Morgunblaðið - 30.10.1982, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 30.10.1982, Qupperneq 30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1982 30 Sextugur: Pétur Þorbjörns son, skipstjóri Pétur er fæddur í Reykjavík hinn 25. október 1922, sonur hjón- anna Arndísar Benediktsdóttur og Þorbjarnar Péturssonar. Móður- ættin gróin bændaætt um Kjós og Kjalarnes, kennd við ættaróðalið Vallá. Föðurættin útCegsbændur og sjómenn mann fram af manni um Alftanes. Þegar Þorbjörn var barn að aldri fórst faðir hans í fiski- róðri sem formaður á bát sínum, með allri áhöfn. Var drengurinn þá tekinn í fóstur af föðursystur sinni að Hákoti og ólst þar upp til fullorðinsára. Þorbjörn fór á sjóinn strax er hann hafði aldur til, gerðist vél- stjóri. Pétur var níu ára þegar hann fór fyrst á sjóinn með föður sínum á síldveiðar fyrir norðurlandi á línuveiðaranum Rifsnesi. Fór á hverju sumri til 14 ára aldurs, er hann réðist sem fullgildur háseti á sama skip. Símon skipstjóri lét smíða kassa fyrir drenginn til að standa á, svo hann næði upp fyrir lunninguna til að henda kastlínunni yfir í bát- ana, þegar lagt var að þeim til uppbindingar og háfunar. Gætti þar strax uppörvunar, fá að vera með í störfum, finna sig gera Kagn. Pétur minnist þeirra manna, sem hann var með á þessum árum með hlýhug. Pétur var í siglingum til Eng- lands öll stríðsárin, lengst af á línuveiðaranum Sigríði, sem var undir sömu framkvæmdastjórn og Rifsnesið. Siglt var með bátafisk, sem tekinn var í Vestmannaeyjum og víðar. Pétur byrjaði sem kyndari og vann sig upp í að vera annar vél- stjóri. Þurfti þá bæði að kynda og gæta vélarinnar. Var það mikil vinna við lempingu á kolum. Voru þetta oft slarksamar ferðir, í vondum veðrum á hlöðnu skipi og venjulega í kapphlaupi við tím- ann, sem var háður söludegi og flóði. Pétur var orðinn 27 ára þegar hann sté um borð í togara. Varð 1. stýrimaður og afleysingaskip- stjóri eftir sjö ár, fastur skipstjóri þremur árum síðar, hefur unnið á stjórnpalli í röskan aldarfjórðung og er það orðinn lengri tími, en hjá flestum öðrum. Þegar síldveiðarnar brugðust árið 1968, var brugðið á það ráð að leyfa bátaflotanum togveiðar í landhelginni. Voru opnuð afmörk- uð svæði, aðallega út af S- og SV-landi, Faxaflóa og Snæfells- nesi. Bátar 105 tonn að stærð og minni máttu stunda veiðar inn að 1,0 sjómílu frá landi. Skip stærri en 105 tonn allt að 400 tonnum máttu fara inn að 4,0 sjómílum. Það var ekkert áhlaupaverk að hefja veiðiskap með botnvörpu inni í þessum hólfum, sem svo voru nefnd. Botnlagið ókannað að mestu víðast hvar, sums staðar neðansjávargosstöðvar, hraun- drangar og harður botn með sandræmum hér og þar, sem reyndust fiskisælar. Skipstjórnar- mönnum tókst vonum framar að ná árangri í veiði. Komu þar til kynni frá þroskaneta- og snurvoð- arveiðiskap hjá sumum þeirra, sem þó var ekki einhlítt. Þurfti miðagleggni og nákvæmni í stað- arákvörðunum til að halda kláru togi og vera innan þeirra marka sem bátum og skipum voru sett. Vindátt og straumar gátu gert allt erfiðara á því litla dýpi sem oftast var um að ræða. Eftir um það bil þriggja ára reynslu voru veiðiafköstin orðin það góð að menn voru farnir að stofna til þessarar útgerðar. Árið 1971 réðist Gunnar Haf- steinsson, lögfræðingur í að kaupa síðutogara frá Englandi. Skip þetta var um 300 tonn að stærð og hafði verið gert út um árabil. Fékk það nafnið Freyja. Pétur var ráðinn skipstjóri, sótti skipið og bjó það sjálfur út til veiða. Freyja reyndist mesta happa- skip. Gekk veiðiskapurinn svo vel að eftir var tekið hér í Reykjavík- urhöfn. Freyja varð þekkt afla- skip, með hæstu og hæsta skip á vertíðinni í sínum landsfjórðungi. Á ofangreindu tímabili var Bridge Arnór Ragnarsson Bridgefélag Akureyrar Þremur umferðum er lokið í Thule-tvímenningskeppninni og er staða efstu para þessi: Soffía Guðmundsdóttir — Ævar Karlsson 573 Gunnlaugur Guðmudsson — Magnús Aðalbjörnsson 572 Ármann Helgason — Jóhann Helgason 557 Alfreð Helgason — Júlíus Thorarensen 554 Jakob Kristinsson — Stefán Jóhannesson 540 Eyþór Gunnþórsson — Þorsteinn Friðriksson 528 skuttogaraöldin „gengin í garð“, ný tækni komin til sögunnar. 1975 var skipið selt. Franskbyggður skuttogari keyptur frá Englandi, nýlegt skip, en að mörgu leyti van- búðið, sem olli byrjunarörðugleik- um. Höfðu þeir ekki verið yfir- stignir þegar skipið var selt Bæj- arútgerð Reykjavíkur (BÚR). Eitt dæmi um vanbúnað á dekki var að það var „skeifu“laust. Bæjarútgerðin lét smíða „skeifu“ og bæta alla aðstöðu á dekki, eftir því sem það var unnt, auka tækjabúnað í brú og fleira. Eftir þær breytingar fór veiði- skapurinn að ganga vel, stundum með ágætum til þessa dags. Hjörleifur er eitt af þeim fáu skipum sem er ekki með flottroll. Flottrollið hefur gefið mikla veiði á þorski, út af Vesturlandi, sem kunnugt er. Hefur það þó farið minnkandi og orðið misjafnara hjá skipum síðustu árin. Áf þeim sökum hefur Pétur skipstjóri lagt sig meira eftir karfaveiði, átt ár- vissa veiði á svæðunum út af Stefán Ragnarsson — Pétur Guðjónsson 521 Jón Jónsson — Kristján Jónsson 514 Símon Gunnarsson — Sveinn Sigurgeirsson 514 Fjórða og síðasta umferðin verður spiluð þriðjudaginn 2. nóv. og hefst kl. 20 í Félagsborg. Næsta keppni félagsins verður Akureyrarmótið í sveitakeppni sem hefst 9. nóv. nk. Þrír fulltrúar fóru á þing Bridgesambandsins sem haldið var fyrir nokkrum dögum. Þar á meðal var keppnisstjóri BA, Al- bert Sigurðsson, sem sótti nám- skeið sem haldið var í keppnis- stjórn á vegum BSÍ. Bridgedeild Bard- strendingafélagsins Mánudaginn 25. október var spiluð 3. umferðin í aðaltví- Faxaflóa, Breiðafirði og á Jökul- tungu yfir sumarmánuðina, oft verið fljótur í túrum, allt niður í 5 daga útivist. Koma þar til hans miklu kynni á löngum skipstjórn- arferli. Öll tilhögun við veiðarnar unnin af stakri nákvæmni og kunnug- leik, sem kemur fram í góðum árangri, án eyðslu á veiðarfærum og mikilli netavinnu. Passasamur með allar festur og skipsflök, sem vitað er um, öll tog skrásett, sem eru í námunda við þau, með ná- kvæmum staðarákvörðunum. Slík passasemi dregur ómetanlega úr veiðarfæratjóni, jafnvel missi vörpunnar. Þróun veiða hefur verið sú, að sóknin hefur borist utar og dýpra. Á síðustu vertíð var varla kastað á 200 faðma dýpi, eða grynnra. Veiðisvæðið aðallega 3—4 hundr- uð faðmar og allt niður undir 500 faðma dýpi. Það hefur ekki verið tekið með sitjandi sældinni að ná árangri, mynda sér klára togslóð á svo miklu dýpi. Þar hefur ná- kvæmni og hyggjuvit orðið að koma til hvaða lengd víra mætti nota, þyngd vörpunnar, toghler- anna og svo togferðin, allt þetta þarf að stemma saman til að halda trollinu í botni á slíku dýpi. Þó dýptarmælar og staðarákvörð- unartæki séu orðin það fullkomin að vart er völ á þeim betri, verður þessi þáttur aldrei tölvuvæddur. Botnlagið víðast hvar ókannað, hefur getað verið frá lifandi kóral, sem er hættulegur öllu neti, jafn- vel missir vörpunnar, sandkviku- pytti sem trollið getur sokkið niður í og aðrar torfærur, hraun- naggar og grjót. Allt þetta getur komið til greina eða má reikna með á ókannaðri slóð, svo eru harðir straumar og misjöfn vetr- arveðrátta við að fást. Farnar voru tíu veiðiferðir á ofangreindar slóðir, gekk veiðiskapurinn öllum vonum framar og án áfalla og verulegs tjóns á veiðarfærum. Afl- inn var karfi, blálanga og grálúða. menningskeppni félagsins (5 kvöld), 20 pör kepptu. Staða 10 efstu para er nú þannig: Ragnar — Þórarinn 390 Ragnar — Helgi 370 Þorsteinn — Sveinbjörn 363 Sigurður — Halldór 362 Óli V. — Þórir 359 Ólafur — Agnar 347 Hannes — Jónína 347 Hallgrímur — Daníel 338 Jóhann — Hörður 334 Jósef — Magnús 328 Bridgeklúbbur Akraness Eftir þrjú kvöld í hausttví- menningi klúbbsins af fimm eru efstu menn eftirtaldir: Eiríkur Jónsson — Alfreð Viktorsson 2 Jón Alfreðsson 1 173 Guðni Jónsson — Vigfús Sigurðsson 112 Ofangreindar hugleiðingar um veiðisvæði togaranna á síðustu vetrarvertíð er viðleitni til að sýna, hvað snýr að togaraskip- stjórunum í dag. Álag skipstjórnar við ofan- greindar aðstæður er mikið fyrir menn á besta aldursskeiði, hvað þá mann sextugan með áratuga skipstjórn að baki. Er því ljóst að fáir myndu eftir leika og ekki öðr- um fært en úrvalsskipstjórnar- mönnum. Úthaldstími á þessu ári er orð- inn 8'A mánuður. Farnar hafa verið 25 veiðiferðir, afli alls um 3.400 tonn. Árið 1946, hinn 27. júní, kvænt- ist Pétur Sigríði Eyjólfsdóttur, ættaðri frá Vestmannaeyjum. Eiga þau tvo syni og tvær dætur, sem öll hafa stofnað sín heimili og eignast afkomendur. Eitt þeirra er Eyjólfur togaraskipstjóri sem hóf sjómennsku 14 ára með föður sín- um, vann sig upp í 1. stýrimanns- stöðu. Fór 20 ára að aldri sem skipstjóri á togurum BÚR, nú skipstjóri á b/v Vestmannaey, verið það síðan skipið kom nýtt 1973. Sigríður hefur sýnt heimili sínu frábæra snyrtimennsku og smekkvísi. Ávallt verið með tví- skiptan hugann við heimilið og gengi bónda síns á hafinu. Pétur er mildur stjórnandi, snyrtimenni, krefst góðrar um- gengni á skipi sínu. Nærgætinn við menn og skip í sjósókn sinni. Enginn maður hefur fengið skrámu af völdum sjógangs, ekki brotnað rúða í glugga á Hjörleifi öll árin. Öll sjósókn, hver sem farkostur- inn er, hvort það er árabáturinn eða hafskipið, sem fer allra sinna ferða og aldrei verður neitt að hjá, þar er oftast stærsta sagan á bak við. Ég óska Pétri til hamingju á þessum merku tímamótum í lífi hans, farsældar í starfi, fjölskyldu hans gæfu og gengis. Valdimar Guðmundsson Guðjón Guðmundsson — Ólafur Gr. Ólafsson 93 Þorvaldur Guðmundsson — Pálmi Sveinsson 88 Björn Viktorsson — Þorgeir Jósefsson 85 Nú hefur klúbburinn staðið fyrir fimm spilakvöldum í haust og bronsstigakeppnin komin í fullan gang. Efstu menn eru eft- irtaldir: Eiríkur Jónsson 94 Hermann Guðmundsson 74 Alfreð Viktorsson 69 Pálmi Sveinsson 58 Björgvin Bjarnason 56 Bridgeklúbbur Akraness minnir bridgespilara á Opna Hótel Akraness-mótið sem haldið verður helgina 27.-28. nóv. nk. Spilarar geta látið skrá sig í síma 93-2000 milli kl. 9.00 og 17.00 og í síma 93-2461 milli kl. 20.00 og 23.00 fyrir 22. nóv. Menn eru beðnir að athuga að þátttaka miðast við 32 pör. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar ísafjörður ísafjörður Sjálfstæðiskvennafélagið á ísafirði heldur aöalfund þrlöjudaginn 2. nóvember kl. 20.30 aö Uppsölum (uppi). Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Rætt um vetrarstarfið. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin. Almennir stjórnmála- fundir í Vestur-Barða- strandarsýslu Baröastrandarhreppur: Birkimel, laugardaginn 30. október kl. 14. Rauöaaandahreppur i Fagrahvammi, laugardaglnn 30. október kl. 21. Framsögumenn á öll- um fundunum veröa alþlngismennirnlr Matthías Bjarnason og Þorvaldur Garðar Kristjánsson. Á eftir framsöguræöum veröa fyrirspurnir og frjálsar umræöur um stjórnmálahorfur og héraösmál. Allir eru velkomnir é fundina. • Sjálfstæólsfélðgln i Vestur-Baróastrandarsýslu. Aðalfundur Félags sjálftæöismanna í Langholtl verö- ur haldinn fimmtudaginn 4. nóvember kl. 8.30 i Félagsheimilinu Langholtsvegl 174. Dagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf. Gestur fundarins veröur Gelr Hallgrims- son formaöur Sjálfsfæöisflokksins Akranes — Akranes Aöalfundur Sjálfstæöisfélags Akraness. Akranesi veröur haldinn í Sjálfstæöishúsinu aó Heiöargeröi 20, 2. nóvember nk. kl. 21.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Önnur mál.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.