Morgunblaðið - 26.10.1982, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 26.10.1982, Blaðsíða 42
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1982 Lárus og Pétur skoruðu í Belgíu LÁRUS Gudmundsson skoraði eitt mark er Waterschei lagði Arnór Guðjohnsen og félaga ( Lokeren í belgísku 1. deildinni um helgina. Átti Lirus mjög góð- Simonsen fær enn ekki leyfi DANSKI leikmaöurinn Alan Sim- onsen hefur ekki fengið leyfi Barcelona til aö leika sinn fyrsta leik fyrir Charlton í Englandi. Varaforseti Barcelona sagöi um helgina aö félagið heföi ekki enn fengið tryggingu fyrir greiöslum í banka. „Okkur hefur verið sagt aö peningarnir kæmu ( bankann á mánudag (í gær) og um leiö og viö fáum staöfest aö svo sé veit- um viö honum leyfi til aö spila.“ Hann sagöi aö forráöamenn Charlton heföu sagst vera búnir aö senda féö til bankans, „en ef við fáum ekki tilkynningu þar aö lút- andi á mánudag munum viö gefa þeim nokkra daga enn. Hafi pen- ingarnir hins vegar ekki enn veriö sendir til bankans munum viö hætta öllum samningaviöræöum og Simonsen veröur áfram hjá okkur". Charlton keypti Simonsen á 325.000 pund. an leik, en hann gaf ekkl kost á sér í landsleikinn við Spán á morgun, og er þaö mjög slæmt þar sem hann er í góöu formi. Hann þarf að mæta á morgun fyrir dómstóli, þar sem tekinn veröur fyrir brottrekstur hans á dögunum. Veröur Lárus aö mæta í dómatólinn — ef hann mætir ekki getur hann átt von á þyngri dómi en ella. Kíkjum á úrslitin: Beveren — Waregem 2—2 FC Antwerpen — Wintereiag 2—1 FC Liege — Lierse 2—1 Cercle Brugge — Molenbeek 0—0 Anderlecht — Tongeren 6—0 Seraing — Beerechot 1—0 Waterschei — Lokeren 2—0 Kortrijk — Standard Liege 0—0 Ghent — FC Brugge 3—1 Pétur Pétursson skoraöi einnig mark er Antwerpen lagöi Winter- slag. Ekki gekk eins vel hjá þeim islendingum sem ekki hafa veriö taldir upp. Magnús Bergs og félag- ar steinlágu (0—6) fyrir Anderlecht og liö Sævars Jónssonar geröi jafntefli viö Molenbeek. Liöiö er í næstneösta sæti og hefur gengiö erfiölega aö skora en kannski ræt- ist úr því á næstunni þar sem Ragnar Margeirsson er genginn til tiös viö þá, eins og viö segjum frá á bls. 21 í dag. Guömundur Haraldsson (t.v.) er hér meö bikarinn sem hann varöveitti síóan í fyrra og fær að halda a.m.k. í ár í vióbót, en hann fylgir titlinum Seiko-dómarí ársins. Magnús V. Pétursson er næstur honum, en hann varð annar í kjörinu, og þá Eysteinn Guömundsson sem varö þriðji. Ragnar Örn Péturason var kjörinn Seiko-dómari 2. deildar, meöal B-landsdómara. Hann er lengst til vinatri og honum á hægri hönd er Guömundur Sigurbjörnsson er varó annar í 2. deild. i.jósmjnd skapti iiiiiKrínuwon. • Áegeir Sigurvinsaon og Atli Eövatdsson ganga hér af velli eftir ieik DUsseldorf og Stuttgart ( haust. Atli skoraöi eitt mark um helgina en Ásgeir lék ekki meö vegna meióslanna sem hrjáö hafa hann undanfarið. L|ó»m. Skapti Hallgrlmaaon. Góö ferð hjá strákunum EINS og viö sögöum frá á laug- ardag unnu írar Tslendinga í ungl- ingalandsleík í körfu úti á föstu- daginn. Á laugardag léku liöin s(öan aftur og burstuöu íslend- ingarnir þá 83:65. Á sunnudaginn var leikinn þriöji og síöasti ieikur- inn og töpuöu íslensku strákarnir honum naumlega, 66—64. Aö sögn Einars Bollasonar, þjálfara liösins, var feröin mjög vel heppnuö og kom liðið mun betur út en nokkur haföi þoraö aö vona. „Þetta var mjög góö æfing en þaö skyggöi svolítiö á þetta aö þeir notuöu fjóra stráka sem voru ári eldri en okkar strákar." — SH. Atli jafnaði í lokin Atli Eövaldsson skoraöi eitt marka Fortuna DUsseldorf gegn Schalke 04 á föstudagskvöldió en þá léku liðin ( Bundesligunni. Leiknum lyktaöi meö jafntefli, hvort lið skoraöi þrjú mörk. For- tuna var undir, 3:1, en Atli skoraöi jöfnunarmarkió stuttu fyrir leiks- lok. Hamburger vann öruggan sigur á Eintracht Braunschweig og Stuttgart burstaöi Bochum og eru HSV og Stuttart nú efst og jöfn ásamt Dortmund. Markatala HSV er best. Lftum annars á úr- slitin: Bor. Mönchengladb. — Bayern Munchen 0:0 Borussia Dortmund — Karslruhe 4:3 Hamburger SV — Eintracht Braunschweig 4:0 FC Nurnberg — Werder Bremen 2:0 Kaiserslauten — Bayer Leverkusen 2:0 VFb Stuttgart — Bochum 5:2 Hertha Berlin — Eintracht Frankfurt 1:0 Köln — Arminia Bielefeld 1:0 Sóhalke 04 — Fort. Dusseldorf 3:3 Sigur Hamburger var mjög auð- veldur. Mörkin skoruöu Ditmar Jakobs, Milewski, Kaltz (úr víti) og Hrubesch Bayern náöi aöeins markalausu jafntefli í Mönchen- gladbach og uröu þeir fyrir því óhappi aö missa landsliösmanninn Wolfgang Dremmler út af strax á 18. mín. Dómarinn sýndi honum þá rauöa spjaldiö eftir tvö gróf brot. Um næstu helgi kemur Stuttgart í heimsókn á Ólympíuleikvanginn í Múnchen og eftir úrslitum helgar- innar aö dæma veröa leikmenn Bayern aö hafa sig alla viö þá. Stuttgart lék sér aö Bochum í fyrri hálfleiknum og var staöan oröin 3:0 í hléi. Allgower, Bernd Förster og Reichert skoruöu mörk- in. Woelk minnkaði svo muninn fyrir Bochum og Horst Werner Schierer, sem lék sinn fyrsta leik meö Stuttgart, hélt upp á daginn með því aö skora sjálfsmark. En mörk Allgöwer, hans annaö í leikn- um, og Walter Kelsch gulltryggöu sigurinn. Rudi Wimmer, markvöröur Karlsruhe, bjargaði liði sinu frá stórtapi í Dortmund meö frábærri markvörslu en fékk engu aö síöur á sig fjögur mörk. Dortmund leiddi, 3:1, í hálfleik og komst síöan í 4:1. Mörk Dortmund geröu Keser, Abr- amczik, Koch og Burgsmúller en fyrir mótherjana skoruöu Trenkel, Hagmayr og Becker. Staöan í Bundesligunni er þessi eftir leiki helgarinnar: Hamburger 10 5 5 0 26—7 15 Stuttgart 10 6 3 1 27—12 15 Dortmund 10 6 3 1 19—10 15 Bayern 10 5 4 1 21—6 14 1. FC Köln 10 6 2 2 21—11 14 Bremen 10 5 2 3 16—10 12 Bielefeld 10 5 2 3 17—15 12 Nurnberg 10 5 2 3 16—20 12 Kaiserslaut. 9 3 3 3 10—13 9 Braunschw. 9 2 5 2 9—12 9 „Gladbach* ‘10 4 1 5 19—17 9 Hertha 10 2 4 4 16—18 8 Karlsruhe 10 3 2 5 11—22 8 Bochum 10 2 3 5 7—13 7 Frankfurt 10 2 1 7 11—14 5 Schalke 10 1 3 6 10—19 5 DUsseldorf 10 1 3 6 12—29 5 LeverkusenlO 1 2 7 5—23 4 Pór vann Grindpvík en tapaði fyrir IS Guðmundur aftur kjörinn SEIKO-dómari ársins Guömundur Haraldsson, hinn kunni knattspyrnudómari úr KR var kjörinn SEIKO dómari ársins af leikmönnum I. deildarliöanna og var val hans kunngjört í hófi sem þýsk-íslenska verslunarfé- lagið, umboösaðili SEIKO hér á landí, hélt á föstudaginn. Er þetta annað áriö ( röð sem Guðmundur er sæmdur þessum titli. í ööru sæti varö gamla kempan Magnús V. Pétursson og þriöjí Eysteinn Jónsson. Þess má geta aö röö þriggja efstu manna er sú sama og á síöastliönu ári. Keppni var mjög jöfn og spenn- andi og sigraói Guömundur ekki jafn auóveldlega og (fyrra. Samskonar kjör fór fram meðal dómara ( 2. deild, svokallaöra B-landsdómara, og sigurvegari þar varö Ragnar örn Pétursson, annar Guðmundur Sigurbjörns- son og þriðji Steinn Helgason. Keppni þar var jafnvel enn jafnari en meðal A-landsdómaranna. Þeir Rafn Hjaltalín og Magnús V. Pétursson veröa nú sem kunn- ugt aö hætta dómerastörfum vegna aldurs og voru þeir sér- staklega heiöraðir af þýsk- íslenska verslunarfélaginu fyrir vel unnin störf. Hlutu þeir aó gjöf svokallaö FIFA-SEIKO úr, en ein- ungis voru búin til 500 eintök af þessari tegund, sérstaklega fyrir HM í knattspyrnu ( sumar. Guö- mundur Haraldsson fékk einnig slíka viöurkenningu sem SEIKO dómari ársins. ÞÓRSARAR frá Akureyri skruppu suóur um helgina og léku tvo leiki (1. deild karla. Á föstudagskvöldið kepptu þeir viö Grindavik og sigruöu 69—63. Leikurínn var jafn framan af, en um miöbik fyrrí hálfleiks náðu Þórsarar forystu og höfóu yfir ( hálfleik 38—28. Þegar þrjár mínútur voru liónar af seinni hálf- leik fór Robert Mcfieid út af meö 5 villur. Haföi þá skorað tuttugu stig. Vió þetta riólaóist allur leik- ur Þórslíösins, en þeir höföu þaó þó af aó knýja fram sigur 69—63. Hjá Grindavík var Mike Sailes langbestur, einn af betri Könun- um á landinu. Stigahæstir hjá Grindavík voru Mike Sailes 40, Margeir Guö- mundsson 8 og Hjálmar Hallgríms- son meö 7 stig. Stigin fyrir Þór skoruöu þeir Jón Héðinsson 21, Robert Mcfield 20, Valdimar Júlí- usson 11, Jóhann Sigurösson 7, Guöni Björnsson 6 og Eiríkur Sig- uröarson 5 stig. Á sunnudaginn kepptu Þórsarar viö (S og töpuöu meö 16 stiga mun 94—78. (S tók strax af skariö og komst í 17—9 eftir 5 mínútur. Þórsarar náðu síöan aö minnka muninn niöur í 38—35. en IS haföi yfir í hálfleik 50—43. I seinnl hálf- leik vantaöi Þórsara alltaf herslu- muninn tll þess aö jafna og IS fór meö sigur af hólmi 94—78.1 iiöi IS voru þeir bestir Pat Bock og Guö- mundur Jóhannsson. Einnig var Gísli Gíslason seigur. Liö IS samanstendur af þrautreyndum gömlum köppum, sem ætla sér upp í úrvalsdeildina næsta ár. Hjá Þórsurum var Robert Mc- field langbestur. Hinir í Þórsliöinu virkuöu oft eins og statistar á vell- inum viö hliöina á honum. Mcfield skoraöi 59 stig eða 75,6% af öllum stigum Þórsliösins. Stigahæstir hjá IS voru Pat Bock 27, Guðmundur Jóhannsson 26, Gísli Gíslason 18 og Arni Guö- mundsson 14 stig. Hjá Þór var Robert Mcfield langstigahæstur meö 59 stig, næstur kom Jóhann Sigurðsson meö 7 stig. Leikinn dæmdu Gunnar B. Guö- mundsson og Jóhann Björnsson. Ingvar. Staðan í 1. deild. Haukar 3 3 0 275—195 6 Þór 5 3 2 375—350 6 ÍS 2 2 0 193—147 4 UMFS 2 0 2 135—214 0 UMFG 4 0 4 238—310 0 Firmakeppni — Firmakeppni Hin árlega firmakeppni Ungmennafélgsins Aftureld- ingar í innanhússknattspyrnu veröur haldin í íþrótta- húsinu aö Varmá (sem hefur einn af þremur stærstu innivöllum á Stór-Reykjavíkursvæöinu) helgina 6. — 7. nóvember. Þau fyrirtæki sem áhuga hafa, hafi sam- band viö Stefán fyrir föstudaginn 29. okt. frá kl. 8 til 16 í síma 66754. Ungmennafélagið Afturelding. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.