Morgunblaðið - 30.10.1982, Page 44

Morgunblaðið - 30.10.1982, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1982 ííem/\tin iaa? Pnn s.ikIicih 8 -3» „ Fljótur, settu þa&A. er einhver cfo koma!" Ast er... Lo <r!7 Ufo ... flð seyja þeim blíölega til syndanna. TM R« li S. Pat Otl — aH rlgtits raservai) • 1981 Los Angetes Ttmas Synítcate l*cr lítið mig bara vita ef strákurinn minn er að þvælast fyrir. 0 Tvö atriði sem betur mættu fara Gabriele Jónasson skrifar 15. október: ^Háttvirti Velvakandi. I tilefni af ári aldraðra ætla ég að benda á tvö atriði, sem betur mættu fara hjá okkur. 1. Við alla stiga og tröppur, bæði úti og inni, ættu að vera handrið. Gamalt fólk situr ekki allt í hjóla- stól eða gengur við staf. Það væri til mikils öryggis og hagræðis að geta haldið í handrið þegar gengið er upp eða niður tröppur. Þetta ætti raunar að vera sjálfsagður hlutur og er ég undrandi á að eng- inn skuli hafa minnst á það fyrr, því að það er langt frá því að svona sé um hnútana búið alls staðar. Dæmi: Tröppurnar framan við Gimli eða við útitaflið, fyrir neðan Lækjarbrekku. 2. Tölur á eldavélum og þvottavéL um eru oftast nær svo litlar, að eldra fólk getur alls ekki greint þær með berum augum. Þær ættu að vera svo sem sentimetri á hæð og helst í áberandi lit. Af þessum galla geta hlotist slys. Það situr nefnilega ekki allt gamalt fólk bara í hægindastólum og lætur þjóna sér. Margt er það einnþá í vinnu, jafnvel fullri vinnu, en þarf samt svolítinn stuðning í vissum tilfellum, eins og ég benti á áðan. Þessu vildi ég sérstaklega beina til fyrirtækja sem framleiða eða höndla með heimilistæki. Með þökk fyrir birtinguna." Fossinn Það er mikið bannsett basl Á miðvikudag spurðist Jenný Guðmundsdóttir í Hafnarfirði fyrir um kvæði og tilfærði upp- hafslínur þess. Og lesendur reynd- ust hjálplegir eins og fyrr og upp- lýstu að þarna væri um að ræða kvæðið „Fossinn og eikin" eftir Pál J. Árdal. Páll var Jónsson, fæddur á Helgastöðum í Eyjafirði 1. febrú- ar 1857. Hann lærði ungur silfur- smíði, en varð gagnfræðingur frá Möðruvöllum 1882. Hann fluttist til Akureyrar árið eftir og stundaði barnakennslu í meira en fjóra ára- tugi jafnframt ritstörfunum og öðrum verkefnum sem hann tók að sér. Eftir Pál liggja bæði leikrit, sögur og ljóð. Þá samdi hann kennslubókina Ágrip af náttúru- sögu handa alþýðu, 1884, sem síðar var gefin út í heftum eftir efnis- flokkum. Fossinn og eikin birtist fyrst í kvæðasafni Páls, Ljóðmæli, 1905, síðan í Ljóðmæli gömul og ný, 1923, og síðast í Ljóðmæli og leikrit, 1951. Kvæðið birtist hér á eftir: Fossinn og eikin Ein fögur eik hjá fossi stóð, sem féll af bergi háu. Og sumarröðuls geislaglóð þá gillti blöðin smáu. Við næturkylju köldum leik þar klettur greinum hlúði, og fossinn vökvun færði eik í fögru sumarskrúði. Og fossinn kunni Ijóðaleik, sem lék hann dag og nætur, og söng hann blítt um svása eik, er sínar hafði rætur þar fest hjá dimmu djúpi hans og dafnað hans við síðu og lét nú brosa laufakrans við Ijósi sólar blíðu. Og fossinn söng um storð og straum, hann söng um ást og Freyju. Og fossinn söng um sjafiiardraum, hann söng um hal og meyju. og eikin Og fossinn söng um sælutíð, hann söng um kjörin nauða. Og fossinn söng um sverðahríð, hann söng um líf og dauða. Ogeikin ljósum laufum skreytt á Ijóða hlýddi sögur. Og fossinn unni henni heitt, því hún var ung og fögur. Og oft hann kvað: „Ég elska þig, ég elska fegurð þína.“ Og loks hann kvað: „Æ, kysstu mig, æ, kisstu báru mína!“ En köld í greinum kylja þaut. Þá kveður eik og stundi: „Þú foss, þú foss, ef færir braut, ég farsæl verða mundi. Mér leiðast kossalætin þín, mér leiðast, foss, þín kvæði. Þú bleytir fögru blöðin mín og bannar kyrrð og næði.“ Þá syngur foss, hann söng við eik: „Æ, svona er ástin hvikui, og oft er tryggð í veröld veik og vonin fagra svikul. Og oft er traustið vina valt og verður ei að neinu.“ Og fossinn hló, en hló þó kalt, hann hló og grét í einu. Og fossinn hvarf, þá fölnar eik, og fossinn kom ei aftur. Af greinum féllu blöðin bleik, því burt var líf og kraftur. Og eikin fann, að ein var hún, og æ hún fossinn þreyði, og feigðin djúpa risti rún á rót, og eikin deyði. Páll J. Árdal Sv.H. skrifar: „Kona að nafni Helga Jónsdótt- ir átti heima í næstu sveit við mína og kom oft og var vel fagnað. Hún var falleg og áreiðanlega góð kona. Hún lagði spil fyrir full- orðna fólkið, en söng með sinni fallegu rödd að mér fannst fyrir okkur börnin. Best man ég eftir kvæði sem ég vil nefna og minnir að heiti Kennararaunir. Það byrj- ar svona: Það er mikið bannsett basl börn að troða í. Vildi ég heldur rækU kýr, á vetrum eiga frí. En að sUfa er ekkert gaman eða að vera að Uka saman, böndum stýra hægt til skrifta, hræra blek og pennum skipta. Einatt hitnar andi i mér, og þá bið ég fyrir þér. N. a, na; h, a, ba: r, a, ra, ría, rú, stelpa, sUfa þú, strákur sUfa þú. (Ef þau eru óþekk — innskot hjá mér) Þá kem ég vist með vöndinn minn, viltu það heldur, hnokkinn þinn. Ekki man ég lengra en þetta og er ekki einu sinni viss um að þarna sé rétt með farið. Ekki hef ég heldur hugmynd um hver ort hefur. En fróðlegt væri, ef einhver lesenda þinna, Velvakandi góður, gæti bætt um betur.“ GÆTUM TUNGUNNAR Einhver sagði: Þetta eru atriði, sem mönnum hljóta að hafa yfirsést. Rétt væri: Þetta eru atriði, sem mönnum hlýtur að hafa yfir sést (eða: sést yfir).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.