Morgunblaðið - 30.10.1982, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 30.10.1982, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1982 17 Hörður Hafsteinsson, flugmaður, í umhverfi sem hann kann vel við sig í. Koma mætti í veg fyrir flugslys með flugum- sjón fyrir einkaflug Flug Ágúst Asgeirsson ÞAÐ ER nær ófrávíkjanleg regla, að þegar slys verða í einkaflugi, hefst umræða um öryggi flugsins i röðum flugáhugamanna. Oft er komist að þeirri niðurstöðu, að forða hefði mátt slysi ef flugmað- urinn hefði verið nákvæmari í at- hugun á veðurfari og fleiru er flug- ið varðar. Sakna menn þá oft þess að ekki er fyrir hendi þjónustu- miðstöð, eða flugumsjón fyrir einkaflugið. Fundir og ráðstefnur félaga einkaflugmanna og flug- áhugamanna hafa skorað á áhrifa- menn eða ályktað um nauðsyn þjónustumiðstöðvar fyrir einka- flugið, án þess að málinu hafi mið- að áfram. Og fyrir skemmstu fregnaði Mbl. að þaulreyndur at- vinnuflugmaður, Hörður Haf- steinsson, hafi beitt sér fyrir því að sett verði á laggirnar þjónustu- miðstöð fyrir einkaflugmenn og jafnframt boðist til að veita mið- stöð af þessu tagi forstöðu. Erindi hans er til meðferðar hjá Flugráði. „Það sem fyrst og fremst vakir fyrir mér er að auka öryggi í einkaflugi og reyna þannig að koma í veg fyrir slys á litlu flugvélunum, sem mörg hver stafa af ókunnugleika flug- manna á staðháttum og veður- fari á landinu, sem breytist æði oft á mjög skömmum tíma. Ég er sannfærður um að með flug- umsjón af þessu tagi hefði mátt koma í veg fyrir mörg slys á undanförnum árum,“ sagði Hörður Hafsteinsson í samtali við Mbl. „Það er um ár síðan ég fór að viðra þessa hugmynd við ýmsa aðila, sem málið er skylt, svo sem starfsmenn Flugmála- stjórnar, flugmálastjóra, flug- umferðarstjóra, loftferðaeftir- litsmenn, veðurstofumenn og aðra. Alls staðar hef ég orðið var við mikinn áhuga á þessu máli, og á ráðstefnu Vélflugfélags ís- lands í vor var í raun og veru óskað eftir því að þessari starf- semi yrði komið á. Það hefur lengi verið mikill áhugi á þessu, og til dæmis eru mörg ár frá því að Agnar Kofoed-Hansen flugmálastjóri fór að hafa orð á því á fundum með einkaflugmönnum að hér þyrfti að koma upp einhvers konar þjónustu við einkaflug- menn. Þessari hugmynd hafa hann og fleiri haldið á lofti í mörg ár, en aldrei verið neinn aðili sem haft hefur áhuga á að framkvæma þessa hugmynd. Er það miður því vöntun þessarar þjónustu er líklega búin að kosta mörg mannslíf," sagði Hörður. Samkvæmt hugmyndum Harðar yrði ávallt reyndur flug- maður fyrir hendi í þjónustu- miðstöð/flugumsjón einka- flugmanna, sem fylla nokkur hundruð. Yrði hann þeim til ráðgjafar í öllu sem viðkæmi fluginu, t.d. varðandi flugáætl- anir og heppilegustu flugleiðir á áfangastað. í miðstöðinni væru jafnan allar tiltækar upplýs- ingar um veðurfar og veðurspár og ástand flugvalla. Hörður var beðinn um að lýsa hugsanlegri starfsemi þjónustumiðstöðvar af þessu tagi. Hann sagði: „Við skulum reyna að lýsa þessu með eftirfarandi dæmi: Einkaflugmaður kemur inn í þjónustumiðstöðina og segist ætla til Akureyrar. Miðstöðin hefur á takteinum nýjustu upp- lýsingar um veður og spár fyrir Akureyri og Reykjavík og flug- leiðina þar á milli. Komi í ljós að beinasta flugleið er illfær eða ófær eru kannaðir möguleikar á hvort önnur flugleið komi til greina, því oft kemur fyrir, að ein leið er vel fær þótt önnur sé lokuð. Ef fyrirhugaða flugleiðin er ófær eða illfær eru aðrar flugleiðir, sem reynast kynnu opnar, ráðlagðar. Komi hins veg- ar í ljós að engin flugleið er greiðfær ráðleggur flugumsjón viðkomandi flugmanni að hætta við flugið. í miðstöðinni gerir flugmaður- inn flugáætlun, sem inniheldur upplýsingar um áfangastað, flugleið, nöfn farþega, flugtíma til áfangastaðar, stopp þar og komutíma til baka. Flugumsjón mundi svo fylgjast með flugi þessa flugmanns og ef veður breyttust til hins verra yrði haft samband við hann og honum gefnar nýjustu upplýsingar. Flugmenn yrðu jafnan í tal- stöðvarsambandi við flugum- sjónina á sérstakri bylgjulengd, og mundi það t.d. létta vissu álagi af flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík, sem stjórnar um- ferð áætlunar- og atvinnuvéla yfir landinu. Miðstöðin gæti einnig komið áleiðis skilaboðum til flugmanns eða frá honum, en það er ekki fyrir hendi með nú- verandi skipulagi fjarskiptasam- bands við flugvélar. Með þessu móti væri hægt að taka upp tilkynningarskyldu sjónflugsflugvéla, en ef einka- flugmönnum væri skylt að til- kynna staðarákvörðun og flug- stefnu á hálfrar stundar fresti væri strax hægt að útiloka stór leitarsvæði ef flugvél yrði fyrir óhappi á leið sinni. Hér er um mikið öryggisatriði að ræða, þvi ef eitthvað færi úrskeiðis, er hver mínúta dýrmæt, til dæmis ef flugvél hefði orðið að nauð- lenda eða brotlent og flugmaður og farþegar lægju slasaðir í flak- inu. Þess má geta, að vísir var að flugumsjón af þessu tagi í sam- bandi við flugdaginn á Akureyri í sumar, og þótt sú reynsla hefði verið stutt, var hún góð og flugmenn ákaflega hrifnir. Það er reyndar alls staðar mikill áhugi á þessu máli, hvar sem ég hef stungið niður fæti. Ég er reiðubúinn að koma hugmynd- inni í framkvæmd og taka þetta starf að mér og sjá alfarið um rekstur flugumsjónar af þessu tagi,“ sagði Hörður. Þess má að lokum geta, að Hörður er þrautreyndur flug- maður, hefur mörg þúsund flug- tíma að baki í almennu leigu- flugi hér á landi og til nágranna- landanna, og þekkir því vel til þeirra þátta, sem áhrif hafa á flug milli staða hér á landi. — ágás. Reykjavíkurborg: Viðræðunefnd um stjórn Landsvirkjunar BORGARRÁÐ skipaði á fundi sín- um á þriðjudag, viðræðunefnd við iðnaðarráðuneytið og Akureyrarbæ, vegna viðræðna um breytt fyrir- komulag á stjórn Landsvirkjunar, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Davið Oddssyni borgar- stjóra. Sagði Davíð að skipan viðræðu- nefndarinnar og verkefni hennar, væri á grundvelli bráðabirgða- ákvæðis í sameignarsamningi Landsvirkjunar og Laxárvirkjun- ar, sem samþykkt var um áramót 1980 og 1981. I nefndina voru kjörnir af hálfu Reykjavíkurborgar Davíð Odds- son, Birgir Isl. Gunnarsson, Sigur- jón Pétursson og Kristján Bene- diktsson. Færeyingur Myndlist Valtýr Pétursson í anddyri og á göngum Norræna hússins stendur nú yfir sýning á nokkrum myndum eftir færeyskan listamann að nafni Amariel Norð- oy. Þessi sýning stendur aðeins í nokkra daga, og er það miður, því að hún er vel þess virði, að henni sé veitt athygli. þarna eru nokkrar litógrafíur og krítarmyndir eftir færeyskum fyrirmyndum, og eru þær því bæði sérstakar í efnisvali og litameðferð. Það er sterkur svipur af umhverfi eyjanna í þess- um fáu myndum, og listamaður- inn sver sig í ætt við myndrænt uppeldi, er hann mun hafa hlotið á danskri grund. Amariel Norðoy hefur áður sýnt hér á landi og þá með fleiri lista- mönnum úr Færeyjum, nánar til- tekið á færeysku vikunni í Nor- ræna húsinu árið 1973. Ef satt skal segja, man ég lítið eftir myndum hans á þeirri sýningu, en í þetta sinn hafði ég mikla ánægju af að sjá þessar fáu myndir. Að mínum dómi hefur Norðoy ágæt tök á krít, og ég held, að fullyrða megi, að hann hefur miklu meira vald á krítarmyndum sínum en litógrafíum. Litógrafíurnar eru að vísu afar einfaldar í sniði og því sterkar í byggingu, en það er eins og vanti svolitla snerpu til að gæða þessi verk verulegu lífi, en það tekst aftur á móti mjög vel, er Norðoy notar krítina. Alls eru á þessari litlu sýningu-fjórtán verk og því rúmt um hlutina í anddyr- inu. Heildin fer mjög vel, og það er skemmtilegur blær yfir þessu samsafni. Listamaðurinn mun ekki við eina fjölina felldur, og mér er sagt, að hann stundi skipasmiðar jafnframt því að mála og teikna. Hann virðist samt hafa verið ötull við að koma verkum sínum á framfæri og haldið sýningar víða í Færeyjum og Danmörku. Einnig hefur hann sýnt í Óslo og Helsinki og svo auðvitað hér á landi, eins og áður er sagt. Öll þau verk ,sem sýnd eru að sinni, eru til sölu, og ég furðaði mig á að þessar myndir skyldu ekki hafa runnið út eins og heitar bollur. Þær láta að vísu ekki mikið yfir sér, en ég er viss um að þær vinna hug manns við nánari kynni enda allar í ágætum gæðaflokki. Það hefði verið skemmtilegt, ef þessi sýning hefði getað staðið lengur, en það þýðir víst ekki að tala um það nú. En ef þessi listamaður á leið hingað aft- ur, væri ánægjulegt að fá að sjá svolítið meira af verkum hans og þá fjölbreyttara úrtak ef það er fyrir hendi. I Djúpinu Þá er aftur tekið til við að halda sýningar í Djúpinu, en sýningar lögðust þar af um tíma, og eftir því sem ég best veit, hafði jazzinn þá yfirhöndina. Nú er sem sagt aftur farið að koma myndlist þar á fram- færi eins og áður fyrr. Þetta er ágætur staður, og því ástæða til að fagna því, að myndlist skuli komin þar aftur í sinn fyrri sess. Nú er það Magnea Soffía Hall- mundsdóttir sem efnt hefur til sinn- ar fyrstu sýningar. Hún hefur stundað myndlistarnám og tré- skurð undanfarin ár og lagt stund á fleiri en eina listgrein: Tréskurð, teiknun, vatnsliti og skúlptúr. Allt þetta er til sýnis á sýningu hennar í Djúpinu, og það hvarflar að manni, að hún sé nokkuð óráðin enn og viti vart, hvar hún eigi að beita sér af öllum kröftum. Það virðist margt kalla að þessari konu, en ég læt það flakka hér, að mér finnst hún ná mestum árangri er hún á við massa í skúptúr, eins og Þrenning 1, sem gerð er í marmara, bendir til. Form hennar er að vísu dálítið veikt í flestum þessara verka, en hún þreifar fyrir sér og það er góðs viti. Á sýningunni kennir sem sé margra grasa og því verður heildarsvipur þessarar sýningar nokkuð sundur- laus, og maður veit vart hvað á að taka alvarlega og hvað ekki. En þarna er eitthvað í gerjun sem ef til vill á eftir að koma betur í ljós með tíð og tíma. Það vill oft verða svo, að frumraun fólks við að koma verkum sínum fyrir almennings- sjónir segir ekki alla þá sögu, sem ætlast er til. Þannig held ég, að Magnea Soffía hefði átt að vera svolítið harðari við sjálfa sig og velja jafnvel eingöngu skúlptúr á sína fyrstu sýningu. Vatnslita- myndir hennar eru vel og natnis- lega unnar, en þær vantar kraft og spennu til að gegna hlutverki sínu. Teikningar hennar eru einnig síðri en skúlptúrinn. Hver veit nema það sé hin plastíska tilfinning, sem er þungamiðja þessara verka? Það er ekki ótrúlegt. Það er svolítill byrjandabragur á þessari sýningu og ekkert við það að athuga. Það á sem sagt enn eftir að koma fram, hvar hæfileikar Magneu Soffíu liggja, en það má hún eiga, að hún gerir tilraunir og leitar fyrir sér, og einmitt þannig getur náðst árangur, ef hlutunum er nægilega fylgt eftir með dugnaði og einurð. Það eru margar leiðir opnar nú á tímum í myndlist og allt mögulegt leyfilegt, eins og sagt er. Ég held, að Magnea Soffía geti komist með hæfileikum sínum inn á ýmis svið, ef hún hefur hugann eins opinn á komandi tímum og hún virðist hafa haft að undanförnu. Annars er eins og allir vita erfitt að spá, og þá einkum og sér í lagi um framtíðina. Valtýr Pétursson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.