Morgunblaðið - 30.10.1982, Side 24

Morgunblaðið - 30.10.1982, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1982 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1982 25 fEóicpií Útgefandi itMstfrifr hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjaid 130 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 10 kr. eintakið. Grátkonur Þjóðviljans Allar götur frá því Svavar Gestsson var kjörinn formaður Alþýðubandalags- ins hefur verið starfandi við Þjóðviljann eins konar grátkór, sem hefur upp mikil harmakvein hvert sinn, sem ýjað er að flokksformannin- um. Kórinn er kominn í góða þjálfun, enda hafa vinnu- brögð flokksformannsins sem ráðherra húsnæðismála og heilbrigðismála verið þann veg, að bókstaflega hafa kallað á harða gagn- rýni. Kjartan Ólafsson, rit- stjóri Þjóðviljans, fer fyrir þessum grátkór í leiðara blaðs síns sl. þriðjudag, en tilefnið er smáklausa í Reykjavíkurbréfi Mbl. um þróun kaupmáttar elli- og örorkulífeyris frá 1978. Nauðsynlegt er, af þessu til- efni, að draga fram í dags- ljósið nokkrar staðreyndir varðandi kaupmáttarþróun. Ef kaupmáttur elli- og ör- orkulífeyris er settur á 100 á 3. ársfjórðungi 1978 er þróun hans sem hér segir, miðað við sama tíma árs síðan, skv. upplýsingum frá Þjóðhags- stofnun: 1979 96,9, 1980, 90,2, 1981 89,9 og 1982 (áætlun) 89,5. Hér er því um verulega skerðingu að ræða. Ef tekju- tryggingu er bætt við lífeyr- inn verður útkoman skárri, en þó neikvæð: 1978 100,1979 98,1, 1980 93,4, 1981 97,5 og 1982 (áætlun) 99,9. Ef meðalkaupmáttur kauptaxta launþega er settur upp á sama hátt, þ.e. settur á 100 á 3ja ársfjórðungi 1978, hefur þróun hans verið, skv. sömu upplýsingum: 1979 98,1, 1980 92,1, 1981 91,9 og 1982 (áætlun) 94,3. Bráða- birgðalög ríkisstjórnarinnar, sem Alþýðubandalagið hefur gert að „heiðurssessi" sínum, og koma til framkvæmda 1. desember nk., skerða verð- bætur almennra launa enn um 10%, hlutfallslega jafnt hjá þeim lægstlaunaða og hinum betur settu. Verð- bótavísitala á laun hefur aldrei verið skert jafn oft og jafn rækilega á jafn skömm- um tíma og eftir að Svavar, Hjörleifur og Ragnar kom- ust í ráðherrastóla 1978. Fjármálaráðherra Al- þýðubandalagsins hækkaði söluskatt, sem leggst ofan á vöruverð, um 2% haustið 1979, vörugjald, sem þjónar á sama hátt, um 6%, og verð- jöfnunargjald á raforku um 6%, auk þess sem skatt- hækkun í benzínverði var langt umfram aðrar verð- lagsbreytingar. Samtals hafa skattahækkanir, sem staðið hefur verið að frá haustinu 1978, numið sem svarar 20.000 krónum á hverja 5 manna fjölskyldu í landinu. Naumast hafa þess- ar stjórnsýsluaðgerðir Al- þýðubandalagsins og ríkis- stjórnarinnar aukið kaup- mátt, drýgt heimilispeninga fólks eða „talið niður“ verð- lag í landinu. Alþýðubandalagið ber stjórnsýslulega ábyrgð á gjörðum núverandi ríkis- stjórnar, enda sá möndull sem hún snýst um. Það verð- ur jafnframt að sætta sig við frjálsa umræðu í þjóðfélag- inu og lýðræðislega gagnrýni meðan „óskalandið, Sovét-ís- land“, er enn ekki í höfn. Sá grátur og gnístran tanna, sem einkennir þjóðmálaum- ræðu í Þjóðviljanum á líð- andi stund, er hinsvegar verðugt vörumerki á þann ráðherrasósíalisma flokks- formannsins, sem sýnist pólitískt mýrarljós „rót- tækninnar" á Islandi í dag. Styðjum gott málefni Samhuga hefur og getur íslenzk þjóð, þótt fámenn sé, lyft Grettistökum. Að slíku samátaki er stefnt í dag. Landssöfnun fer fram undir kjörorðinu „Þjóðar- átak gegn krabbameini". Hver og einn, sem sóttur er heim í dag, er í senn í hlutverki skattstjóra og gjaldþegns. Gjaldstofninn er sú vissa, að hægt er að breyta fjármunum og fram- taki í lífár fólks. Þessvegna má enginn skerast úr leik. Hver og einn þarf að leggja sitt af mörkum eftir efnum og ástæðum. Morgunblaðið hvetur les- endur sína og landsmenn alla til að taka safnendum vel. Gerum daginn í dag að því átaki í baráttunni gegn krabbameini, sem að er stefnt. Faraó og fyrirhyggjan eftir Birgi Isl. Gunnarsson Flest börn læra í biblíusögun- um frásögnina af draumum Far- aós í I. Mósebók. I stuttri endur-. sögn er frásögnin á þessa leið: Faraó dreymdi draum. Hann þóttist standa við ána Níl og sá koma upp úr ánni sjö kýr, falleg- ar útlits og feitar á hold og fóru þær að bíta sefgrasið. A eftir þeim komu sjö aðrar kýr upp úr ánni, ljósar útlits og magrar á hold. Þær átu upp hinar sjö fal- legu kýrnar, en voru jafn ljótar og magrar útlits eftir sem áður. í annað sinn dreymdi Faraó draum. Hann sjá sjö öx á einni stöng, þrýstileg og væn, en á eft- ir þeim spruttu önnur sjö öx, grönn og skrælnuð af austan- vindi og grönnu öxin svelgdu í sig þau sjö þrýstilegu. Faraó fékk Jósef til að ráða þennan draum fyrir sig. Sjö mik- il nægtaár myndu koma, en á eftir þeim sjö hallærisár og myndu þá gleymast allar nægt- irnar í Egyptalandi og hungrið eyða landið. Að safna til erfiðu áranna Faraó brást þannig við að hann setti hygginn og vitran mann yfir landið, sem skyldi safna vistum frá góðu árunum, sem í hönd færu, og skyldu þær vera forði fyrir landið í hallæris- árunum, sem þá kæmu á eftir. Af þessu er síðan lengri saga, en þessi frásögn Mósebókar hefur löngum verið talin dæmisaga um fyrirhyggju. Á eftir góðæri koma erfiðari ár og á góðum ár- unum eigi menn ekki aðeins að lifa fyrir líðandi stund, heldur leggja til hliðar og eiga forða til erfiðari áranna. Þetta er einföld en hagnýt lífsspeki, en því er þessi saga rifjuð upp hér, að við Islend- ingar höfum undanfarin ár lifað einstök góðæri. Sl. tvö ár hafa verið metár í sjávarafla og aldr- ei hafa meiri verðmæti verið dregin úr sjó. Nú bjátar eilítið á, þetta ár stefnir þó í það að verða þriðja hæsta aflaár í sögunni, en allt ætlar um koll að keyra. Ástæðan er auðvitað sú að öllu hefur verið eytt og sóað og meira til — og því er ekkert upp á að hlaupa. Veröjöfnu n arsjóð i r Hugmyndin um verðjöfnun- arsjóði á sínum tíma var byggð á hinni gömlu lífsspeki Faraós, Birgir fsl. Gunnarsson fyrirhyggjunni. Hún byggðist á því að þegar vel áraði í sjávar- útvegi eða í einstökum greinum hans, þá ætti að leggja hluta verðmætanna til hliðar til að mæta síðar aflarýrnun eða verð- lækkunum á mörkuðum. Verð- jöfnunarsjóðir eru og líklegir til að draga úr sveiflum í gengis- breytingum. Hugmyndin um verðjöfnun- arsjóðina kom til framkvæmda á viðreisnarstjórnarárunum eins og fleira gott. Þegar sú stjórn fór frá 1961, voru fyrir allgóðir sjóðir, en þegar vinstri stjórnin var mynduð, komst Alþýðu- bandalagið í þessa sjóði og eyddi þeim upp á stuttum tíma. í raun hefur sama sagan endurtekið sig nú. Allsstaðar þar sem fjármagn hefur verið að finna hefur því verið eytt. Það alvarlegasta er þó, að í góðærinu höfum við tek- ið erlend lán í ríkari mæli en nokkru sinni fyrr. Með hverri nýrri skýrslu, sem út kemur um efnahagsstöðu okkar, hækkar talan um greiðslubyrði og skuldastöðu okkar gagnvart út- löndum. 23% af okkar útflutn- ingstekjum munu á þessu ári fara í afborganir og vexti af er- lendum lánum og skuldabyrðin mun í árslok verða 45% af þjóð- arframleiðslu (fyrir nokkrum vikum var því spáð að skulda- byrðin yrði 40%). Allir sjá hvað þetta verður þungúr baggi að bera, ef erfiðir tíma fara í hönd í útflutningsatvinnuvegum okkar. Gamla lífsspekin um fyrir- hyggjuna hefur ekki verið höfð að leiöarljósi hjá þessari ríkis- stjórn. Ráðherrarnir ættu að lesa kaflann um drauma Faraós í I. Mósebók kvölds og morgna. Verst er þó að líklega er það orð- ið of seint. Seðlabankinn ákveður almenna vaxtahækkun frá 1. nóvember: Víxilvextir úr 32% í 40% og skuldabréfavextir úr 40% í 47% Breyttar viðskiptareglur innlánsstofn- ana við Seðlabankann taka gildi 1. nóv. MORGIINBLAÐINU hefur borizt eftir- farandi fréttatilkynning vegna breyttra reglna um viðskipti innlánsstofnana viö Seölabankann: Hinn 1. nóvember koma til fram- kvæmda nýjar reglur, sem fela í sér grundvallarbreytingar á viðskiptum Seðlabanka og innlánsstofnana. Til- gangur þeirra er að stefna að því, að yfirdráttur á viðskiptareikningum myndist aðeins í undantekningartil- fellum og sé álitinn algert neyðar- úrræði, enda getur peningakerfi þjóð- arinnar ekki staðizt það til lengdar, að innlánsstofnanir lendi í miklum og þrálátum lausaskuldum við Seðlabank- ann. Er þess vænzt, að reglurnar veiti aukið aðhald og hvetji innlánsstofnan- ir til að halda lausafjárstöðu sinni þol- anlegri, og þurfi því til lengdar minna á fyrirgreiðslu Seðalabankans að halda. Víxilkvótar við Seðlabankann verða enn um sinn með sama sniði og verið hefur, en þessi fyrirgreiðsla gerir inn- lánsstofnunum kleift að mæta óvæntri rýrnun lausafjárstöðunnar, svo og reglubundnum sveiflum innan mánað- ar, án þess að draga á viðskipta- reikninga sína við bankann. Setur Seðlabanki engin sérstök skilyrði fyrir lánum innan kvóta. Innlánsstofnunum, sem eiga í erfið- leikum vegna lausafjárstöðu, sem þær geta ekki leyst með kvótavíxlum, verð- ur gefinn kostur á að semja við Seðla- bankann um bráðabirgðalán í stað yf- irdráttar, enda hafi þá verið mörkuð stefna í útlánamálum eða öðrum þátt- um í rekstri stofnunarinnar, sem beitir lausafjárstöðunni á rétta braut á ný. Sett verða ákveðin hættumörk á yf- irdrátt hverrar innlánsstofnunar, með hliðsjón af stærð hennar, og þess kraf- izt, að gerðar verði ráðstafanir til úr- bóta, ef yfirdráttur fer yfir mörkin. Refsivextir af yfirdrætti verða stig- hækkandi, auk þess sem beitt verður frekari viðurlögum, ef reglum er ekki fylgt. Verði yfirdráttur einhverrar stofnunar mikill og þrálátur, og við- komandi stofnun grípur ekki til nauð- synlegra ráðstafana, mun Seðlabank- inn ekki treysta sér til að veita henni venjulega fyrirgreiðslu. Innlánsstofn- anir verða því að hafa góðar gætur á stöðu viðskiptareiknings og gera ráð- stafanir varðandi útlán og aðra ráð- andi þætti til að koma í veg fyrir að yfirdráttur myndist. Með ýmsum hætti verður stefnt að því að minnka yfirdrátt við Seðlabank- ann, sbr. víxilkvóta og önnur bráða- birgðalán. Mesta þýðingu í þessu sam- bandi hefur þó stighækkun refsivaxta. Vaxtaútreikningur af yfirdrætti mið- ast við sérstök yfirdráttarþrep, sem Seðlabankinn setur hverri stofnun. Dráttarvextir reiknast af meðalskuld á hverju 10 daga tímabili og færast mán- aðarlega eftir á. Vaxtafótur verður því hærri sem meðalskuldin er meiri. Á fyrsta þrepi reiknast 4,5% vextir á mánuði, en á öðrum þrepum reiknast 0,5% hærri vextir en á næsta þrepi á undan. Á hæsta yfirdráttarþrepi verða meðalvextirnir af óumsömdum yfir- drætti orðnir 8% á mánuði. MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Seölabanka íslands vegna vaxta- breytinga 1. nóvember nk.: Bankastjórn Seðlabankans hef- ur nú, að undangengnu samráði við bankaráð og ríkisstjórn, ákveðið hækkun vaxta af óverðtryggðum innlánum 8% og útlánum um 6% eða 7%, en hækkun ársvöxtunar lánanna er í flestum tilvikum nokkru meiri en þetta sökum fleiri gjalddaga eða vaxtareikningsdaga á ári. Þá hækka vanskilavextir úr 4% í 5% á mánuði, upp í 60% á heilu ári. Vaxtabreyting þessi hefur verið alllengi í undirbúningi. Samfara efnahagsaðgerðunum í ágústmán- uði sl. áformaði bankastjórnin nokkru minni vaxtahækkun en nú er framkvæmd og taldi slíka að- gerð óhjákvæmilegan þátt í við- leitni stjórnvalda til þess að hamla á móti misvægi á lánamarkaði og stöðugu útstreymi gjaldeyris. Rík- isstjórnin taldi sér þá ekki fært að taka afstöðu til þess, hvort áform þessi samrýmdust markmiðum hennar í efnahagsmálum, svo að þau voru tekin til nánari yfirveg- unar í ljósi efnahagsframvindunn- ar síðan og í samhengi við aðrar aðgerðir í peningamálum. Samkvæmt lögum um stjórn efnahagsmála o.fl. frá 1979 skulu útlán og tímabundin innlán verð- tryggð eða vextir þeirra í megin- atriðum miðast við sama mark. Aðlögunartímabilið að fullri verð- tryggingu var í árslok 1980 fram- lengt með lögum út árið 1981, en frá upphafi þessa árs hefur verið lögskylt að ákveða og heimila vexti í samræmi við verðbólgustig. Verðbólgan hefur farið ört vax- andi undanfarna mánuði, og er nú áætlað, að hún nemi 60% yfir árið. Samt sem áður er aðeins stefnt að því að hækka ársávöxtun al- mennra óverðtryggðra útlána upp í 47—53%. Er með þessu annars vegar miðað við, að verðbólga geti farið að hægjast nokkuð með nýju ári, enda muni stjórnvöld reyna að stuðla að því eftir megni, svo og að fyrirbyggja, að stórt bil milli verð- bólgu og vaxta nái að myndast á Oll skólagang- an var 6 vikur TRYGGVI Kmilsson, rithöfundur varð áttræður 20. október síðastlið- inn, en hann er fæddur á Akureyri, árið 1902. í dag mun Verkamanna- félagið Dagsbrún efna til bók- menntakynningar til heiðurs Tryggva þar sem hann mun meðal annars lesa upp úr verkum sínum. Morgunblaðið hafði tal af Tryggva og var hann fyrst spurður um það að hverju hann ynni núna. „Ég er að fást við ættfræði, er að rekja móður- og föðurættir mínar á Norðurlandi og í Breiða- firði. Ég er búinn að vinna mikið í þessu, en á feiknmikið óunnið. Ég vinn þetta verk þannig, að ég skrifa einnig þá sögu, sem er að gerast í kringum þetta fólk í gegnum aldirnar. Eg reyni að fara aftur á 14. öld með báðar ættir og rek þetta þannig að ég staldra við hjá ákveðnum manni, sem prestur var í Starraskógi, Björn Jónsson að nafni og rek hans ættir þar sem ég kemst. Björn var sonur Jóns Grímseyj- arformanns, sem kemur við sögu í annálum, Jónssonar, sem ætt- aður var úr Grímsey. Þessi séra Björn var fæddur 171o og féll frá rúmlega sextugur, átti tvær kon- ur og 18 börn með þeim. Ég rek niðjatal frá Birni og þar kemur við sögu fjöldi fólks um allt land. Sem dæmi um lífskjör þessa fólks má nefna að formóðir mín sem var dóttir Björns og bjó að Hrísum í Svarfaðardal, missti mann sinn í byrjun Móðuharð- indanna og allan kvikfénað, nema einn hest og var með 11 manns í heimili. Þetta er það mikið verk, að ég hef ekki mikinn tíma til neins annars. Það að ég rek sögu þessa fólks, krefst mikillar heimilda- söfnunar." Hvaða augum lítur þú lífið á þessum tímamótum? „Ég lít lífið tiltölulega björt- um augum. Ég hef þekkt þá tvo tímana. Hér áður fyrr var fólkið fátækt yfirleitt, en það hefur breyst töluvert. Og ég lít fram- tíðina björtum augum, það býr svo duglegt fólk á Islandi. Svo litið sé á undanfarna áratugi, þá Rætt við Tryggva Emilsson rithöfund er það ótrúlegt hverju búið er að koma í verk, þegar hugsað er til þess við hverju menn tóku.“ Nú hefur þú mikla reynslu af verkalýðsbaráttu, hvernig finnst þér hún nú, samanborið við áð- r? „Hún er töluvert ólík. Barátt- urr an og átökin voru miklu harðari hér áður fyrr og var að því leyt- inu líkt því sem segir í kvæðinu „Eldraunir" eftir Davíð: „Sókn þeirra verður villt og hörð sem voru eldinum sviptir". (Að Norð- an II bls. 313.) Ég hef skrifað um þessa bar- áttu verkalýðsins og hversu hörð hún var í raun og veru, en þrátt fyrir það að hún væri hörð, varð ég aldrei fyrir persónulegri áreytni vegna hennar, þann tíma sem ég stóð í þessu, en ég gekk fyrst í verkalýðsfélag 1925 og hef verið félagi síðan, fyrst á Akur- eyri og síðan hér fyrir sunnan, í Dagsbrún." Hver voru tildrögin að því að þú fórst að skrifa? „Þegar ég var um sjötugt fékk ég kransæðastíflu og varð að hætta að vinna. Þá tók ég til við að skrifa — eitthvað verður maður að taka sér fyrir hendur í ellinni og nú er svo komið að það er svo mikið að gera, að hver stund er hlaupin áður en varir. Það hafði ekki lengi vakað fyrir mér að skrifa þessa ævisögu, hins vegar hafði ég ort dálítið af ljóðum og reyndar gefið út tvær ljóðabækur, sem voru ortar við vinnuna. Ég vann hjá Hitaveitu Reykjavíkur í 23 ár eftir að ég kom til Reykjavíkur, 1947. Öll mín skólamenntun var sex vikur á farskóla árið sem ég var fermdur, en ég hef auðvitað not- ið þess, að lesa góðar bækur.“ Viltu segja eitthvað að lokum? „Mannfólkið kringum mig — mér er vel við allt það fólk sem ég hef kynnst á lífsleiðinni og ber ekki kala til nokkurs manns," sagði Tryggvi Emilsson. ný og festast í sessi með mjög neikvæðum raunvöxtum. Van- skilavextir verða hins vegar að fylgja verðbólgu án tafar, og eru þeir því ákveðnir sem svarar 60% á ári. Vaxtakjör endurkeyptra afurða- og rekstrarlána eru lögum sam- kvæmt háð sérstöku samþykki rík- isstjórnarinnar. Hefur ríkisstjórn- in frestað um sinn að taka fullnað- arafstöðu til þessa máls. Vonast Seðlabankinn til, að sú ákvörðun verði tekin á næstunni, en áríðandi er, að þessi vaxtakjör eigi samleið með almennum vaxtakjörum. Sú mismunun milli atvinnuvega, sem í þeim felst, er þegar orðin svo mikil, að ekki er á bætandi, jafn- framt því að vaxandi örðugleikum er bundið að veita þessi kjör um leið og innlánsstofnunum sé skilað lágmarksávöxtun fyrir bundnar innstæður þeirra. Að undanförnu hefur verið að myndast mjög alvarlegt misræmi milli lánskjara á verðtryggðum lánum, sem þegar nema um fjórð- ungi útlána innlánsstofnana, auk nánast allra nýrra lána fjárfest- ingarlánasjóða og lífeyrissjóða, og þeirra nafnvaxtakjara, sem nú er verið að breyta. Hefur þetta ekki aðeins valdið óviðunandi mismun- un milli lánþega, heldur hafa mikl- ar fjárhæðir raunverulegrar vaxtaívilnunar eða vaxtastyrks runnið með þessu móti frá spari- fjáreigendum, að nokkru til at- vinnuvega umfram tilætlaðan rekstrargrundvöll, en að mjög verulegum hluta til almennrar eyðslu, sem einkum kemur fram í meiri innflutningi en þjóðarbúið þolir. Framvinda efnahagsmála að undanförnu staðfestir nauðsyn að- gerða, svo ekki verður um villzt. Þrátt fyrir viðleitni innlánsstofn- ana til útlánaaðhalds hefur lítið lát verið á misræmi inn- og útlána- aukningar og lausafjárstaða þeirra haldizt álíka slæm og síðustu mán- uði. Eftir lítils háttar bata af völd- um tímabundins innstreymis fyrst eftir gengisbreytinguna hefur al- varlegt gjaldeyrisútstreymi magn- azt á ný. Hefur gjaldeyrisstaðan versnað um u.þ.b. 350 millj. kr. frá mánaðamótum til 26. október, en alls hefur staðan versnað um 1.650 millj. kr. á árinu (miðað við gengi 30. september) eða um meira en helming stöðunnar í upphafi árs- ins. Kemur þetta heim við tölur um vöruskiptajöfnuð, sem ná til septemberloka, er sýna, að al- mennur innflutningur á föstu gengi hefur haldið áfram að aukast frá sama tíma fyrir ári, um 4% í september og 9% í janúar- september, um leið og útflutningur hefur dregizt verulega saman. í framhaldi af þessu sýnir þjóð- hagsáætlun spá um viðskiptahalla, sem nemi 6% af þjóðarframleiðslu á næsta ári, að óbreyttri beitingu hagstjórnartækja, en brýna nauð- syn ber til þess að færa hallann verulega niður fyrir það mark. Að öðrum kosti blasir við hættu- ástand í gjaldeyris- og skuldamál- um þjóðarbúsins. Um leið og þessi vaxtabreyting kemur til framkvæmda, ganga í gildi nýjar reglur um lánsfjár- fyrirgreiðslu Seðlabankans við innlánsstofnanir, sem nánar er gerð grein fyrir í sérstakri frétta- tilkynningu. Vaxtabreytingunni er m.a. ætlað að bæta jafnvægisskil- yrði á lánamarkaði í þeim mæli, að innlánsstofnunum verði gert kleift að standast þær kröfur, sem til þeirra verða gerðar með hinum nýju viðskiptareglum. Þær vaxtabreytingar, sem nú eru gerðar og taka gildi hinn 1. nóvember, koma fram í eftirfar- andi yfirliti: Nafnvextir % Fyrir breyt- Eftir breyt- Breyt- Innlán: ingu ingu ing Ávísana- og hlaupareikn. 19,0 27,0 8,0 Almennar sparisjóðsbækur 34,0 42,0 8,0 3ja mán. sparireikningar 37,0 45,0 8,0 12 mán. sparireikningar 39,0 47,0 8,0 Útlán: Endurseljanleg lán 29,0 Önnur afurðalán 33,0 39,0 6,0 Hlaupareikningslán 33,0 39,0 6,0 Víxlar 32,0 38,0 6,0 Skuldabréf 40,0 47,0 7,0 Vanskilavextir: 48,0 60,0 12,0 Fyrsta stjórn Sjómannasambands íslands 1957 til 1958. Talið frá vinstri: Ólafur Björnsson, Jón Sigurðsson, Hilmar Jónsson, Ragnar Magnússon og Magnús Guðmundsson. Magnús Guðmundsson fyrsti gjald- keri Sjómannasambandsins Stórkostleg hagræðing var af stofnun Sjómannasambandsins — segir Magnús Gudmundsson, fyrsti gjaldkeri þess MAGNÚS Guðmundsson var einn þeirra, sem sæti áttu í fyrstu stjórn Sjómannasambandsins, sem gjaldkeri og sat hann í stjórninni á milli 15 og 20 ár. Auk þess hefur hann verið yfir- maður í eldhúsi Hrafnistu síðastliðin 25 ár. Morgunblaðið ræddi því við hann um stofnun sambandsins. „Það var nú Jón Sigurðsson, sem átti allan heiðurinn að stofnun Sjó- mannasambandsins. Enginn einn maður annar hefði getað gert þetta enda var þetta hugsjón hans. Eg er þess fullviss að hefði hans ekki not- ið við hefði sambandið ekki verið stofnað fyrr en löngu síðar. Við matsveinar áttum einnig nokkurn þátt í þessu, þar sem við klufum okkur út úr öðru félagi vegna þess að við töldum okkur frekar eiga samleið með öðrum sjómönnum, en ekki vegna þess að okkur líkaði ekki samvinnan við hina félaga okkar. Það var Sjómannafélag Reykja- víkur og Matsveinafélagið, en ég var formaður þess, sem riðu á vað- ið, en síðan komu verkalýðs- og sjó- mannafélögin í Keflavík og Grinda- vík inn í sambandið á fyrsta fjár- hagsári og teljast því stofnfélagar. Þá var ekki hlaupið inn í ASI og hefur líklega tvennt valdið því, ann- ars vegar að þeir, sem ynnu sömu vinnu ættu að vera í sama félagi og svo gæti verið að stjórn ASÍ hafi hreinlega ekki kært sig um Sjó- mannasambandið.“ Nú var niðurstaða tekju- og gjaldareiknings 1980 upp á 50 millj- ónir gamlar. Hvernig var fjárhag- urinn hjá ykkur í upphafi? „Hann var nú bágborinn, en ég man nú ekki samsvarandi upphæð hjá okkur fyrsta árið. Þetta var allt unnið í sjálfboðavinnu og við höfð- um ókeypis aðstöðu í húsi Sjó- mannafélags Reykjavíkur, sem var’ fjölmennasta aðildarfélag okkar. Þaðan komu líka mestar tekjurnar, sem voru eingöngu félagsgjöld og eftir að við fengum aðild að ASI voru gjöldin þangað nokkuð mikil. En engu að síður var alltaf gaman að standa í þessu stappi og það er enginn vafi á því að stofnun sam- bandsins var stórkostleg hagræð- ing, það að hafa sameiginlega stjórnstöð á einum stað á landinu í viðbót við hið góða starf aðildarfé- laganna um iand allt hefur verið ómetanlegt," sagði Magnús.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.