Morgunblaðið - 30.10.1982, Síða 26

Morgunblaðið - 30.10.1982, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1982 Skugga-Sveinn í Stykkishólmi Svava Sigríður Gestsdóttir við nokkur verka sinna. Sýnir í Gallerí Lækjartorgi SVAVA Sigríður Gestsdóttir opnar í dag myndlistarsýningu í Gallerí l*ækjartorgi. Á sýningunni verða 40 verk, blek-, vatnslita- og pastelmyndir. Sýningin verður opnuð í dag klukkan 16. Sýning Svövu Sigríðar verður opin aila daga frá klukkan 14 til 21 og stendur til 7. nóvember. Stykkishólmur: Ólafur Torfason opn- ar málverkasýningu Stykkishólmi. 29. október. í DAG, laugardag, klukkan 17 opnar Olafur Torfason listmálari málverkasýningu í Gagnfræðaskól- anum í Stykkishólmi. Sýnir hann þar myndir úr nágrenni Stykkis- hólms, sem hann hefur unnið að undanfarna mánuði. Eru þetta bæði olíumálverk, vatnslitamyndir og kolamyndir. Verður sýningin einnig opin á sunnudag. Áður hefur Ólafur haldið sýningar bæði í Stykkis- hólmi, Reykjavík, Þrastarlundi og New York. Alls staðar hlotið frábærar viðtökur. Þessi sýning mun vera sölusýning. — KrélUriUri. Níutíu ára afmæli Stykkishólmshrepps Ktykkishólmi, 29. október, 1982. UM ÞESSAR mundir á Stykkis- hólmshreppur 90 ára afmæli, en árið 1892 var hreppnum skipt, þar sem áður var Helgafellssveit varð nú Stykkishólmshreppur og Helgafells- sveit. Undir Stykkishólmshrepp féll kauptúnið og eyjarnar. í tilefni þessara tímamóta verð- ur afmælisfagnaður haldinn á vegum hreppsins í Félagsheimili Stykkishólms á morgun, laugar- daginn 30. ofctóber klukkan 15. Þar minnist oddviti hreppsins, Ellert Kristinsson, tímamótanna með ávarpi, einnig verður upplestur, Magnús Jónsson óperusöngvari syngur og Ómar Ragnarsson skemmtir. Á eftir verður öllum viðstöddum boðið til kaffidrykkju á vegum hreppsins í Félagsheimilinu. I tilefni afmælisins opnar Ólaf- ur Torfason listmálari málverka- sýningu í Stykkishólmi. — Fréttaritari. Spænsk gítartónlist í Norræna húsinu Gítarleikararnir Símon ívarsson og Siegfried Kobilza frá Austurriki hafa haldið gítartónleika með spænskri tónlist víða um landið. Vegna fjölda áskorana, ætla þeir að endurtaka tónleikana í Reykjavík laugardaginn 30. okt. kl. 16:00 í Norræna húsinu, og eru það þar með lokatónleikar þeirra að þessu sinni. Myndin er tekin, þegar menn voru að reisa húsið að Dragavegi 5. Tveggja hæða einingahús úr steinsteypu BYGGINGAIÐJAN hf. hefur reist ein- ingahús úr steinsteypu að Dragavegi 5 í Reykjavík, og tók um tvo daga að reisa húsið, sem er 100 fermetrar að grunnfleti, 2ja hæða. Útveggir hússins eru með inn- steyptri einangrun og innsteyptum gluggum. Þeir eru tilbúnir undir málningu að innan, en að utanverðu eru gluggarnir húðaðir með hvítri marmarasteypu, sem samkvæmt umsögn húsbyggjanda þarf ekkert viðhald. í millilofti og þaki eru strengja- steypueiningar, sem spenna á milli útveggja og geta því allir milliveggir verið léttir og færanlegir. Verð á húsi sem þessu, þ.e.a.s. verð eining- anna með flutningi, frágangi og þéttingum er á núverandi verðlagi um 55Q þúsund krónur. Umferð takmörk- uð um Heiðmörk Úr myndinni „Farðu í rass og rófu“. Laugarásbíó frumsýnir Farðu í rass og rófu“ Laugarásbió hefur hafið sýningar á kvikmyndinni „Farðu í rass og rófu“, sem á frummálinu heitir „Kiss My Grits“. Leikstjóri er Jack Starrett, framleiðandi Gary L. Mahlman, framkvæmdastjóri Anthony Qu- inn, en handrit gerðu David Ne- umann og Richard Graddis. Helztu leikendur í myndinni eru Bruce Davison, Susan George, Tony Franciosa, Pat Corleu, Van Proyen og Rebecca Balding. Stykkishólmi, 29. október. 1982. í TILEFNI fimmtán ára afmæiis Leikfélagsins Grímnis í Stykkis- hólmi, frumsýnir félagið í kvöld, laugardagskvöld, klukkan 21, í Félagsheimilinu, leikritið Skugga-Svein eftir Matthías Jochumsson. Alls taka um 30 manns þátt í sýningunni, en leik- stjóri er Jón Júlíusson. Leikmynd er eftir Jón Svan Pétursson og lýsingu annast Kristinn Daníels- son. Með helstu hlutverk fara Jón Eyþór Lárentsínusson, sem leikur Skugga-Svein, Njáll Þor- geirsson leikur sýslumanninn, Harald leikur Óskar Sigurðs- son, Ástu leikur Hrafnhildur Hrafnkelsdóttir, Grasa-Guddu leikur Guðrún Marta Ársæls- dóttir. sonar. Næsta sýning verður svo Undirleik annast hljómsveit annað kvöld klukkan 21. undir stjórn Daða Þórs Einars- __Fréttaritari. Skugga-Sveinn: Jón Eyþór LárenUfnusson og Ketill skrækur: Björgvin Guðmundsson. HLIÐUNUM í Heiðmörk, þ.e.a.s. við Vífilsstaðahlíð, Strípsveg við Ferðafélags- plan og Hjallabraut hefur verið lokað, og meðan svo er, er bifreiðaumferð um Mörk- ina takmörkuð. Hægt verður að aka veginn um Rauðhóla framhjá Jaðri upp eftir Heiðarvegi og eftir hraunslóða út hjá Silungapolli, eða öfugt, segir í fréttatilkynningu frá Skóg- ræktarfélagi Reykjavíkur, sem Morgunblaðinu hefur borizt. Vegirnir um Heiðmörk eru að- eins gerðir fyrir sumarumferð, og þola ekki umferð þann árs- tíma, sem frost og þíðviðri skipt- ast á, og er því nauðsynlegt að hlífa þeim við bifreiðaumferð yfir veturinn og þar til frost er að mestu leyti farið úr jörð að vori. Það er ósk félagsins að fólk noti Mörkina til gönguferða og annarrar útivistar þrátt fyrir takmarkaða bifreiðaumferð yfir veturinn. Dýraspít- alinn aft- ur opinn DÝRASPÍTALI Mark Watsons í Víðidal byrjar í dag, laugardag- inn 30. október, 24 klst. dýra- læknaþjónustu við heimilisdýr. Komnir eru til starfa við spítal- ann tveir dýralæknar, þeir Gísli Halldórsson og Helgi SigurAs- son. Þeir Gísli og Helgi hafa verið að undirbúa sig vegna hins nýja starfsvettvangs, segir m.a. í fréttatilkynningu frá spítalan- um. Gísli hlaut sína dýralækna- menntun í Danmörku og Helgi hlaut dýralæknamenntun í Nor- egi. Er hann nýlega kominn frá Noregi þar sem hann var á dýra- læknanámskeiði fyrir starfandi dýralækna, í skurðaðgerðum á smádýrum. Dýraspítalinn er sjálfseign- arstofnun. í fréttatilkynningunni segir, að spítalinn sé allsæmilega búinn tækjum og útbúnaði og þess getið, að gjafafé og áheit, sem Dýraspítalanum hafa borist hafi verið notað, er keypt var til spítalans snemma á þessu ári röntgenmyndatæki til afnota fyrir lækna spítalans. Dýra- hjúkrunarkona spítalans er Sig- fríð Þórisdóttir, sem jafnframt er umsjónarmaður spítalans. Aðalfundur SSS í dag AÐALFUNDUR Sambands sveitar- Télaga á Suðurnesjum, SSS, verður haldinn í dag, laugardag, i húsi Verzlunarmannafélags Suðurnesja, llafnargötu 8, KeDavik. Hefst fund- urinn klukkan 9.00 og er áætlað að honum Ijúki tæplega 17.00 í kvöid. Auk venjulegra aðalfundar- starfa mun Halldór Árnason frá Samstarfsnefnd um iðnráðgjöf í landshlutum, ræða um iðnþróun- arfélög og iðnþróunarsjóði, dr. Björn Dagbjartsson, forstjóri Rannsóknastofnunar fiskiðnaðar- ins, mun ræða um atvinnumál og möguleika í matvælaiðnaði, Þor- steinn Vilhjálmsson, formaður staðarvalsnefndar, mun ræða um staðarval orkufreks iðnaðar á Suðurnesjum og Zophanías Páls- son, skipulagsstjóri ríkisins, mun ræða skipulagsmál á Suðurnesj- um.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.