Morgunblaðið - 30.10.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.10.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1982 Gagnkvæm tíllitssemí er allra hagur 31 Lokadagur ljósaskoðunar 31. október eiga allir bíleigendur að hafa mætt með bíla sína til Ijósa- skoðunar. Á morgun, 31. október, eiga um- ráöamenn bifreiða um allt land að hafa mætt með þær til Ijósaskoð- unar 1982. Að venju hófst Ijósa- stillingartímabiliö 1. ágúst sl., og skal sérstök áhersla lögð á það hér að þeir sem létu skoða bifreiðir sínar hjá Bifreiðaeftirlitinu fram að þeim tíma þurfa nú að láta yfir- fara Ijósabúnaðinn, og búa sig og bíla sína á þann hátt undir válynd vetrarveður. En af hverju leggja umferðaryfirvöld svona mikla áherslu á að Ijósabúnaður gegni hlutverki sínu eins og til er ætlast? Svarið er í raun einfalt: Fátt eykur öryggi skammdegisumferðar meira en almenn ökuljósa- og endurskinsmerkjanotkun. Og til þess að Ijósabúnaður komi að til- ætluðum notum þurfa öll Ijós og glitmerki bifreiðarinnar að vera í lagi og hrein. Á sama hátt þurfa ökuljósin að vera rétt stillt, þannig þjóna þau eiganda sínum eins og best verður á kosið, og það sem ekki er minna um vert, trufla ekki og blinda aðra vegfarendur. Minn- umst þess að við notum ökuljósin ekki síst fyrir þá sem á vegi okkar verða, en það hlýtur að vera okkur keppikefli að öll „stefnumót" sem, við vissulega eigum á degi hverjum í umferðinni, séu árekstralaus. umferðinni ^ 17 Frá Umferðarráði Við kveikjum öku- ljósin til þess að sjást Aukin notkun ökuljósa utan hins lögboðna Ijósatíma er án efa ódýr og mikilvæg slysavörn. I Finnlandi er lögboðið að aka með ökuljósum allan sólarhring- inn utan þéttbýlis á tímabilinu 1. okt. til 31. mars. Jafnhliða því eru finnskir ökumenn hvattir til að auka notkun ökuljósa í þétt- býli, og helst að nota þau allan sólarhringinn í skammdeginu. í Svíþjóð er nú ökuljósaskylda all- an ársins hring, og þar eru menn umsvifalaust „blikkaðir" af þeim sem þeir mæta hafi þeir gleymt við innleiða hér. Við skulum líta á það sem jákvæða afskiptasemi ef samferðamenn vekja athygli okkar á ljósaleysi, því staðreynd er að okkur hættir þvi miður til þess að gleyma okkur stundum. En við ákveðin birtu- og veð- urskilyrði ber okkur tvímælalaust að nota ökuljósin: í þoku eða mistri: Án tillits til þess hvort það er bjart eða dimmt, nótt eða dagur, í þétt- býli eða dreifbýli. Við aðstæður sem þessar sjást bílar illa, og útlínur þeirra slævast. Minn- umst þess einnig að í þoku eru akbrautir venjulega einnig rakar og hálar. Eðlileg við- brögð ökumanna: Að aka hægt. í rigningu: Hvort sem bjart er úti eða dimmt, innanbæjar eða utan. Regn slævir útlínur bíla, og jafnframt því dregur úr út- sýni í gegn um framrúðuna, bæði hjá okkur sjálfum og öðr- um ökumönnum. Eðlileg við- brögð ökumanna: Að draga úr hefðbundnum hraða sínum. I snjókomu og hagléli: Burt séð frá því hvort úrkoman er mikil eða lítil, eða hvar við erum á ferð. Bílar sjást illa, ökumenn sjá verr út úr bílum sínum, og akstursskilyrði versna með hverju snjókorni. Eðlileg viðbrögð ökumanna: Að aka mjög varlega, og vera við öllu búnir. Á blautum vegum: Hvar sem við ökum, og hvort heldur við ferð- umst á degi eða nóttu. Skyggni getur virst ágætt, ef engar aðr- ar bifreiðir eru á ferð til að trufla okkur. Við þekkjum að ljós speglast í blautu yfirborð- inu, og allt margfaldast í aug- um okkar. Eðlileg viðbrögð _ ökumanna: Að aka varlega. Á snævi þöktum vegum: Hvar sem er, og hvenær sem er. Snjórinn þyrlast upp, og breiðist sem ský yfir alla vegarbreiddina. Eðlileg viðbrögð ökumanna: Að aka með fullu tilliti til þessara erfiðu akstursskilyrða. í sólskini: Án tillits til þess hvort okkur finnist í fljótu bragði al- gjör óþarfi að nota ökuljósin. Á þessum árstíma er sól lágt á lofti, og það eitt krefst öku- ljósanotkunar, hvort sem sólin skín á móti okkur eða í bakið. Eðlileg viðbrögð ökumanna: Að aka varlega, og stöðva bil sinn fremur en að halda áfram í blindu. 4 SPENNUM BELTIN ... alltaf NOTUM LJÓS LWV ... allan sólarhringinn að vetrariagi ||U£FtRDAR að kveikja. Þessa reglu viljum Undanfarna daga hefur lögreglan kannað ljósabúnað bifreiða um allt land: Þó enn liggi ekki fyrir upplýsingar frá öllum er e.t.v. fróðlegt fyrir lesendur að bera neðanskráðar tölur saman. Er ástand Ijósa- búnaðar misgott eftir umdæmum. Lögregluumdæmi Bílafjöldi I lagi Ekki í lagi Akureyri 144 113 31 Hafnarfjörður 200 164 36 Keflavík 160 129 31 Keflavíkurflugvöllur 200 151 49 Mýra- og Borgarfjarðars. 70 40 30 Reykjavík 220 161 59 Selfoss 84 58 26 Seltjarnarnes 40 35 5 Vestmannaeyjar 100 73 27 1218 924 294 24,1% Ljósaskoðun í dag: Umferðarráð leitaði til Bílgreinasambandsins með beiðni um að sem víðast á landinu gæfist bifreiðaeigendum kostur á ljósastill- ingu í dag, laugardaginn 30. október. Því miður reyndist þessi þjónusta ekki vera fyrir hendi nema í fjórum kaupstöðum landsins. 1. Bílastilling Birgis, Skeifunni 11, Reykjavík. 2. Lúkasverkstæðið, Síðumúla 3—5, Reykjavík. 3. Bifreiðaverkstæðið Knastás, Skemmuvegi 4, Kópavogi. 4. Bílatún, Iðnbúð 4, Garðabæ. 5. Bifreiðaverkstæði Bjarna Sigurjónssonar, Kaldbaksgötu, Akur- eyri. Níu bækur frá Bókafor- lagi Odds Björnssonar BÓKAFORLAG Odds Björnssonar á Ak- ureyri gefur út niu hækur og eru sex þeirra eftir íslenzka höfunda og þrjár þýddar. Nú kemur út fjórfta bindift af ritsafni Gunnars Bjarnasonar ráftunaut; Ættbók og saga íslenzka hestsins. ( fréttatilkynn- ingu útgefanda segir, að í bindinu sé hald- ift áfram aft rekja ættir stóðhesta, þar sem frá var horfift í fyrsta bindinu. Ysjur og austræna heitir bók eftir Gísla Högnason frá Læk. í bókinni seg- ir frá fyrstu árum Kaupfélags Árnes- inga og Mjólkurbús Flóamanna og er bókin viðtalsþættir við 26 flutninga- og mjólkurbílstjóra. Þessi bók er fyrsta bindi ritverksins Ysjur og austræna. Þá gefur Bókaforlag Odds Björnsson- ar út fjórða bindi ritsafnsins Ættir Þingeyinga eftir Indriða Indriðason. Þrjár ljóðabækur koma út hjá for- laginu; Hjartsláttur á þorra eftir Jón Jónsson á Fremstafelli i Köldukinn, Glæftur eftir Björn Björnsson á Hvammstanga og Vinjar eftir Valtý Guðmundsson frá Sandi í Aðaldal. Tvær þýddar bækur gefur Bókafor- lag Odds Björnssonar út fyrir yngstu lesendurna; Hvar er Dcpill og Depill fer á flakk eftir Eric Hill. Níunda bókin er svo Maðurinn frá St. Pétursborg eftir Ken Follett í þýðingu Hersteins Pálssonar. Kópavogsbúar íhuga byggingu hafnar Á meðfylgjandi korti af Kársnesinu má sjá hugmyndir manna um staðsetningu viðlegukants og smábátahafnar. Einnig er hugmyndin að gerð verði höfn innar á Fossvogi, fyrir skemmtibáta. Nll ERII uppi í Kópavogi hugmyndir um að reisa hafnarmannvirki. Að sögn Skúla H. Norðdahl, skipulags- arkitekts, er hér um að ræða hug- myndir um smábátahöfn og viðlegu- kant fyrir flutningaskip á Kársnesi og skemmtibátahöfn við Fossvog. Skúli sagði, að er þessar hug- myndir hefðu verið vaktar að nýju fyrir um það bil einu og hálfu ári, hefði Vita- og hafnarmálaskrifstof- an gert tillögur til umfjöllunar, en upp úr því hefði komið mjög mikill þrýstingur frá smábátaeigendum í Kópavogi um að fá aðstöðu fyrir báta sina í bænum. Siðastliðið sumar hefði svo verið farið fram á það að Kópavogshöfn kæmist inn á fjárlög að nýju og hefði Vita- og hafnarmálaskrifstofan verið með það í undirbúningi. Skúli sagði ennfremur, að þrýst- ingurinn í Kópavogi kæmi annars vegar frá smábátaeigendum og hins vegar vegna þess að skipafélagið Víkur'væri staðsett í Kópavogi og væri áhugi fyrir því að skapa því lendingaraðstöðu í bænum. Meðal annars væri skipafélagið með salt- hús og aðra starfsemi þarna svo ástæða væri til að byggja upp frek- ari aðstöðu. Bærinn ætti nærri 8 hektara lands á Kársnesi á fyll- ingum og mjög aðdjúpt væri utan þeirra. Því þyrfti mjög lítið að gera til þess að þarna yrði nothæf að- staða. Að öðru leyti kvaðst Skúli ekki frekar geta tjáð sig um málið, það væri ekki komið nógu langt til þess.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.