Morgunblaðið - 26.10.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.10.1982, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 238. tbl. 69. árg. ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins Við komuna til Rómar lét Glemp erkibiskup svo um mælt, að varðandi ástandið í Póllandi væri hann „heldur svartsýnni" nú en hann var þegar hann kom síðast til Róm- ar í júlímánuði sl. Upphaflega var ráðgert að Glemp hitti páfa fyrir hálfum mánuði, en þá frestaði hann ferðinni vegna hins alvarlega ástands í Pól- landi. Glemp hefur orðið æ harð- orðari í garð pólsku herstjórn- arinnar og eftir að Samstaða var bönnuð, aflýsti hann fundi sínum með Jaruzelski hers- höfðingja og forsætisráðherra, en um leið og biskupinn fór frá Varsjá nú lýsti hann því yfir að hugsanlega mundi sá fundur eiga sér stað þegar hann kæmi Jozef Glemp erkibiskup við komuna til Rómar. AP-símamynd. Valladares eftir 22 ára innilokun á Kúbu: Vissi ekki fyrir hvað hann var fangelsaður París, 25. október. AP. KÚBANSKA Ijóöskáldið Arm- ando Valladares, sem fékk frelsi í síðustu viku úr kúbönsku fang- elsi fyrir tilmæli Francois Mitter- ands Frakklandsforseta, sagði svo frá í fréttaviðtali í dag, að það hefði aldrei verið útskýrt greinilega fyrir sér, hvers vegna hann hefði orðið að dveljast 22 ár í fangelsi á Kúbu. í viðtali við frönsku frétta- stofuna AFP sagði Valladares, að hann hefði verið dæmdur í 30 ára fangelsisvist 1961, án þess að hafa nokkru sinni verið ákærður fyrir neinn ákveðnari glæp en „skemmdarstarfsemi". Mörgum árum seinna hafi svo sá dómur verið styttur í 25 ár og þá var honum skýrt frá því, að hann hefði verið fórnarlamb „öfgaverka af völdum bylt- ingarinnar". — Mér var skýrt svo frá, sagði Vailadares, — að ég hefði fengið í hæsta lagi fjögurra til sex ára fangelsisdóm, ef rétt- arhöldin yfir mér hefðu átt sér stað þremur eða fjórum árum síðar. Hann kvaðst hafa verið fundinn sekur á grundvelli óljósrar ákæru eftir tvennar yfirheyrslur, sem stóðu 15 mín- útur hvor. — Þeir, sem yfir- heyrðu mig, sögðust ekki hafa neinar fullnægjandi sannanir gegn mér, en þeir myndu fá mig sakfelldan, vegna þess að þeir væru sannfærðir um, að ég væri mögulegur óvinur bylt- ingarinnar. — Ég er ekki tákn, sagði Valladares ennfremur. — Ég er fangi, sem var svo heppinn að sleppa á sama tíma og hundruð annarra sitja enn í fangelsi. Ég hyggst ekki taka upp neina stjórnmálastarf- semi. Ég er ekki hægri sinnað- ur heldur fer ég meðalveginn og ég er framar öðru kristinn Lundúnum, 25. oklóber. AP. JIMMY Carter fyrrum forseti Randaríkjanna lýsti því yfir á fréttamannafundi í Lundúnum í dag að hann hefði ekki í hyggju að bjóða sig fram til for- setaembættis að nýju, um leið og hann kvaðst myndu styðja útnefningu Walter Mondales sem forsetaframbjóðanda demókrata í forkosningunum 1984 fremur en útnefningu Edward Kennedys. Carter kvaðst hafa mikla trú á hæfi- leikum Mondales og almennri afstöðu hans og lífsskoðun. Sagðist hann þekkja Mondale nægilega vel til að taka hann fram yfir Kennedy að þessu leyti. Hann vísaði til kosninga- baráttunnar 1980 og sagði í því sambandi að Kennedy virtist hafa sérstaka hæfi- leika til að afla sér fylgis í forkosningum, en jafnvel dyggustu stuðningsmenn Armando Valladares AP-símamynd. maður. Það er í rauninni ástæðan fyrir því, að ég er and- vígur kommúnisma. Sjá: „Var sveltur er hann hafnaði pólitiskri „endur- hæfingu““ bls. 19. Lokaúrslit byggðakosn- inganna sigur Papandreous Aþenu, 25. október. AP. GRÍSKIR sósíalistar unnu mikinn sigur í seinni lotu byggðakosn- inganna og eru úrslitin túlkuð sem afdráttarlaus stuðningsyfirlýsing við stefnu Papandreous forsætis- ráðherra. Hafa sósíalistar, sem nú höfðu kommúnista að bakhjarli, tögl og hagldir í 173 af 286 byggða- kjörnum og í 3.500 af hinum 5.700 smáþorpum í landinu. „Þetta er tímamótasigur fyrir hreyfíngu sósíal- ista og „breytingaöflin,“ sagði Pap- andreou þegar honum voru tilkynnt úrslitin. í síðustu byggðakosningum sem fram fóru fyrir fjórum árum fengu sósíalistar kjörna bæjar- stjóra í 72 bæjum og borgum, en kommúnistar í 33, á meðan hægri menn fengu kjörna 128 bæjar- stjóra og höfðu meirihluta í flest- um byggðastjórnum. Að þessu sinni fengu hægri menn bæjar- stjóra kjörna á aðeins 43 stöðum í dreifbýlinu. í fyrri lotu kosninganna töpuðu sósíalistar nokkru fylgi þegar á heildina var litið en það hefur sem sé ekki haft áhrif á endanleg úr- slit. í Aþenu hlaut borgarstjóra- frambjóðandi sósíalista, Dimitris Beis, 55,9% atkvæða og í Salóníki var Theochares Manavis sósíalisti kjörinn borgarstjóri með 55,5%. Pólland: Ný herferð gegn verkalýðnum meðan Glemp ræðir við páfa Yatíkaninu, Varsjá, 25. otkóber. AP. JOZEF Glemp erkibiskup í Pól- landi kom til viðræðna við landa sinn, Jóhannes Pál páfa II., í Vatíkaninu í dag, en þetta er í fyrsta sinn sem fundum þeirra ber saman síðan pólska her- stjórnin bannaði starfsemi Sam- stöðu, sem hefur eins og kunnugt er verið nátengd rómversk kaþ- ólsku kirkjunni í landinu. Sátu þeir páfí og erkibiskup saman á tali lengi dags en ekkert hefur verið látið uppi um hvað þeim fór á milli. til baka. Herstjórnin er enn að sækja í sig veðrið og í dag boðaði Jaruzelski herferð á hendur „iðjuleysingjum, drykkjusjúkl- ingum og slóðum". I forsíðu- grein í stjórnarmálgagni út- listaði hann hvernig réttindi og skyldur varðandi örugga vinnu yrðu að haldast í hendur, um leið og hann fordæmdi spá- kaupmenn, letingja og þá sem hefðu hag af vinnudeilum. „Sósíalisminn getur aldrei orð- ið paradís letingja" sagði hann í greininni, en fundur pólsku löggjafarsamkundunnar, sem hefur ekki komið saman síðan Samstaða var bönnuð, er á næsta leiti og fyrsta mál á dagskrá er hert vinnulöggjöf. Carter ekki í framboð aftur Tekur Mondale fram yfir Kennedy Jimmy ('arter sem tapaði fyrir Ron- ald Reagan í síðustu forsetakosning- um. Hann var forseti Bandaríkjanna í fjögur ár. hans hefðu margir hverjir sterka tilhneigingu til að kippa að sér hendinni þegar forsetastóllinn kæmi í sjón- mál. „Ég held,“ sagði Carter, „að ferill hans sé að hluta til skýringin á þessu.“ Forsetinn fyrrverandi vildi ekki út- skýra hvað hann ætti við með þessum orðum. Þeirri spurningu var til hans beint hví hann vildi ekki vera forseti öðru sinni og svaraði hann þá: „Ég sagði ekki að ég vildi ekki verða forseti aftur, ég segist ekki hafa í hyggju að bjóða mig aftur fram í embætti for- seta.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.