Morgunblaðið - 30.10.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.10.1982, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1982 Herstöðva- andstæðingar spyrja utan- ríkisráðherra Stóraukin umsvif bandaríska setuliðsins á íslandi, bæði hvað varðar verklegar framkvæmdir, hönnunarstarfsemi ok áætlanagerð, hafa vakið óhu(í on undrun her- stöðvaandstæðiniía um land allt, sej;ir í fréttatilkynninKU frá Sam- tökum herstöðvaandstæðinna, sem Morjíunblaðinu hefur borist. Þar segir ennfremur: Spurninjíar um eðli o(í tiltíanjí allra þessara um- svifa hafa nerst æ áleitnari með hverri frétt sem berst af þeirri nýsköpun herstöðvanna sem nú virðist vera í i;an(íi. Því hafa SHA sent utanríkisráðherra eftirfarandi spurnin(»alista með ósk um skjót og (ireinardóð svör. Utanríkisráðu- neytið tók við listanum 26. október. Spurninnarnar, sem Samtök herstöðvaandstæðinj;a legjya fyrir utanríkisráðherra eru um skýr- inj;ar stjórnvalda á auknum um- svifum handaríska hersins hér á landi að undanförnu. Umsvif þau sem átt er við eru meðal annar's: 1. Byj;j;inj; sprenj;iheldra fluj;skýla á Keflavíkurfluj;velli. 2. Smíði jarð- stöðvar fyrir j;ervihnattasamband á Miðnesheiði. 3. Hönnun olíuhafnar í Helj;uvík. 4. Undirbúninj;ur að eldsneytisbirðj;astöð á Hólms- bjarj;i. 5. Aform oj; áhuj;i banda- rískra hernaðaryfirvalda á byj;j;- inj;u nýrrar fluj;stöðvar. 6. Samn- inj;ar um jarðstöð undir Ulfarsfelli fyrir dátasjónvarp. 7. Aform um stórfellda eflinj;u bandaríska flujtflotans hérlendis. Ennfremur vilja Samtök her- stöðvaandstæðinj;a beina þeirri spurninj;u til utanríkisráðherra hvort eftirtaldar ríkisstofnanir, sem allar hafa unnið að verkefnum í tenj;slum við ofanj;reind umsvif oj; áform, j;eri það í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar? Stofnan- ir þessar eru: a. Vita- oj; hafna- málastofnunin, b. Sij;linj;amála- stofnunin. c. Hafrannsóknastofn- unin. d. Orkustofnun. e. Jarð- boranir ríkisins. f. Póstur oj; sími. j;. Skipulaj;sstjóri ríkisins. Fyrirspurnir þessar eru einnig afhentar fjölmiðlum og jafnframt óskað opinberra svara utanríkisr- áðherra. VgNKHfeTrti*--------- VERKR- LÝD8- FÉLÖ6 8ÖNNU0 "5NÝKJ0DÝR VíRÐfí FRN6ELSUP VINNUSKYLPfl LÖGLEIDD HERVÖRP WVW JRRPflRFÖR HERLÖ6 VfRPHJ HERTÍ) REF3", IN6UM VflTNSBYSSUR 0£ TÁRHGRS "KÆRI JflRUZELSKI -MIKIÐ ÞVKlR MÉR VÆNT UM m HVflÐ ÞÚ ÆTLRR RP VERÐfl FLJÓTUR RÐ LÆRfl..." Gódandaginn! Poul Schliiter og ríkisstjórn hans. Metnaðarsamt verk dönsku ríkisstjórnarinnar er hafið eftir Ib Hjrnbak VKRKKKNI það sem nýja danska stjórnin hefur tekizt á hendur er sannarlega mjög erfitt. Kn stjórnin hefur fengið byr í fyrstu lotu. Og Poul Schliiter forsætisráðherra hefur látið í Ijósi þá skoðun, að stefnu stjórnarinnar verði haldið til streitu það sem eftir lifir kjörtímabilsins. Ilann segir að at- vinnulífið megi treysta á það og sömuleiðis muni Dönum vaxa ás- megin í augum útlendinga. Hvort stjórnin situr svo lengi er auðvitað önnur saga, en það er ýmislegt, sem bendir til að hún muni verða við stjórnvölinn i að minnsta kosti tvö ár. Það var sannarlega ekki óskadraumur íhaldsmannsins Poul Schliiters að verða í for- svari fjögurra flokka ríkis- stjórnarinnar. Það var ekki sízt fyrir tilstuðlan Erhards Jacob- sens hins sérstæða og málglaða leiðtoga miðdemókrata að þessi samsteypustjórn íhaldsflokks- ins, Vinstri, miðdemókrata og Kristilega þjóðarflokksins komst á laggirnar. Erhard Jac- obsen var áður og fyrrum þing- maður jafnaðarmanna, en sagði sig úr flokknum eftir nokkrar sviptingar og stofnaði þá flokk miðdemókrata. Erhard Jacobsen er óvenjulegt fyrirbrigði í dönskum stjórnmál- um. Hann getur fengið kjósend- ur á sitt band í snarpri kosn- ingabaráttu án þess að gefa nein áþreifanleg loforð. Samt vita kjósendur hvar þeir hafa hann. Þess vegna fékk flokkur hans fimmtán menn kjörna í síðustu kosningum í desember 1981. Dóttir hans Mimi Stilling Jac- obsen gegnir nú stöðu menning- armálaráðherra. Erhard Jacobsen situr á Evr- ópuþinginu og kærði sig ekki um að verða ráðherra. En bak við tjöldin hefur hann án efa átt drýgstan þátt í því að þingið samþykkti meginatriðin í efna- hagsstefnu ríkisstjórnarinnar, þar sem valdar eru ýmsar leiðir, sem óhugsandi hefði verið að fara undir stjórn jafnaðar- manna. Erhard Jacobsen tókst að telja Mogens Glistrup frá Framfaraflokknum á það á síð- ustu stundu að styðja aðgerðirn- ar og þar með náðist tilskilinn meirihluti vegna þess að smá- flokkurinn Radikale Venstre, sem hefur 9 þingmenn, greiddi tillögunum atkvæði. Það er ekki nokkrum vafa undirorpið, að meðal Dana er meiri hluti fyrir þeirri stefnu sem ríkisstjórnin víll koma í framkvæmd. Þess vegna var það líka snjallt hjá Poul Schluter og Henning Christophersen fjár- málaráðherra að leggja fram verulega harkalegar tillögur. Ríkissjóður Dana er skuldum vafinn og fyrirsjáanlegur er viðskiptahalli upp á tugi millj- arða króna. Þar af leiðandi eru flestir Danir sammála um að það verði að grípa til einhverra þeirra ráðstafana, sem geti skipt sköpum og ráðið alvörubót á þessum yfirgengilega vanda. Og þó svo að það kosti niðurskurð í framlögum til félagsmála og jafnvel að sett verði frysting á launahækkanir. Ríkisstjórnin vill ekki fella gengið, þó svo að ýmsir efna- hagssérfræðingar hennar hafi um síðustu helgi bent á gengis- lækkun sem lið i því að draga úr vaxandi skuldasöfnun og at- vinnuleysi. Nú fá um 275 þúsund Danir atvinnuleysisstyrk en vegna skipulagsbreytinga innan atvinnulífsins, hafa margir orðið að skipta um vinnu ellegar misst starf vegna tæknivæðingar. Ríkisstjórnin hefur ekki gefið út neinn lyfseðil til að „sjúkl- ingnum“ batni, heldur er mælt með skurðaðgerð til að lækna þessa sjúklegu og vondu þróun. Það á að skera niður af fjárlög- um 20 milljarða. Sex milljarðar eiga að koma við sparnað í milli- færslu, breytt verði skipulagi á atvinnuleysisbótum, eftirlaun- um, sjúkradagpeningum og auk þess á að stórhækka gjöld á dagvistarstofnunum. Þrjá millj- arða á að fá með því að draga úr framlagi til bæjar og sveitar- stjórna sem ríkissjóður hafði áð- ur ákveðið. Auk þess bætist við að það hefur verið ákveðið að stöðva launaþróunina með því að taka úr sambandi sjálfvirkar vísitölu- bætur á laun. Auk þess á að hætta öllum aukasporslum og bónusgreiðslum í fimm eða sex mánuði. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að laun megi aðeins hækka um fjögur prósent næsta ár. Ef aðilar geta haldið sig inn- an þess ramma er lofað skatta- lækkun sem nemur 100 krónum á mánuði fyrir hvern skattgreið- anda. Þessar aðgerðir falla sannar- lega ekki í kramið hjá hinum ýmsu verkalýðsfélögum. Mót- leikur þeirra nú er að krefjast þess að samningar verði annað hvort gerðir á hálfs árs eða í mesta lagi eins árs fresti. Samn- ingar í Danmörku hafa hingað til verið gerðir til tveggja ára og renna út þann 1. apríl 1983. Rík- isstjórnin ætlar innan tíðar að birta enn frekari sparnaðarplön fyrir árið 1984, þá er á dagskrá að niðurskurður nemi að minnsta kosti 37 milljörðum króna. Þær aðgerðir sem vænta má að komist í framkvæmd á næst- unni eiga að styrkja efnahagslíf- ið. Bæði jafnaðarmenn undir forystu Ankers Jörgensens, svo og borgaraflokkar og áhrifa- mestu öflin innan verkalýðssam- taka segja skýrt og skorinort, að Danmörk geti ekki bjargað sér á þurrt og haldið stöðu sinni sem velferðarríki nema veittur verði í auknum mæli styrkur og stuðn- ingur tii einkaframtaksins. Það hefur sýnt sig í ýmsu að fjár- málasérfræðingar telja það skynsamlega af stað farið. Krón- an hefur styrkzt og þar með lækka vextir. Nú eru meðaltals- vextir upp á 21—22 prósent og vextirnir verða að lækka miklu meira til að það geti borgað sig að fjárfesta í nýjum vinnustöð- um eða efla nýjar atvinnugrein- ar. Bjartsýni ríkir á þessu sviði, en það mun taka sinn tíma unz árangur fer að koma í ljós, hvað þá skila sér. Það mun að flestra dómi taka mörg ár að rétta við bágborinn fjárhag Danmerkur og snúa við efnahagsþróuninni sem öll hefur verið niður á við. Það verður lík- ast til ekki fyrr en á næsta ára- tug, sem bati fer að verða merkj- anlejjur, en sálfræðilegar afleið- ingar af stefnu ríkisstjórnarinn- ar virðast jákvæðar. En það verður einnig að taka með í reikninginn að til að þetta takist þarf einnig að draga úr hinni al- þjóðlegu kreppu sem ríkt hefur í heiminum. Ríkisstjórn jafnaðarmanna sem borgaraflokkastjórnin leysti af hólmi, gafst upp í viðleitni sinni við að framkvæma að mörgu leyti svipuð atriði og hin nýja ríkisstjórn er nú að baxa við. Það var og er einnig svo mikil ókyrrð innan Jafnaðar- mannaflokksins og togstreita milli flokksins og verkalýðs- samtakanna, að það var gersam- lega ómögulegt fyrir þá stjórn að grípa til jafn róttækra ráðstaf- ana og borgaraflokkastjórnin þorir að gera. Áður en það tókst að fá þingið til að samþykkja tillögurnar lét Anker Jörgensen fyrrverandi forsætisráðherra orð falla um möguleika á einhvers konar samstarfi við stjórn borgara- flokkanna, ef stjórnin kæmi til- lögunum ekki í gegnum þingið. Það er ekkert útlit fyrir að úr slíku verði í bráð, en Poul Schluter forsætisráðherra hefur lýst því hreinskilnislega yfir, að hann voni, að til þess komi einn góðan veðurdag. Danmörk hefur þörf fyrir víðtæka samstöðu. Það mun ekki gerast í þessum mán- uði, segir Schlúter, en að því mun kona, vandamálin verði svo gífurleg sem við blasa, að breið- ara stjórnarsamstarf verði nauðsynlegt. Það voru Radikale Venstre (sem er hægri flokkur eins og allir vita) og Framfaraflokkur- inn, sem tryggðu að ríkisstjórnin hafði það af í fyrstu lotu. Það hefur leitt af sér margvísleg vandamál í flokki Mogens Glistrup, að þurfa í fyrsta skipti að greiða atkvæði sem sköpum skiptu og þar með að taka ábyrgð á því að ríkisstjórn held- ur velli. Mogens Glistrup greiddi efnahagstillögunum atkvæði, mjög gegn vilja sínum, og hafði áður lýst sig andvígan. Sama máli gegndi um talsmann Fram- faraflokksins í fjármálum, Leif Glensgaad, og Mogens Voigt. Þessir þrír eru í minnihluta og Glistrup hefur íað að stofnun nýs flokks. í allt sumar hafa verið fundir milli stjórnmálamanna úr borg- araflokkunum og þingflokks- formanns Framfaraflokksins, Uffe Thordahl. Flokkurinn er af- ar skiptur og sú skipting hefur komið æ berlegar í ljós. En þeir eru í meirihluta innan þing- flokksins sem vilja reka ábyrga pólitík í staðinn fyrir einhvern uppreisnar- eða skrípaleik, sem Framfaraflokkurinn hefur iðkað í tíu ár og orðið tii þess að marg- ir geta ekki tekið talsmenn hans í neinni alvöru. Við þetta er því að bæta að forsvarsmenn flokks- ins búa sig undir að málinu gegn Glistrup vegna skattsvika ljúki á vori komanda. Búizt er við að Glistrup verði dæmdur í fangelsi og þar með er flokksformaður- inn búinn að vera á hinu póli- tíska sviði. Stjórn borgaraflokkanna hef- ur vissulega efnahagsmálin númer eitt á stefnuskrá sinni. En auk þess að kúvenda í efna- hagsstefnunni hefur hún annað markmið, sem er að einfalda opinbera stjórnun. Skriffinnskubákn og ofhleðsla velferðarríkisins er að sliga Danmörku. Kerfið er orðið svo þungt í vöfum, að það er á fárra færi að botna nokkuð í því. Rík- isstjórnin hefur sett sér að breyta þessu, draga úr yfirbygg- ingunni, setja einfaldari starfs- reglur, skera niður risnufé og á annan hátt stuðla að því að fólk geti fótað sig en missi ekki kjarkinn í völundarhúsi kerfis- ins. Þegar hafa verið sendar leiðbeiningar til borgarstjóra og alls konar opinberra stofnana um tillögur, sem miða að þessu. Það eru háleit markmið sem rikisstjórn Poul Schlúter hefur sett sér og það kann svo að fara að þeir fái ekki að njóta arðsins og ávaxtanna, sem flestir vonast eftir með tíð og tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.