Morgunblaðið - 26.10.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.10.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1982 17 Fundur Hjartavernd- ar um hjartasjúkdóma í FRAMHALDI af aöalfundi Hjartaverndar, landssamtaka hjarta- og æðaverndarfélaga, verður haldinn fræðslufundur um hjartasjúk- dóma og hjartaverndarmál í Domus Medica, fimmtudaginn 28. október kl. 16.00. Dagskrá fundarins verður: 1. Guðmundur Þorgeirsson, læknir: Nýjungar í lækningum kransæða- sjúkdóms; 2. Inga Guðmunds- dóttir, landfræðingur, B.Sc.: Skráning á tíðni kransæðastíflu 1980—1990; 3. Magnús B. Einars- son, læknir: Endurhæfing hjarta- sjúklinga; 4. Nikulás Sigfússon, yfirlæknir: Starfsemi Rannsókn- arstöðvar Hjartaverndar, og 5. Spurningar og svör. Guðmundur Þorgeirsson, lækn- ir, er nýkominn frá sérfræðinámi í Bandaríkjunum og mun hann í er- indi sínu fjalla um nýjungar í lækningum kransæðasjúkdóms, m.a. víkkun kransæða sem nú er farið að beita sem læknisaðgerð við kransæðastíflu. Inga Guðmundsdóttir, B.Sc., hefur það verkefni með höndum að skrá kransæðasjúkdóma, tíðni sjúkdómsins og breytingar á hon- um á yfirstandandi áratug. A síð- astliðnu ári var Hjartavernd falið á vegum Landlæknisembættisins að taka þátt i könnun Alþjóða- heilbrigðisstofnunarinnar í nokkr- um löndum á kransæðastíflu og hugsanlegum breytingum á henni. Fyrirlesari mun skýra frá störfum sínum að þessu verkefni. Magnús B. Einarsson er læknir á Reykjalundi en þar var hafin endurhæfing hjartasjúkra á síð- astliðnu sumri fyrir tilstilli Hjarta- og æðaverndarfélags Reykjavíkur. Fyrirlesari mun rekja hvernig þessi starfsemi hef- ur farið af stað, tilhögun hennar og hvers vænta má af henni í framtíðinni. Nikulás Sigfússon, yfirlæknir Hjartaverndar, mun í erindi sínu aðallega ræða um þau gögn og könnunarniðurstöður sem fyrir liggja í rannsóknarstöðinni og greina frá úrvinnslu úr þeim, hvernig að könnun er staðið, gagn- semi hennar og hverjir hafi þar rannsóknarverkefni með höndum. Verðlaunasófasett frá Italíu FULLKOMIN - NÚTÍM A VAKTÞJÓNUSTA: ÖRYCCISMIDSTÖD r f „ÖRYGGI YDAR ER SÉRGREIN OKKAR" -HIN EINA A ISLANDI - * ÖRYCCISMIÐSTÖÐIN tekur viö boðum frá sjálfvirkum, tölvustýrðum tækjum um hvaðeina sem skiptir máli: t.d. innbrot, eld, rafmagnstruflanir og vélabilanir. Boð frá næturvörðum og heimaliggjandi sjúklingum sem þarfnast aðstoðar berast einnig til ön/ggismiðstöðvar- innar á fáum sekúndum. * ÖRYCGISMIÐSTÖÐIN bregst strax við: gerir lögreglu eða slökkviliði aðvart, kallar út viðgerðarmenn eða sendir sérstaka ör/ggisverði á staðinn til aðstoöar - allt eftir þörfum hverju sinni. * ÖRYCCISMIÐSTÖÐIN þjónar stofnunum, fyrirtækjum og einstaklingum um land allt. Ekkert verkefni er of stórt eða of lítið. Boðin berast um símakerfið, þannig að ekki er þörf á sérleigðum línum. * ÖRYCCISMIÐSTÖÐIN byggir á meira en áratugs reynslu VARA í öryggismálum og raféindatækni ásamt ráðgjöf erlendra sérfræðinga. Lágur tilkostnaður gerir það jafnframt að verkum að tenging við miðstöðina er sjálfsagður valkostur í ön/ggismálum stofnana og fyrirtækja. * ÖRYGGISMIÐSTÖÐIN er opin allan sólahringinn, allt árið og veitir bví raunhæfa vörn. Hafðu samband ; síma 91-29399, við erum alltaf á vakt — alltaf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.