Morgunblaðið - 30.10.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.10.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1982 23 Spánverjar 1 hátíðar- skapi eftir kosningar Hurgos, 29. október. Frá llelgu Jónsdóttur, frétLaritara Morgunblaðsins. FELIPE Gonzalez, aðalritari Sósíal- istaflokks Spánar, beið úrslita kosn- inganna afslappaður og rólegur á heimili vinar i Madrid. Fyrstu at- kvæðatölur, þótt um lítið magn væri að ræða, birtust kl. 22.30. Þær gáfu til kynna mikla yfirburði jafnaðar- manna. Hægri flokkurinn, Alianza Popular, fékk nær alls staðar næst mest fylgi. A mörgum stöðum var það helmingi minna en fylgi Sósíal- istaflokksins. Jafnframt varð strax Ijóst að Miðflokkabandalagið, hefði beðið algjört hrun í kosningunum, svo og kommúnistaflokkur Spánar. Mikil eftirvænting og kátína ríkti á götum Madridborgar eftir að kjörstöðum hafði verið lokað kl. 20.00. Mikill mannfjöldi safnaðist saman fyrir franian hótel þau er stjórnmálaflokkarnir höfðu aðset- ur. Fyrir utan hótelin hafði verið komið fyrir risastórum sjón- varpsskermum til þess að menn gætu fylgst með úrslitum. Á Plaza Mayor-torginu var útiskemmtun haldin á vegum borgarráðs Mad- rid. Þar dönsuðu menn, sungu, veifuðu spænska fánanum og hrópuðu „viva Espana" án afláts. Hátíðahöldin náðu hámarki þegar niðurstöður atkvæðatalningarinn- ar voru birtar. Geysileg fagnað- arlæti brutust út meðal stuðn- ingsmanna Sósíalistaflokksins fyrir framan Palace-hótelið, að- setur flokksins, og hrópaði fólkið: „Felipe, Felipe". Um 1.500 gestir flokksins voru saman komnir á hótelinu, meðal þeirra voru marg- ir forystumenn erlendra jafnað- armannaflokka. Eins og við mátti búast ríkti ekki eins mikil gleði í bækistöðv- um Miðflokkabandalagsins. For- ystumenn flokksins báru sig þó vel og hringdu strax í aðalritara Sósí- alistaflokksins til þess að óska honum til hamingju. Þótt forsæt- isráðherra Spánar, Leopoldo Calvo Sotelo, hefði ekki náð kjöri (var í 2. sæti á framboðslista Miðflokkabandalagsins í Madrid) sagðist hann ekki vera vonsvikinn. Það mikilvægasta væri mjög góð þátttaka kjósenda og að kosn- ingarnar hefðu alls staðar farið vel fram og að spænska þjóðin fyndi að hún hefði fullt frelsi til þess að velja sína forystumenn á lýðræðislegan hátt. Landelino La- villa, forseti Miðflokkabandalags- ins sagði að hann hefði vissulega búist við meira fylgi þótt flokks- menn grunaði úrslit kosninganna. Hann bætti því við að flokkurinn myndi ekki hverfa af sjónarsvið- inu í spænsku stjórnmálalífi. Miðflokkurinn væri algjörlega nauðsynlegur í lýðræðislegu stjórnmálakerfi. Flokksmenn myndu mæta djarfir til leiks í næstu kosningum, þ.e. bæjar- og borgarstjórnarkosningum og hér- aðskosningum á næsta ári. Það var mjög dauflegt um að litast í herbúðum Kommúnista- flokks Spánar allt kvöldið. Strax kom í ljós að flokkurinn hefði tap- að gífurlegu fylgi um allt land. Eftir að úrslit um yfirburðasigur Sósíalistaflokksins birtust, sagði Santiago Carrillo, aðalritari flokksins, að flokkur hans myndi styðja stjórn jafnaðarmanna gegn hægri mönnum. Sagði Carrillo að hann hefði orðið fyrir miklum vonbrigðum með útkomu síns flokks. En kommúnistar ætluðu ekki að gefast upp, „við tökum strax til starfa til þess að ekkert stöðvist", en þessi setning var ein- mitt slagorð kommúnista í kosn- ingabaráttunni. Adolfo Suarez, forseti CDS, hafði vonast eftir að flokkur hans fengi a.m.k. 3 þing- menn, (flokkurinn fékk 2). Hann, eins og allir aðrir forystumenn flokkanna, sagðist gleðjast yfir mikilli þátttöku Spánverja í kosn- ingunum og að allt hefði farið fram með ró og spekt. - Alla nóttina var hátíðabragur yfir götum Madrid. Stuðnings- menn Sósíalistaflokksins óku um í bifreiðum, veifuðu fánum og rós- um og hrópuðu „viva Espana — viva el rey — viva Felipe". Jafnaðarmenn fengu hreinan meirihluta Madrid, 29. október. AP. JAFNAÐARMENN unnu yfirburða- sigur í þingkosningunum á Spáni á fimmtudag, er þeir hlutu hreinan meirihluta þingmanna í þjóðþinginu. Hlutu þeir 46% atkvæða og 198 af 350 þingsætum þingsins. — Lýðræð- ið og spánska þjóðin eru sigurvegar- ar i þessum kosningum, sagði Felipe Gonzalez, leiðtogi jafnaðarmanna, er úrslitin voru kunn. Talið er vist, að hann verði forsætisráðherra í væntanlegri rikisstjórn. Næstmest fylgi í kosningunum hlaut flokkur hægri manna. Al- þýðubandalagið, undir forystu Manuels Fraga, en hann var ráð- herra í stjórn Francos hershöfð- ingja. Flokkur hans fékk 25% at- kvæða og 104 þingsæti. Verður hann aðal stjórnarandstöðuflokk- urinn á Spáni. Mest afhroð í kosningunum galt miðflokkasambandið, sem nú fékk aðeins 11 þingsæti en hafði 168 áður. Annar miðflokkurinn, flokk- ur Adolfos Suarez, fyrrum forsæt- isráðherra hlaut 2 þingsæti. Kosningaúrslitin voru kommún- istum mikil vonbrigði en þeir töp- uðu 18 þingsætum og fengu aðeins 5 menn kjörna í stað 23 áður og 3,8% atkvæða í stað 10,8% áður. Öfgaflokkur hægri manna „Fu- erza Nueava", tapaði eina þing- sætinu, sem sá flokkur hafði. Ymsir klofningaflokkar og sér- flokkar hlutu samtals 28 þingsæti. Kosningaþátttakan nú var 79,5%, sem var mun meira en í þingkosningunum 1979, en þá kusu 68%. Á kjörskrá voru nú 26,6 millj. manna. Danski utanríkisráð- herrann gagnrýnir gengisfeilingu Svía lleLsinki, 29. október. Al*. UFFE Elleman-Jensen utanríkisráð- herra Danmerkur gagnrýndi Svía hart í dag fyrir 16% gengisfellingu sænsku krónunnar fyrr i þessum mánuði, og sagði að Svíar gætu ekki styrkt efnahags- og atvinnulíf hjá sér á kostnað hinna norrænu nágranna, það væri einum of mikil eigingirni. Elleman-Jensen lét þessi um- mæli falla á blaðamannafundi við lok tveggja daga opinberrar heim- sóknar til Finnlands, fyrstu opinberu heimsóknar ráðherrans til annars ríkis frá því stjórnar- skipti urðu í Danmörku í síðasta mánuði. Ráðherrann sagði að gengisfell- ingin hefði verið helzta viðfangs- efnið í viðræðum þeirra Per Stenback utanríkisráðherra Finna. Sagði Elleman-Jensen,.sem er formaður ráðherranefndar EBE, að í hefndarskyni myndu Danir ekki reyna að koma í veg fyrir að Efnahagsbandalagið setti sérstaka tolla á sænskan pappír, eins og þeir hefðu gert undir venjulegum kringumstæðum. Ráðamenn æfir í garð Varsjá, 28. oklóber. Al'. LEIOTOGAR í Póllandi hafa brugö- ist ókvæóa við því sem þeir nefna „gróflegan" þrýsting vestrænna ríkja og sögðu í dag, aö nýjustu efna- hagsþvinganir Reagans í garö Pól- verja yrðu einungis til þess að Pól- verjar treystu vináttuböndin viö Sov- étrikin enn frekar. Einn af öðrum risu hinir 200 meðlimir miðstjórnar pólska kommúnistaflokksins úr sætum á fundi sínum í dag og víttu Banda- ríkjamenn, samhliða því að þeir hvöttu til aukinna samskipta við Sovétmenn. Þá var Reagan borinn þungum sökum í pólsku ríkis- fjölmiðlunum í dag og ákvörðun Bandarikjamanna sögð svartur blettur á samskiptum þjóðanna. Pólska fréttastofan PAP skýrði í Póllandi Reagans frá því í dag, að þau ummæli Reagans, að Pólverjar hefðu ekki staðið við umsamin kaup sín á bandarískum varningi, væru gagnslaust yfirklór. Ætlun Bandaríkjamanna væri einungis að valda enn frekari röskun í pólsku efnahagslífi. „Iðnaður okkar stendur því mið- ur á tímamótum," sagði sendi- herra Pólverja í Moskvu, Stani- slaw Kociolek, á fundi miðstjórn- arinnar. „I sumum tilvikum er meira að segja um afturför að ræða. Þess vegna höfum við ekki getað staðið við skuldbindingar okkar." Ræða Kocioleks hefur ver- ið túlkuð sem orðsending Sovét- manna til pólskra yfirvalda um að hraða viðreisn efnahags landsins. Páfi útnefnir erkibiskup í Miinchen og Freising V atikaninu, 29. október. AP. JÓHANNES Páll páfi hefur útnefnt Friedrich Wetter fyrrum biskup af Speyer i hiö mikilvæga biskupsemb- ætti í Miinchen og Freising t V-Þýzka- landi. Wetter, sem er 54 ára, tekur við af Joseph Ratzinger kardinála, sem lét af störfum 15. febrúar þegar hann var kallaður til starfa í Vatikaninu. Múnchen og Freising er annað stærsta biskupsdæmið í V-Þýzka- landi, kemur næst á eftir Köln. Þar eru 2,2 milljónir kaþólikka, sam- kvæmt upplýsingum Vatikansins. Páfi stendur frammi fyrir því að fylla annað mikilvægt biskupsdæmi eftir fráfall Giovanni Benelli kard- inála í Flórenz, en hann lézt á þriðjudag. Wetter er nú líklegur til að verða hækkaöur í tign og gerður að kard- inála, en hið sama er að segja um erkibiskupana í Varsjá, París, Chic- ago og Mílanó. Fyrrverandi kanslarar Vestur-Þýskalands, Willy Brandt og Helmut Schmidt, ræða saman, en Vogel var að þeirra frumkvæði útnefndur kanslaraefni sósíaldcmókrataflokksins í kosningunum í mars næst- komandi. De Lorean enn í fangelsi Los Angeles, 29. október. AP. LÖGFRÆÐINGAR Johns Z. De Lorean vinna enn að því baki brotnu að safna saman trygg- ingarfé til þess að sleppa bifreiða- hönnuðinum lausum gegn trygg- ingu, en hann var fangelsaður fyrir meinta eiturlyfjasölu fyrir nokkru, fáeinum klukkustundum eftir að bifreiðasmiðja hans var lýst gjaldþrota. Til stóð að lögfræðingar hans næðu fénu saman í síðustu viku, en það dróst vegna þess að ekki hefur gengið eins vel að selja eigur hans og reiknað hafði verið með. Ýmsir pappírar sem sanna eign- arhlut hans í húsunum hafa ekki fundist og hefur það tafið málið. Ódýr leðursófasett OPIÐ í DAG FRÁ 10—5. KM-húsgögn, Langholtsvegi 111 Rvk., símar 37010 - 37144.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.