Morgunblaðið - 26.10.1982, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.10.1982, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1982 41 fclk í f réttum Sérstakir tvíburar + Systurnar Lisa Hansen, t.v., og Elisa fagna sínum fimmta afmælisdegi síöstliöinn mánudag á heimili sínu í Clinton, Utah. Þær eru síamstvíburar, voru samvaxnar á höfði viö fæðingu, en voru aöskildar með mikilli skuröaö- gerð áriö 1979 og dafna nú bráðvel. „Hvaó er New York án Dior?“ + Franska tískufyrirtækið Christian Dior, hefur boöiö fram námsstyrk í tískuteikn- ingu til handa nemanda nokkr- um í því fagi frá Newark í New Jersey, Bandaríkjunum. Skýr- ingin á þessu er sú, aö auglýs- ing birtist í blaöi í New York sem hljóöaði svo: „Hvaö væri New York án Dior? Svar: New- ark“. Ráöamönnum í Newark þótti nærri sér höggviö og hót- uöu aö koma sölubanni á Dior-vörur um allt landiö. Auglýsingunni var breytt úr „Newark" í „Nakin“. Forstjóri auglýsingafyrirtækisins sagöi téöa auglýsingu hafa veriö mistök. Og til aö bæta fyrir allt saman bauö Dior í París fram styrkinn, sem um var getiö í upphafi. Minningarathöfn um Ingrid Bergman + Minningarathöfn um sænsku leikkonuna Ingrid Bergman fór fram í Lundúnum í síðastliöinni viku, þar sem saman voru komnir fjölmargir vinir hennar og kunningjar til aö votta henni viröingu sína. At- höfnin fór fram í St. Martin-in-the-Fields-kirkjunni, og mátti þaöan heyra hljóma titillagiö úr myndinni Casablanca, leikiö á fiölu. Við athöfnina voru saman komnir hennar nán- ustu ættingjar og fjöldi vina, sem margir hverjir tóku til máls. Liv Ullman sagöi aö kærleikur heföi veriö lykillinn aö lífi Ingrid Bergman og aö „öllu sem hún öölaöist, gaf og missti" og dóttirin Pia og Sir John Gielgud ávörpuöu einnig mannfjöldann. Lars Schmidt, fyrrverandi eiginmaöur leikkon- unnar, og Liv Ullman að athöfninni lokinni. Isabella, önnur tvfburadætra Ingrid og ítalans Roberto Roaaelini, sam þykir líkjast móöur sinni mikiö. Eiginkona Begins alvar- lega veik + Konan á myndinni, Aliza Begin, hefur sannarlega veriö minna í sviösljósinu en eiginmaöur hennar undanfariö. Hún hefur nú í annað sinn á skömmum tíma veriö lögö inn á sjúkrahús vegna alvarlegra öndunarerfiðleika og truflana í blóörás, en heilsa hennar hefur veriö bagborin um langt skeiö. Aliza Begin ásamt eiginmanni sínum Menachem Mikil afköst hjá Moon í giftingum + Sagt var frá því hér á síðunni fyrir skömmu aö í vænd- um væri annað fjöldabrúökaup hjá Sun Myung Moon í Seoul í Suöur-Kóreu, en mynd þessi gefur smásýnishorn af þeim sex þúsund pörum er þar voru gefin saman á einu bretti. Hér sést hvar Moon og eiginkona hans andspænis honum skvetta vígöu vatni yfir brúðhjónin er þau ganga hjá. Öllum þeim er glöddu mig og sýndu mér vinsemd á 70 ára afmæli mínu 16. september sl., þakka ég af alhug. Lifid heil. Jón Eiríkur Gudmundsson, Garðabraut 45, Akranesi. Nú geta allir eignast VHF-talstöö í bátinn og til- kynnt sig inn og úr höfn. Svo er ekki verra aö geta talað heim. Lítil fyrirferðar, 25x8 — 4x32,7 cm. Verð aöeins 3.850.-. Benco Bolholti 4. Sími 91-21945/ 84077. Þetta er mikilvæg spurning þegar leiöum til þess að verðtryggja fé hefur fjölgað og hægt er að velja mis- munandi ávöxtun. Leiðin sem hentar þér gæti m.a. verið: Verðtryggð spariskírteini Ríkissjóðs. Verðtryggð veðskuldabréf. Óverðtryggð veðskuldabréf. Happdrættisskuldabréf Ríkissjóðs. Við höfum víðtæka reynslu í verðbréfaviðskiptum og fjármálalegri ráðgjöf og miðlum þeirri þekkingu án endurgjalds. Viljir þú ávaxta sparifé þitt munum við ráðleggja þér hagkvæmustu ráðstöfun þess. Verðbréíamarkaður Fjárfestingarfélagsins Lækjargötu12 101 Reykjavik lónaóarbankahúsinu Sími 28566

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.