Morgunblaðið - 26.10.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.10.1982, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1982 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1982 29 fKrcgitstMittófe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 130 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 10 kr. eintakiö. Afnám ríkiseinokun- ar í framsóknarstíl Ivörslum Ingvars Gíslason- ar menntamálaráðherra liggja tillögur nefndar sem hann skipaði. í þeim er að finna þá niðurstöðu meiri- hluta nefndarmanna, að af- nema beri einkarétt ríkisins á útvarpsrekstri. Meginrökin fyrir þessari niðurstöðu eru þau, að það sé ekki lengur í samræmi við hugmyndir manna um stöðu ríkisins né tæknilegar aðstæður að veita ríkisvaldinu einkarétt á að nota öldur ljósvakans til fjöl- miðlunar. Eins og við var að búast er menntamálaráð- herra á báðum áttum og veit ekki hvernig hann á að taka á þessu máli. Annars vegar hefur hann í höndunum niðurstöðu meirihluta nefnd- ar sem hann skipaði og hins vegar harða afstöðu tveggja nefndarmanna, útvarpsstjóra og formanns útvarpsráðs, gegn hugmyndum um afnám ríkiseinokunarinnar. Á meðan menntamálaráð- herra tekur ekki af skarið og leggur frumvarp um rýmkun á rétti til útvarpsrekstrar fyrir Alþingi mun þetta mik- ilsverða mál verða rætt með næsta losaralegum hætti af því að stjórnmálaflokkar telja sér fært að slá því á frest. Eini stjórnmálaflokk- urinn sem hefur skýra af- stöðu í þessu máli er Sjálf- stæðisflokkurinn. Á lands- fundi flokksins fyrir réttu ári var ályktað á þann veg, að einkaleyfi Ríkisútvarpsins til reksturs útvarps og sjón- varps beri að afnema og skapa þar með skilyrði fyrir rekstur frjálsra og svæðis- bundinna útvarps- og sjón- varpsstöðva. Niðurstaða svokallaðrar útvarpslaga- nefndar var í megindráttum í samræmi við þessa ályktun. Formaður nefndarinnar, Markús Á. Einarsson, telur sig hafa starfað í nefndinni í samræmi við ályktun mið- stjórnar flokks síns, Fram- sóknarflokksins, á síðasta vori. Að vísu segir Páll Pét- ursson formaður þingflokks framsóknarmanna, sem sýn- ist alltaf andvígur öllum breytingum, að Framsóknar- flokkurinn hafi ekki mótað stefnu í málinu. Og fram- sóknarmaðurinn Vilhjálmur Hjálmarsson formaður út- varpsráðs og forveri Ingvars í menntamálaráðherraemb- ætti vill viðhalda ríkiseinok- uninni. Ekki er þess að vænta að ríkisforsjárflokkarnir, AI- þýðubandalag og Alþýðu- flokkur, sýni mikið frjáls- lyndi þegar afnám ríkiseinok- unar er annars vegar, hvað svo sem talsmenn þeirra bera fyrir sig í almennum umræð- um. Hin flokkspólitíska afstaða til afnáms ríkiseinokunar á útvarpsrekstri á enn eftir að skýrast og of snemmt að fella þar endanlega dóma. í fyrsta lagi verða menn að gera upp við sig, hvort þeir vilja una ríkiseinokun eða ekki. Hafni þeir henni í núverandi mynd má þó ekki setja hana upp í nýrri. Tillaga útvarpslaga- nefndar um nýtt yfir-út- varpsráð er ekki fýsileg né heldur hugmyndir hennar um að verð á auglýsingum og magn þeirra í nýjum út- varpsstöðvum einstaklinga þurfi að lúta opinberri forsjá, af því að Ríkisútvarpið verði eitt skyldað til að reka stöð sem nær til landsins alls. Þetta eru dæmigerðar mála- miðlanir í framsóknarstíl og ef marka má ummæli Ingvars Gíslasonar stefnir hann enn frekar inn á þessa ríkisaf- skiptabraut í meðhöndlun sinni á tillögum útvarpslaga- nefndar. Verði framsóknar- mennskan ofan á í þessu máli verður haldið þannig á því að allir aðilar standa verr að vígi eftir en áður. Loka viðskipta- ráðuneyti Sænskir sósíaldemókratar undir forystu Olof Palme hafa ekki verið taldir sér- stakir óvinir skriffinnsku og opinberrar forsjár. Engu að síður þótti þeim sænska viðskiptaráðuneytinu ofaukið og hafa ákveðið að loka því á næsta ári og skipta verkefn- unum niður á sex ráðuneyti. Um helmingur af málefnum viðskiptaráðuneytisins sænska, utanríkisviðskiptin, renna til utanríkisráðuneyt- isins. í skýrslu til Alþingis sl. vor vakti Ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra máls á hugmyndum um að svipuð breyting verði gerð hér og nú hefur verið ákveðin í Svíþjóð. Samskonar ákvörðun var ný- lega tekin í Kanada. Ástæða er til að vekja athygli á þess- ari þróun, ekki síst með tilliti til þess að frá því að Ólafur Jóhannesson flutti skýrslu sína hafa ný og óyggjandi rök komið fram hér á landí sem mæla með því að utanríkis- ráðuneytið hafi alfarið forsjá utanríkisviðskipta. Vinnuvökur Kvenfélagasambands fslands voni haldnar víða um land um síðustu helgi. Að sögn Maríu Péturs- dóttur formanns sambandsins tókust þjer mjög vel; og var haft í orði að cndurtaka þyrfti vinnuvökur sem þessar þó að það veri ekki til annars “n tengja þau félög sem eiga aðild að sambandinu og einstaklinga betur saman. María sagði ennfremur að nokkur félaga sambandsins hefðu slegið vinnuvökunni á frest vegna slátur- tíðar, en í ráði væri að halda hana síðar. María kvað konur hafa farið milli vinnustaða með skemmtiatriði um síðustu helgi og hefði vinnugleði verið mikil. Alls hefði safnast 126.500 kr. en sú tala ætti þó eftir að hækka þvi að Kvenfélagasamband- inu hafi ekki enn borist upplýsingar um söfnunarfé frá nokkrum stöðum á landinu. En á Hellu safnaðist 20. þús., Hvolsvelli 30 þús., Selfossi 68 þús., Stokkseyri 3.500 kr., og undir Eyjafjöllum 5 þús. kr. María sagði að í upphafi hefði verið ákveðið að verja söfnunarfé hvers félags innan sambandsins til framkvæmda í eigin héraði eða byggðarlagi. T.a.m. yrði þeim fjár- munum sem söfnuðust á Selfossi varið í endurbætur á gamla sjúkra- húsinu þar. María kvað skemmtiatriði af ýmsum toga hafa verið flutt á þess- um vinnuvökum. Mætti t.d. nefna fjöldasöng og upplestur. Og hefðu sumar konur vakað frá föstu- dagskvöldi fram á sunnudag. Konur í Reykjavík sem tóku þátt í vinnuvökunni. (Ljósm. Emilía). Hér eru konur á Húsavík við störf I tengshim við vinnuvökuna. \ '1 /M ln Æ [1 Vfiftilrfr í Ov IJ| BlÉÉWBMl Illll m J J* Gaf íslensku þjóðinni fornan spilakassa 100 ára ættargripur, undanfari grammófónsins GUÐBRANDUR Einar Hlíðar hefur gefið íslensku þjóðinni gamlan spila- skáp, ættargrip, sem talinn er um það bil 100 ára. Spilaskápar af þesari gerð voru undanfari grammófónsins, og eru nú afar fágætir. Talið er að hér á landi sé aðeins til einn annar spilaskápur, sá er í eigu Sigurðar ís- ólfssonar, og eina gamla spiladós á Þjóðminjasafnið, og er sú komin frá Napóleon prins, sem gaf hana Pétri Péturssyni biskup. Spilaskápur sá er Guðmundur hefur nú gefið þjóð sinni með gjafabréfi, er með 25 plötum. Skápurinn verður varðveittur á Bessastöðum. „Hljómurinn í skápnum er að sjálfsögðu annar en í nýtísku hljómflutningstækjum," sagði Guðbrandur í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins, „en hann er einstaklega fagur. Ég hef gert all- an kassann upp, og hann á að geta enst áfram í 200 ár. Ég kaus að gefa hann fremur til forsetaseturs- ins á Bessastöðum en til Þjóð- minjasafnsins, því á Bessastöðum verður hann í móttökusalnum, og verður notaður. Frú Vigdís Finn- bogadóttir sagði mér að hún hefði leikið af skápnum fyrir 45 manns er komu í heimsókn til Bessastaða, fólk úr tónlistar- og leikhúslífi, og fólk átti ekki orð til að lýsa hrifn- ingu sinni." , — En hvernig er spilaskápurinn kominn í þínar hendur? „Skápurinn var keyptur af afa mínum, Guðbrandi Teitssyni, Finnbogasonar, en Teitur var fyrsti lærði dýralæknir á íslandi, Guðbrandur kallaði sig Finnboga- son, eins og þá var oft siður, en hann var fæddur 29. nóvember 1849 og lést 22. febrúar 1899. Kona hans var Louisa Zimsen, þau gengu í hjónaband 1866, og hún lifir mann sinn og lést ekki fyrr en 1936. Guðbrandur var verslunarstjóri hjá Fischér, þeim er Fischersund er kennt við, fyrst í Keflavík og síðar í Reykjavík. Guðbrandur ferðaðist mikið erlendis í verslun- arerindum, og keypti þar húgsögn og marga fagra og sjaldséða gripi. Einn þeirra var umræddur spila- Frú Vigdís Finnbogadóttir við spilakassann, sem er talinn vera um 100 ára, útskorinn og fagur gripur eins og sjá má á hinni myndinni, með 25 plötum er hafa að geyma sigilda tónlist frá ýmsum tímum. i.j..smynd Krútján Kin>r»«n skápur með 25 plötum, sem allar eru enn í besta standi. Mér hefur alltaf verið sagt, að skápurinn væri þýskur að uppruna, þó er ekki ólíklegt, að hann sé keyptur í Danmörku. Ein plata er með dönsku þjóðvís- unni „Den tapre landsoldat", en mörg lögin eru þýsk. Ekki veit ég nákvæman aldur skápsins og allir aðilar löngu liðnir, sem gætu gefið réttar upplýsingar þar um, þó er næsta víst, að hann sé um 100 ára nú 1982. Þegar faðir minn Sigurður Einarsson Hlíðar reisti sér hús á Akureyri 1912, að Eyrarlandsvegi 26, mun amma mín Louisa hafa gefið foreldrum mínum skápinn. Síðan hefur skápurinn verið í minni eigu og vörslu þar til nú í október 1982, að ég hætti störfum og flyt af landi brott. Skápinn, sem er vandlega yfirfarinn, gef ég þjóð minni og með samþykki forseta ís- lands, frú Vigdísar Finnbogadóttur verður honum komið fyrir á for- setasetrinu á Bessastöðum, sem gleður mig mjög, því ég vil að fólk geti notið þeirrar listar er hann flytur." Meðal þeirra laga, sem plöturnar 25 í skápnum geyma, eru Heims um ból, franski og enski þjóðsöng- urinn, stef úr Töfraflautunni eftir Mozart, mars eftir Friðrik mikla Prússakonung og mörg fleiri. Islenska óperan: Frumsýnir Töfrafl autuna NÆSTKOMANDI llmmtudag, 28. október frumsynir Islenzka óper- an fimmta viðfangsefni sitt, Töfra- flautuna eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Hljómsveitarstjóri er Gilbert Levine og lcikstjóri I»ór- hildur Þorleifsdóttir. Að sögn þeirra Þórhildar Þorleifsdóttur og Gilbert Levine er Töfraflautan trúlega ást- sælasta ópera sem samin hefur verið og er hún einnig eitt af margslungnustu listaverkum óperusögunnar. Hún er sam- bland af gamni og alvöru; einum þræði er hún ævintýri handa börnum um vonda drottningu og góðan prest; töfraflautu, sem dýr dansa eftir, og töfraklukkur, sem stökkva öllum óvinum manna á brott. En öðrum þræði voldugur lofsöngur um ást manns og konu og einnig er hún ákall um andlegt frelsi og frið á jörðu. Loks er hún helgileikur, trúarjátning höfundar síns. Töfraflautuna samdi Mozart síðasta æviár sitt, 1791. Hún hefur verið sýnd um víða veröld og einu sinni áður á íslandi, í Þjóðleikhúsinu 1956. Einn söngvari úr þeirri sýningu, Guð- mundur Jónsson, syngur einnig í henni nú. Með helztu hlutverk fara Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Garðar Cortes, Eiríkur Hreinn Helgason, Steinþór Þráinsson, Guðmundur Jónsson og auk þeirra koma meðal annarra fram Anna Júlíana Sveinsdóttir, Elín Sigurvinsdóttir, Halldór Vilhelmsson, Sigurður Björns- son og Sieglinde Kahmann. Alls taka nálægt eitt hundrað manns þátt í sýningunni. Hljómsveitin er skipuð 35 mönnum, í kór eru 26 manns og hlutverk Töfraflautunnar eru 17 auk 7 barnahlutverka. Að sögn leikstjórans, Þórhildar Þor- leifsdóttur, hefur oft gengið erfiðlega að samræma æf- ingarnar þar sem allir þátttak- endur eru í fullri vinnu auk þátttöku í óperunni, en það hef- ur gengið með góðum vilja og hafa margir þátttakendur tekið sér frí úr vinnu. Garðar Cortes og Steinþór Þráinsson í hlutverkum sínum. Að baki þeirra eru hirðmeyjarnar Anna Júlíana Sveinsdóttir, Elín Sigurvinsdóttir og Sieglinde Kahmann. Ljósm. Mbl. Kristján. Fjöldi gesta árnaði Hvöt heilla MARGMENNI var í húsi Sjálfstæðisflokksins, Valhöll, síðdegis á laugardag til að fagna 45 ára afmæli Sjálfstæðis- kvennafélagsins Hvatar. For- maður Hvatar, Bessí Jóhanns- dóttir, flutti ávarp og lýsti Auði Auðuns, fyrrv. formann Hvatar, heiðursfélaga. Geir Hallgrímsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins, árn- aði félaginu heilla í stuttri ræðu, þar sem hann þakkaði því unnin störf og stuðning við Sjálfstæðisflokkinn og sjálf- stæðisstefnuna. Þá flutti Margrét S. Einarsdóttir kveðju og heillaóskir frá Landssambandi sjálfstæðis- kvenna og Björg Einarsdóttir sagði frá þeirri bók sem Sjálfstæðiskonur gefa út í til- efni afmælisins, en hún er formaður ritnefndar bókar- innar. Formaður Hvatar vakti athygli á því að í hófinu væri stödd ein af stofnendum Hvat- ar, Fríða Guðmundsdóttir, og ávarpaði Fríða gesti. Hvatarkonur fjölmenntu og þáðu veitingar, og frammá- menn flokksins, þingmenn og borgarfulltrúar hans lögðu leið sína í Valhöll til að óska þeim til hamingju með 45 ára afmælið. Bessí Jóhannsdóttir, formaður Hvatar, óskar frú Auði Auðuns til hamingju með að vera orðin heiðursfélagi Hvatar. — Ljósm.: Kniilía.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.