Morgunblaðið - 30.10.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.10.1982, Blaðsíða 1
48SÍÐUR OGLESBÓK 242. tbl. 69. árg. LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins Gonzalez að loknum kosningum: „Spænska þjóðin og lýð- ræðið eru sigurvegarar“ Sigurgleði — Leiðtogi spánskra jafnaðarmanna, Felipe Gonzalez (til vinstri), fagnar sigri í Madrid, eftir að kosninga- úrslitin voru kunn, en þeir fengu 201 þingsæti af 350 og því hreinan meirihluta. Madrid, 29. oklóber. AP. HAMINGJIIÓSKUM rigndi inn í kosningabúöir Sósíalistaflokksins í dag, þegar sósíalistar sáu hilla undir sína fyrstu meirihlutastjórn og hægri flokkarnir gáfu loforð um áhrifamikla en lýðræðislega stjórnar- andstöðu. Felipe Gonzales, maðurinn sem á fimmtudag var kjörinn forsæt- isráðherra Spánar, hélt upp á sig- urinn á heimili sínu og lét lítið yfir sér. Árla í morgun hringdi Kannsókn hafin í Osló vegna banda- rískrar kvikmyndar: Var framið raunveru- morð? legt Osló, 29. oklóber, frá frétlarilara Mbl. Jan Krik Lauré. NORSKA lögreglan hefur gert upptæka kvikmynd nokkra, sem hefur verið til leigu í nokkrum myndbandaleigum í borginni og hugsanlega sýnir raunverulegt morð. Fyrir utan gifurlegt ofbeldi, nauðganir og manna- kjötsát mun kvikmyndin sýna hvar indíánakona nokkur er raunverulega drepin. Mynd þessi er bandarísk og ber nafnið „Cannibal Holo- caust". Hún er kvikmynduð í frumskógum Suður-Ámeríku og fjöldi indíána leikur í henni. Sænskur blaðamaður, sem hef- ur ferðast mikið um Suður- Ameríku og þekkir þar vel til, fullyrðir að indíánakonan sé í rauninni drepin meðan á myndatökunni stendur. Henni sé misþyrmt og hún síðan drepin með steini. Lögreglan vinnur nú að rannsókn þessa máls, en ekki hefur enn fengist fullsannað hvort um er að ræða raunveru- legt morð eða ekki. hann í Spánarkonung, Juan Carl- os, til að tilkynna honum úrslitin og láta í ljós ánægju sína með framkvæmd kosninganna. Gonzalez sagði er kosningaúr- slitin tóku að skýrast í nótt: „Ótvíræðir sigurvegarar kosn- inganna eru spænska þjóðin og lýðræðið í landinu." Hann sagði einnig að það væri eindregin ósk Spánverja að endurheimta bresku nýlenduna Gíbraltar. Samkvæmt síðustu tölum inn- anríkisráðuneytisins, hlaut Sósí- alistaflokkurinn undir forystu Gonzales 46 prósent atkvæðanna og hreinan meirihluta í neðri deild spænska þingsins, eða 201 sæti af 350. Bandalag alþýðunnar, hægri flokkurinn Alianza Popular, hlaut 105 þingsæti, Miðflokkabandalag- ið 11 og Kommúnistaflokkurinn 5. Smærri flokkar og flokkar frá ýmsum héruðum fengu þau þing- sæti sem eftir voru. Ótvíræður sigurvegari kosn- inganna er Manuel Fraga og flokkur hans, hið hægrisinnaða Bandalag alþýðunnar, sem kemur til með að verða sterkasti stjórn- arandstöðuflokkurinn, með 105 þingsæti. Hann sagði við frétta- menn að loknum kosningum: „Andstaða okkar mun verða heið- arleg og lýðræðisleg, en einnig afkasta- og áhrifamikil." Ósigur miðflokkanna virðist alger og var t.a.m. fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Calvo-Sotelo einn þeirra sem missti þingsæti sitt ásamt fleiri fyrrverandi ráðherrum úr stjórn hans. Talið er að hinn nýi forsætis- ráðherra Spánar, Felipe Gonzal- ez, taki við embætti sínu í des- ember næstkomandi. Sjá nánar: Kosningar á Spáni, bls. 22—23 Pólverjar svara Bandaríkjamönnum: Stöðva útgáfu blaðs og hefta námsstyrki Varsjá, 29. október. AP. FYRSTU VIÐBRC)GÐ pólskra stjórnvalda vegna nýrra efnahagsþvingana Bandaríkjastjórnar voru þau, að í dag var bannað bandarískt timarit sem gefið var út af bandaríska sendiráðinu í Varsjá og einnig var tilkynnt um takmarkanir á bandarískum styrkjum til pólskra námsmanna. Pólska fréttastofan, PAP, sagði | aj tímaritið sem gefið er út á Vestur-Þýskaland: Vogel valinn kanslara- efni sósíaldemókrata Ronn, Vestur l»ýskalandi, 29. október. AP. HANS-JOCHEN VOGEL, fyrrverandi ráóherra í stjórn Helmut Schmidt og borgarstjóri bæði í Miinchen og Vestur-Berlín, var í dag kjörinn til að taka við af Schmidt sem frambjóðandi sósíaldemókrata í kanslaraembættið i kosningunum í marsmánuði á næsta ári. Tveir fyrrverandi kanslarar, Schmidt og flokksleiðtoginn Willy Brandt, tilnefndu hinn 56 ára gamla Vogel sem frambjóðanda, eftir að Schmidt tilkynnti á þriðjudag að hann gæfi ekki kost á sér til embættisins að nýju. Tilnefningin var samþykkt af yfirgnæfandi meirihluta þeirra sem sæti eiga í stjórn flokksins, en hann mun fara fram á samþykki flokksins alls á þingi er haldið verður með meðlimum hans í janúarmánuði næstkoandi. Schmidt lofaði Vogel og sagði hann manninn sem myndi gera flokknum kleift að ná kanslara- embættinu að nýju í ræðu sinni er hann yfirgaf kanslaraembættið þann 1. október siðastliðinn. Vogel kvaðst í dag ekki bjart- sýnn á að sér tækist að vinna kanslaraembættið af Helmut Kohl og bætti því við að oft hefði verið bjartara framundan. Vogel er lögfræðingur að mennt og komst fyrst í sviðsljós stjórn- mála í Vestur-Þýskalandi er hann var um margra ára bil ástsæll borgarstjóri í Múnchen. Hann varð síðan framkvæmdamála- ráðherra og síðan dómsmálaráð- herra, fyrst i stjórn Willy Brandt og frá 1974 í ríkisstjórn Schmidt. Hans-Jochen Vogel pólsku yrði ekki framar gefið út í Póllandi og allir styrkir er kæmu til með að bjóðast pólskum náms- mönnum í Bandaríkjunum yrðu meðhöndlaðir sérstaklega á skrifstofum stjórnarinnar. Þrátt fyrir að þetta líti ekki út fyrir að vera miklar aðgerðir, herma heimildir frá vestrænum stjórnarerindrekum í landinu, að hugsanlegt sé að pólsk stjórnvöld kunni að grípa til róttækari að- gerða, svo sem að fresta því að gefa samþykki sitt fyrir nýjum bandarískum sendiherra í Varsjá, og endurskipun i stöðu sendiherra Póllands í Bandaríkjunum. Romuald Spasowski, pólskur sendiherra í Washington, sótti sem kunnugt er um pólitískt hæli þar í desember síðastliðnum til að mótmæla setningu herlaga í heimalandi sínu og enn er óskipað í stöðu hans. Þessar nýju pólsku þvinganir birtust á sama tíma og harðlínu- maður úr kommmúnistaflokknum varaði við deyfð innan hans frá því herlög gengu í gildi, í harðorðu bréfi til flokksbræðra sinna, og einnig varaði hann við hugsan- legum „árekstrum í þjóðfélaginu" ef ekki yrði stuðlað að frekari vel- megun í landinu hið bráðasta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.