Morgunblaðið - 30.10.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.10.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1982 Mitsubishi Tredia í reynsluakstri — Rúmgóður — Kraftmikill með sparnaðargír — Góðir aksturseiginleikar — Framsæti mættu vera betri Bflar Sighvatur Blöndahl Bíllinn er knúinn 1.597 rúmsentimetra, 75 DIN hesUfla MælaborðiA er óvenjulega einfalt, en stílhreint. véL MITSIIBISIII-verksmiðjurnar jap- önsku kynntu á dögunum nýjan fólksbíl, en sá nefnist Mitsubishi Tredia og er meðalstór fjölskyldubíll. Ilonum er ætlað að taka við hlutverki gamla l^incersins, sem framleiðslu hefur nú verið hætt á. I'að vekur strax athygli, að Tredian er mun straumlinulagaðri en Lanrerinn var, enda kemur i Ijós, að vindstuðull Trediunnar cr 0,39 ('vt. Við reynslu- akstur Trediunnar liðlega 400 km við hinar ólíkustu aðstæður kom í Ijós, að hún hefur ýmsa góða kosti fram yfir forvera sinn. Má þar fyrst nefna betri fjöðrun og aksturseiginleika, auk þess sem rými er meira í Trediunni. I>á er sú veigamikla breyting gerð, að Tredian er framdrifin. DYR — RÝMI Þótt Tredian sé fernra dyra er óvenjulega gott að ganga um dyr bílsins, en oft vill brenna við á litl- um og meðalstórum bílum, að dyr þeirra séu í minna lagi. F'ramdyr bílsins opnast mjög vel, en hins vegar mætti að ósekju verða eilítil breyting á opnun afturdyra, þannig að þær opnuðust aðeins betur. Bíll- inn er með miðstýrðu læsingakerfi á hurðum, sem er mjög þægilegt. Það þýðir, að allar hurðir opnast í einu og þeim er að sjálfsögðu lokað með einu handtaki. Þá eru rúður bílsins ennfremur rafdrifnar, sem er til mikilla þæginda fyrir öku- mann. Eitt meginmarkmiðið með hönnun Trediunnar var að auka rými ökumanns og farþega og það hefur tekizt bara bærilega. Sér- staklega er rými fyrir ökumann og farþega frammi í með ágætum. Sama er hvort litið er á fótarými, eða loftrými. Rými fyrir farþega aftur í er ennfremur ágætt. það fer jafnvel ágætlega um stærri menn þar, þótt framsætin séu í öftustu stöðu, sem er óvenjulegt. SÆTI — ÚTSÝNI Tredian kemur með mjög skemmtilegu plussáklæði á sætum, en engu að síður eru sætin veikasti punkturinn í bilnum. Við að setjast í framsæti bílsins verður maður strax var við, að bæði bakstuðning og hliðarstuðning vantar tilfinn- anlega. Sætin hafa verið mýkt of mikiö á kostnað útlitsins. Þetta þýðir þó ekki, að óþægilegt sé að sitja í bílnum, einungis ef eknar eru lengri vegalengdir vantar stuðninginn. Reyndar verður einn- ig að hafa hinn hefðbundna fyrir- vara, þegar rætt er um sæti bíla, að þar er smekkur manna sjálfsagt eins misjafn, eins og mennirnir eru margir. Framsætin hafa hefð- bundna stillimöguleika, þ.e. hægt er að færa sætin fram og aftur og breyta stellingu baksins. Höfuð- púðum er mjög snyrtilega fyrir- komið þannig að þeir eru ekki til neinna óþæginda. Fyrir minn smekk er aftursætið í raun mun betur hannað en framsætin. Ágætt er að sitja í þeim og það fer virki- lega vel um tvo farþega aftur í á langkeyrslu. Það er farið að þrengja nokkuð að þremur fullorð- num, en ekkert því til fyrirstöðu að þrír ferðist saman aftur í á skemmri vegalengdum. Útsýni úr Trediunni er gott. Sérstaklega hef- ur ökumaður gott útsýni til allra átta. Höfuðpúðar og póstar skyggja lítið, sem ekkert á, auk þess sem ökumaður situr hæfilega hátt. Gluggar bílsins eru auk þess ágæt- lega stórir. MÆLABORÐ — PEDALAR Mælaborð Trediunnar er einfalt en stílhreint. Það vekur reyndar athygli hversu einfalt og lítið frammúrstefnulegt það er. I borð- inu er að sjálfsögðu að finna alla hefðbundna mæla, eins og hraða- mæli með ferðamæli, snúnings- hraðamæli, benzínmæli og hita- mæli. Síðan eru í borðinu hefð- bundin aðvörunarljós, eins og varð- andi olíuþrýsting, rafmagns- hleðslu, aðalljós, stefnuljós, ljós sem sýnir þegar hurðir eru opnar og Ijós sem sýnir þegar benzín er að verða búið á bílnum, hvort ör- yggisbelti séu spennt og Ijós, og fleira. Um stjórntæki bílsins al- mennt má segja, að þau séu innan seilingar, nema hvað innsogsrofinn mætti vera betur staðsettur, en hann er neðarlega á vinstri væng borðsins. Aðalljósa- og stefnuljósa- rofi er á vinstri væng stýrisins og er þægilegt að handleika hann. Þurrkurofinn er síðan á vinstri væng stýrisins, en þurrkurnar eru tveggja hraða, auk þess sem þær eru með „letingja". Stjórntæki miðstöðvarinnar, sem eru af ein- faldari gerðinni, mættu vera held- ur nær ökumanni. Miðstöðin virkar annars ágætlega. Langt úti á hægri væng borðsins er svo kvarzklukka. Pedalar eru ágætlega staðsettir og gott pláss á milli þeirra, þannig að lítil sem engin hætta er á að stíga á tvo þeirra samtímis. Benzíngjöfin er hæfilega stíf og ástig á bremsur er ennfremur með ágætum og þær virka vel. Kúplingin slítur eilítið of ofarlega fyrir minn smekk. SKIPTING — VÉL Tredian er fjögurra gíra, auk þess sem sérstakur sparnaðargír er í bílnum, en hann virkar í raun í öllum gírum. Sérstök skiptistöng er fyrir sparnaðargírinn, þannig að annaðhvort er ekið í venjulegri stöðu, eða þá í „Economy". Snún- ingshraði vélarinnar er um 25% minni, þegar ekið er í sparnaðar- gírnum, sem segir fljótlega til sín i benzíneyðslu. Verksmiðjurnar segja sparnaðargírinn fyrst og fremst hugsaðan til notkunar á langkeyrslu á góðum vegum, en það kom fljótlega í ljós, að það er ekk- ert þvi til fyrirstöðu, að aka bílnum í honum innanbæjar. Hann er að vísu ekki með sömu snerpuna. Það er því óhætt að segja, að sparnað- argírinn sé til bóta. Annars er skiptistöngin vel staðsett og stutt er milli gíra, þannig að gott er að skipta bílnum. Tredian sem ég reynsluók var með fjögurra strokka, 1.597 rúmsentimetra, 75 DIN hestafla benzínvél, þannig að kraftinn vantar ekki í þennan 915 kg bíl. Hægt er að fá bílinn með 1.410 rúmsentimetra 70 DIN hest- afla vél. AKSTURSEIGINLEIKAR Aksturseiginleikar Trediunnar eru góðir. Hann er kraftmikill, fjöðrunin er skemmtilega stíf, þannig að billinn leggst óvenjulega Nýja Pandan, 45 Super Nýr straumlínulaga Citroén BX kynntur (’itroen-verksmiðjurnar frönsku kynntu fyrir skömmu nýjan bíl, sem hefur vakið athygli, en sá nefnist Citroen BX og er mitt á milli GSA- bílsins og CX-bílsins. BX-bíllinn hefur „karakter" Citroen-bíla, er með sérstakri vökvafjöðrun og hefur ennfremur hið nýtízkulega mælaborð, sem Citroen er frægur fyrir. Billinn er mjög straumlínu- lagaður eins og t.d. CX-bíIarnir, sem sézt bezt á því, að vindstuðull hans er aðeins á bilinu 0,33—0,34 Cw, sem er gífurlega gott. Það vekur hins vegar athygli í útliti bílsins, hvað honum svipar orðið meira til annarra bíla, heldur en Citroen hefur yfírleitt gert. Bíllinn verður framleiddur með Nýtízkulegt mælaborð FIAT Panda Eyðslugrennri með nýju vörumerki FIAT FIAT-verksmiðjurnar itölsku kynntu á bílasýningunni í Paris um síðustu mánaðamót, nýja útfærslu af hinum vinsæla l’anda-bil, en sá nefnist Nuova Panda 45 Super. Helztu breytingar á þessum nýja bíl, er nýtt útlit að framan, en FIAT hefur nú tekið upp nýtt vörumerki, sem eru fimm rákir á ská, eins og sjá má á grilli bílsins. Innrétting nýja bílsins er öll mun íburðarmeiri, en forvera hans. Sæti eru meira bólstruð og þægilegri ísetu. Þá er bíllinn með 5 gíra kassa, en hann er með 903 rúmsentimetra, 45 hestafla vél. Samkvæmt upplýsingum FIAT á þessi nýi bíll að vera um 15% eyðslugrennri en forverar hans, m.a. vegna 5 gíra kassans og svo með tilkomu nýs benzínsparandi kerfis, sem sett verður í alla FIAT-bila. Þetta er nokkurs konar benzínstoppari, sem er tengdur við blöndunginn, en kerfið hefur verið hannað í samvinnu við fyrirtækið Weber og Solex. Hinn nýi Citroen BX /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.