðvast mestallar framkvæmdir við nýbygg- ingar Háskólans á næsta ári, en þær eru nú meiri en nokkru sinni fyrr í sögu hans. • Að óbreyttu fjárlagafrum- varpi vofir yfir sú hætta, að Háskólinn verði að vísa nem- endum frá, jafnvel öllum sem nýskráningar óska næsta haust. Til þess að koma í veg fyrir svo alvarlegt ástand verður þrennt að koma til að mati há- skólaráðs: 1. 20 milljónir króna í aukið rekstrarfé á verðlagi fjár- veitingabeiðna. 2. 20 milljónir króna í aukið framkvæmdafé á árinu 1983 og á næstu 10 árum. 3. 20 nýjar stöður árlega næstu 5 ár. Á það skal minnt, að Háskóli íslands er nú fjölmennasti vinnustaður landsins. Hann er eina stofnunin í landinu, sem stundar undirstöðurannsóknir að nokkru ráöi, og hann hefur ætíð — eins og til var ætlast frá öndverðu — verið merkis- beri íslenskra fræða og menn- ingarlífs á íslandi. Bæn okkar er sú, hæstvirtur forsætisráðherra, að þér beitið áhrifum yðar í ríkisstjórn og á Alþingi til þess að hækka fjár- veitingar til Háskólans og koma í veg fyrir þann vanda, sem ella blasir við.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.