Morgunblaðið - 30.10.1982, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.10.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1982 37 Leigjendasamtökin: Styðja tillögu um leigumiðstöð gullverðlaun fyrir námsafrek, og man ég, að okkur Akureyringum þótti mikið tii þess koma. Heimili þeirra Köru og Helga kynntist ég fyrst eftir 1954, er við Sigríður unnum báðar í Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri. Upp úr því varð ég þar heimilis- vinur, og með okkur Köru tókst vinátta, er aldrei bar skugga á. Það tók mig lengri tíma að kynn- ast Helga, hann var meira af „gamla skólanum". Eitt lítið atvik langar mig til þess að nefna til þess að sýna þann gamla tíma og þá formfestu er honum fylgdi, þó eru vart meira en 20 ár síðan þetta gerðist. A þessum árum þúaði ég Köru, en þéraði Helga, og var svo búið að standa í nokkur ár. Eitt sinn kom Helgi frá Reykjavík eftir nokkurra vikna legu í Landspítal- anum, og mér var boðið í kvöld- kaffi. Eg var rétt komin inn úr dyrunum, er Helgi bar fram glös og kristallsflösku með sherrýi, rétti mér og sagði: „Fröken Ingi- björg, ég er búinn að vera í spítala þar sem hver einasta stelpa þúaði mig. En við erum búin að þekkjast í mörg ár og þérumst enn. Má ég bjóða yður dús?“ Svo lyfti hann glasinu með „elegance", hneigði sig og sagði: „Komdu sæl“. Svo var sest og spjallað. Helgi var sjóður af fróðleik, vel lesinn og stálminn- ugur. Þau Kara og Helgi fluttust til Reykjavíkur árið 1970 og ég ári síðar. Þar urðum við nágrannar, þau bjuggu á Ægissíðu, en ég á Tómasarhaga, lág girðing á milli húsa. lega grein fyrir hve voðaleg þau eru fyrr en manns nánustu verða fyrir þeim. Amma var að koma úr vinn- unni, vinnunni sem var henni svo mikils virði, enda hafði hún stund- að hana samfellt í 32 ár. Oft var amma búin að segja okkur að hún vildi helst fá að vinna þangað til kallið hennar kæmi, kallið sem við öll verðum að hlíða, en kemur oft svo snöggt. Þetta lýsir ömmu kannski best. Hún gat aldrei verið aðgerðalaus, alltaf var hún að, alltaf á þönum, gera þetta fyrir þennan og hitt fyrir hinn. Amma var því vön að hafa mik- ið að gera, heimilið var stórt í fyrri tíð og í ýmsu að snúast. Síð- ustu árin hefur amma búið ein og var það mikil breyting fyrir hana, en hjá henni hefur alltaf verið gestkvæmt og gladdi það hana mjög. Amma var alveg einstök heim að sækja, hún var aidrei ánægðari en þegar margir komu, enda var hún þá á þönum til að vera nú alveg viss um að allir fengju nóg. Ekki var það ósjaldan sem hún rétti að barnabörnunum eða lang- ömmubörnunum epli eða ein- hverju góðgæti í nestið þegar þau fóru. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Amma var okkur ástkær. Engan sem kynntist henni furðar heldur á að hún væri vin- sæl og nyti virðingar allra sem hana þekktu. Hún laðaði alla að sér með móðurlegri ástúð sinni. Amma var ein af þeim fáu sem vekja það besta hjá öðrum með návist sinni. Ekkert óhreint eða ljótt gat þrifist nærri henni. Amma gat aldrei heyrt aðra deila, það var henni svo mikils virði að allir væru ánægðir, enda lagði hún alltaf sitt af mörkum til að svo mætti vera. Alltaf var hún tilbúin til að gera allt sem hún gat til að gleðja aðra, en oft fannst henni það algjör óþarfi að aðrir væru að snúast í kringum sig. Amma var ein af þeim ömmum sem svo oft hafa verið notaðar sem fyrirmynd að sögupersónum í barnasögum. Þessum ömmum sem allir hafa lesið um en því miður ekki allir hafa verið eins lánsamir og við að eiga. Þessum ömmum sem eiga ótakmarkaða þolinmæði, ótakmarkaða fórnfýsi og síðast en ekki síst ótakmarkaða ást. Amma var athvarf okkar. Við biðjum ömmu blessunar Guðs í nýjum heimkynnum og þökkum henni allt sem hún gerði fyrir okkur og vonandi kenndi. Barnabörn Kara Briem var höfðingi, ein þeirra hefðarkvenna er settu svip á bæinn. Hún var höfðingi í lund, höfðingi í framgöngu, höfðingi heim að sækja. Hún var glaðlynd kona og með afbrigðum félags- lynd, hafði frábæra frásagnargáfu og gat sagt svo frá smáatvikum, að þau urðu að skemmtilegri sögu. Skopskyn hafði hún gott og var gædd þeim óvenjulega hæfileika að geta gert grín að sjálfri sér og sínum mistökum eða glappaskot- um. Hún hafði rífandi áhuga á stjórnmálum, og fór fátt fram hjá henni er gerðist á stjórnmálasvið- inu. Oft sagði ég við Köru, að hefði hún verið karlmaður, væri hún löngu komin á þing. Á Akureyri starfaði Kara í Kvenfélaginu Framtíðinni og Kvenfélagi Akureyrarkirkju. Á sínum yngri árum fékkst hún svo- lítið við að knippla og orkera, og til eru fagrir munir er bera hand- bragði hennar gott vitni. Áður en kvennaskólar urðu eins margir og síðar varð, kepptust ungar stúlkur um að komast í vist til hennar til þess að læra af henni hannyrðir og hússtjórn. Þrátt fyrir alla þessa kosti Köru vinkonu minnar þá held ég, að það, sem ég dáði hvað mest í fari hennar, hafi verið hin ómælda lífsorka og bjartsýni — hæfileikinn til þess að sigra. Margt áfallið fékk Kara og marga raun varð hún að standa af sér. Öll hennar systkini fóru á undan henni héðan úr heimi, og son sinn missti hún á besta aldri. Sjúk- dómslegur hennar voru margar, og stundum sagði hún, sársjúk en brosandi: „Ingibjörg mín, vertu al- veg óhrædd, ég hef níu líf eins og kötturinn". Svona var Kara. Þegar maður kom til hennar inn í sjúkrastofu til þéss að dreifa áhyggjum eða kvíða, var það Kara, sem hélt uppi samræðum með gamanyrði á vörum. Kara og Helgi voru vinföst og trygglynd. Oft var glatt á hjalla á heimili þeirra, og oft var gripið í spil. Bæði voru þau prýðilegir bridgespilarar. En lífið stendur aldrei í stað, vinirnir smáhurfu af vettvangi. Sigurður Guðmundsson skólameistari, dr. Kristinn Guð- mundsson og þeirra konur fluttust til Reykjavíkur, og læknarnir Jó- hann Þorkelsson, Pétur Jónsson og Guðmundur Karl Pétursson fluttu yfir móðuna miklu. Eftir að Kara og Helgi fluttust suður haustið 1970 bjuggu þau alltaf á Ægissíðu 60. Síðustu mánuðina var Kara á Hrafnistu, og þar and- aðist hún 18. október sl. Útför hennar fór fram frá Dómkirkj- unni nokkrum dögum síðar. Helgi dvelst nú á Hrafnistu. Ég sendi honum kveðju mína, svo og Sig- urður vestur um haf og Sigríði og hennar fjölskyldu. Það er alltaf sárt að missa góðan vin, en gott að eiga hlýjar minningar. Blessuð sé minning Köru Briem. Ingibjörg R. Magnúsdóttir Fulltrúar Leigjendasamtakanna hafa átt viðræður við húsnæöis- fulltrúa Reykjavíkurborgar, Gunnar Þorláksson, vegna framkominnar tillögu Guðrúnar Jónsdóttur um sameiginlega leigumiðstöð Keykja- víkurborgar, Húseigendafélags Keykjavíkurborgar og Leigjenda- samtakanna, segir í fréttatilkynn- ingu frá Leigjendasamlökunum. Leigjendasamtökin lýsa sig mjög fylgjandi framkominni til- lögu, svo sem fram kom í viðræð- um fulltrúa þeirra við húsnæðis- fulltrúana og lýsa sig fús til að taka þátt í samstarfi um rekstur slikrar leigumiðstöðvar. Borgarfulltrúum hlýtur öllum að vera kunnugt hið geigvænlega ástand sem ríkir í húsnæðismál- um á höfuðborgarsvæðinu, ekki síst yfirþyrmandi skortur á leigu- húsnæði eins og fram hefur komið í upplýsingum frá Leigjendasam- tökunum og Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar, en 900 manns munu á skrá hjá þessum aðilum í næsta vonlítilli bið eftir leigu- húsnæði. Framkomin tillaga Guðrúnar Jónsdóttur eykur að vísu ekki leiguhúsnæði í Reykjavíkurborg, en kann þó að verða til þess að betri heimtur verði á húsnæði og það aðgengilegra. Ekki síður mun þörfin fyrir leiguhúsnæði verða ljósari ef þeir sem að húsnæði leita eru skrásettir hjá einum og sama aðilanum. Hlýtur það að verða öllum til hagsbóta að hafa sem aðgengilegastar og réttastar upplýsingar. Síðast en ekki síst mun leigumiðlun á vegum þessara aðila verða bæði leigusölum og leigutökum til hagræðis og örygg- is. Vegna alls þessa skorar stjórn Leigjendasamtakanna á borgar- ráð að samþykkja nú þegar fram- komna tillögu Guðrúnar Jónsdótt- ur um sameiginlega leigumiðstöð áðurnefndra þriggja aðila hér í Reykjavíkurborg, og hefja þegar undirbúning að rekstri leigu- miðstöðvarinnar. afmælisfundur S.A.A., haldinn í Háskólabíói laugardaginn 30. okt. 1982 kl. 14.00. J. PIRR0 G. SMITH ÚMAR BRYNDlS TT Dagskrá H0RNAFL0KKUR KÚPAV0GS leikur létt lögfrá kl. 13-30. Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra: ávarp. Signý Sæmundsdóttir: syngur við undirleik Guðríðar Steinunnar Sigurðardóttur. Björgólfur Guðmundsson: rekursögu S.Á.Á. Ómar Ragnarsson: skemmtir Pjetur Þ. Maack: hugleiðing Ullen dullen doff: fer með gamanmál Joseph Pirro: ávarp Biskup lslands, hr. Pétur Sigurgeirsson: ávarp Kynnir: Bryndís Schram. EFTIR FUNDINN: AFMÆLISKAFFI HÓTEL SÖGU spilað undir borðum — Sigfús Halldórsson og Snœbjörg Snæbjarnardóttir. — Graham Smith.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.