Morgunblaðið - 26.10.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.10.1982, Blaðsíða 22
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1982 Vilja fá áfengis- löggjöf breytt AÐALFIINDIJR Sambands veitinga- og gistihúsa var haldinn á Hótel Sogu 16. október sl. Voru þar sam- ankomnir Tulltrúar víðs vegar að af landinu, segir í fréttatilkynningu frá Sambandi veitinga- og gistihúsa. A fundinum var fjallað um ferða- þjónustuna í landinu, en hún á venju fremur erfitt uppdráttar um þessar mundir. í kjölfar hækkaös ferða- kostnaðar og minnkandi ráðstöfun- artekna hefur orðið algjör stöðnun á fjölda erlendra ferðamanna til landsins. Útsöluverð á erlendum gjaldeyri samfara gífurlegum kostn- aðarhækkunum innanlands valda tvennu: landið verður óeðlilega dýrt ferðamannaland og afkomuhlutfall fyrirtækja i ferðaþjónustu skerðist. Þar við bætist lítt skiljanleg skattaleg mismunun gagnvart fyrirtækjum í greininni og verk- fallsgleði forustusveitar verka- lýðshreyfingarinnar. Við þessar aðstæður getur ferðamannaiðnað- urinn e.t.v. skrimt; hann verður ís- lenzku þjóðarbúi ekki sú atvinnu- skapandi og gjaldeyrisaflandi máttarstoð, sem hann við heil- Bílvelta á Kleifaheiði Palreksrirði, 24. október. BIFKKID valt á Kleifaheiði um kl. 18.00 í gær. Bifreiðin sem var á leið frá Patreksfirði i Borgarnes, fór út af veginum í sunnanverðri heiðinni og hafnaöi á toppnum. Þrír menn voru i bifreiðinni og sluppu þeir ómeiddir. Bifreiðin er mikið skemmd. PS/ GÞ brigðar aðstæður getur orðið. Engin atvinnugrein getur þrif- izt án góðs og vel þjálfaðs fólks. Því var á fundinum mikil umræða um menntun starfsfólks, bæði ófaglærðs, stjórnenda og þeirra er Hótel- og veitingaskóli Islands út- skrifar. Skólinn hefur verið í bráðabirgðahúsnæði frá stofnun, í aldarþriðjung. Menntamálayfir- völd hafa fyrir sitt leyti samþykkt að festa húsnæði, sem til boða stendur, og gera skólanum kleift að leysa lögbundin verkefni sín. Fjármálayfirvöld hafa hins vegar ekki enn veitt nauðsýnlega fjár- veitingu. Skorar aðalfundur Sam- bands veitinga- og gistihúsa á fjármálaráðherra að gefa sam- þykki sitt nú þegar svo hægt verði að hefjast handa, án frekari drátt- ar. Fundurinn samþykkti ennfrem- ur áskorun til dómsmálaráðherra þess efnis að nú þegar verði endurskoðuð lög og reglugerð um sölu og veitingu áfengis. Er óvið- unandi fyrir starfsgreinina að búa við klafa hálfrar aldar gamalla og eftir því úreltra ákvæða, af þeirri ástæðu einni, að hávær minni- hlutahópur, sem engan hlut á að máli, beitir sér gegn öllum breyt- ingum. Nýr formaður var kjörinn Skúli Þorvaldsson, hótelstjóri á Hótel Holti. Aðrir í stjórn eru Áslaug S. Alfreðsdóttir, Hótel Heklu, Bjarni I. Árnason, Brauðbæ, Einar Olgeirsson, Hótel Esju, Emil Guð- mundsson, Hótel Loftleiðum, Gunnar Karlsson, Hótel KEA og Ólafur Laufdal, Broadway. Vara- menn eru Jón Pálsson, Gafl-Inn, og Pétur Geirsson, Botnsskála. Frá ameríska kvöldinu. Hótel Isafjörð- ur með nýjungar HÓTEL ísafjörður er ársgamalt um þessar mundir. í tilefni af því meðal annars, hyggst hótelið bjóða upp á þá nýbreytni, að halda sér- stök þjóðarkvöld einu sinni í mán- uði. Þessum þjóðarkvöldum er þannig háttað, að boðið er upp á þá rétti, sem eru upprunnir og tengj- ast sérstaklega þeim löndum sem kvöldin eru tileinkuð i það og það sinnið. Amerískt kvöld var 8. og 9. október, austurlenskt kvöld verður 12. og 13. nóvember og franskt kvöld verður 3. og 4. desember. Jafnframt er reynt að skapa and- rúmsloft, sem hæfir þessum kvöld- um, með þvi meðal annars að spila tónlist frá viðkomandi löndum og skreyta hótelið við hæfi. Nýr matreiðslumaður kom að hótelinu síðastliðið vor. Heitir hann Hlöðver Ólafsson og starf- aði áður á Hótel Loftleiðum. Þá hefur hótelið um nokkurt skeið boðið kalt borð á sunnu- dagskvöldum og hafa vinsæld- irnar verið slíkar að ekki hefur verið hægt að auglýsa kvöldin. Höfð er samvinna við Flug- leiðir og Ferðaskrifstofu Vest- fjarða um þjóðarkvöldin. Boðnir eru sérstakir helgarpakkar í samvinnu við Flugleiðir, þar sem er innifalið ferðir og gisting á hótelinu um helgi. Hægt er að fá bæði tveggja og þriggja rétta pakka. Á Isafirði er gott skíðaland og fullkomin aðstaða í því sam- bandi. Munu Flugleiðir bjóða upp á sérstök skíðafargjöld þangað í vetur. Olafur Kristjánsson, skólastjóri Tónlistarskóla Bolungarvíkur og forseti bæjarstjórnarinnar þar, settist við orgelið og spilaði. Um 18,5% aukning á innflutningi bifreiða á þessu ári: Mest hefur verið flutt inn af Mazda-bifreiðum — Volvo 244 mest innflutta einstaka bifreiðargerðin ALLS var lollafgreidd 9.361 bifreið fyrstu níu mánuði ársins, samanborið við 7.902 bifreiðir á sama tíma í fyrra. Aukningin milli ára er því tæplega 18,5%. Þá voru tollafgreiddar 7.722 nýjar fólksbifreiðir fyrstu níu mánuði ársins í ár, samanborið við 6.550 bifreiðir á sama tíma i fyrra. Aukningin milli ára er því 17,9%. Af einstökum gerðum er Mazda í fyrsta sæti, en fyrstu níu mánuði ársins voru tollafgreiddar 998 Mazda-bifreiðir, sem er um 10.66% af heildinni. í öðru sæti er Volvo, en alls hafa verið tollaf- greiddar 911 bifreiðir á þessu ári, sem er um 9,73% af heildinni. í þriðja sæti er- svo Toyota, en það sem af er þessu ári hafa verið tollafgreiddar 808 Toyota-bifreið: ir, sem er um 8,63% af heildinni. I fjórða sæti kemur svo Lada, en tollafgreiddar Lada-bifreiðir á þessu ári eru 741, sem er um 7,92%. Fimmtu í röðinni eru svo Mitsu- bishi-bifreiðir, en af þeim hafa Velheppnaður slægju- fundur Mývetninga Vo^m, Mývalnssvpil, 25. oklóber. MÝVETNINGAR héldu sinn ár- lega slægjufund i Skjólbrekku sl. laugardag, fyrsta vetrardag. Hófst hann með helgistund klukkan 14.30. Séra Örn Friðriksson flutti ræðu, en Sýning á finnskum bókum I tilefni af komu Finnlandsfor- seta hingað til lands var sett upp sýning a finnskum bókum og bók- um um Finnland í bókasafni Nor- ræna hússins. Sýningin verður opin fram undir mánaðamót og er opin mánudag til laugardags frá kl. 13—19 og sunnudaga frá 14-17. Kristín Jónasdóttir spilaði fyrir söng. Síðan var sameiginleg kaffi- drykkja. Jóhann Már Jóhannsson, bóndi í Keflavik í Skagafirði, söng við undirleik Guðjóns Pálssonar, tónlistarkennara á Hvamms- tanga. Ennfremur lék Guðjón ein- leik á píanó. Fannst mörgum þetta frábær skemmtun og ætlaði lófa- taki viðstaddra aldrei að linna. Þráinn Þórisson, skólastjóri, ávarpaði þá félaga og færði þeim sérstakar þakkir fyrir ánægjulega skemmtun. Aðalræðu dagsins flutti Ás- mundur Kristjánsson. Jóhannes Einarsson frá Húsavík fór með gamanmál í tali og tónum, en Sig- urður Friðriksson lék undir á píanó. Hlutu þeir mikið lof sam- komugesta. Dansleikur var síðan um kvöldið og var hann fjölmenn- ur. . . —Knstján. verið tollafgreiddar 558 á þessu ári, sem er um 5,96% af heildinni. í sjötta sæti er SAAB, en á þessu ári hefur verið tollafgreidd 491 SAAB-bifreið, sem er um 5,25% af heildinni. I sjöunda sæti er BMW, en sam- tals hafa verið tollafgreiddar 447 bifreiðir á þessu ári, sem er um 5,25% af heildinni. í áttunda sæti er Daihatsu með 429 bifreiðir, sem er um 4,58% af heildinni. í níunda sæti er Subaru með 401 bifreið, sem er um 4,28% af heildinni og loks er Suzuki í tíunda sæti, en alls hafa verið tollafgreiddir 400 bílar af þeirri gerð á árinu, sem er um 4,27% af heildinni. Af einstökum bifreiðum hefur verið langmest tollafgreitt af Volvo 244, eða 472 bifreiðir fyrstu níu mánuði ársins. 1 öðru sæti er Mazda 929, með 331 bifreið og Mazda 323 er í þriðja sæti með 320 bifreiðir. Norræna húsiö í kvöld: Fuglalíf í Papey f KVÖLD, þriðjudaginn 26. október, verður fyrsti fræðslufundur Fugla- verndarfélags íslands á þessum vetri. Á fundinum flytur Þorsteinn Einarsson, fyrrum íþróttafulltrúi, erindi um fuglalíf í Papey, og sýn- ir litskyggnur því til skýringar. Fundurinn hefst kl. 20.30 og er öllum heimill aðgangur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.