Morgunblaðið - 26.10.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.10.1982, Blaðsíða 36
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1982 _________________________________■ IM? Unlvrui Pr... S.nák.u n úg gel eJcki borðai> mcirtxaf þessum iúrkisbaur\ury\'." ást er... ... aö halda honum viö efniö. TM ta. U.S Pit Ofl.-il rtolits rmtmá •1982 Loa Angtém Ttmm Syndlcate Þig rekur trúlega minni til þess aö þú hjálpaðir bróður mínurn til að sigrast á hræðslunni við kvenfólk. — Og nú er búið að fangelsa hann fyrir fjölkvæni! j Auðvitað vill kona min að þú mæt- ir i kvöld. — Hún kippir sér ekki upp við litilræði, eins og eitt glóð- arauga, konan sú! HÖGNI HREKKVfSI " þO Æ.TTIR AP H/BTTA AP FÓ£>RA HANN MEP HNETOM." Hundaeigendur: Engu líkara en þeir séu sviptir sjálfræði — eða búi við herlög Valdemar Sörensen skrifar: „Velvakandi. Nú um þessar mundir er gengið hart fram í því að dæma menn í Sakadómi Reykjavíkur fyrir að halda hunda i höfuðborginni. í Hafnarfirði hugsar bæjarstjórnin sér til hreyfings og hefur sam- þykkt bann við hundahaldi í bæn- um, sem skal framfylgt eftir að reglugerðin tekur gildi í mars á næsta ári. Einnig er bannað hundahald í Kópavogi. Aftur á móti er hundahald leyft með ákveðnum skilyrðum í Garða- bæ, á Seltjarnarnesi og í Mos- fellssveit. Það getur því munað einni lítilli Iækjarsprænu eða „striki" á korti hvort þú brýtur lögin fyrir það eitt að eiga hund. Getur slíkt staðist? Er hægt að mismuna mönnum á þennan hátt í sama þjóðfélaginu — á sama landsvæðinu. Hestamennska er vaxandi frí- stundagaman fjölda manna, ungra og aldinna og er það vel. Bæjarfé- lög styrkja hestamennskuna á margan hátt — leggja t.d. til stór landsvæði fyrir hús og haga. A sama hátt er íþróttahreyfingin styrkt. Með stórfelldum fjár- framlögum auk annars. Ég vil taka það skýrt fram að með því að benda á hestamennsku og íþróttir sem „löglegar" frístundaiðkanir sem njóta stuðnings opinberra að- ila er ég ekki að telja það eftir, síður en svo. Tilgangur minn er aðeins sá að benda á það misrétti sem þeir eru beittir sem halda hund sem vin og félaga á heimili sínu og eyða með honum frístund- um sínum. Það er engu líkara en þeir menn séu hreint og beint sviptir sjálfstæði eða búi við her- lög. Eins og temja þarf hesta til þess að þeir séu brúklegir þarf einnig að ala og siða hundinn. Gefið okkur hundaeigendum slíkt tæki- færi — að við fáum að halda hunda okkar í friði og fara eftir réttlátum reglum varðandi heil- brigðiseftirlit þeirra og aðra um- gengnissiði." Þessir hringdu . . . Það ætlaði að líða yfir mig Ragnheiður Sveinsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: „Mér þykir ákaflega gott að fá mér kókó eða súkkulaði með þeyttum rjóma. Ég hef farið á ýmsa veitingastaði hér í miðbæn- um og langaði til að vekja athygli þína á því, hvað verðið er mismun- andi á þessum stöðum. Einn bolli af kókó kostar 12 krónur í Ing- ólfsbrunni, í Nýja kökuhúsinu kostar hann 20 krónur, 25 krónur í Lækjarbrekku, á Hressingarskál- anum 27 krónur og 30 krónur á Torfunni, en þar fær fólk ábót, sem það fær ekki á hinum stöðun- um. Maður er svolítið undrandi á þessum mikla verðmismun. Ég fór inn á Hressingarskálann í gær (fimmtudag í liðinni viku) og fékk mér vöfflur með rjóma og te. Það ætlaði að líða yfir mig, þegar stúlkan kom með reikninginn, því að þetta kostaði 56 krónur. Mér finnst þetta ofsalegt verð.“ Þrástagaðist á sömu ambögunni VJ. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: „Ég sá að í dálkin- um Gætum tungunnar var fyrir skömmu vakin athygli á þágu- fallssýkinni. Vegna þess langar mig til að rifja upp atburð sem er mér minnisstæður og sýnir hvað málveira þessi er útbreidd. Ég var að hlusta á barnaguðsþjónustu í sjónvarpinu. Ungi presturinn sem talaði til barnanna, ósköp elsku- Iegur maður, fallegur og góðlegur, þrástagaðist á sömu ambögunni: Okkur hlakkar til að verða stór, okkur hlakkar til að eiga afmæli, okkur hlakkar til að fermast, okk- ur hlakkar til að fara í skóla o.s.frv. Ekki einu sinni, heldur tíu sinnum tönnlaðist hann á ambög- unni frammi fyrir þjóðinni. Ég get ekki sagt þér, hvað ég vorkenndi manninum. Ég hef oftar tekið eft- ir þessu hjá háskólamenntuðu fólki, jafnvel með fin próf, að það kann ekki að umgangast móður- mál sitt, lærir það jafnvel aldrei, ef það hefur ekki lærst í heima- húsum. Ég hef aldrei heyrt eins hreint og fallegt mál eins og hjá norðlenskum bónda sem ég kynnt- ist einu sinni á ferð fyrir norðan." Það vildi ég Dr. átján hringdi og hafði eftir- farandi að segja: „Það vildi ég að einhver góð vera vildi koma því til leiðar, að maður fengi að heyra á nýjan leik þessa yndislegu og ómþýðu rödd hennar Jóhönnu Möller í Orði kvöldsins í útvarp- inu. Ofnæmiseinkennin hurfu með öllu 6863—8569 skrifar: „Kæri Velvakandi. Ég er í hópi þeirra óheppnu að- ila sem þjáðst hafa af ofnæmi í slímhúð (augum og nefi) og hef lengi reynt að fá bót þessara meina hjá læknum, en án árang- urs. Að lokum var ég svo heppinn að komast yfir bók á dönsku sem ber heitið Kend din kost (Know your Nutrition), eftir bandarískan rit- höfund, Lindu Clark. í þessari bók er lýst hvernig stórir skammtar vítamína hafa læknað ýmsa kvilla, sem hrjá okkur nútímafólkið. Einnig er bent á vöntun næringar- efna í fæðu okkar og aukinni þörf líkamans fyrir þau vegna mengun- arþátta (skordýraeiturs, kvikasilf- urs o.m.fl.). Meðal annars var því haldið fram í bókinni, að slímhúð- arvandamál leystust oft með stórri inntöku á A-vítamíni. Var þar talað um inntöku á 50.000—100.00 IU (alþjóðaein- ingar) á dag (þ.e. margfaldan venjulegan dagskammt). Ég þorði ekki að taka svo stóran skammt, en tók 30.000 IU á dag. Og viti menn: Eftir u.þ.b. tveggja vikna inntöku hurfu ofnæmisein- kennin með öllu. Nú eru liðnir fjórir mánuðir og ég er laus við öll ofnæmiseinkenni, svo framarlega sem ég tek inn 15.000 IU á dag. Með þeirri von að þetta geti hjálpað fleirum þakka ég fyrir birtinguna."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.