Morgunblaðið - 30.10.1982, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 30.10.1982, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1982 43 Sími 78900 SALUR 1 Frumsýnir stórmyndina Atlantic City ^tínr. k-3?£- mn»________ifia Atlantic City var útnetnd fyrir 5 óskarsverðlaun í marz sl. og hefur hlotið 6 Golden Globe verðlaun. Myndin er talin vera sú albesta sem Burt Lancaster hefur leikið í enda fer hann á kostum i þessari mynd. Aðal- hkitv : Burt Lancaater, Suaan Sarandon, Michel Piccoli. Leikstjóri: Louie Malle. Bðnnuö innan 12 ára. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. SALUR 2 Félagarnir frá Max-Bar > (The Guys from Max’s Bar) mcR( Aðalhlv : John Savage (Deer Hunter), David Morae, Diana Scarwind. Leikstjóri: Richard | Donner (Superman, Omen). Sýnd kl. 3, 5.05, 7.10, 9.10 og 11.15. SALUR 3 Dauöaakipiö (Deathship) Þek sem Hfa það af aö bjarg- ast úr draugakslpinu. eru bet- ur staddir að vera dauöir. Frábær hrollvekja. Aöalhlv: George Kennedy, Richard Crenna. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 3, 5, 7,9 og 11. SALUR 4 Porkys it growing «p yrr raadel Ton'UbcgUd Porkys er frábær grtnmynd sem slegiö hefur öll aösókn- armet um allan helm, og er þriöja aðsóknarmesta mynd í Bandaríkjunum þetta árið. Það má með sanni segja að þetta er grínmynd ársins 1982, [ enda er hún í algjörum sér- flokki. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. The Exterminator (Gereyöandinn) Sýnd kl. 11. Bðnnuð innan 16 ára. Being There eýnd kl. 5 og 9. (8. sýningarmánuður) I Aflár með lel. texta. ■ l»órir S. (áiöberiísson Ar aldraðra XV Um tryggingabætur lífeyrisþega Mörgum öldnum finnst opinbert kerfi flókið og erfitt Mörfjum öldnum finnst allt flókið sem „sækja þarf um“ eða „fylla út alls kyns skýrsl- ur“ eins og þeir orða það stundum. Fyrst þarf að fá eitt vottorð hér svo annað þar og svo loks að fara til Trygg- ingastofnunar með allt saman og leggja gögnin fram. Öðrum finnst þetta ekkert mál. Þeir kynna sér reglur og réttindi, málið er skilið og reynt að leysa það eftir bestu getu. Við megum þó aldrei gleyma því að margir aldnir eru ekki vanir svo miklu „pappírsflóði" sem flæðir um allar skrifstof- ur og stofnanir á okkar dögum. Þeim vex í augum að þurfa að fara til læknis, á skattstofu, hagstofu o.fl. stundum vegna hreyfihömlunar, vegna illviðr- is, vegna erfiðleika með að komast upp í strætisvagna, vegna feimni og hlédrægni og þannig mætti lengi telja. Stundum er það meira að segja svo að séu „embættismenn." ekki nógu liprir og hjálpsamir með hæfilegri örvun og hvatn- ingu gefast margir upp á leið- inni og vilja heldur vera án réttinda sinna en að láta það „kosta þessi ósköp“. Mér er tíðrætt um þessi mál vegna síðustu greinar um rétt- indi lífeyrisþega og aðstoð þá sem aldnir fá og/eða ráðgjöf á opinberum stofnunum. Margir aldraðir þurfa lengri tíma en aðrir tjl upplýsinga og ráðgjaf- ar. Sumir heyra illa og halda jafnvel fyrirfram að „málin séu flókin" og erfið. Aðrir eru á engan hátt vanir að standa í svona útréttingum allra síst fyrir sjálfa sig og mörgum finnst þeir næstum vera að „betla“ af ríki eða sveitarfélagi en ekki að reka þann rétt sem þeir eiga og hafa hlutast til um að unnt sé að fá vegna opin- berra gjalda sem þeir hafa greitt um áraraðir. Það eru því margir hlutir sem taka þarf tillit til þegar um aldna er að ræða þó að margir haldi að nóg sé að klappa þeim á bakið og segja: Þetta lagast allt, góði, þegar að því kemur. Hvernig viljum við að komið sé fram við okkur? Með fáeinum orðum verður nú nánar vikið að þeim bótum Tryggingastofnunar sem líf- eyrisþegar geta átt rétt á og ekki var unnt að taka með í síðustu grein. 1. Heimilisuppbót Einhleypir lífeyrisþegar, þ.e. þeir sem búa einir og njóta tekjutryggingar (fullrar eða skertrar) geta sótt um heimil- isuppbót vegna ymiss konar aðstæðna. Heimilisuppbótin skerðist þá í sama hlutfalli og tekjutrygging viðkomandi að- ila. Leigi viðkomandi aðili inni á heimili annars aðila og njóti með honum ýmiss konar sam- eiginlegrar þjónustu er al- mennt litið svo á, að þeir tveir eigi ekki rétt á heimilisuppbót sem á fyrst og fremst við þá sem þurfa að hjálpa sér á allan hátt upp á eigin spýtur. Sérstök eyðublöð liggja frammi hjá Tryggingastofnun og umboðum hennar út um land sem ber að fylla út þegar sótt er um heimilisuppbót. / 2. Uppbót á lífeyri Stundum er það svo að líf- eyrisþegi kemst ekki af með tekjur sínar. Hann þarf að greiða lyf, læknishjálp, með- ferð, húsaleigu, jafnvel leigu- bifreið ef hann er hreyfihaml- aður og kemst ekki í almenn- ingsvögnum o.s.frv. I slíkum tilvikum er Trygg- ingastofnun heimilt að greiða frekari uppbót á lífeyri og á þetta einnig við þegar um dvalarkostnað á vistheimili er að ræða t.d. Hér eru sömu tölur upp á teningnum hvað varðar um- sókn. Ekkert kemur af sjálfu sér. Þegar sótt er um uppþót á lífeyri þarf að fylgja með vott- orð frá lækni um lyfjakostnað, læknismeðferð og annað, yfir- lýsing um háa húsaleigu, sjúkrakostnað í heimahúsum og annað það sem hér er um að ræða hverju sinni. 3. Makabætur Ef maki getur t.d. ekki stundað vinnu vegna sjúkleika hins makans, er bundinn yfir honum í heimahúsi, nýtur ekki heimilishjálpar o.s.frv. má greiða maka lífeyrisþega allt að 80% einstaklingslífeyris. Þarf þá einnig að sækja um það sérstaklega með tilheyr- andi vottorðum. 4. Greiðslur fyrir þá sem dveljast á dvalar- og elliheimilum Dveljist lífeyrisþegi á venjulegri vist á elliheimili greiðir ríkið það sem á vantar upp á vistgjaldið. Lífeyrisþegi hefur þá ávallt upphæð sem samsvarar svokölluðum „vasa- peningum“. Flytjist lífeyrisþegi á hjúkr- unar- eða sjúkradeild greiða sjúkratryggingar vistgjaldið. Þá falla niður bætur almanna- trygginga en lífeyrisþegi held- ur öðrum tekjum t.d. eftir^ launum úr lífeyrissjóði o.fl. í nýju frumvarpi til laga um málefni aldraðra sem væntan- lega verður lagt fyrir Alþingi nú í haust er þó gert ráð fyrir að reglur þessar breytist að nokkru og þær samræmdar. 5. Sjúkrahúsvist Ef lífeyrisþegi hefur dval- ist á sjúkrahúsi eða viður- kenndri sjúkrastofnun lengur en 4 mánuði alls á undanförn- um 24 mánuðum falla bætur almannatrygginga niður 5. mánuðinn og þar á eftir. Þó er venjan sú að lífeyrir er alltaf greiddur útskriftarmánuð við- komandi sjúklings. í sérstökum tilvikum er unnt að fá undanþágu frá þessari reglu og ber þá sér- staklega að sækja um það til tryggingaráðs. 6. Vasapeningar Hálfleiðinlegt orð þetta „vasapeningar". En þannig er að dveljist lífeyrisþegi á dval- arheimili aldraðra og hafi við- komandi engar tekjur getur hann fengið greidda svokall- aða vasapeninga samkvæmt ákvörðun tryggingaráðs. Gert er ráð fyrir því að þessi upp- hæð hækki allverulega með nýju frumvarpi og lögum og ber að fagna því. I næstu grein mun undirrit- aður ljúka spjalli um trygg- ingabætur lífeyrisþega og und- anþágu frá greiðslu afnota- gjalda. Vernd — \ irkni — Vellíöan Skýrslur um kjöt- birgðir í samræmi við birgðabókhald FRAMLEIÐSLURÁÐ landbúnaðar- ins óskadi eftir því við Svein Jóns- son, löggiltan endurskoðanda, að hann framkvæmdi dreifikönnun á bókhaldi, birgðum og skýrslugerð hjá sláturleyfishöfum. Könnunin náði til 7 aðila en sláturleyfishafar eru alls 48. Fullyrðingar hafa komið fram, að mánaðarlegar skýrslur frá sláturleyfishöfum til Framleiðslu- ráðs landsbúnaðarins um birgðir kindakjöts séu í sumum tilvikum vísvitandi rangar, en skýrslurnar eru meðal annars notaðar sem grund- völlur fyrir niðurgreiðslur úr ríkis- sjóði. „Niðurstöður liggja nú fyrir og sýna að fullnægjandi skipulag er á birgðabókhaldi allra þeirra aðila, sem könnunin náði til og að skýrslugerð til Framleiðsluráðs á síðastliðnu framleiðsluári var í samræmi við birgabókhaldið. Birgðatalning endurskoðanda kom í öllum tilvikum heim við birgða- bókhald þegar tekið er tillit til eðlilegrar rýrnunar," sagði Ingi Tryggvason, formaður Stéttar- sambands bænda. Ingi vildi ekki gefa upp til hvaða sjö aðila könnunin náði til. „Þeir voru valdir af handahófi. Þessir aðilar voru ekki valdir af því þeir væru tortryggðir, en ég veit ekki nema að nafnbirting fái menn til að álykta að ástæða hafi verið til tortryggni. Þess vegna finnst mér ekki ástæða til að draga þá fram. Við höfum ekki nokkra ástæðu til að ætla að fullyrðingar um vísvitandi rangar birgðatölur hafi átt við rök að styðjast. Meðal ann- ars vegna þess að við gátum aldrei séð hvaða hagnað menn áttu að hafa af því að falsa birgðir. Sá er gefur upp falskar birgðir, það er meira en hann á, fær ekki niður- greiðslur nema að takmörkuðu leyti auk þess sem hann leggur sig í hættu,“ sagði Ingi Tryggvason. Eins og kunnugt er af fréttum er nýlokið sameiginlegum mælingum íslendinga og Norðmanna á loðnustofninum. Við mælingarnar voru rannsóknarskipin G.O. Sars og Bjarni Sæmundsson, sem hér sjást út af Jan Mayen, notuð. Ljósmynd Rafn ólafsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.