Morgunblaðið - 26.10.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.10.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1982 31 Iceland Review: Þýðingar Sigurðar A. Magnússon- ar í íslenskum ljóðum eftir stríð komnar út í Bandaríkjunum NÝLEGA kom út í Bandaríkjunum stórt safn íslenskra Ijoda í þýöingu Siguröar A. Magnússonar undir heit- inu The Postwar Poetry of lceland. Hefur það aö gevma um það bil 350 Ijóö eftir 28 skáld og er miöaö viö liðna fjóra áratugi frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Élstu skáldin i bók- inni eru Snorri lljartarson og Steinn Steinarr, en þau yngstu Sigurður I’álsson og Steinunn Siguröardóttir. Bókin er 288 blaðsíður í stóru broti. Þýðandinn skrifar langan inn- gang (28 síður) um þróun íslenskr- ar ljóðlistar frá Eddukvæðum fram á þennan dag. Þá er einnig formáli eftir hjónin Hualing Nieh og Paul Engle, sem veita forstöðu svonefndu „International Writing Program" í Iowa í Bandaríkjun- um. I þessari alþjóðlegu rithöf- undamiðstöð dvaldist Sigurður um fjögurra mánaða skeið haustið 1976 ásamt 25 öðrum höfundum hvaðanæva úr heiminum og vann þá að ljóðaþýðingum ásamt ungu bandarísku Ijóðskáldi, Mick Fe- dullo, sem fór yfir þýðingarnar með honum og lagfærði það sem þurfa þótti. The Postwar Poetry of Ireland er sem fyrrnefnd hjón ritstýra, en í þeim flokki hafa þegar komið út ljóðasöfn frá Kóreu, Kína, Japan, Rúmeníu, Júgóslavíu, Rússlandi (útlagar jafnt og heimamenn) og ísrael. Haraldur J. Hamar, ristjóri Ice- land Review, taldi að mikill fengur væri að þessari bók og var ánægð- ur með að hafa átt hlut að máli. „Markmið mitt með útgáfunni er fyrst og fremst að kynna menn- ingarlega tilveru okkar, ef svo má segja, bæði bakgrunninn og stöð- una í dag. Það er staðreynd að stór hluti þess fólks sem hefur áhuga á Islandi er menntafólk sem er sólg- ið í fróðleik um okkar sérstæðu menningu. Með þessari útgáfu er komið til móts við þetta fólk.“ I september kom ritdómur um bókina í Scandinavian Review og var þar farið mjög lofsamlegum orðum um hana. Segir þar m.a.: „Enda þótt sum skáldin séu að sjálfsögðu öðrum miklu freinri, þá eiga þau öll hvert með sínum hætti þrótt sem vekur eftirtekt, og manni finnst að engu þeirra hefði mátt sleppa. Þýðingarnar eru frábærar. í flestum tilvikum fyrsta meiriháttar kynning ís- lenskrar nútímaljóðlistar á ensku, og hefur enn sem komið er ekki birst jafn yfirgripsmikið ljóðasafn á ensku frá öðrum Norðurlanda- þjóðum. Sigurður kynnti bókina í sambandi við opnun Scandinavia Today í síðasta mánuði og var henni mjög vel tekið af ýmsum málsmetandi mönnum, svo sem bandarísku Ijóðskáldunum Robert Biy og William Jay Smith, sem báðir eru kunnir ljóðaþýðendur, og sænsku prófessorunum og þýð- endunum Leif Sjöberg og Göran Prinz-Páhlson, sem hafa staðið að svipuðum útgáfum sænskra ljóða- safna í Bandaríkjunum og Bret- landi. The Postwar Poetry of Iceland er gefin út af University of Iowa Press i Bandaríkjunum í samvinnu við lceland Review sem dreifir bókinni hérlendis. Hún er áttunda bindi í þekktum flokki þýddra ljóðasafna, „The Iowa Translations Series", Leiðrétting PRENTVILLA varð í fyrirsögn greinar Birgis Isl. Gunnarssonar, sem birtist í Mbl. laugardaginn 23. okt., sl. Fyrirsögnin átti að vera: „Ekki veldur sá er varar". Prent- ast hafði „varir". í texta greinar- innar var máltækið hins vegar rétt prentað. skáldin nota meira alþjóðlegra yrkisefni, og mér gekk yfirleitt betur með þýðingar á slíkum ljóð- um.“ The Postwar Poetry of Iceland verður til sölu í hér í bókabúðum, en bókina má einnig panta frá Ice- land Review, pósthólf 93, Reykja- vík. Megrunarnámskeið Ný námskeið hefjast 8. nóvember. (Bandarískt megrun- arnámskeiö sem hefur notið mikilla vinsælda og gefiö mjög góðan árangur.) Námskeiðið veitir alhliða fræðslu um hollar lífsvenjur og vel samsett mataræöi, sem getur samrýmst vel skipulögðu, venjulegu heimilismataræði. Námskeiðiö er fyrir þá: • sem vilja grennast • sem vilja koma í veg fyrir að vandamálið endurtaki sig. • sem vilja forðast offitu og það sem henni fylgir. Upplýsíngar og innritun í síma 74204 Kristrún Jóhannesdóttir, manneldisfræðingur. TÖLVUSKÚLINN ■Skipholti 1, sími 25400« Tölvunámskeið Byrjenda- og framhaldsnámskeið Kynnið yður tölvunotkun í atvinnurekstri INNRITUN 0G UPPLYSINGAR í SÍMA 25400 Þýðandinn, Sigurður A. Magnússon, og Haraldur J. Hamar, ritstjóri Iceland Review, við Norræna húsið. hljóma ljóðin eins og góð ljóð á ensku, og hefur ritstjórinn notið góðs af samvinnunni við banda- ríska Ijóðskáldiö Mick Fedullo." Um inngang Sigurðar segir gagnrýnandinn: „Inngangur Sigurðar er ekki einungis samantekt á almennum stefjum og stefnum, heldur er hann hrífandi greining á sögu og bókmenntalegum tæknibrögðum íslenskrar ljóðlistar." En hvernig er að þýða ljóð yfir á enska tungu? „Það er að mörgu leyti ekki svo erfitt," sagði Sigurður, „en þó mjög mismunandi eftir því hvaða Ijóðskáld eiga í hlut. Málgerð ensku og íslensku er það svipuð að á því sviði eru ekki mikil vand- kvæði. Það sem veldur kannski mestum erfiðleikum er sú stað- reynd að við búum við allt öðruvísi umhverfi en fólk víðast hvar í Bandaríkjunum. Mörg orð í okkar máli yfir náttúrufyrirbrigði t.d. eru hlaðin tilfinningagildi sem erfitt er að þýða. Enda reyndist mér einna erfiðast að þýða ljóð Snorra Hjartarsonar, sem eru mikið náttúrulýsingar, og Þor- steinn frá Hamri var einnig mjög erfiður. En Þorsteinn er einmitt sérlega þjóðlegur í sér og notar mikið af orðum sem hafa sérís- lenska skírskotun. Steinn Stein- arr, hins vegar, og mörg yngri Við kynnum 2 gerdir af NÓRDKA árgerð ’83 Competition SV keppnisskór Verð kr. 2.085,- Nýjung Trident 4 5- A' með stillanlegri loftfyllingu „gengið inn“ aö aftan, mjög liprir skór fyrir dömur og herra. Verö aðeins kr. 1.945,- utiuf Glæsibæ, sími 82922.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.