Morgunblaðið - 30.10.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.10.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1982 eftir Halldór Jónsson verkfrœóing Ojafnt jafnrétti? „011 dýr skulu vera jöfn. Sum dýr skulu þó vera jafnari en önn- ur.“ Eitthvað á þessa leið var stjúrnarskráin í ríki dýranna í söjíu Orwells. Okki.r finnst þetta fyndið (»k kannski fráleitt. En það er það bara ekki. Ef maður lítur yfir efnahaKS- söjíu okkar íslendinjja sl. hálfa öld eða svo, fer maður að efast um það að leiðtojíar okkar hafi verið eins yfirskyj»j;ðir stjórnvitrinjíar, eins ojí manui hefur verið kennt. Bæði af má'j;öj;num þeirra, sjálfsævi- söj;un", ræðum oj; ritum j;aj;n- kvæmrar aðdáunar. Þó mörj; dæmi séu um það sem vel hefur tekist, þá eru dæmin ekki færri um það sem mi ur hef- ur tekist oj; ekki er hæj;t < ð flokka undir almannaheill. Stun larhaj;s- munir einstakra þjóðfélaj;shópa hafa svo oft haft yfirhöndina yfir lanj;tímaheill samfélajtsins. Þann- ij; j;etur myndin af hinum j;öfuj;a landsföður hreyst í f, rirj;reiðslu- pólitíkus oj; kjördæmispotara, sem notar „víðfeðmar j;áfur“ sínar mest fyrir sij; oj; sína. Hafa þessir leiðtoj;ar okkar þá ekki endurspej;lað þjóðina úr því hún kaus þá? Sé þjóðarsálin rími.r oj; fornsöj;ur oj; önnur þjóðíeg verðmæti, svo sem neftóbcx oj; kleinur, þá má svo vera. En sé einnij; blandað í þjóðarsálina haj;smunum í nýtinj;u náttúru- auölinda, þá fer það að skipta veruiej;u máli hvorl flatarmál héraða á að ráða þi'j;mannatölu eða fólksfjöldinn. Kjördæmaskipuiagið 1931 fékk Eran sóknarflokkur- inn hreinan meinhluta á Alþinj;i út á 36% atkvæía. Að þetta fékkst leiðrétt, án b'óðsúthellinj;a, er í rauninni st'ornmálalej;t krafta- verk á saira tíma oj; hvers kyns minnihlutaflokkar urðu ofan á í Evrópu Nú er komin upp sú staða á íslandi að 59% kjósenda kjósa aðeins 35% kjördæmakosinna þinj;manna. Marj;ir halda að landskjörnir þingmenn eij;i að jafna metin. En þessi 59% kjós- „Ekkert er einni þjóð nauðsynlegra en að inn- anlandsfriður og eining ríki meðal hennar til lausnar á vandamálum daglegs lífs. Til þess að aðstæður séu fyrir hendi til þessa, má enginn geta borðið brigður á það, að á Alþingi birtist þjóðarvilj- inn á hverjum tíma ...“ enda kjósa líka aðeins 36% þeirra. Svo í rauninni er lýðræðið á ís- landi þannij;, að 59% kjósenda kjósa aðeins 35% allra þinj;manna eða 21 mann af 60. 41%, þjóðarinn- ar ráða því 65%, af Alþingi. Þó að landskjör eij;i að jafna metin milli flokkanna, þá j;efur það auj;a leið, að það er lítið j;aj;n fyrir R-kjör- dæmin (Reykjavík oj; Reykjanes) að fá uppbótarmenn úr öðrum kjördæmum, meðan t.d. Vestfirð- inj;ar (af öllum mönnum) fá pott- þéttan kjördæmismann, sem er Karvel, sem uppbótarmann. Úrbætur? Nú er helst að heyra að það eigi að bjóða R-kjördæmunum upp á einhverja málamiðlun, svona til þess að draj;a úr sárasta sviðan- um. Réttlætið er víst hinsvej;ar af- stætt í huj;arheimi stjórnarskrár- nefndar oj; þinj;manna. Spurninj;- in er því sú: Ætla R-menn að sætta sij; við hálfkák? Eða ætla menn að rísa upp oj; andmæla? Það er áreiðanlej;t að það dugir enj;in væla í Áshildarmýrarstíl, ef á að breyta farveKÍnum sem málið er nú í. Ef menn ekki nota tæki- færið núna, þá j;latast það oj; menn hafa um leið sannað, að þeir eij;a ekki betra stjórnarfar skilið. Þetta mál er miklu stærra en það virðist kannski við fyrstu sýn, við erum jú öll íslendinj;ar o.s.frv. Fln það er bara ekki svona einfalt. Nesjamenn oj; tómthúsmenn á mölinni hafa allt aðrar hugmyndir en postular sauðkindarinnar um það, hvað beri að hafa forj;ang í þjóðfélaginu. Þessvegna er í kjördæmaskip- uninni að leita mestrar ógæfu okkar á efnahagssviðinu. Því fjár- munir fjöldans verða í þessu kerfi ávallt teknir frá honum í krafti atkvæðamismunarins og afhentir hinum færri. Því það vita allir menn, að það er farið öðruvísi með annarra peninga en eigin, sbr. Kröflu, Járnblendi, Kísilmálm- verksmiðju, Borgarfjarðarbrú, Steinull, þörunga o.s.frv., sem kannski enginn hefði lagt eigið fé í til ávöxtunar, hefði hann mátt ráða þá. I kjördæmaskipuninni er að finna skýringuna á því hvers vegna við látum það viðgangast að verja nærri jafnmikilli upphæð til landbúnaðarmála og niður- greiðslna í sambandi við þau og öllum tekjuskatti einstaklinga nemur. Vestfirðingar t.d. tapa jafnmikið á þessu kerfi og R- menn, því að þetta kerfi falsar gengið og stelur marj^alt meira verðmæti af þeim í falsgengis- stefnu, en þeir fá til baka í Karvel gustukaþingmanni, þó góður sé. Stjórnskipun Hér er talað fjálglega um stjórnskipulegan vanda og sóma Alþingis. Samsetning Alþingis er núna ólýðræðisleg og ekki Alþingi sæmandi, sem elstu starfandi lög- gjafarstofnun heims. Vandinn í stjórnskipuninni er því sá, að hún grundvallast ekki á lýðræði. Slíkt köllum við íslendingar óhikað fas- isma þegar um slíkt er að ræða hjá öðrum þjóðum. Það er ennfremur augljós stað- reynd, að við stundum ekki þá þrí- skiptingu valdsins, sem öðrum þjóðum hefur reynst farsæl, þ.e. í dómsvald, framkvæmdavald og lögjyafarvald. Hjá okkur kraumar þetta allt í einum potti — Alþingi. Þaðan er allt gert, byggðar Kröfl- ur og brýr, skipaðir dómarar, sett lög, búnir til ráðherrar og kjör- dæmum skipt í innbyrðisbraski þingmannanna sjálfra um það, hvernig þeir ætli að skipta með sér völdunum og halda þeim með því að setja okkur nýja stjórn- arskrá, sem þeir geti sætt sig við. Ekki við. Halldór Jónsson í rauninni hefur fáum til þessa „ gagnast 'það bráðabirgðaplagg sem kallast stjórnarskrá Islands, hvort heldur þegar um hefur verið að ræða friðhelgi eignarréttarins og vernd gegn afturvirkum lögum, né heldur ákvæðis um skyldu manna til landvarna í ófriði. Því ef skyldan er til staðar, er þá eng- inn réttur? Menn hafa ekki verið spurðir mikið um þáð, hvort þeim geðjist að þeirri skipulagningu þingmanna okkar, að íslenskir karlmenn skuli eiga að skríða í kjallara með konum og börnum, komi til ófriðar, og einhver erlend tyrðilmenni skuli eiga að standa í hertyjyum fyrir grenismunnanum til varnar. Skyldi ríkinu ekki vera skylt að gefa þeim sem vilja verja líf sitt og sinna og land neinn ann- an valkost? í rauninni er erfitt að benda á haldbærar leiðir til að bæta ástandið í kjördæmaskiptingu landsins, vegna hins gífurlega misþunga í búsetu. Líklega væri okkar lækning fólgin í því að taka upp hið banda- ríska kerfi, sem tryggir mönnum eitt atkvæði á mann i kjöri fram- kvæmdavaldsins og annarrar deildar þingsins. Hin deildin er kjörin eftir landflæmum og trygg- ir þannig að meirihlutinn geti ekki kúgað minnihlutann. Samanborið við okkar kerfi, með svo til valda- lausan forseta og þá sjálfheldu sem misþunginn í búsetu veldur, virðist þetta kerfi hafa yfirburði. En það er okkur áreiðanlega um megn að hugsa okkur breytingar, sem falla svo langt frá hinum skandinavíska ramma, og því fáum við aldrei frið um kjördæmamálið með þeirri megin- uPPbyggingu sem okkar stjórn- kerfi hefur. Þjóðfundur Stjórnmálamenn ættu alls ekki að fjalla um það sjálfir hvernig atkvæðisrétti skuli útdeilt. Til þess eru þeir vanhæfir skv. eðli málsins, því þeir eru þar að dæma í eigin sök. Þetta mál er verkefni þjóðfundar, þar sem fulltrúar eru kosnir í landskjöri, en þingmenn verða ekki kjörgengir vegna fyrr- nefnds vanhæfis. Yfirleitt láta menn ekki rang- lega fengin völd nema fyrir milli- göngu grjótkasts eða álíka sann- færingameðala. Við íslendingar höfum lengst af borið gæfu til þess að leysa okkar mál með orðs- ins brandi og við hljótum að geta gert það enn. En það þarf ákveðni til, eins og minnast má frá tímum „Varins lands". En þá var stjórn- málamönnum sýnt fram á alvöru- þunga landsmanna. Núna þurfa R-kjördæmin að gera eitthvað álíka áþreifanlegt ef þau eiga ekki að láta stjórnmála- mennina skammta mannréttindi þeirra. Ekkert er einni þjóð nauðsyn- legra en að innanlandsfriður og eining ríki meðal hennar til lausn- ar á vandamálum daglegs lífs. Til þess að aðstæður séu fyrir hendi til þessa, má enginn geta borið brigður á það, að á Alþingi birtist þjóðarviljinn á hverjum tíma, ekki vara Þjóðviljinn eða Tíminn. Þetta fæst ekki öðruvísi en að einn maður hafi eitt atkvæði, ekki minna, ekki meira. Allt tal um séraðstæður og byggðasjónarmið eru blekkingar einar og út í hött, settar fram af valdabröskurum sem vilja lýðræðið feigt. Hinsveg- ar er nauðsynlegt að tryggja minnihlutann fyrir kúgun meiri- hlutans t.d. með því að landsfjórð- ungar kysu aðra deild þingsins sem yrði að staðfesta allar stjórn- arathafnir hinnar deildarinnar og ríkisstjórnarinnar, sem valin væri eftir atkvæðamagni eingöngu. Aðeins fólkinu er treystandi fyrir réttlætinu. Það eru heldur engir aðrir til þess að fara með það. En réttlæti er ekki réttlæti nema það sé eins hreint og fjalla- lækur. Það er aðeins til algilt, ekk- ert grugg má vera til staðar, þá hverfur merking þess. Það er nefnilega ekki til ójafnt jafnrétti. 21. október 1982, INNYFLASKOÐUN Dæmigerð sena úr hryllingsmynd af neðanjarðargerö. Kvikmyndir Ólafur M. Jóhannesson INNYFLASKOÐIJN Frankenstein Myndin er sýnd í Bióbæ. flöfundar Andy W'arhol og 1‘aul Morrissey. Það er dálítið skrýtin reynsla fyrst í stað að horfa á þrívídd- arbíó. En þegar maður er loks- ins búinn að setja á sig þar til gerð gleraugu og festa þau á nefinu þannig að þau renni ekki til kemur á tjaldið býsna djúp mynd sem verður þó harla óskýr ef dimmir í myndinni. í Bíóbæ, Kópavogi, er nú verið að sýna þrívíddarmynd er fjallar um Frankenstein og félaga. Fór undirritaður þangað eitt kvöld fyrir skömmu í þeirri von að upplifa fyrirbrigði sem hafði verið lýst sem „þrívíddarhryll- ingi“. Ekki get ég sagt að ég hafi orðið óttasleginn í návígi við þann Frankenstein sem birtist í þrívídd hjá þeim í Bíóbæ kvöldið góða. Hins vegar kenndi ég velgju er leið á myndina og sífellt fjölgaði þeim líkamshlutum sem rifnir voru sundur. Ég man eftir því sem strákur að ég gægðist eitt sinn inn um glugga á sláturhúsi, ég var að vísu ekki með þrívíddargler- augu á nefinu — en sá samt álíka áhrifamikla sjón og getur að líta í Frankenstein-mynd Bíóbæjar. Verið var að rífa inn- yfli úr kindaskrokkum og fjær gat að líta nýafhöggna kinda- hausa og spýttist enn blóð úr strjúpanum. Var mér sérlega minnisstæð sú sjón er garnirn- ar ultu út úr einni rollunni voru þær fagurbleikar og móskugrá- ir blettir þar sem úrgangurinn beið þess að komast áleiðis. Andy Warhol og Paul Morr- issey eru skrifaðir fyrir hinni undarlegu „hryllingsmynd" Bíóbæjar. Ég held að ég verði að flokka afkvæmi þeirra fé- laga undir „Underground filrn" eða neðanjarðarkvikmynd. En Warhol karlinn hefur verið býsna iðinn við að framleiða og leikstýra slíkum myndum og má nefna sem dæmi að árið ’64 leikstýrði hann hvorki meira né minna en fimm slíkum: „Hair- cut“, „Couch“, „Empire", „Kiss“, og „Blow Job“. Eg veit ekki hversu mikil alvara er að baki þessari framleiðslu War- hols fremur en yfirleitt að baki listsköpunar hans, þannig held ég að þessi „nýjasta“ mynd hans sé fremur til að skemmta kunningjunum í New York en okkur hér norður við íshaf. Þó má vera að einhver hafi gaman af innyflaskoðun á borð við þá sem kemur fyrir í þessari Warhol-mynd. Menn hafa svo misjafna kimnigáfu. Hitt er vissara að menn skilji ensku ef þeir vilja ekki missa af brönd- urum textans því ekki er ís- lenskum texta fyrir að fara. Tveir borg- arlistamenn á næsta ári Borgarlistamenn næsta ár verða Ingunn Eydal mynd- listakona og Messíana Tóm- asdóttir, sem starfað hefur við búningagerð fyrir leik- hús. Þessir listamenn voru valdir á fundi stjórnar Kjar- valsstaða í gær. Staða borgarlistamanns er veitt einu sinni á ári og eru laun hans samkvæmt 105. launaflokki, 4. þrepi, í kjarasamningi BHM og ríkissjóðs. Þar sem borgarlista- menn verða tveir á næsta ári, skipta þeir laununum á milli sín. Samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Einari Hákonarsyni, formanni stjórnar Kjarvalsstaða, á borgarlistamaður að loknu starfsári að gera grein fyrir starfi sínu til stjórnar Kjarvalsstaða, og með framlagningu, flutningi eða upplestri á verki í frumflutningi eða frumbirtingu, allt eftir nánara samkomulagi við stjórn Kjarvals- staða hverju sinni. Birting verks yrði eftir atvikum í tengslum við Listahátið ef hentugt þykir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.