Morgunblaðið - 30.10.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.10.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1982 13 Nefnd skipuð af landbúnaðarráðherra: Vinnur að endur- bótum á meðferð og söiu kartaflna SAMSTARFSNEFND um flokkun kartaflna og annarra garðávaxta, sem Pálmi Jónsson landbúnaðarráðherra skipaði í haust, hefur hafið störf. í nefndinni eiga sæti auk Agnars Guðnasonar, sem er formaður nefndarinnar skipaður af landbúnaðarráðherra, Axel Magnússon frá Búnaðarfélagi ís- lands, Óli Valur Hansson frá Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Gunn- laugur Björnsson frá Grænmetisverslun landbúnaðarins, Jónas Bjarnason frá Neytendasamtökunum, Páll Guðbrandsson frá Landssamtökum kartöflu- bænda og Einar Hallgrimsson frá Sambandi garðyrkjubænda. Einnig á Edvald B. Malmquist, yfirmatsmaður garðávaxta, sæti á fundum nefndarinn- ar. í fréttatilkynningu frá upplýs- ingaþjónustu landbúnaðarins seg- ir, að nefndin leitist við að hafa sem víðtækast samstarf við neyt- endur og framleiðendur við gert tillagna um alla þætti er varða framleiðslu og sölu garðávaxta og markmið nefndarinnar sé að stuðla að því, að hér á markaði verði fjölbreytt framboð af gæða garðávöxtum og framleiðendur leggi sitt af mörkum til að svo megi verða. Agnar Guðnason, formaður nefndarinnar, sagði i samtali við Mbl. að nefndin ynni að ýmsum þáttum þessara mála. í fyrsta lagi hefði nefndin fjallað um reglur um flokkun kartaflna. Ákveðið hefur verið að taka upp sérstakan úrvalsflokk en i hann kemur ekki til greina annað en algerlega gallalausar, bragðgóðar kartöflur. Einnig perluflokk fyrir smáar kartöflur. Nú væri verið að athuga tíðni galla á kartöflum með tilliti til nýju flokkunarreglnanna. í öðru lagi væri verið að hanna nýj- ar umbúðir, þar sem m.a. er gert ráð fyrir 1. kg. pakkningum. 1 þriðja lagi, sagði Ágnar að verið væri að kanna geymsluþol garð- ávaxta með mismunandi meðferð. Agnar Guðnason sagði, að stefnt væri að því að afgreiða þessa þætti fyrir verðlagningu 1. desember næstkomandi. Guðmundur Daníelsson „Dagbók úr Húsinu" — ný bók eftir Guðmund Daníelsson SETBERG sendir frá sér þessa dag- ana nýja bók eftir Guðmund Daní- elsson rithöfund, en hún heitir „Dagbók úr Húsinu". Fyrir réttum aldarþriðjungi bjó Guðmundur og fjölskylda hans í Húsinu á Eyrarbakka um 17 mán- aða skeið. Þá var þessi dagbók skrifuð. Um tilefni og innihald bók- arinnar segir höfundur m.a.: „Það var einn síðasta dag ársins 1946 að mér barst í pósti þykk bók í svörtu alskinni. Hún var komin um hnött- inn þveran, úr annarri heimsálfu, frá Winnipeg. Bókin var hvorki skrifuð né prentuð, nema á öftustu síðu var dagatal fyrir næsta ár. Pappírinn í henni var rjómagulur, þunnur og þéttur og greinilega góð- ur til að skrifa á hann. Framan á kápuna var nafnið mitt þrykkt með gullnu letri í svart og lungamjúkt leðrið. „Mér er trúlega ætlað að skrifa eitthvað í þessa bók,“ hugs- aði ég. „Kannski gæti það orðið hústafla eða svona skýrsla um til- veru mína frá degi til dags jafn- harðan og hún þokast fram, ágrip þess sem ég aðhefst, hrafl úr því sem mér dettur í hug, brot af því sem fram við mig kemur. Kannski ætti ég að skrifa drög að hvurs- dagslífi lítillar fjölskyldu, sem bis- ar við að lifa lífi sínu, eins og hitt fólkið í landinu." Þannig er „Dagbók úr Húsinu". Höfundurinn skrifaði hana fyrir sjálfan sig. Hún birtist hér óbreytt, en fjölmargir þekktir íslendingar koma hér við sögu. Bókin er 220 blaðsíður, og er þetta 43. bók Guðmundar Daníels- sonar. Athugasemd Vegna ummæla Eggerts Guð- mundssonar listmálara í Morgun- blaðinu, föstudaginn 29. október, finn ég mig til knúna að koma á framfæri eftirfarandi leiðrétt- ingu. Sú hótun sem Eggert leggur mér i munn að Listasafnið myndi aldrei kaupa verk eftir hann, með- an ég fengi þar nokkru ráðið, á enga stoð í veruleikanum. Þau um- mæli hef ég aldrei viðhaft. I framhaldi af þessu segir mál- arinn að safnið hafi ekki keypt af honum mynd síðan 1942, og má skilja af samhenginu að þar sé mínum áhrifum um að kenna, þótt ég tæki reyndar ekki við starfi hjá Listasafninu fyrr en haustið 1950. Hið rétta er hins vegar að lista- verkakaupum safnsins á umræddu tímabili var þann veg háttað, að Menntamálaráð hafði þau alger- lega á hendi fram til 1961, er lög um Listasafn íslands tóku gildi. Eftir það hafa listaverkakaup til safnsins verið í höndum 5 manna safnráðs, sem skipað er 3 kjörnum fulltrúum myndlistarmanna og 1 stjórnskipuðum fulltrúa, auk mín. Þess vegna fer því fjarri, að lista- verkakaup til safnsins hafi verið eða séu mitt einkamál. Reykjavík, 29. október 1982. Selma Jónsdóttir, forstöóumaður Listasafns íslands. Barnabækur um postula Bókaútgáfan Salt hefur sent frá sér tvær barnabækur, Pétur og Páll, sem fjalla um ævi og störf postulanna Péturs og Páls. Lýst er í máli og myndum starfi þeirra að útbreiðslu kristninnar. Bækurnar eru 25 bls. hvor, myndskreyttar af Lennart Frantzén, en textann skrifaði Andres Kúng, sænskur rithöfundur og blaðamaður. Þýð- andi er Jóhannes Tómasson. Bæk- urnar eru gefnar út í samvinnu margra þjóða. Setning og filmu- vinna texta var unnin af tækni- deild Morgunblaðsins, en bækurn- ar prentaðar í Englandi. Nýlega sýndi Simba-sýningarflokkurinn haust- og vetrartízkuna frá Simba, sem er fatnaður fyrir börn og unglinga frá eins árs til 13 ára. Tízkusýning þessi fór fram í veitingastaðnum Villta tryllta Villa. Fatnaður þessi er seldur í Mömmusál, Verzluninni Glitbrá og í öllum helztu barnafataverzlunum landsins. Myndin er tekin á áðurnefndri tízkusýningu. NEW YORK <■ * hlutirnir sólarhringir fyrir 9.770.- kr. Flugleiðir efna til þriggja stórferða til stórborgarinnar New York á sérstöku kynningarverði. Brottfarir verða 6. nóv. (uppselt), 20. nóv. og 27. nóv. Dvalist verður á hinu ágaeta Summit hóteli á Manhatt- an. Þar hafa fjölmargir (slendingar notið frábærrar þjónustu á undanförnum árum, og ekki spillir fyrir að hótelið er í hjarta New York borgar. Nú er tími hljómleika, leiksýninga, listsýninga og jóla- sýninga að hefjast í New York. Á Broadway er m.a. verið að sýna Cats, Rock-The first 5000 years, Annie og Evita. Þekktustu tónlistarmenn Ameríku streyma þangað til hljómleikahalds. Á næstunni verður m.a. að sjá í Radio City Anne Murray, Chicago og Lindu Ronstadt. Veit- ingastaðir, verslanir og skemmtistaðir eru-á hverju strái og mannlífið á sér ennþá engan sinn líka. New York er söm við sig - þar er hver sólarhringur heilt ævintýri. Þar er líka Anna Aradóttir fararstióri, Hún tekur á móti hópnum á Kennedy flugvelli og sér til þess að allir fái New York beint í æð. Verðið er 9.770 kr., innifalið er flugfar, gisting í 7 næt- ur, morgunverður, ferðir til og frá flugvelli í New York, skoðunarferð og íslensk fararstjórn. FLUGLEIDIR /HT Gott fólk hjá traustu félagi M

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.