Morgunblaðið - 26.10.1982, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1982
21
n
nrii miTiToíiiíi
FH-ingar kæra
Rússana í dag
„VID munum senda k»ru til al-
þjóðasambandsins á morgun
(þriðjudag) þess efnis að viö höf-
um verið rændir. Viö gerum grein
fyrir upphæð þeirra verðmæta
sem hurfu og segjum frá vand-
ræöunum sem af þessu hlutust“,
sagði Ingvar Viktorsson, formaö-
ur handknattleíksdeildar FH er
Mbl. spjallaði við hann
Eins og við höfum sagt frá stálu
leikmenn rússneska liösins bún-
ingum og töskum af leikmönnum
FH er Hafnfirðingarnir léku þar í
Evrópukeppni á dögunum. Þrír
leikmenn misstu galla sína alveg
„frá toppi til táar“ eins og Ingvar
sagði. Var þar um að ræða skó,
sokka, stuttbuxur, boli og einnig
fóöraðan markmannsgalla sem er
mjög dýr. Einnig var stolið galla-
buxum. „Segja má að öllu hafi ver-
iö stolið frá þessum þremur leik-
mönnum nema handklæðunum
þeirra," sagði Ingvar.
„Það kemur ekki til greina aö
láta þetta liggja á milli hluta þar
sem leikmenn rússneska liðsins
voru þarna aö verki og þar aö auki
voru herbergin læst,“ sagöi Ingvar.
FH-ingar benda á að fyrir nokkr-
um árum hafi Víkingum verið vikið
úr Evrópukeppni fyrir aö taka jóla-
tré úti á götu og slysast til aö
brjóta rúðu. „Ég held nú samt aö
ekki sé raunhæft aö vona aö Rúss-
arnir verði reknir úr keppninni,"
bætti Ingvar við.
Hans Guðmundsson, stórskytt-
an í liði FH, lenti einna verst í því í
Rússlandi. Hann stóö eftir meö
einn svitaspreybrúsa eftir að
rússnesku leikmennirnir höfðu
rænt búningi hans og gallabuxum.
— SH
• Hans Guömundsson. Hann
stóð oftir með svitaspreybrúsal
Ragnar skrifaði
undir samning við
Cercle Brugge
Frá 1‘órarni Rafrnarssyni í London, mánudag.
RAGNAR Margeirsson kom
hingað til London í dag til móts
við landsliðið en hann hefur dval-
ið undanfarið í Belgíu, þar sem
hann hefur æft með Cercle
Brugge, liöinu sem Sævar Jóns-
son leikur með. Um helgina lék
Ragnar með varaliðinu sem sigr-
aöi 3—1 og skoraöi Ragnar öll
mörk liösins.
Vildu forráðamenn Cercle
Brugge ólmir fá hann til liös viö
félagiö og skrifaöi Ragnar undir
samning til loka keppnistímabils-
ins. Liðiö er nú í næst neðsta sæti
1. deildarinnar með aðeins 6 stig
og greinilegt aö liöiö vantar
markaskorara og er Ragnari ætlað
aö fylia þá stööu í liöinu.
— ÞR/ — SH
Verður Sedov
áfram hjá
Víkingum?
MBL. hefur fregnað að eitthvað
hafí hlaupið í baklás í sambandi
viö ráðningu nýs þjálfara hjá ís-
landsmeisturum Vikings í
knattspyrnu. Til stóð að annar
Rússi kæmi til liösins í stað Youri
Sedov sem geröi Víkingana að
meisturum í ár og í fyrra, en nú
virðist það ekki öruggt. Líkur eru
þyi á að Sedov verði eitt sumar
enn hjá Hæðargarösliðinu.
— SH.
Mjög erfið ferð lands-
liðsins til Malaga
• Ragnar Margeirsson (t.h.) skrifaöi undir samning við Cercle Brugge
um helgina, sem gildir út þetta keppnistímabil.
Heimsmet í
bekkpressu
29 ÁRA gamall bandarfskur
læknanemi, Tom Hardman, setti
um helgina nýtt heimsmet í
bekkpressu, lyfti 278,7 kíló-
grömmum á Georgia Elite kraft-
lyftingamótinu.
Hardman þessi hefur sett níu
heimsmet i bekkpressu síöan hann
hóf nám í læknaskóla fyrir fjórum
árum. Hann átti heimsmetiö sjálf-
ur, þaö var 276,5 kíló, og lyfti hann
tvívegis meiri þyngd en þaö á
þessu móti. Hardman keppir, eins
og menn grunar kannski, í þunga-
vigt.
Frá Þórami Ragnaraayni i Malaga.
Það er greinilega mjög mikill
áhugi á landsleik íslendinga og
Spánverja á miðvikudaginn hér á
Spáni. Er landsliðið kom til
Sevilla í dag, mánudag, voru þar
mættir spænskir sjónvarpsmenn
sem mynduðu leikmenn í bak og
fyrir er þeir stigu út úr flugvélinni,
ásamt fjölda blaðamanna sem
ræddu við þjálfarana.
Ferð landsliöanna var mjög
erfiö og tók allan daginn. Fariö var
frá London snemma í morgun og
flogiö til Barcelona. Þar var beöiö í
eina klukkustund og síöan flogiö til
Sevilla. Þar skiptust hóparnir.
Unglingalandsliöiö hélt til Badajoz
þar sem leikur þeirra veröur á miö-
vikudag en karlalandsliöiö hélt
áleiöis til Malaga þar sem þaö spil-
ar sarna dag.
Feröin til Malaga tók fjóra tíma i
áætlunarbil og komu leikmenn á
hóteiiö ki. II.30 aö spænskum tíma
(10.30 að íslenskum tíma) og eru
þeir allir mjög þreyttir. Segja má
aö feröin sé farin aö líkjast Sikll-
eyjarferöinni í vor hvaö feröir milli
staöa varöar. Ekki þó elns slæm,
því hún var hræöilega erfiö.
Æft verður á vellinum hér í Mal-
aga í fyrramálið, ekki þó þeim velli
sem leikið veröur á eftir því sem
mór skilst, en leikiö veröur á aöal-
leikvanginum hér í Maiaga á miö-
vikudag.
• Ferðin tN Malaga var erfið fyrir
iinrt otn Gáirrroii Iii' ð i
landsliöinu.
Kæran kom níu
mín. of seint
Eins og viö höfum sagt frá áður
kærðu Þróttarar leik sinn viö Vík-
ing vegna mistaka sem dómar-
arnir gerðu, en þeir dæmdu mark
gilt er Víkingar skoruöu er þeir
voru einum of margír inni á leik-
vellinum. Dæma átti í kærunni
um helgina en henni var vísaö frá
á þeirri forsendu aö hún hefði
borist dómstólunum of seint.
Kæran á að berast ekki síðar en
48 klst. eftir að leik lýkur, en ef
engar tafir heföu oröiö í umrædd-
um ieik heföi honum lokið kl.
15.15. Talsverðar tafir voru þó í
honum vegna umdeildra atvika.
„Viö sendum kæruna frá okkur
kl. 15.02, eða tæpum 48 stundum
eftir leikinn,” sagöi Einar Sveins-
son hjá Þrótti, er Mbl. spjallaöi viö
hann í gær. „Klukkustimpill Pósts
og síma kemur hins vegar ekki á
telexiö fyrr en 15.24 og það segir
dómstóllinn of seint. Þaö er níu
mínútum eftir aö leiknum hefði lok-
iö án nokkurra tafa, en þaö liggur
alveg Ijóst fyrir aö tafir voru þaö
miklar aö þetta á ekki aö vera of
seint.“
Einar sagöi Þróttara óhressa
með aö kæran væri ekki tekin
fyrir, ekki þaö aö þeir heföu búist
viö aö vinna eitthvaö viö þaö. „Þaö
veröur bara aö koma aöhald í
dómaramálum. Menn veröa aö fá
áminningu fyrir svona skandal eins
og gert er í öörum löndum,“ sagöi
Einar. _ Su
'I