Morgunblaðið - 26.10.1982, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.10.1982, Blaðsíða 28
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1982 . Allar .. rafmagnsvorur Minning: Rafkaup Suðurlandsbraut 4 - Sími 81518 Sólstofa eða blómaskáli 'Wíil * if ! ’ - ■ *T' Af þessum amerísku viðbyggingum eigum við fyrirliggjandi á gömlu og góðu verðj fjögur hús. Lengd ca. 315 sm x 400 sm breidd. Húsin eru úr áli og tvöföldu þlast/gleri. Gísli Jónsson og Co hf., Sundaborg 41. Sími 86644. Magnea Osk Halldórsdóttir Fædd II. maí 1897 I)áin 16. október 1982 Þann 16. okt. sl. lést að heimili sínu í Reykjavík, Magnea Ó. Hall- dórsdóttir — ekkja Dagfinns Sveinbjörnssonar, sem lengi starf- aði við tæknideild Ríkisútvarps- ins. Það eru meira en 50 ár síðan fundum okkar bar fyrst saman austur á Eyrarbakka, en þar bjó um það leyti Anton bróðir hennar, sem var mikill tryggðarvinur for- eldra minna og síðar mín og fjöl- skyldu minnar. Magnea var ekki aðeins fríð sýnum, svo eftir var tekið, heldur mótaðist öll fram- koma hennar af glaðlegu hispurs- leysi, svo öllum leið vel í návist hennar. Magnea Ó. Halldórsdóttir var fædd 11. maí 1897 að Helli í Ölfusi. Foreldrar hennar voru hjónin Halldór Jónsson frá Þorlákshöfn og Þuríður Magnúsdóttir bónda Arnasonar í Vatnsdal í Fljótshlíð. Foreldrar Halldórs voru hjónin Jón Árnason frá Stóra-Ármóti í Flóa og Jórunn Sigurðardóttir bónda Magnússonar að Skúms- stöðum í Vestur-Landeyjum. Sig- urður á Skúmsstöðum og Jón Árnason í Þorlákshöfn — tengda- sonur hans — voru kunnir stór- bændur og miklir athafnamenn á síðari helmingi 19. aidar og fram yfir síðustu aldamót. Börnin í Þorlákshöfn voru mörg og er mik- ill ættbogi frá þeim kominn. Þegar Magnea var 6 ára gömul lést Þuríður móðir hennar — sem var glæsileg og góð kona. Við and- lát hennar urðu 4 börn móðurlaus. Eftir það var heimilið, sem þá var í Reykjavík, leyst upp. Börnin dreifðust í fóstur til skyldmenna sinna. Það er mikið áfall fyrir börn á þessum aldri að missa móð- urumhyggjuna. Sum bíða þess aldrei bætur. Hjá öðrum myndast sár, sem seint gróa. Magnea var fljótlega tekin í fóstur af móður- systur sinni, Helgu Magnúsdóttur, og manni hennar Oddi Oddssyni gullsmið og símstjóra á Eyrar- bakka. Þar fór vel um hana í myndarlegum systkinahópi. Taldi Magnea það mikið lán að lenda hjá því góða fólki eftir lát móður sinnar. Á Eyrarbakka hlaut hún barna- fræðslu, eins og best var á þeim tíma. Veturinn 1916—’17 var hún við nám í mjólkurskólanum að Hvítárvöllum í Borgarfirði, sem var raunar vísir að kvennaskóla með bóklegu og verklegu náms- efni. Kennarar voru þau hjónin Grönfeldt mjólkurfræðingur og Þóra Þorleifsdóttir kona hans. Nemendur þennan vetur voru 10 og taldi Magnea sig hafa haft mik- il not af kennslunni þar. Næstu sumur er hún rjómabústýra á ýmsum stöðum t.d. að Beigalda í Borgarfirði og Dalvík, en lengst í Þykkvabænum 1921—1924. Að 19 vetrinum var hún við ýmis störf í Reykjavik. I Þykkvabænum kynntist hún eiginmanni sínum — Dagfinni Sveinbjörnssyni frá Dísukoti. Þau voru gefin saman í hjónaband 6. mars 1925 og áttu ætíð heimili sitt í Reykjavík. Dagfinnur var þjóð- kunnur hæfileikamaður. Hann var rafvirki og loftskeytamaður að menntun. Varð yfirmaður tækni- deildar útvarpsins við stofnun þess 1930. Samdi all mörg leikrit og óperettuna I álögum í félagi við Sigurð Þórðarson tónskáld. Dag- finnur andaðist 1974. Þeim hjón- um varð þriggja barna auðið. Elsta barnið, Jórunni, misstu þau í frumbernsku, hin eru Sveinbjörn ráðuneytisstjóri í landbúnaðar- ráðuneytinu og Anna, sem verið hefur sjúklingur frá barnæsku. Sveinbjörn er kvæntur Pálínu, dóttur hinna þjóðkunnu merkis- hjóna Vigdísar Steingrímsdóttur og Hermanns Jónassonar fyrrv. forsætisráðherra. Eru börn þeirra fjögur. Magnea hafði miklar mæt- ur á tengdadóttur sinni, enda reyndist hún henni sérlega vel. Ég gat þess í upphafi að ég hefði fyrst séð Magneu á unglingsárum mínum austur á Eyrarbakka. Mörgum árum síðar átti ég eftir að kynnast henni betur, þar sem hún bjó í áratugi í næsta nágrenni við tengdaforeldra mína í Reykja- vík og milli þeirra og Magneu ríkti gagnkvæm vinátta. Magnea naut hvarvetna mikill- ar mannhylli. Hún eignaðist á langri ævi marga góða vini, sem hún hélt tryggð við ævina út. Jafnvel „stúlkurnar" úr Hvítár- valtaskólanum veturinn 1916—’17 héldu enn vináttusambandi við hana og jafnvel börn þeirra. Ein- staklingum sem leigðu herbergi í íbúð hennar var hún sem um- hyggjusöm móðir, enda dvaldist mörgum í húsi hennar. Þannig var hún með afbrigðum vinföst og trygglynd og sýndi oft í verki, að þessar fornu dyggðir vildi hún rækta með öðrum. Matth. Joch. lýsti eitt sinn merkri konu á þessa leið: „Ástrík «g elskuA atgerfi.skona, rógur sýnum fróA <»u minnuu, sterk í stríði fjrir sterka trú“ Mér finnst umsögn þessi vel geta átt við, þegar Magneu Hall- dórsdóttur er minnst. Atgerfi hennar og dugnaður var mikill. Fríð sýnum og vel að sér um menn og málefni. Glaðværð og hlýja fylgdi henni jafnan. Hún vildi ein- att láta gott af sér leiða og syndi oft að hún var rausnarkona — mikillar ættar. Gestrisni var henni í blóð borin, enda mikilhæf húsmóðir, sem átti fallegt heimili og veitti vinum sínum af þeirri rausn og hjartahlýju, sem ekki gleymist. Magnea var mikil móðir barna sinna og lét sér annt um hag þeirra og velferð. Alveg sérstak- lega mun öllum minnisstætt, hversu vel hún annaðist Önnu dóttur sína. Snar þáttur í lífi Magneu var umhyggjan fyrir henni. í áratugi dvaldi hún á sumrin hjá vinafólki sínu að Mel í Þykkvabæ, svo Anna gæti notið ánægjulegri daga og betra um- hverfis, en kostur var á í Reykja- vík. Er þetta mikil saga um frá- bært móðurhlutverk, og ást og umhyggju fyrir þeim, sem minna mega sín. I Þykkvabænum átti hún marga vini og var þar jafnan aufúsugestur. Barnabörnin og börn þeirra voru henni miklir sólargeislar, sem hún fylgdist vel með og unni heitt. Það var henni því mikil gleði, rétt fyrir andlátið, að ákveð- ið var, að Hermann, elsta sonar- barnið hennar, kæmi heim til starfa á næstunni eftir langt og farsælt nám í Bandaríkjunum. Að leiðarlokum þökkum við hjónin Magneu Halldórsdóttur fyrir vináttu og tryggð í áratugi við okkur og fjölskyldu okkar, og sendum vandamönnum hennar innilegar samúðarkveðjur. Við er- um þess fullviss, að: „ViA winnar l«k ber og dyggð sinn ávöxtinn þúsundfalda, «g IjÓN þeirra skín í hjartans hryggó svo hátt yfir myrkrió kalda.“ Minningin lifir um mæta konu. Dan. Ágústínusson Mig langar í fáum orðum að minnast mágkonu móður minnar og kærrar vinkonu minnar, Magneu Halldórsdóttur. Hún var fædd 11. maí 1897, dóttir hjón- anna Þuríðar Magnúsdóttur frá Vatnsdal í Fljótshlíð og Halldórs Jónssonar, Árnasonar frá Þor- lákshöfn. Jón í Þorlákshöfn var mikill umsvifamaður í verslun og útgerð. Hann átti fjölda jarða víða um Suðurland. Að Magneu stóðu styrkir stofn- ar af Suðurlandi, enda konan mik- illar gerðar, stór í skapi, forkur dugleg, greiðvikin og gjafmild, trygglynd og með afbrigðum vina- föst. Hún var glæsileg útlits, í meðallagi há, með mikið dökkt hár, sem fór vel, ljósa húð og björt augu. Barn að aldri missti Magnea móður sína og fór þá í fóstur, fyrst til föðurfólks síns en síðar til móð- ursystur sinnar, Helgu Magnús- dóttur, og manns hennar, Odds Oddssonar, silfursmiðs í Regin á Eyrarbakka. Þar ólst Magnea upp og naut á allan hátt sama atlætis og börn þeirra hjóna og héldust alltaf kærleikar milli þessa fólks, eins og Magnea hefði verið ein systirin í hópnum. Á unglingsárum sínum var Magnea um tíma hjá eldri systur sinni, Jórunni, og manni hennar, Jóni Gunnlaugssyni, síðar stjórn- arráðsfulltrúa, en á þeim árum bjó hún að Skálholti í Biskups- tungum. Magnea fór til náms í mjólk- urskólann í Hvítarvöllum í Borg- arfirði, og eftir nám þar tók hún að starfa á rjómabúum, lengst af sem rjómabústýra. Þannig starfaði hún á Dalvík við Eyjafjörð um tíma, en flutti sig síðar til starfa sem rjómabústýra á rjómabúinu í Þykkvabæ í Rangárvallasýslu, þúsund ára sveitaþorpinu. Þar bast hún órofa vináttuböndum mörgu fólki, og fór hún nær árlega í vinaheimsóknir þangað. Siðast var hún þar í sumar í vinafagnaði. í Þykkvabænum kynntist Magnea mannsefni sínu, Dagfinni Sveinbjörnssyni frá Dísukoti í Þykkvabæ, móðurbróður mínum. Þau giftu sig árið 1925. Líf ungu hjónanna var ekki tómur dans á rósum, því Dagfinn- ur var ekki heilsuhraustur, en hann stundaði þó ætíð vinnu sína,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.