Morgunblaðið - 26.10.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.10.1982, Blaðsíða 15
ekki ráðið við nema hluta þeirra beiðna, sem til okkar berast. Við teljum að fjölga þurfi félagsráðgjöf- um, en það strandar eins og svo margt annað á fjárveitingavaldinu. Vissulega er margt, sem enn skortir, en oftast er þetta bara spurningin um hvers rödd er sterkust í sam- keppninni um fjármagnið. Hvert fjármagnið fer. Þetta er lögmálið þar sem hinir „hæfustu" komast af, „survival of the fittest"." Hvaða erfiðleikar eru það helst, sem m.Tta ykkur félagsráðgjöfum í starfí? „Það er í raun af nógu að taka. Sannast sagna veit ég tæpast hvar skal byrja, en skal fúslega reyna að stikla lauslega á einhverjum þeirra vandamála, sem mæta okkur. Við erum kannski á vissan hátt talsmenn ákveðinna hagsmuna. Við þurfum að aðstoða fólk, sem býr við óskaplega mismunandi aðstæður. Er það t.d. sanngjarnt, að maður sem missir skyndilega vinnuna vegna veikinda þurfi að líða skort? Það er ákaflega misjafnlega búið að fólki, tryggingalega séð. Á meðan einn hrapar í tekjum úr 10.000 í 3.000 er tekjufallið hjá öðrum ekki nema 3.000. Oftast er það svo, að sá, sem verður fyrir mestum tekjumissi, er tiltölulega ungur. Ástæðan er sú, að hann hefur greitt fá ár í lífeyrissjóð. Þeir ungu hafa hins vegar mestu fjárþörfina þar sem þeir bera að jafnaði þyngri framfærslubyrðar. Annað dæmi má nefna, en það er fólk, sem býr úti á landi og þarf að sækja meðferð, t.d. geislameðferð, til Reykjavíkur. Það ber mun meiri kostnað af því að fara í meðferð en fólk hér á höfuðborgarsvæðinu þarf að gera. Við höfum annars vegar Trygg- ingarstofnun ríkisins sem er fyrir alla landsmenn og hins vegar Fé- lagsmálaaðstoð sveitarfélaga. Það er hreint ekki sama hvort þú átt heima í Reykjavík eða t.d. í einhverju smá- þorpi úti á landi. I Reykjavík er boð- ið upp á fjölbreytta félagsmálaþjón- ustu, en á litlum stöðum úti á landi er slík þjónusta kannski ekki til. Við MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1982 15 erum að glíma við margbreytileg kerfi, auk mismunandi einstaklinga, sem búa við ólíkar fjölskylduaðstæð- ur ofan á allt saman hverju sinni. Vissulega er margt, sem við mæt- um og ráðum hreinlega ekki við vegna fjarlægðar á milli okkar og heimilis sjúklingsins. Má þar nefna t.d. atvinnumál, húsnæðismál og erf- iðleika í samskiptum innan fjöl- skyldu. Æskilegast væri að hægt væri að bregða sér heim til sjúkl- inganna til að vinna að lausn mála í þeirra eigin umhverfi. Því verður bara ekki við komið eins og er. Það er enginn til að taka við mínu starfi á Landspítalanum á meðan. Við mætum ákaflega stirðum regl- um þegar farið er að huga að hlutum eins og t.d. ferðastyrkjum fólks, sem býr úti á landi. Það eru margar brotalamir á þeim reglum, sem nauðsynlegt er að lagfæra til þess að auðvelda sjúklingi að sækja meðferð og rannsóknir. Þar að auki er mik- ilvægt að gefa maka eða einhverjum ættingja tækifæri að fara, þótt ekki væri nema stöku sinnum, þegar hann þarf að gangast undir meðferð. Eitt, sem við þurfum að fást við, er að annast vandamál deyjandi sjúklinga og aðstandenda þeirra. Þar eiga krabbameinssjúklingar í hlut eins og aðrir. Við þekkjum það, að helst má ekki nefna dauðann á nafn. Um leið og hann fer að hafa orð á því við ættingjana, að nú eigi hann skammt eftir ólifað, reyna þeir mjög gjarnan að eyða talinu. Þetta er kannski eitt af því, sem sjúkling- urinn hefur þörf fyrir að ræða um. Upp úr slíku getur það einmitt gerst að fólk fer að tala „á mis“, ef hægt er að orða það svo. Það nær ekki lengur saman. Samræður verða yfirborðs- kenndar og vandræðalegar. Sérstak- lega er þetta sársaukafullt þegar í hlut eiga hjón, sem hafa átt ánægju- lega ævi, en ná ekki saman þegar mest reynir á. Ég tel að það eigi að hjálpa fólki til að geta talað saman um dauðann. Söknuðurinn er eitt það fegursta í mannlegum samskipt- um. — SSv. Helqarreisur Ódýru helgarreisurnar milli áfangastaða Flugleiða innanlands, eru bráðsníðugar ferðir sem allir geta notfært sér. Einstaklingar, fjölskyldur og hópar, fá- mennir jafnt sem fjölmennir, geta tekið sig upp með stuttum fyrirvara og skemmt sér og notið lífsins á ovenjulegan hátt,- borgarbuar úti á landi og landsbyggðar- fólk í Reykjavík. Leikhúsferðir, heimsóknir, verslunar- ferðir, fundarhöld og ráðstefnur, hvíldar- og hressingarferðir. Alls konar skemmti- ferðir rúmast í helgarreisunum. Leitið upplýsinga hjá söluskrifstofum Flugleiða, umboðsmönnum og ferða- skrifstofunum. FLUGLEIDIR ÆtF Gott fólk hjá traustu félagi M JUL. Revkia- ..oqút áland PÓSTSENDUM w „ skyrtakr. 398 Nr' 1 buxur kr. 495 GERIÐ VERÐSA MA NB URÐ PÓSTSENDUM iyir ^ skyrta kr. 375 buxur kr. 487 Nr. 3 skyrta kr. 375 buxur kr. 515 w . skyrta kr. 375 r' buxur kr. 495 w skyrtakr. 375 * buxur kr. 495 Nr.6 ?***■'■“ buxur kr. 535 ýl-0 HEER-E - plONEE* Tc plOUEE' &í «»*? Í^Z pioHEEj ■ oV- piottU im ,EER, lUEE lOHEj ?I0 t & ktE PvOEE E^c SEfe SsSte I #, ú: tOH yS- p ccp,iEEH «Lf' -e^J; -tN- EEH- OUEE 10HV[' pio fu ’ .„ ItMO- -tfv- :p.-Ú)H EeH OH^EHW OHEHÍ s sTOHEVj kfcÁÖ-E p cioH] r.t^GEE t • ÚH'E^OE ‘EEI »-\-r : C\SH' " -m m vipm -E h{ / Itc." E^: CVOHEEH' ’stoh] *V.Í.E,S^ [\G'0EE 7 |ENaEE Ve^, Utt-ENOEi I\Stt-E^: "; ;.ttE E v^Stt-E^ plOHEEH'E' ; t | >H vr' ipyiAStt-Jfe'/' PlOHEEHr E piOHEEi, GEE^.VWh^ • ' P PlOHEE^phGEE E E/plOHEE^ynGI,E" m SS&e rstt-EP^ pHEVi.HP' iiohí m Wo' 0HV jjTO' ! EA0ÚÉ ÍEAHS ST :.e f-e^oEEi íáSVs'E iov hs-ep AttS-' -E^OEV eúE\ ÚGEl -im EAGÚ5 lEAHS c sTOHEVv Y E^ ctoHVW™,. lE P1 jEE, P\0)J m liov EAGÚfi JEAHS ÍGEE ^oee E r OW.W'-.-w lOHEEVi plOHEI piof pvl f-Ei&EE ^ tlVOEE lÆAOEE istt svv t plOHEEtt { íf PVO^ccb-E^V ” ÍÓEE^ £E^OEE E^OV CA'^O 4^-hs-ei > ttVAHS' ’.EÓEE \: A0EE \'E^OE lus-E^, IpjXttS-E^ 'aEÞ'HS OE^HS; IrOC OElVH- 10 W OEN KOEE •E^OEE .HET- OE \0H’ EE plCvOEE - p e^oeE '-F^OEE^vcaUS GALLABUXUR — ; FLAUELSBUXUR r > 3 3 LAUGAVEGI61. SÍMI22566 KANVASBUXUR BÓMULLARSKYRTUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.