Morgunblaðið - 26.10.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.10.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1982 l>ær mæðgurnar Danuta Walesa og hin 3 ára gamla Magda, urðu fyrir óskcmmtilcgri reynslu um helgina. Kona Walesa berháttuð af öryggisvörðum Varsjá, 25. oklóh«*r. Al\ OANIÍTA Walesa, eiginkona Samstöðuleiðtogans Lech Walesa, varð fyrir óskemmtilegri reynslu er 5 daga heimsókn hennar til eiginmanns- ins, sem er i stofufangelsi, lauk í gær. Lögreglan færði hana þá til yfirhcyrslu og var leitað ýtarlega á henni að einhverju sem Lech Walesa kynni að hafa beðið hana að koma til skila til umheimsins. Var frú Walesa gert að fara úr hverri spjör. Þá átti að berhátta tvö ung- börn SamstöðuforinKjans að auki, en þau kunnu því illa, grétu, öskruðu og létu öllum ill- um látum. „Þetta er mesta smán sem ég hef orðið að þola á ævi minni“, sagði Danuta í samtali við AP á heimili sínu í Gdansk og bætti við að hún ætlaði að kæra atvikið til réttra aðila. Lech Walesa hefur sem kunn- ugt er verið í stofufangelsi og einangrun síðan pólska stjórnin bannaði starfsemi Samstöðu og setti herlög í landinu í desember síðastliðnum. Frú Walesa sagði að eiginmaður sinn væri eftir at- vikum vel haldinn, „honum líður eins vel og við má búast miðað við að hann er í fangelsi", sagði hún. Walesa er sagður líkamlega vel á sig kominn og í andlegu jafnvægi, en fyrir skömmu ásótti hann mikill og slæmur leiði, enda lítið við að vera í ein- angruðu stofufangelsi. Hann hefur útvarp og sjónvarp, en á útvarpinu má hann aðeins nota eina rás og í sjónvarpinu er lítið annað á að horfa en sovéskar myndir. „Hann les mikið, hugsar mikið og gengur fram og aftur á svölum hússins. Hann má fara út úr húsinu, en gerir það sjald- an eða aldrei, þar sem hann þolir ekki að sér sé veitt eftirför. íþróttir stundar hann ekki, en heldur sér í líkamlega góðu ásig- komulagi með því að gera æf- ingar á hverjum morgni," sagði Danuta Walesa. Skömmu áður en pólska stjórnin bannaði Samstöðu með öllu, 8. október, leit verkalýðs- málaráðherrann Ciosek við hjá Walesa og hauð honum að ganga til liðs við stjórnina. Hét hann honum frelsi ef hann afneitaði Samstöðu og lýsti yfir stuðningi við nýju verkalýðslöggjöfina. Vildi Walesa ekki heyra á slíkt minnst. Skömmu síðar fékk hann aðra heimsókn og var pólskur herforingi þar á ferð- inni. Sá gaf í skyn að Lech væri ekki lengur vinsæll meðal pólsku þjóðarinnar og það væri í allra þágu ef hann féllist á að flytjast úr landi. „Stjórnvöld vilja losna við hann,“ sagði Danuta við fréttamenn. Hún sagði ennfremur að Lech hefði gefið lítið út á mótmæla- aðgerðirnar og óeirðirnar sem fylgdu í kjölfarið á banninu, sem lagt var á Samstöðu á dögunum, „ef hann væri frjáls myndi hann fara öðru vísi að. Hann telur úr vöndu að ráða eins og staðan er nú, en er þó engan veginn á móti hvers kyns andófi. Skoðanir hans hafa ekkert breyst, hann trúir því enn að Samstaða muni hafa betur að lokum." Aðspurð hvort eiginmaðurinn myndi íhuga alvarlega að ljá nýju verkalýðslöggjöfinni fylgi sitt, svaraði Danuta einfaldlega með því að hlæja að svo fávís- legri spurningu. Einkabréfin og kvik- myndaspólan gufuðu upp litindon, 25. oklóbt'r. Al\ EINKABKÉK sem Andrew Breta- prins sendi vinstúlku sinni Koo Stark, m.a. frá Kalklandseyjum, þar sem prinsinn tók þátt í stríði Bret- lands og Argentínu, hafa gufað upp og breska kóngafjölskyldan er sögð afar áhugasöm um að endurheimta þau, þar sem þau hafa ekki áhuga á frekari blaðaskrifum um vinskap Andrews og hinnar 25 ára gömlu Koo. Einnig hefur horfið kvikmynda- spóla sem tekin var eitt sinn er prinsinn heimsótti vinkonu sína. Hvarf þessara hluta kom fram er vinir og vandamenn stúlkunnar pökkuðu hlutum hennar og eigum niður og sendu til Bandaríkjanna, þar sem hún dvelst í felum. Til prinsins sást í mannlausri íhúðinni við Chester Square fyrir skömmu og var talið að hann væri að leita að umræddum hlutum. Um þessa hluti er nú rætt talsvert í ensku blöðunum, en í „The Daily Express“ var sagt að ekkert benti til þess að bréf þessi eða filma væru meira krassandi en góðu hófi gegndi. Reyndar má sjá Andrew í einu tilviki faðma Koo að sér frammi í eldhúsi. Sharon berst fyrir pólitísku lífi sínu Jerúsalem, 25.október. Al\ AKIKL Sharon landvarnaráðherra skýrði nefndinni, sem rannsakar fjöldamorðin í Beirút, frá þvi í dag að ákvörðunin um að láta vopnaðar sveitir kristinna Líbana ráðast á búðir palestínskra flóttamanna hefði átt rætur að rekja til þeirrar stefnu að fá Líbani til að taka virkari þátt í stríðinu. Kn Sharon sagði að enginn ísraelskur embættismaður hefði gert sér í hugarlund að árásin á búðirnar Sabra og ('hatilla mundi leiða til morða á hundruðum saklausra manna. Starf nefndarinnar fór fram fyrir opnum dyrum í dag í fyrsta skipti síðan vitnaleiðslur hófust í síðustu viku og blaðamönnum var leyft að fylgjast með því þegar Sharon varði sig í tvær og hálfa klukkustund gegn ásökunum um að ríkisstjórnin og iandherinn hefðu átt að sjá fyrir möguleika á blóðbaði. Nefndin er skipuð hæstaréttardómurunum Yitzhak Kahan og Aharon Barak og fyrr- verandi hershöfðingja, Yona Efr- at. Sharon skýrði í fyrsta skipti frá leynilegri ákvörðun, sem ísraels- stjórn tók 15. júní, níu dögum eftir að innrásin í Líbanon hófst, um að fá líbanskar liðssveitir til að taka þátt í bardögunum í Líbanon til að koma í veg fyrir of mikið mannfall ísraelskra hermanna. Þar sem Sharon talaði um líbanskar liðs- sveitir, en ekki líbanska herinn, virtist hann eiga við vopnaðar sveitir kristinna borgara. Pólitísk framtíð Sharons er í hættu vegna rannsóknarinnar. Hann var vel undir yfirheyrsluna búinn og hafði meðferðis bunka af skjölum og ljósmyndum. Vitna- leiðslan hófst með því að Kahan tilkynnti Sharon að hann yrði að segja satt, því að ella yrði mál höfðað gegn honum. Sharon sagði að ísraelsmenn hefðu ráðizt inn í Vestur-Beirút 15. september til að koma í veg fyrir að palestínskir skæruliðar „Þetta eru einungis bráða- birgðaaðgerðir," sagði at- vinnumálaráðherrann Anna Gréta Leijon í dag. „Slík ríkis- styrksvinna er einungis til að fleyta okkur yfir versta atvinnu- leysið meðan við bíðum eftir að gengisfellingin og iðnaðarráðstaf- anirnar hafi tilætluð áhrif og bæti 'andsins." Ráðherrann vildi notuðu ringulreiðina eftir morðið á Bashir Gemayel til að treysta stöðu sína í borginni. Hann kvaðst hafa heimilað kristnum mönnum að fara inn í búðirnar að höfðu samráði við forseta herráðsins, Rafael Eytan hershöfðingja. Hann sagði að Menachem Begin forsæt- isráðherra hefði verið skýrt frá því að kristnir menn ættu að taka „vissa staði“ í Vestur-Beirút, en ekki sagt að þeir mundu fara inn í búðirnar. ekki skýra nánar frá hvernig greiða eigi þessa 4 milljarða, en aftók ekki að skattar myndu hækka. En aukin atvinna gefur líka auknar tekjur í ríkissjóð þar sem fleiri koma til með að greiða skatta. Útgjöld til atvinnuleysis- bóta og aðrir styrkir minnka einn- ig, sagði atvinnumálaráðherra. Herferð Svía gegn atvinnuleysi Krá (iuófinnu Kagnarsdótlur, fréttaritara Mhl. í Stokkhólmi: SÆNSKA stjórnin hefur nú ákveðið að verja 4 milljörðum sænskra króna til að minnka atvinnuleysið i landinu. Þar af verður 1,6 milljörðum varið til að skapa atvinnu fvrir 20.000 manns, en það er atvinna sem ríkið útvegar og greiðir að hluta. UmI25.000 manns hafa í dag slíka vinnu. Vinnumiðlun- arskrifstofurnar munu fá 15 milljónir og sveitarfélögin 10 milljónir til þcss að útvega unglingum vinnu. Auk þess verður framhaldsskólaplássum fjölgað um 2000. Njósnari Rússa í njósnastöð Breta l<ondon ojj New York, 25. október. AP. NÝTT ágreiningsmál er í uppsigl- ingu milli bandarísku leyniþjón- ustunnar og þeirrar brezku vegna Breta nokkurs, sem sakaður er um langvarandi njósnir fyrir Sovétrík- in í fjarskiptastöð brczku leyni- þjónustunnar í Cheltenham. Bandaríska stórblaðið The New York Times skýrði frá þess- um ágreiningi á sunnudag, og tóku brezku blöðin málið upp í dag. Er liklegt talið að Margaret Thatcher forsætisráðherra skýri brezka þinginu frá gangi máls- ins einhvern næstu daga. Það var í júlí á nýliðnu sumri að Geoffrey Arthur Prime, 44 ára fyrrum rússneskuþýðandi og túlkur við fjarskiptastöðina í Cheltenham var handtekinn og sakaður um að hafa stundað njósnir fyrir Sovétríkin í 13 ár, eða á tímabilinu frá 1969—81. Prime hafði á þessum árum starfað við að þýða upplýsingar sem bárust stöðinni víða að varðandi fjarskipti Rússa, en upplýsingar þessar berast til Cheltenham frá gervihnöttum og hlustunarstöðvum Bandaríkj- anna, Bretlands, Ástralíu og Kanada. Með því að gefa sovézkum yf- irboðurum sínum upplýsingar um hvaða fregnir bárust til Cheltenham, gat sovézka leyni- þjónustan komizt að því hvaða dulmálslykla vestrænu leyni- þjónusturnar höfðu ráðið, og ýmist breytt þeim, eða notað þá til að koma röngum upplýsing- um á framfæri. Bretar höfðu ekki hugmynd um njósnastarfsemi Primes fyrr en eftir að hann hætti störfum í Cheltenham í fyrra. í sumar var Geoffrey Arthur Prime AP-símamynd hann grunaður um aðild að nauðgunarmáli. Eftir að hann hafði verið handtekinn vegna þess máls í júlí, var eiginkona hans yfirheyrð. Kvaðst hún ekk- ert um meinta nauðgun vita, en hinsvegar gruna mann sinn um njósnir. Nokkrum dögum síðar var Prime opinberlega sakaður um njósnir. Mikil leynd á að hvíla yfir fjarskiptastöðinni í Cheltenham, sem er miðstöð fyrir leynilegar upplýsingar frá njósnastöðvum, skipum, flugvélum, gervihnött- um og hlustunarstöðvum um all- an heim. Þegar þessar upplýs- ingar berast stöðinni, er þar um 10 þúsund manna starfslið til að vinna úr þeim, og dreifa niður- stöðunum til leyniþjónustu Bandaríkjanna, Bretlands, Ástr- alíu og Kanada. Oft hafa heyrzt raddir um að talsvert skorti á að leyndar sé gætt í Cheltenham. Má þar til dæmis nefna að þekktur blaða- maður í London skýrði frá því fyrr á þessu ári að starfsmenn í Cheltenham ræddu óspart verk- efni sín í bjórkrám bæjarins. Annar blaðamaður skýrði frá manni, sem komizt hafði inn í stöðina með því að nota að- gangspassa konu sinnar. Starfsmenn bandarísku leyni- þjónustunnar, sem eiga náið samstarf við þá brezku, hafa oft kvartað yfir því hve öryggis- gæzla sé léleg hjá Bretunum, og benda í því sambandi á þá mörgu fyrrum starfsmenn brezku leyni- þjónustunnar, sem i raun voru sovézkir njósnarar. Nægir þar að nefna Guy Burgess, Kim Philby, Donald Maclean og Anthony Blunt. í fyrra fyrirskipaði Mar- garet Thatcher forsætisráðherra ítarlega rannsókn á starfsemi brezku leyniþjónustunnar eftir að fram höfðu komið ásakanir um að sir Roger Hollis, fyrrum forstöðumaður gagnnjósnadeild- ar leyniþjónustunnar MI 5, hafi verið einn fremsti njósnari Sov- étríkjanna á fimmta áratugnum. Sir Roger var þá látinn fyrir nokkru, og hafa engar sakir sannast á hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.