Morgunblaðið - 30.10.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.10.1982, Blaðsíða 20
Söfnun Landsráðs gegn krabbameini í dag: Stefnir í eitthvert mesta sjálfboða- liðsátak sem um getur MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1982 Markmiðið er að hjálpa þeim við að vinna betra starf Starfslið Krabbameinsfélags íslands. Frá vinstri: Torfi Bjarnason, læknir, Krabbameinsskrá, Guðrún Bjarna- dóttir, deildarstjóri Krabbameinsskrá, Margrét Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Leitarstöð, Halldóra Thoroddsen, framkvæmdastjóri, Jóhanna L. Viggósdóttir, frumumeinatæknir, Gunnlaugur Geirsson, yfirlæknir Frumurannsóknastofu, Jóna Ragnarsson, ritstóri Heilbrigðismála, Sigríður Auðunsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Leitarstöð, Kristján Sigurðsson, settur yfirlæknir Leitarstöð, Ásbjörg Ivarsdóttir, deildarstjóri Krabbameinsfé- lags Reykjavíkur, Steinunn Stephensen, deildar-frumumcinatæknir, L'inar Axelsson, fræðslufulltrúi, 1‘orvarður Örnólfsson, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Reykjavíkur, Guðbjörg Jónsdóttir, frumumeinatæknir, Kolbrún Gunnarsdóttir, aðstoðarst., Leitarstöð, Rannveig Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Leitarstöð, Dr. Snorri Ingimarsson, læknir, Krabbameinsskrá, Hrafn Tuliníus, yfirlæknir, Krabbameinsskrá, Guðlaug Guð- mundsdóttir, deildarhjúkrunarfræðingur, Ix'itarstöð, þorbjörg Jónsdóttir, frumumeinatæknir, Kristin Gríms- dóttir, ættfræðingur, Krabbameinsskrá, Lilja Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Leitarstöð, Guðný Kristjánsdóttir, frumumcinatæknir, Halldóra Þorvaldsdóttir, frumumeinatæknir, Guðmundur Guttormsson, húsvörður, Guðrún Harðardóttir, ritari, Kristin Halldórsdóttir, frumumeinatæknir, Steinunn Gunnarsdóttir, frumumeinatæknir, Áslaug Stephensen, frumumeinatæknir, Björg Ólafsdóttir, spjaldskrárhaldari, Leitarstöð, Sigríður Soffía Jóns- dóttir, aðstoðarstúlka, Leitarstöð, Ragnheiður Hall, læknaritari, og Sigríður Jónasdóttir, simastúlka. Borðtennissamband fslands ætlar í dag, laugardag, að fara um á vörubíl með borðtennisborð og sýna íþrótt sína. Mun ætlunin að minna áhorfend- ur jafnframt á iandssöfnunina Þjóðarátak gegn krabbameini. Myndin er af bilnum, sem Borðtennissambandið notar og af tveimur köppum að spila borðtennis. Ásbjörg Gunnarsdóttir og Birna Ólsen. Þær munu taka þátt I söfnuninni á morgun. Söfnun Landsráðs gegn krabbameini: Það verða allir að hjálpa til að snúa vörn í sókn — segja tveir væntanlegir safnarar í DAG hefst um land allt fjársöfn- un sem Landsráð gegn krabba- meini gengst fyrir, til byggingar á krabbameinsleitarstöð. Fjöldi fólks mun leggja hönd á plóginn með einhverjum hætti, m.a. með því að ganga í hús og safna. Mbl. náði tali af tveimur konum sem ætla að taka þátt í söfnuninni, þeim Ásbjörgu Gunnarsdóttur, leikfímikennara, og Birnu Ólsen, röntgenhjúkrunarkonu. Þetta var um sexleytið í gær í leikfimisal Laugarnesskóla þar sem þær stunduðu hollar líkamsæfingar ásamt öðru góðu fólki, en Ásbjörg kennir þar fullorðinsleikfimi. — Hvert verður ykkar hlut- verk á laugardaginn? „Ja, við munum taka þátt í fjársöfnuninni; væntanlega ganga í hús og safna. Annars á að vera fundur í kvöld um það hvernig verkaskiptingu verður háttað og þá skýrist málið betur. En sennilega verður það svo að hver maður fær það verkefni að ganga í 25 hús eða íbúðir." — Hvers vegna hafið þið ákveðið að taka þátt í þessari söfnun? Er það af hugsjón, ef svo má segja? „Já, að vissu leyti. Þetta er brýnt verkefni sem verið er að vinna að og hlutur sem varðar alla landsmenn. Það er ekki hægt að loka augunum fyrir því að krabbamein er einn skæðasti sjúkdómur sem herjar á menn, og því er nauðsynlegt að taka á þessu vandamáli eins föstum tökum og mögulegt er. Og til- koma nýrrar og fullkominnar leitarstöðvar mundi að sjálf- sögðu vera stórt skref fram á við í baráttunni við þennan ógnvald hér á landi. Og við viljum ein- faldlega leggja okkar af mörkun- um til að þessi leitarstöð komist á laggirnar." — Nú vinnið þið báðar að heilsufarsmálum, hvor á sína vísu; finnst ykkur málið e.t.v. skylt þess vegna? Birna? „Auðvitað er málið mér skylt. Ég vinn jú á krabbameinsdeild. En það skiptir ekki sköpum um það að ég tek þátt í þessari söfn- un. Mér finnst það skylda okkar allra að hjálpa til á einhvern hátt. Því í rauninni er krabba- mein öllum mönnum skylt. Það er varla til sú fjölskylda sem ekki hefur einhvern tíma orðið fyrir barðinu á þessum mein- valdi." — Hvað segir þú Ásbjörg? „Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á heilsugæslu af hvaða tagi sem er, og því er þessi fjár- söfnun hlutur sem ég hlýt að láta mig varða. En ég er sam- mála Birnu í því að krabbamein er ekki eitthvað persónulegt óhapp fárra manna. Þetta er sameiginlegt vandamál okkar allra.“ — Hafiði trú á því að fólk taki ykkur vel á laugardaginn? „Já, svo sannarlega. Fólk gerir sér almennt grein fyrir þörfinni á því að gera átak gegn krabba- meini, og það mun ekki láta sitt eftir liggja. Það verða allir að hjálpa til að snúa vörn í sókn.“ — segir Eggert Ásgeirsson í dag gengst Landsráð gegn krabbamcini fyrir fjársöfnun um land allt. Sjálfboðaliðar munu ganga í hús og taka við frjálsum framlögum. Mbl. hafði samband við Kggert Ásgeirsson, formann framkvæmdanefndar Landsráðs gegn krabbameini, og innti hann eftir því hvernig undirbúningur þjóðarátaksins hefði gengið. „Undirbúningurinn hefur gengið mjög vel og stefnir allt í það að þetta verði eitthvert mcsta sjálfboðaliðsátak sem efnt hefur verið til. YUir 50 um- dæmisráð eru starfandi og á þeirra vegum svæðisnefndir með söfnunarfulltrúa. Alls eru þetta um 4.000 manns. Auk þeirra leggur fjöldi manns fram í sjálfboðavinnu í bönkum og á auglýsingastofum. Allir þeir sem verða gestir í sjónvarpinu munu gefa sína vinnu. Óg þannig má lengi telja. Það er ótrúlegt hve hart menn leggja sig fram við undirbúning málsins." — Þú talar um gesti í sjón- varpinu. Hvað stendur til? „Sjónvarpið verður með klukkutíma þátt í kvöld um söfnunina og krabbameinsmál- efni almennt. Það verður á milli kl. 10.30 og 11.30. í þessum þætti verða niðurstöður söfnunarinn- Kggert Ásgeirsson ar kynntar, en það er stefnt að því að það liggi fyrir í kvöld hve mikið hefur safnast. Þetta finnst mér mjög mikil- vægt. Yfirleitt fær fólk aldrei að vita hvernig söfnun hefur tekist, og oft liggur það reyndar ekki á borðinu fyrr en löngu eftir að söfnun hefur farið fram. En í kvöld á þetta að vera ljóst, þannig að almenningur viti hvernig til hefur tekist og ráða- menn hvar þeir standa." — Hafa þegar borist höfðinglegar gjafir? „Já, já, okkur eru alltaf að berast fréttir af fjárframlögum, sumum mjög höfðinglegum. Oddfellow-reglan hefur t.d. gef- ið fyrirheit um 300.000 kr. og Síldar- og fiskimjölsverksmiðj- an sendi okkur 100.000 kr. og margt fleira mætti nefna. Við heyrðum af lífeyrisþega, sem ætlar að gefa mánaðarlaunin sín, og læknir einn hefur í hyggju að gefa stóran hluta mánaðarlauna sinna". — Hvað þarf raunverulega að safnast mikið fé til að hægt sé að hefjast handa um byggingu leitarstöðvarinnar? „Okkur næstum því sundlaði þegar við sáum að fjárþörfin er ' 15 milljónir króna, eða nálægt 70 kr. á sérhvert mannsbarn. En eftir viðbrögðum fólks sýnist okkur ljóst að þetta muni tak- ast. Að sjálfsögðu geta ekki allir gefið mikið. Aðalatriðið er að þeir verði með, þannig að hver maður í landinu eigi einhvern hlut í leitarstöðinni." — Þú ert ansi viss um góðar undirtektir landsmanna. „Já, mér sýnist af viðbrögðum manna að margir séu beinlínis fegnir að fá tækifæri til að leggja fram sinn skerf til þessa merkilega málefnis. Allir hafa einhver kynni af erfiðleikum í kjölfar sjúkdómsins sem hér er spornað við. öll vitum við að hann á með einhverjum hætti eftir að koma inn í okkar líf, og því viljum við veita þessu mál- efni þann stuðning sem við get- um.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.